Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ KjúMinjíar ■ Rólegan æsing kúkalabbinn þinn, kennitöluna fyrst. Tvær í takinu Ef þú skellir þér á bæði þurrkarann og þvottavólina kostar parið 99.900 AEG W 1220 Alvöru þvottavél með 1200 snúninga þeytivindu • Tekur 5 kg af þvotti • Þvottahæfni: A flokkur • Öll hugsanleg þvottakerfi • Skynjunarkerfi • Ullarvagga • Ryðfrí tromla og belgur AEG T50 Barkarlaus þurrkari sem þéttir gufuna • Stór tromla sem snýst f þáðar áttir • 2 hitastig • Tekur 5 kg BRÆ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Málþing um lesskimun Lestrarerfíðleikar furðu algengir MÁLÞING um les- skimun og lestr- arerfiðleika verð- ur haldið á vegum menntamálaráðuneytisins þriðjudaginn 6. júní í Borgartúni 6 frá kl.8.30 til kl.16.00. Málþingið er öll- um opið og ókeypis en ætl- ast er til að þátttakendur skrái sig hjá menntamála- ráðuneytinu. Guðni 01- geirsson hefur setið í und- irbúningsnefnd fyrir mál- þingið fyrir hönd ráðu- neytisins. Hvert skyldi markmið þingsins vera? „Það er áð fá fram ólík sjónarmið og safna upp- lýsingum um stöðu les- skimunar hér á landi þannig að hægt sé með markvissum hætti að fylgja eftir markaðri stefnu ráðu- neytisins. A undanförnum árum hefur verið unnið að stefnumótun í málefnum nemenda með sér- tæka lestraörðugleika á öllum skólastigum. Stefna í þessum málaflokki hefur verið staðfest í aðalnámskrám grunn- og fram- haldsskóla sem kom út á síðasta ári. “ -Verða margir fyrirlestrar á þinginu? „Rúmlega tíu fyrirlestrar verða haldnir af fólki sem kemur að málinu frá hinum ýmsu hlið- um. FJutt verða erindi um ýmsa þætti lesskimunar og lestrarörð- ugleika, t.d. skilgreiningar á lestrarerfiðleikum, aðferðir við að meta sértæka lestrarerfiðleika (dyslexíu), fjallað verður um úr- ræði fyrir nemendur og sagt frá ýmsum mats- og mælitækjum. Einnig munu foreldrar og nem- endur segja frá reynslu sinni í þessum efnum, svo og kennarar." - Eru lestrarerfiðleikar a 1- gengir meðal íslendinga? „Otrúlegar margir eiga í viss- um erfíðleikum með lestur og nokkur prósent hvers árgangs greinast með dyslexíu eða les- blindu sem þurfa sérstök úrræði. Á síðari árum hefur þessi hópur fengið æ meiri athygli og lögð er á það mikil áhersla í dag að greina þessa erfiðleika sem allra fyrst og spá fyrir um hugsanlega erfið- leika með skimun af ýmsu tagi, bæði í grunnskólum, en einnig í leikskólum og á heilsugæslustöð- um. Áhugi á þessum málaflokki er mikill, þegar hafa t.d. hátt í tvö hundruð manns skráð sig til þátt- töku í málþinginu, kennarar af öllum skólastigum, foreldrar og ýmsir úr stoðkerfi skólakerfis- ins.“ - Er mikið að gerast í þessum málum núna? „Á undanförnum árum hafa verið starfandi nefndir á vegum ráðuneytisins til þess að kynna sér þessi mál frá ýmsum hliðum og móta stefnu, enda hefur núver- andi menntamálaráðherra Björn Bjarnason haft mikinn áhuga á því að veita fólki með dyslexíu betri þjónustu. Frá og með haust- inu 2000 er stefnt að því að öllum grunnskólanemendum _____________ standi lesskimun til boða. En nánar verður fjallað um þau mál á málþinginu - fyrir- komulag, framkvæmd og skipulag. Svo þessi þjónusta verði mark- viss þurfa allir aðilar að vinna vel saman, bæði innan hvers skóla og í öllu stoðkerfinu, en þá ég við skóla- skrifstofur, aðra greiningaraðila, rannsóknarfólk og þá sem úbúa próf. Til þess að þetta megi ganga vel þurfa starfsmenn mennta- kerfisins og heilbrigðiskerfins að Guðni Olgeirsson ► Guðni Olgeirsson fæddist á Selfossi árið 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1978 og tók BA-próf í íslensku og ensku og kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla íslands árið 1984. Hann kenndi við Tækniskóla Islands og fleiri skóla í nokkur ár, var námsstjóri í íslensku í nokkur ár hjá Skólaþróunardeild en er nú deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu. Guðni er kvæntur Sigurlaugu Sigurðar- dóttur læknaritara og eiga þau þrjú böm. vinna náið saman og skiptast á upplýsingum.“ - Eru skiptar skoðanir um ástæður lestrarörðugleika ? „Já, sérfræðingar skilgreina stundum vandann með ólíkum hætti, eftir því hvaða bakgrunn þeir hafa. Skiptar skoðanir eru og um hvort lestrarörðugleikar stafa af sálfræðilegum þáttum, málvís- indalegum, félagslegum eða jafn- vel arfgengum ástæðum. Allir sérfræðingar eru þó sammála því að veita beri nemendum og for- eldrum þeirra sem besta þjón- ustu sem fyrst til að hægt sé að bregðast við á viðeigandi hátt. En ágreiningur er um hvað menn telja að setja beri á oddinn í þess- ari þjónustu. I því skyni er mikil- vægt að hafa sem best mats- og mælitæki. Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hvaða ólíku skoðanir eru í gangi, það er markmið þingsins m.a. að draga fram þessar mismunandi skoðan- ir, með það í huga að ná fram samræmingu." - Er hægt að vinna forvarnar- starf íþessum málaflokki? „Já, foreldrar geta unnið mikið forvarnarstarf, svo og leikskólar og heilsugæslustöðvar. Þessir að- ilar geta veitt upplýsingar og leikskólar t.d. geta þjálfað bömin í markvissri málörvun og veitt stuðning. Grunnskólarnir geta strax við upphaf skólagöngu ein- staklings unnið markvisst for- vamarstarf á þessu sviði í sam- vinnu við heimili hans.“ ________ - Valda lestrarörð- ugleikar framhalds- skólanemum vanda? „ Já, á þinginu verður sérstaklega rætt um hvernig framhalds- skólar geta bragðist við vanda nemenda .... sinna á þessu sviði, en samkvæmt nýrri aðalnámsskrá framhaldsskóla ber þeim að veita nemendum með dyslexíu viðeig- andi þjónustu en erfiðleikar í lestri geta staðið nánast öllu bók- legu námi fyrir þrifum. Ráðu- neytið væntir þess að málþingið verði árangursríkt. Bregðastskal f Ijótt við lestrarerfið- leikum með markvissri lesskimun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.