Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 25 Vatnsveita Reykjavíkur reisti vatnslistaverkið Fyssu eftir Rúrí í Grasagarðinum árið 1995. Eins og í öðrum söfnum gegnir skráningin lykilhlutverki. „Grasa- fræðingurinn Dóra Jakobsdóttir er í raun safnstjóri og hefur yfirum- sjón með allri skráningu. Hver ein- asta planta er rækilega ski-áð. Við geymum upplýsingar um fræið, hvenær því er sáð, komið í uppeldi, fært yfir í vermireit og síðan út í garðinn. Vinnan felst oft í því að hlaupa á milli plantnanna og tölv- unnar til að huga að því hvert verði næsta skrefið í ræktuninni enda eru plönturnar æði mismunandi," segir Eva og tekur fram að ásamt Dóru starfi 4 garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Gra- sagarðinum. „Hlutverk garðyrkju- fræðinganna er að sjá um uppeldi plantnanna, staðsetningu og um- hirðu plantna auk þess að verk- stýra 14 sumarstarfsmönnum." Tveir heimar í einuni f Grasagarðinn sækir fólk kyrrð og fegurð. „Við höfum viljað varð- veita friðinn, t.d. fá starfsmenn ekki að hafa kveikt á útvarpi við vinnu sína. Einu hljóðin eru fagur fuglasöngur því að niðurinn frá umferðinni nær tæpast hingað nið- ur í dalinn. Almenningur kann vel að meta kyrrðina og alveg sérstak- lega eldri borgarar. Einn hópur hittist daglega í garðskálanum í tengslum við heilsubótargöngu. Garðskálinn er fyrir hópnum eins og heiti potturinn í sundlaugunum fyrir öðrum. Hingað kemur skóla- fólk frá leikskólum og upp úr til að skoða garðinn undir leiðsögn kenn- ara eða starfsmanna. Erlendir ferðamenn eru áhugasamir um garðinn og sérstaklega Flóru ís- lands. Sumir hafa skoðað viðlíka garða í öðrum lönd.um og eru sér- staklega hrifnir af því hvað merk- ingar í garðinum eru góðar,“ segir Eva og tekur fram að ekki megi gleyma fagmönnum og áhuga- mönnum um garðrækt. Áhugasamir komi í garðinn til að spá og spekúlera. „Grasagarðurinn er safn og hluti af menningu þjóð- arinnar. Enska orðið culture þýðir bæði menning og ræktun og sam- einar því með skemmtilegum hætti heimana tvo. Með ræktun verður óumdeilanlega til menning.“ Óþrjótandi möguleikar „Starfið er ákaflega skemmti- legt,“ segir Eva og tekur fram að möguleikarnir séu óþrjótandi. „Ég er sífellt að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að gera betur í garðinum. Uppbygging nytjajurta- garðsins er ákaflega spennandi og fellur vel að mínum áherslum. Draumaverkefnið er að stuðla að því að Flóra Islands endurspegli betur gróðurfar í landinu, t.d. með því að bæta við safndeildina mos- um og fléttum. Annað verkefni fel- ur í sér að vinna að áframhaldandi uppbyggingu trjásafnsins og vel gæti komið til greina að koma fleiri listaverkum fyrir í garðinum. Núna eru listaverkin aðeins tvö, Sköpun eftir Helga Gíslason á lítilli grasflöt norðan við gamla bæinn Lauga- tungu og Fyssa eftir Rúrí við aðal- innganginn.“ Tijásafnið og steinhæðin mynda fagra umgjörð um útivistarsvæði við aðalinnganginn. Kúlulykill er úr Himalajafjöllum. Fjallasóley er upprunnin í Alpafjöllum. Rauðfeldur er falleg Qallaplanta frá Austur-Bandaríkjunum. Eva hefur áhuga á að efla fræðsluhlutverk Grasagarðsins. Einn liður í því verður að velja plöntur vikunnar. „Við veljum þrjár áhugaverðar plöntur í viku hverri og kynnum þær með mynd- um og stuttum texta í sýningar- kassa við aðalinngang Grasaga- rðsins," segir hún og bætir því við að plöntur vikunnar þessa vikuna séu skógalyngrós, garðskriðnablóm og kúlulykill. I samvinnu við Garð- yrkjufélag íslands verður boðið upp á þrjár göngur um garðinn með leiðsögn í sumar og haust. Um er að ræða tvær kvöldgöngur og eina haustgöngu og verður tíma- setningin auglýst síðar. Af öðrum uppákomum í garðin- um er hægt að nefna að Hörputón- leikar Moniku Abendroth verða í garðskálanum 15. júní. „Þessu til viðbótar hef ég áhuga á að efla út- gáfustarfsemi og vekja frekari at- hygli á garðinum, t.d. með sam- starfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn," segir Eva og ljóst er að af nægu er að taka í framtíðaruppbyggingu garðsins. Höfuðborgarbúar og aðrir gestir garðsins eiga eflaust eftir að taka því fagnandi ef tekið er mið af vax- andi áhuga á garðrækt hér á landi. Talaðu út með Telson Þeir sem skrá sig í Frímínútur - ódýr miililandasímtöl Íslandssíma - eiga nú kost á þráðlausu gæðasímtæki á tilboði. Telson símtæki Verð: 3.980 Þyngd símtóls: 150 gr. Litur: Svartur Búnaður: • Endurval á síðasta símanúmeri • 10 númera skammvalsminni • Langdrægni innanhúss < 300 m • Langdrægni utanhúss < 600 m • R-hnappur f. stafræna þjónustu • Ending rafhl. í biðstöðu 30 klst. • Ending rafhl. í notkun > 4 klst. • Hægt að nota fleiri símtól • Islenskur leiðarvísir . Kallkerfi milli tækis og móðurstöðvar Skráðu þig í Frímínútur í síma 594 4001 eða á friminutur. is og fáðu símann sendan heim með íslandspósti - engin útborgun, burðargjald innifalið. Tilboðið gildir til 15. maí. Þeir sem þegar eru skráðir í Frímínútur geta pantað eða fengið nánari upplýsingar í síma 594 4001. Fáðu pakkann heim að dyrum... meðPóstinum Frímínútur ■ þegar hringt er út!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.