Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 11 „Miðað við tölur úr norrænum borgum mætti ætla að allt að 5-20 tilfelli krabbameina á Reykjavikursvæðinu gætu á ári hverju átt rætur að rekja til mengunar frá umferð..." vex hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Arið 1972 nýttu samgöng- ur 24,1% heildarorkunotkunar hér á landi en árið 1996 var hlutur sam- gangna orðinn 28,5%. Að því er segir í skýrslunni er út- blástur gróðurhúsalofttegunda á borð við koltvísýring (CO2) mikill hér á landi og vex. Útstreymi CO2 er um 9,26 tonn á hvem íbúa Islands en meðaltalið í OECD löndunum er 11,14 tonn á íbúa. Heildarlosun CO2 frá innanlandssamgöngum árið 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto bókun- arinnar, var um 619 þúsund tonn, þar af 528 þúsund tonn frá bílum. A næsta ári er búist við að þessi út- blástur hafi aukist um 17% frá 1990 og spáð er 7% aukningu til viðbótar til ársins 2010. Um þetta segir m.a. í skýrslunni: „Þá hefur aukning vegna sam- gangna orðið um fjórð- ungur, sem er langt frá takmörkum Ríó sam- þykktarinnar. Ekki leikur nokkur vafi á, að grípa þarf til sérstakra aðgerða til þess að ís- land geti uppfyllt Ríó samþykktina, jafnvel þótt stefnt yrði að því að upfylla hana ein- vörðungu á sviði sam- gangna.“ Enn fremur: „Ljóst er að átak til þess að hemja CO2 út- streymi hér á landi þarf að beinast að notkun olíu 0g bensins í sam- göngukerfi og fiskveið- um.“ Bregðast þarf við vandanum Gert er ráð fyiir því að íbúum á höfuðborg- arsvæðinu fjölgi um 56 þúsund á næstu tut- tugu árum samkvæmt tillögum Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu að svæðisskipulagi. Þétt- ing byggðar getur tek- ið við hluta þessarar fjölgunar en ljóst er að leggja þarf ný svæði undir byggð. í skýrslunni segir m.a. um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu: ,A-t- hyglisvert er að umferðarmengun nýtur of lítillar athygli við áætlana- gerð um þróun byggðar á svæðinu. Samspil skipulags og samgangna þarf að öðlast enn mikilvægari sess í skipulagsmálum höfðuborgarsvæð- isins.“ Bent er á nauðsyn þess að kerfisgreina umferð samhliða ákvörðunum um uppbyggingu sam- göngumannvirkja. Notkun almenningsvagna er hlut- fallslega lítil í Reykjavík, t.d. miðað við Osló þar sem almenningsvagnar eru fjórfalt fleiri á hverja hundrað þúsund íbúa. Bent er á það mat margra að með sameiginlegri stjórn- un almenningsvagnakerfisins á höf- uðborgarsvæðinu mætti draga úr heildarakstri og þar með mengun. Enn ein leið til að draga úr umferð- armengun er að beita upplýsinga- og raftækni til að einfalda umferðar- kerfið. „Með því t.d. að samhæfa öll umferðarljós á höfuðborgarsvæðinu er áætlað að hægt verði að minnka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 1%,“ segir í skýrslunni. Kostir rafbfla Orkuveita Reykjavíkur hefur kannað kosti þess að reka rafbíla og getu rafkerfisins til að reka hleðslu- tæki slíkra farartækja. Starfshópur Orkuveitunnar reiknaði út að að meðaltali er hægt að fjórfalda álag á raforkukerfið þegar hefðbundin notkun þess er minnst og taka við 50% álagsaukningu við hátt álag. Því þyrfti líklega að stýra notkun hleðslutækja fyrir rafbíla með gjald- skrá. Þá telur starfshópurinn að Orkuveitan eigi að auðvelda við- skiptavinum sínum eftir megni að taka rafbíla í notkun. Skýrsluhöfundar telja að þróun á rafbílum verði ekki jafnhröð og á öðrum umhverfisvænum farartækj- um, til dæmis vetnisbílum. Vistvænni bflar Minnt er á tilraunaverkefni Vist- orku hf. sem vinnur að uppbyggingu vetnisknúins samgöngukerfis hér á landi. í tilraunaskyni verða væntan- lega þrír strætisvagnar SVR knúnir vetni með hjálp efnarafals. Þá hafa Sorpa og Aflvaki hf. stofnað dóttur- fyrirtækið Metan hf. sem hyggst vinna metangas úr sorphaugum í Alfsnesi. Ráðgerir Sorpa að hefja rekstur tuttugu bif- reiða í fyrsta áfanga. Metan telur að fyrir hendi sé eldsneyti fyrir þrjú til fjögur þúsund bíla með sprengi- hreyfli. Bílar sem brenna metangasi menga töluvert minna en bflar sem nota bens- ín eða díselolíu. Víða um heim er et- anóli, eða spíra, bland- að í bensín. Það bætir bruna bensíns og dísel- olíu og myndast minna CO og CO2 en væri eldsneytið óblandað. Skýrsluhöfundar benda á að athuganir íslenska lífsmassafé- lagsins benda til þess að hagkvæmt væri að framleiða etanól úr lúp- ínulífmassa og öðrum íslenskum líímassa með notkun jarðgufu sem aðalorkugjafa. Hægt væri að vinna ýmis önnur verðmæt efni úr íslenska lífmass- anum með etanólið sem eins konar aukaafurð. Þá er hægt að hreinsa útblástur far- artækja með því að nota „hreinna“ bensín en nú. Bent er á að Bandaríkjamenn telji að notkun slíks bensíns fækki krabbameins- og eitrunartilvikum frá útblæstri um 15-40%. Malbik eða steypa Áætlað er að um átta þúsund tonn af malbiki slitni vegna nagladekkja á hverju ári. Mest af malbiksrykinu skolast út í skólpi en töluvert endar sem svifryk í andrúmsloftinu. í skýrslunni segir m.a. „hættulega mikið ryk fylgir aukinni umferð og notkun nagladekkja. Minnstu agnir af þessu ryki eru stórhættulegar heilsu fólks.“ í Noregi er t.d. stefnt að því að minnka notkun nagla niður í 20% í stærstu borgum og bæjum og skattleggja nagladekkin sérstak- lega. Nagladekkin valda einnig hávaðamengun. Bent er á að „víða um heim hefur orðið endurhvarf til notkunar stein- steypu í vegi. Þá er um að ræða sér- styrkt efni. Mælingar á sliti stein- steypu á Norðurlöndum benda til þess að slit steinsteypts vegar sér helmingi minna en slit malbiksveg- ar.“ Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálstjóri sagði að Reykjavík- urborg notaði nánast eingöngu mal- bik sem slitlag á götur. Aðspurður um hvort til greina kæmi að nota steypt slitlag sagði Sigurður: „Steypa er gjaman skoðuð þegar við erum að vinna með götur þar sem umferð er mest. Hún slitnar mun minna en malbik og rykmyndun er þar af leiðandi minni. Gallinn við steypu er tvíþættur. Annars vegar stofnkostnaður, sem er verulega hærri en við malbik. Hins vegar ef um endumýjun á eldra slitlagi er að ræða þarf að loka götunni mun leng- Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor. Sigurður Ingi Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Dýrkeypt umferðar- aukning EIN af tillögum starfshóps Orkuveitu Reylgavíkur er að komið verði á fót samstarfshópi ráðuneyta umhverfísmála og samgangna annars vegar og sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu hins vegar til þess að fjalla um vistþætti samgangna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði að undirbúningur að slíku sam- starfí væri þegar hafínn af hálfu sveitarfélaganna. „Bæjarstjórarnir hér hafa ver- ið að hittast og við höfum látið taka saman greinargerð um al- menningssamgöngur. Þar ósk- um við eftir viðræðum við ráðu- neyti samgöngumála, umhverf- ismála og fjármála um aðkomu ríkisins að þessum málum. Við sendum bréf og skýrsluna um vistvæna samgöngustefnu til ráðuneytanna þann 26. maí sl. og óskuðum eftir fundi hið fyrsta.“ Dýrkeypt aukning Ingibjörg Sólrún segir að með auknum fólksflutningum til höf- uðborgarsvæðisins sé fyrirsjáan- leg mikil aukning á umferð. „Við horfumst í augu við það að þessi umferðaraukning fer að verða okkur allt of dýrkeypt. Við eig- um enn hefð fyrir almennings- samgöngum og ef við byggjum ekki á henni núna þá mun þetta þróast á hinn verri veg.“ Má skilja það svo að nú séu síðustu forvöð að bjarga almenn- ingssamgöngum? „Það er kannski nær að orða það þannig að kostnaður sveitar- félaganna sé of mikill og nýting of lítil. Það hefur ekki orðið sú aukning í notkun sem við hefð- um viljað sjá. Við teljum að ein forsenda þess, að aukning verði, sé að almenningsvagnarnir fái aukinn forgang í umferðinni. Þannig hefur fólk beinan ávinn- ing af því að nota vagnana." Er þá verið að ræða um sér- merktar akreinar? „Það væri hægt að sjá það fyr- ir sér á þessum helstu stofn- brautum sem liggja inn í mið- borgina úr úthverfum og öðrum sveitarfélögum. En ríkið sem á þessar stofnbrautir og Vega- gerðin verður að koma að því máli.“ Ingibjörg Sólrún sagði for- svarsmenn sveitarfélaganna telja það skjóta svolítið skökku við að sveitarfélögin séu að greiða hundruð milljóna á hverju ári til að halda úti al- menningssamgöngum en ríkið hafi aftur á móti af þeim 120- 140 milljóna króna tekjur á ári í formi skattlagningar. Sveitar- félögin vilji því að ríkið felli nið- ur gjöld af almenningssamgöng- um. Umferð skerðir lífsgæði Borgarsljóri sagði að sér þætti hugmyndin um grænt bók- hald mjög áhugaverð. „Það kem- ur svo vel í ljós þegar farið er að færa þetta græna bókhald hvað við notum mikið af þessum efn- um og hvað mikið af þeim skilar sér út í daglegt umhverfi okk- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún taldi mjög mikiivægt að fólk hefði þessar staðreyndir fyrir framan sig. Fólk legði mikla áherslu á lífsgæði, en þarna sæist hvað við skerðum lífsgæði okkar mikið með umgengni okk- ar áþossu sviði. „Eg upplifí mjög sterkt á hverfafundum með borgarbúum að fólki fínnst umferðin vera far- in að skerða umhverfisgæði og lífsgæði. Spurningin er hvernig við getum tekið á því. Það verð- ur ekki gert nema í samvinnu sveitarfélaganna og ríkisins.“ Eru á döfínni einhverjar sér- stakar aðgerðir gegn loftmeng- un, ryki og hljóðmengun sem stafar frá umferðinni? „Við ráðum ekki við það nema að hluta til. Við getum reynt að fá fólk til þess að draga úr notk- un nagladekkja og hugsanlega farið eitthvað í að steypa götur. Hluti af þessu snertir einnig eldsneytið, Það er spurning hvort á að gera enn frekari kröf- ur um hreinleika eldsneytisins. En það er ekki á hendi sveitarfé- laganna heldur verður rfkið að koma þar inn í myndina." ur ef yfirborð hennar er steypt en ef það er malbikað.“ Sigurður sagði að reynt hafi verið að leggja steypt slit- lag ofan á malbikaðar götur en það hafi reynst vandasamt að ná nægi- legri viðloðun milli undirlagsins og steypunnar nema steypulagið væri af tiltekinni þykkt. Því fylgi þau vandkvæði að gatan hækki, sem sé mjög óþægilegt, einkum inni í borg. Þessi lausn geti því reynst kostnað- arsöm. Sigurður sagði að steypa væri skoðuð sem raunhæfur valkostur við malbik, fyrst og fremst við nýbygg- ingar umferðarmestu gatna. „Slíkar byggingar hafa ekki verið miklar á vegum Reykjavíkurborgar undan- farin ár. Þær nýbyggingar sem hafa verið við borgina og í henni hafa ver- ið þjóðvegir kostaðir af Vegagerð- inni þótt um samstarfsverkefni hennar og borgarinnar sé að ræða.“ En má búast við því að viðhorf hins græna bókhalds og aðferðir til að draga úr mengun setji mark sitt á gatnagerð í Reykjavík á næstu ár- um? „Auðvitað tökum við tillit til þess- ara hluta,“ sagði Sigurður. „Þau sjónarmið sem koma þarna fram um græna bókhaldið, minni mengun, upphitun gatna og annað slíkt hljót- um við að hafa til hliðsjónar. Það er ekki spurning.“ Mengun veldur heilsutjóni Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á loftmengun sýna að köfnunarefnis- tvíildi, NO2, er mesti mengunarvald- urinn sem kemur úr útblæstri bíla og sá sem fer oftast yfir viðmiðunar- mörk. Loftmengunin er því alvar- legri þar sem hún getur valdið heilsutjóni. „Miðað við mengunartölur frá Norðurlöndum og mælingar á Reykjavíkursvæðinu er unnt að álykta, að loftmengun í Reykjavík geti haft veruleg áhrif á heilsufar. Til dæmis eru 3.800 tonn af NMVOC efnum, sem berast út í andrúmsloft- ið, ískyggilegt magn. Miðað við tölur úr norrænum borgum mætti ætla að allt að 5-20 tilfelli krabbameina á Reykjavíkursvæðinu gætu á ári hverju átt rætur að rekja til meng- unar frá umferð Frekari fara- ldsfræðilegar rannsóknir eru nauð- synlegar til að greina þetta betur.“ Tillögur til úrbóta Undirtitill skýrslunnar er Grein- ing og tillögur. Lykilatriði greining- arinnar er hið græna bókhald, sem er ný leið til að meta umhverfisleg áhrif nútíma samgangna. Þorsteinn Ingi Sigfússon lagði áherslu á að það hefði verið meginhlutverk skýrslu- höfunda að framkvæma greining- una, en ekki að móta stefnuna. í lok skýrslunnar eru lagðar fram 38 tillögur, sem snerta flesta þætti umferðarinnar. Ekki er unnt að rekja hér efni allra tillagnanna, en nokkrar valdar af handahófi. Hvatt er til mótunar vistvænnar sam- göngustefnu þar sem græna bók- haldið gegni lykilhlutverki. Hvatt er til þess að vel sé fylgst með þróun véla og ökutækja, sem byggja á vist- vænum orkugjöfum. Beita þurfi hvetjandi aðgerðum og niðurfellingu gjaldtöku hins opinbera á vistvæn farartæki. Sveitarfélög og ríkið setji á fót starfshóp til að fjalla um vist- þætti samgangna; einnig að almenn- ingur verði betur upplýstur um um- ferðarmengun og kynnt ráð til að draga úr henni. Hvatt er til stuðn- ings við tilraunir með vistvæna orkugjafa og prófanir á farartækj- um sem þá nota. Þá er talið nauð- synlegt að setja reglur um efnainni- hald eldsneytis sem hér er selt. Mælt er með hönnun umferðar- mannvirkja sem draga úr mengun, t.d. að nota frekar „svigður" en öld- ur til að draga úr ökuhraða í íbúða- hverfum, að umferðarljós verði sam- hæfð svo bflar þurfi ekki að bíða á ljósum, að dregið verði úr eyðingu malbiks og rykmyndun. í því skyni er mælt með mengunarskatti á dekkjanagla og að stutt verði við til- raunir með breiðari og léttari nagla sem brjóta minna malbik. Að til- raunum með harðkornadekk og önn- ur gripgóð dekkjum verði lokið sem fyrst. Hugað verði að notkun stein- steypu í slitlag gatna og að gatnahit- un þar sem fer saman götuhalli og hálkumyndun. Notkun almennings- vagna verði aukin og rekstur þeirra gerður umhverfisvænni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.