Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, og starfsbróðir hans, Davíð Oddsson, bragða á islensku sælgæti. Myndin var tekin er forsætisráðherra var í opinberri hcimsókn í Lettlandi í maúnánuði. Umfangsmikil einkavæðing í Lettlandi Ferlið hófst á af- mælisdegi Leníns Það hljómar vel að um 97 prósent lett- neskra ríkisfyrir- tækja hafí verið einkavædd. Þetta á þó aðeins um fjölda fyrirtækja. Stjórn- málamennirnir eiga erfítt með að sleppa hendinni af því mik- ilvægasta, segir Sigrún Davíðsdóttir eftir Lettlandsferð. LENÍN er í minnum hafður á einkavæðingarstofnun Lettlands. Þegar hún var stofnuð vorið 1994 var ákveðið að hinn opinberi stofndagur hennar yrði 22. apríl, afmælisdagur Leníns. „Okkur fannst það vel við- eigandi að afmælisdagur hans yrði stofndagur stofnunar, sem ætti að leysa upp það sem hann hefði átt svo ríkan þátt í að koma á laggirnar," segir Janis Naglis, yfírmaður einka- væðingarstofnunarinnar, og er nokkuð skemmt yfir tilhugsuninni. Fyrirfram vekur það óneitanlega forvitni að sjá hvort framkvæmda- stjóri jafnmikilvægrar stofnunar og einkavæðingarstofnunin er sé traustvekjandi sem boðberi nýrra tíma. Og það er varla hægt að segja annað um Naglis. Þessi hávaxni, myndarlegi vélaverkfræðingur á fertugsaldri með þétt handtak og lif- andi augu á ekki í vandræðum með að tala um nýja tímann í Lettlandi með ákefð og af áhuga, um leið og hann er mátulega hátíðlegur er hann talar um yfirvöldin, sem ekki eru kannski alltaf í takt við tímann. Að vera í takt við tímann í Lett- landi þessi árin felst meðal annars í því að taka mið af Evrópusamband- inu, ESB, sem Lettland vonast til að fá aðild að sem fyrst. Það eru því ekki síst lög og reglugerðir ESB, sem stofnun eins og einkavæðingar- stofnunin tekur mið af. Markmiðið að gera stofnunina óþarfa „Takmark okkar er einfalt," segir Naglis. „Fyrir hönd ríkisins eigum við að einkavæða fyrirtæki í ríkis- eign. Umfangið er gríðarlegt, því það er ekki aðeins að ríkið hafi átt heilu geirana eins eins og síma-, orku- og flutningageirann. Ríkið átti líka rakarastofur, þvottahús og kaffihús, svo fátt eitt sé nefnt.“ Stofnunin er sett upp eins og fyr- irtæki, sem er fjármagnað með ákveðnum hluta þess fjár, sem fæst úr einkavæðingarferlinu. Stofnunin er því ekki háð hinu opinbera um fé og auk þess verður ríkisstjórnin að lúta þeim lögum og reglum sem gilda um fyrirtæki, en getur ekki ráðskast með stofnunina að eigin vild. „Vissulega kemur fyrir að ráð- herrar láta eins og þeir séu kóngar, en þeir neyðast samt sem áður til að virða stjórn einkavæðingarstofnun- arinnar,“ segir Naglis og bætir við að þar sem ríkisstjórnin skipi fram- kvæmdastjóra einkavæðingarstofn- unarinnar hafi hún haft tækifæri til þess að setja hann af undanfarin sex ár á hverjum þriðjudegi, fundardegi stjórnarinnar. „Það hafa þeir ekki gert,“ bætir Naglis við. Hann hefur því setið sem fastast, þó skipt hafi verið átta sinnum um stjórn á þess- um tíma. „Já, alveg rétt,“ segir Naglis glað- beittur, þegar spurt er hvort það sé í raun ekki markmið stofnunarinnar að gera sjálfa sig óþarfa. „Stofnunin verður lögð niður þegar einkavæð- ingunni er lokið." Það stefnir hrað- byri í það, en það eru nokkur erfið dæmi að leysa áður en svo verður. Orkugeirinn: Einkavæðing sem snertir alla Þegar Andris Berzins, forsætis- ráðherra Lettlands, segir í samtali við Morgunblaðið að Lettar hafi einkavætt 97 prósent ríkisfyrirtækja landsins þá er það alveg rétt. En þessi háa tala á aðeins við um fjölda fyrirtækjanna. Mikilvæg svið eins og orku- og símageirinn eru eftir. Og það er ekki síst einkavæðing Latvenergo, raf- orkufyrirtækisins, sem veldur Berzins og öðrum stjórnmálamönn- um áhyggjum. Orkuverðið snertir alla og því gera bæði Berzins og Naglis sér grein fyrir. Um þessar mundir stefnir í að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í sumar um einkavæðingu orkugeir- ans að frumkvæði stjómmálamanna, sem óttast áhrif einkavæðingar á orkuverð. Orkuverð er þegar hærra í Lettlandi en í nágrannalöndunum tveimur, Eistlandi og Litháen. Nagl- is er hins vegar ekki í vafa um að orkuverð sé óeðlilega lágt í Lett- landi. „Lágt orkuverð hefur haft í för með sér að orkugeirinn er í spenni- treyju. Fjárfestingar þar eru alltof litlar," segir Naglis. „Eitt er að fjárfestingaráætlun Latvenergo er ekki nema upp á 70 milljónir lats (um 7 milljarða ís- lenskra króna), meðan við metum að hún þurfi að vera upp á 800 milljónir lats til að uppfylla kröfur ESB og standa undir eðlilegri endurnýjun," bendir Naglis á. „Það er ekki auðvelt að ná þessu marid. Annað er svo að of litlar fjárfest- ingar bitna á öryggi. Það er stífla við raforkuver hér skammt frá Riga. Ef hún brysti færi Riga undir 2-3 metra af vatni." En Naglis gerir sér grein fyrir að einkavæðing orkugeir- ans slær á marga strengi í brjósti al- mennings og margir óttast að orku- verð fari upp úr öllu valdi. Naglis og samstarfsmenn hans eyða því mikl- um tíma í að fara á fundi, bæði með almenningi og bæjar- og sveitar- stjórnum til að tala fyrir einkavæð- ingu og skýra kosti hennar fyrir fólki. „Þessi upplýsingastarfsemi er mikilvægur liður í starfi okkar,“ seg- ir Naglis. Símageirinn: Einkavæðing strandar á undarlegu einka- leyfí Eitt það fyrsta sem tekið var til við að einkavæða eftir að Lettland endurheimti sjálfstæði sitt 1991 var símageirinn. Niðurstaðan varð sú að 1993 var gerður samningur við Tilts Communications, fyrirtæki skráð í Danmörku í eigu hins finnska Son- era og breska Cable & Wireless, um að Tilts keypti 49 prósent í Lattele- kom, sem ríkið átti 51 prósent í. Hið merkilega í þeim samningi var að Lattelekom skyldi halda einokun- arstöðu sinni í símageiranum næstu tuttugu árin eða til 2013 og það þó Lettar hefðu þegar á þessum tíma augu á aðild að ESB og meðfylgjandi einkavæðingarstefnu þar. Mikið hef- ur verið skrafað Letta á milli um þetta fyrirkomulag. Þingnefnd var sett í að athuga málið, en ekkert misjafnt fannst. Naglis ypptir öxlum, þegar einok- unarstöðu Lettelekom ber á góma. ,Á þessum tíma vorum við nýlega orðnir sjálfstæðir, það var lítið um beinar erlendar fjárfestingar í Lett- landi og þetta hefur vísast verið álit- in leið til að auka þær,“ segir Naglis. „Nú eru aðrar leiðir til þess, en það bjóst kannski heldur enginn við á þeim tíma að svo mikill vöxtur ætti eftir að verða í símageiranum." Naglis bendir á að fjárfestingin í símageiranum hafi líka skilað sér, því 1993-2000 hafi 600 milljónir Bandaríkjadala verið fjárfestar þar. Það var þó í kjölfar þessai-ar um- deildu viðskipta við Tilts að einka- væðingarstofnuninni vai- komið á fót. Nú átti að tprggja að einkavæð- ingin gengi eðlilega fyrir sig, eftir skýrum leikreglum og án beinnar íhlutunar stjórnmálamanna. Um þessar mundir virðast hafa náðst samningar við Tilts, sem nú er aðeins í eigu Sonera, um að einokun- arleyfið renni út 2003, tíu árum fyrr en upphaflega átti að vera. Ríkið mun ekki bæta Tilts þetta upp með beinum greiðslum, heldur með hlutabréfum þegar Lattelekom verður að fullu einkavætt. Með samningum um þetta stefnir í að síð- ustu hindrun fýrir fulla einkavæð- ingu Lattelekom verði rutt úr vegi. Búist er við að frumútboð hlutar rík- isins í Lattelekom verði 2001. Stjórnmálamenn og hagsmunir þeirra óþægur Ijár í þúfu „Erfiðleikar við einkavæðingu í Lettlandi, til dæmis í síma- og orku- geiranum, eru ekkert einstakir. Eistland og Litháen glíma við svip- aðan vanda,“ segir Naglis um þau tormerki, sem verið hafa á einka- væðingunni í Lettlandi. Naglis bendir einnig á að þó menn séu sáttir um markmiðin þá geti annar raunveruleiki blasað við þegar líður á einkavæðinguna. ,Á loka- spretti einkavæðingar í hverju fyrir- tæki koma alltaf upp meiri erfíðleik- ar en í upphafi," segir hann. „Stjórnmálamennirnir finna fyrir því að þeir séu að missa ítök sín. Al- menningur verður tortryggnari og það hefur áhrif á stjórnmálamenn- ina, sem hugsa um stuðninginn við næstu kosningar. Breytingar á eign- arhaldi geta ekki verið annað en sársaukafullar. Því er nauðsynlegt að finna sem hlutlausastar úrlausnir þótt það sé ekki auðvelt." Umræða gegn spillingunni Spillingin og grunur um spillingu er daglegt umræðuefni manna á meðal í Lettlandi og þá eins í fjölmiðlum. Mörg spillingarmál hafa komið þar upp en sjaldnast fæst nokkur botn, rannsóknir bera engan árangur og dæmi eru um að fólk tengt rannsóknum umfangsmikilla spillingarmála hafi látist meðan á rannsókn stóð. „Opnar umræður eru besta ráðið gegn spillingu," segir Naglis, sem ekki tekur undir tal um spillingu, en hefur greinilega í huga hvemig beij- ast megi gegn henni. „Við reynum að hafa allt opið og auka gagnsæi sem frekast." Mikilvægur liður í þessari viðleitni er opin útboð á öllum eign- um, upplýsingadreifing til þeirra stofnana, sem málin varða og dag- legar ákvarðanir eru settar á vef stofnunarinnar, www.lpa.bkc.lv. Árangurinn er líka sá að stofnunin hefur gott orð á sér. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef- ur bent á að í hagkerfum þeirra landa, sem ganga í gegnum breyt- ingatímabil, sé hætta á spillingu," hnykkir Naglis á. „Spilling er því víða vandamál, meðal annars í Eystrasaltsríkjunum þremur. Með því að hafa allt sem einfaldast í snið- um, sem gagnsæjast og takmarka að persónuleg sjónarmið starfsfólks hér ráði of miklu, heldur aðeins stað- reyndir og skýrar upplýsingar, má draga úr forsendum spillingar.“ Úrval úr bókmenntum 18. aldar Þetta er 750 blaðsíðna glæsileg bók sem geymir fjölbreytt skrif eftir alla helstu höfunda aldarinnar. Falinn fjársjóður íslenskra bókmennta! Mái og menníog maiogmenaíngis Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 «!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.