Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 28/5-3/6 Deilur í VMSI ► Veruleg spenna á bygg- ingamarkaði á höfuðborg- arsvæðinu bitnar á við- haldsverkefnum og getur fólk þurft að bíða fram á haust eftir iðnaðarmönn- um til vinnu við slík verk- efni. ► 21 árs gömul stúlka, Ás- laug Perla Kristjónsdóttir, hrapaði til bana af stiga- gangssvölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla á laugardagsmorgun. 23 ára gamall maður er í haldi Kópavogslögreglu vegna rannsóknar málsins en lög- regla verst frétta af gangi hennar. ► Ríkisendurskoðun telur að viðskipt ahættir rOdsins við kaup á tölvubúnaði fyr- ir ríkisfyrirtæki hafi lík- lega brotið í bága við al- mennt viðurkennt við- skiptasiðferði, að því er fram kemur í skýrslu Rík- isendurskoðunar. ► Jökull Bergmann, 24 ára gamall Skíðdælingur, hyggst klífa norðurvegg Matterhorn í, sem er talinn einn einn erfiðasti klifur- veggurinn í svissnesku Ölpunum. ► Tékkneskur ferðamaður bjargaði bflstjóra og tveim- ur börnum úr lífshættu þegar opnum jeppa hvolfdi í flæðarmálinu í Reynis- hverfi á fimmtudagskvöld. ► 89% félaga í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur samþykktu kjarasamning félagsins við vinnuveitend- ur. ► Bensínlftrinn hækkaði um 3,20 kr. við mánaðamót og kostar 95 oktana bensfn nú 95,10 kr/1. BJÖRN Grétar Sveinsson hefur gert starfslokasamning við Verkamanna- samband íslands og lætur af starfi for- manns þar. Hann segir að þegar hann mætti til starfa fyrsta sinni eftir erfið veikindi hafi þeim skilaboðum verið komið á framfæri að frekari forystu hans væri ekki óskað vegna tilrauna til að sameina VMSI, Landssamband iðn- verkafólks og Þjónstusamband íslands í eitt landssamband. Bjöm Grétar telur að forystumenn Flóðabandalagsins hafi haft forystu um að bola sér á braut. Hervar Gunnarsson, ritari VMSI, sem bari Birni Gréti boðin segir að með starfslokunum hafi verið efnt lofofð sem Birni Grétari var gefið í vetur. Jafnréttisráð flutt út á land SKRIFSTOFA jafnréttismála verður lögð niður og komið á fót Jafnréttis- skrifstofu á landsbyggðinni en frekari staðsetning er óákveðin. Sex manns starfa á skrifstofunni í Reykjavík og tveir hafa lýst yfir að þeir muni ekki flytjast út á land til að halda störfum. Þá er í athugun að leggja niður karla- nefnd jafnréttisráðs. Rafrænir lyfseðlar FYRIRTÆKIÐ Doc.is, sem er í eigu starfsmanna og Landssíma íslands, hefur þróað hugbúnað um rafræna sendingu lyfseðla frá læknum til lyfja- verslana. Stefnt er að því að hugbúnað- urinn komi á markað á næsta ári. Hugbúnaðurinn veitir læknum upp- lýsingar um lyf sem koma til greina við meðferð og verð á þeim og telur Trygg- ingastofnun að með honum verði hægt að draga úr aukningu á lyfjakostnaði í landinu. Matthías Halldórsson, aðstoð- arlandlæknir telur mikilvægt að huga að persónuvemd við notkun hugbúnað- arins. Clinton í síðustu Evrópuheimsókn sinni BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í vikunni í síðustu opinberu heimsókn sína til Evrópu og hefur víða komið við á ferð sinni um álfuna. Eldflauga- varnaáætlun Bandaríkjanna hefur ver- ið ofarlega á baugi í viðræðum Clintons við leiðtoga í álfunni og hafa margir þeirra lýst áhyggjum vegna hennar. Á föstudag átti Bandaríkjaforseti fund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, þar sem sá síðamefndi sagði að Evrópumenn óttuðust að létu Bandaríkjamenn verða af því að koma upp eldflaugavamakerfi gæti það leitt til vopnakapphlaups og aukins óstöð- ugleika í Rússlandi. Clinton fundar með Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, nú yfir helgina og ræða leiðtog- amir meðal annars óskir Bandaríkja- manna um að samningi ríkjanna um bann við uppsetningu eldflaugavama- kerfa, ABM-samningnum sk., verði breytt. Ekki var fyrirfram búist við stórum tíðindum af fundi forsetanna en utanríkisráðherra Rússlands lýsti því yfir á þriðjudag að ekki kæmi til greina að breyta samningnum. Tók börn í gíslingn VOPNAÐUR maður tók 40 manns í gíslingu á bamaheimili í smábænum Wasserbillig í Lúxemborg síðdegis á miðvikudag. Maðurinn, sem ekki er talinn heill á geði, krafðist þess að yfir- völd útveguðu sér flugvél sem flygi með sig til Lýbíu. Hann hélt bömum og starfsfólki bamaheimilisins í gísl- ingu í 28 klukkustundir en var þá gerð- ur óvígur af lögreglumönnum sem höfðu dulbúist sem fréttamenn. Þeir skutu mannræningjann tvisvar i höf- uðið en hann er ekki lengur talinn í lífs- hættu. Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur gagnrýnt aðferðir lögreglunnar þar sem þær stefni öryggi fréttamanna í hættu. ► Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP) ákvað á þriðjudagskvöld að taka sæti í endurreistri héraðsstjórn N-frlands, með skilyrðum þó. Þar með varð Ijóst að héraðs- stjómin tæki aftur til starfa í upphaflegri mynd í kjölfar samkomulags um afvopnun vígasveita sem náðist í síðasta mánuði. Ríkisstjóra Eþíópíu lýsti því yfir í vikunni að stríð- inu við Erítreu væri lokið þar sem Eþíópiumönnum hefði tekist að ná á sitt vald þeim landsvæðum sem þeir gerðu tilkall til. Frétt- ir af átökum halda þó áfram að berast en óbeinar friðarviðræður fara nú fram. ► Stjórnarkreppa vofir yf- ir í Póllandi vegna deilna stjórnarflokkanna, m.a. um aðgerðir til að búa landið undir aðild að Evrópusambandinu (ESB). Efnahags- og framfara- stofnunin (OECD) spáði því í vikunni að hagvöxtur í heiminum yrði rúm 4% á þessu ári og litlu minni á því næsta. ► Talið er að hálf milljón kúbverskra kvenna hafi tekið þátt í fjöldagöngu í Havana á föstudag til að krefjast þess að drengur- inn Elian Gonzalez fái að snúa aftur til Kúbu. Gro Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO), sakaði á þriðjudag tóbaksframleiðendur um að beina auglýsinga- herferðum sínum að böm- um og ungiingum. Morgunblaðið/Þorkell Samningur um mynd- o g leiklistar- nám undirritaður Hátíð hafsins hringd inn HÁTIÐ hafsins hófst í gær skömmu fyrir hádegi þegar Jörgen Niclasen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, og Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs, hringdu hátiðina inn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Þetta er í annað sinn sem Hátíð hafsins er haldin í Reykjavík, en hún er samstarfsverkefni Sjómanna- dagsráðs, Reykjavíkurborgar, Reykjavíkurhafnar og Útvegs- mannafélags Reykjavíkur. Dag- skrá hátíðarinnar er Ijölbreytt og stendur yfir alla helgina, fyrst með hafnardegi og síðan sjó- mannadeginum, sem er í dag sunnudag. Hátfðin er haldin tii að vekja athygli á gildi sjómennsku, sjávarútvegs, hafnarstarfsemi og sterkum tengslum íslendinga við hafið. BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Islands, undir- rituðu samning um rekstur mynd- og leiklistarmenntunar á háskólastigi í gær. Samningurinn er í samræmi við skuldbindandi yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið og Listahá- skólinn undirrituðu þann 24. mars 1999 um uppbyggingu listmenntun- ar á háskólastigi. í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að uppbyggingin fari fram í þremur áföngum. Með undirritun samnings- ins hafa ráðuneytið og skólinn náð öðrum áfanganum sem miðar að því, í fyrsta lagi, að leiklistarmenntun á háskólastigi hefjist á vegum Leik- listarskóla íslands frá og með 1. ágúst 2000 og verði starfrækslu Leiklistarskóla íslands hætt frá og með sama tíma. í öðru lagi að gerður verði þjónustusamningur við Lista- háskóla íslands vegna námsins eigi síðar en 1. ágúst 2000. Byg-gir á fyrri samningum Samningurinn byggir á fyrri samningum aðila; annars vegar á samningi um þróun eða kostnað vegna undirbúnings að starfi listahá- skóla, sem undirritaður var þann 5. febrúar 1999. Hins vegar á samningi um rekstur listmenntunar á háskóla- stigi, sem aðilar undirrituðu þann 5. maí 1999. Við gildistöku þessa samn- ings falla ofangreindir samningar úr gildi. Listaháskóli Islands mun sam- kvæmt samningnum bjóða upp á þriggja ára nám, sem mun ljúka með BA-prófi úr myndlistardeild og fjög- urra ára nám, sem mun Ijúka með BFA-prófi úr leiklistardeild. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi nemenda í myndlistardeild verði 180 og í leik- listardeild 24. Framlag ríkisins vegna kennslu er samkvæmt samn- ingnum áætlað um 268 milljónir króna skólaárið 2000-2001. Hrafninn á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Hröfnum hefur víða fækkað um 20% SAMKVÆMT gögnum Náttúru- fræðistofnunar Islands hefur hröfn- um fækkað verulega undanfarin ár á stórum landsvæðum hérlendis og segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, að sterkar vísbendingar séu um fækkun víða um land. Að sögn Jóns Gunnars mun hrafninn verða á væntanlegum válista Náttúrufræðistofnunar vegna þessarar fækkunar, þó svo að ekki sé enn þá Ijóst hvort og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Við erum að gefa út þennan vá- lista, sem er nú í lokahandriti , og hrafninn er þar inni á grundvelli þeirra gagna sem við höfum. Við höfum mjög góð gögn um að hrafn- inum hafi fækkað verulega á stórum landsvæðum og síðan höfum við sterkar vísbendingar um að fækkun hafi átt sér stað annars staðar. Á grundvelli þeirra gagna fer hrafninn í flokk sem heitir á ensku „vulner- able“ og hefur verið þýtt sem yfir- vofandi hætta.“ Jón Gunnar segir að það gæti ákveðins misskilnings varðandi út- gáfu válistans. Válisti er í rauninni ætlaður til að vara við skaðlegum breytingum í náttúrunni, en að fugl- ar sem þar fara inn séu ekki friðaðir sjálfkrafa. Á válista geta farið teg- undir sem eru t.d. nokkuð algengar en er engu að síður að fækka. „Þetta er fyrst og fremst til að vara við þessari fækkun og benda mönnum á að þarna þurfi betri skoð- unar við og jafnvel grípa til ein- hverra vemdaraðgerða. En friðun er auðvitað þar sem gengið er lengst. Þegar hrafninn fer t.d. þarna inn verða settar ítarlegar rannsókn- ir í gang og leiði þær í Ijós að honum sé að fækka gætu verndaraðgerðir t.d. falist í því að vernda hann á varpstað á varptíma eða eitthvað slíkt.“ Fyrst og fremst skotveiði sem fækkar hrafninum í þeim landshlutum sem Náttúru- fræðistofnun hefur gögn yfir hefur fækkunin verið um 20% á undan- fömum árum. Jón Gunnar segir að það sé gríðarlega mikið skotið af hrafni og miðað við þær tölur og þær upplýsingar sem fyrirliggjandi em um heildarstofnstærð á landinu, sem era að vísu gamlar tölur, þá sé veiðiálagið of mikið. „Það er fyrst og fremst þessi skotveiði sem er að fækka hrafninum.“ Hann segir að upp komi atburðir öðra hvora eins og Matthías Lýðs- son, æðarbóndi í Húsavík á Strönd- um, hafi þurft að glíma við undan- farið, og greint var frá í Morg- unblaðinu í vikunni, þar sem tugir hrafna hafa lagt stóran hluta æðar- varpsins í rúst. Vorið sé mjög kalt og þessar tegundir, hvort sem það eru hrafnar eða ernir, bregðist við því með einhverjum hætti en tveir flökkuemir hafa hrætt kollurnar af hreiðrunum og auðveldað hröfnun- um að komast í eggin. „En þetta era afmörkuð mál sem menn þurfa að taka á og sjálfsagt að bregðast við og reyna að verja æða- varpið en þetta er ekki algengt sem hann er að eiga við núna.“ Arnastofninn er mjög lítill og telur ekki nema 40 pör. Síðan er einhver ákveðinn fjöldi til af geldfuglum en þetta er mjög lítill að sögn Jóns Gunnars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.