Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 T-------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR, áður búsett í Hrísey, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 25. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. júní kl. 13.30. Margunnur Engla Kristjánsdóttir, Valdimar Helgason, Kristinn Þ. Kristjánsson, Sigrún Hjördís Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Föðursystir okkar, SOLVEIG JÓNSDÓTTIR frá Kambshóli, Háaleitisbraut 113, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 6. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sólmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir. + Elskuleg móðursystir mín og frænka okkar, KRISTBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá kapellu Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00. Heiðveig Guðmundsdóttir 3 - og frændsystkin hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTINN JÓNSSON fyrrv. vagnstjóri hjá S.V.R, Ásgarði 51, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 5. júní kl. 15.00. Sigríður Kristín Sigurðardóttir, Jón Halldór Magnússon, Hanna Guðmundsdóttir, Helgi Kristinn Magnússon, Sesselja Magnúsdóttir, Sigurður Einar Magnússon, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Erlendur Magnús Magnússon, Lilja Petra Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1 + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HAFSTEINS ÞÓRS STEFÁNSSONAR fyrrverandi skólameistara, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 32A á Landspítalanum, líknardeildinni Kópavogi, Heimahjúkrun, dagvistar MS- félagsins og þjónustu fatlaðra. Bryndís F. Guðjónsdóttir, Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn Gestsson, Kristín María Hafsteinsdóttir, Stefanía Ó. Hafsteinsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna útfarar ÁSTU JÓNSDÓTTUR, verða skrifstofur okkar lokaðar eftir hádegi á morgun, mánudaginn 5. júní. Globus hf. HUXLEY ÓLAFSSON + Huxley Ólafsson fæddist í Þjórs- ártúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 9. janúar 1905. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. maí síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Njarðvíkurkirkju 23. maí. Hinn 23. maí sl. fór fram frá Ytri-Njarð- víkurkirkju útför heið- ursmannsins Huxleys Ólafssonar, fyrrum forstjóra í Keflavík, en hann lézt við háan ald- ur hinn 14. maí sl. Huxley var um áratuga skeið einn af forustumönn- um íslenzks hraðfrystiiðnaðar. Einn af brautryðjendunum um og eftir 1930 sem lögðu hornsteininn að uppbyggingu mesta stóriðnaðar á Islandi fyrr og síðar. Að frum- kvæði útgerðarmanna minni flski- báta á þessum tíma, ekki togara- útgerðarmanna, hófst hröð upp- bygging hraðfrystihúsanna í hinni dreifðu byggð landsins, þar sem fiskveiðar og vinnsla mynduðu sam- ofna heild. Jöfnum höndum var lögð áherzla á að vinna fiskinn í söltun, frystingu eða herzlu eftir því sem markaðsaðstæður sögðu til um. Þetta var grundvöllur blómlegrar byggðar í sjávarþorpum og kaup- stöðum. íslenzk togaraútgerð kom ekki að ráði inn í íslenzkan hraðfrysti- iðnað fyrr en um og eftir 1950. Áherzla togaraútgerð- armanna á þeim tíma lá fyrst og fremst í ís- fiski og saltfiski. Það var því bátaút- gerðin um land allt sem mótaði stefnuna í upphafi í framleiðslu og sölumálum hrað- frystiiðnaðarins. Huxl- ey tilheyrði þessum hópi manna og tók þátt í stofnun HF Keflavíkur, Keflavík, árið 1936 ásamt Ólafi Jónssyni í Sandgerði, Sveini Jónssyni, Hreggviði Bergmann og fleirum. Var hann framkvæmdastjóri þess fyrstu árin. Þá tók hann þátt í stofnun Voga hf., Vogum, árið 1942. Þessari kynslóð athafnamanna á íslandi var það mikið metnaðarmál að byggja upp og reka öflug fyrir- tæki í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Öðrum þræði hvíldi það á hugsjón- inni um frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Þeir vissu að stjórnar- farslegt sjálfstæði byggðist á efna- hagslegu sjálfstæði. I þeim efnum var velfamaður íslenzks sjávarút- vegs grundvallaratriði. 25. febrúar 1942 stigu einkafram- taksmenn í hraðfrystiiðnaði örlaga- ríkt skref er þeir stofnuðu Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Mitt í hildarleik seinni heimsstyrjaldar- innar, þegar átök hinna stríðandi þjóða standa sem hæst, stofna þeir sölufyrirtæki sem átti að þjóna þeim í markaðs- og sölumálum á er- lendum vettvangi. Að stíga þetta skref við jafn erfiðar aðstæður og þá ríktu, þurfti kjark og áræði, svo ekki sé talað um framsýni. Huxley Ólafsson var einn 15 stofnenda sem undirrituðu stofnsamninginn. Eftir stofnfund bættust við 8 fyrirtæki. Huxley var hinn síðasti þeirra manna sem undirrituðu stofnsamn- inginn, þegar hann féll frá. Allt frá upphafi hefur SH verið eitt af stærstu og öflugustu fyrir- tækjum þjóðarinnar. Sá sem þessi kveðjuorð ritar átti því láni að fagna að hefja störf hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna haustið 1960, sem sérstakur starfsmaður stjórnarformanns, Elíasar Þor- steinssonar frá Keflavík. Þar hófust kynni okkar Huxleys Ólafssonar en hann kom mjög við sögu SH á fyrstu áratugum þess. Sat í vara- stjórn og í nefndum um sérmál fyr- irtækisins sem settar voru á lagg- irnar þegar mikið lá við, en Huxley var einstaklega úrræðagóður og lipur samningamaður. Elíasi og Huxley var gott til vina og lá starf þeirra viða saman bæði á Suður- nesjum sem og í samtökum útvegs- og fiskvinnslumanna. Vegna eðlis þeirra verkefna sem mér var falið að vinna á upphafsár- um mínum hjá SH, sem voru eink- um kynningar-, félags- og skipu- lagsmál, var það rökrétt að leiðir okkar lægju allnáið saman. Huxley lagði mikla áherzlu á samtakamátt félagsmanna og var ætíð trúr grundvallarhugsjón stofnendanna frá 1942 um að í sameinuðu og sam- stilltu átaki í framleiðslu- og sölu- málum næðu fiskvinnslumenn mestum árangri. Innan SH höfðu félagsmenn sama rétt til ákvörðun- artöku, hvort sem þeir voru stórir eða litlir framleiðendur. En að sjálfsögðu bar síðan sérhver það úr bítum sem framleiðsluverðmæti | 8 HREFNA GÍSLADÓTTIR THORODDSEN + Hrefna Gísla- dóttir Thorodd- sen fæddist á Seyðis- firði 4. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. maí. Úr bernsku minni austur á Seyðisfirði man ég lítið eða ekki neitt eftir Hrefnu syst- ur minni þrátt fyrir að við værum al- in upp á sama heimili. Hún var það mikið eldri en ég, fædd 1918 en ég 1930. Hún var yngst fimm systkina frá fyrra hjónabandi pabba en ég yngstur fjögurra frá því síðara. Mér eru í minni frá bernsku litlar ljós- myndir, líklega frekar kallaðar lapp- ar, sem komið hafði verið fyrir í hornum á römmum utan um stærri og merkilegri myndir. Þetta voru myndir af mér ungum, kannski fjög- urra eða fimm ára, á einni sást að vantar tönn, í mismunandi uppstill- ingum, stundum í frakka með alpa- húfu og staf sem hæfði stærðinni. Mér var sagt að þama hefðu þær stöllur, Hrefna systir og dætur Eyj- ólfs ljósmyndara verið að gera til- raunir með mig sem fyrirsætu. Lífið gekk óskaplega hægt á þessum ár- um. Svo kom allt í einu póstkort frá Kaupmannahöfn stílað á mitt nafn. Það var frá Hrefnu. Hún var þá kom- in til Siggu frænku sem þar bjó, gift stýrimanni á einum Fossa Eimskips, en áhafnir þeirra skipa sem sigldu á Norður- og Austurlandshafnir bjuggu þar. Ég varð auðvitað að biðja mömmu eða eldri systkini mín að lesa fyrir mig textann aftan á kortinu og ég varð að fá að heyra hann oft og þau þreyttust á rellinu en þá varð að leita aftur til mömmu. Myndirnar gat ég lesið sjálfur. Svo tók lífinu allt í einu að þoka fram og ýmislegt að gerast. Hrefna systir var komin til Reykja- víkur frá Kaupmanna- höfn og einn daginn kom hún austur til Seyðisfjarðar með kærasta með sér og þau giftu sig í kirkjunni heima og það var tekin mynd af öllu fólkinu á kirkjutröppunum og það var haldin veisla. Birgir var komin til að vera. Þau settust að í Reykjavík og bjuggu í Garðastræti 4. Atburðirnir héldu áfram að gerast og gerðust nú fljótt. Allt í einu var komið stríð og enginn virtist vita hvers vegna eða útskýringar voru svo flóknar að maður botnaði hvorki upp né niður í þeim. Sigga frænka þurfti að fara einhverjar óraleiðir lengst norður í einhvern stað til að komast heim til Islands. Arnór, Birgir og Egill urðu að sigla í skipa- lestum til að komast til Ameríku og heim aftur. Var von maður spyrði. Margt leitar á hugann þegar leiðir skiljast. Lýðveldissumarið 1944 fékk ég að fara á Skátaskólann á Úlfljótsvatni. Frá Seyðisfirði og þangað var löng leið. Fara þurfti með strandferða- skipi að austan og á sama hátt aftur austur. Skipin sigldu hálfsmánaðar- lega pg var eitt nýfarið þegar ég kom frá Úlfljótsvatni. Auðvitað gisti ég hjá Hrefnu. Þegar ég kom til hennar sagði hún mér að nú færi að styttast í það að Birgir kæmi heim, átti raunar von á honum á hverjum degi. Mér skildist, kannski löngu síðar, að hún hefði ekki annað að miða við en brottfarar- dag skipsins, sem hann var á, úr Reykjavík og að geta sér til af reynslu hvað túrinn yrði langur. Litl- ar sem engar upplýsingar var að fá frá útgerð því að ferðir skipa á þess- um tíma voru hernaðarleyndarmál. Aldrei þessa daga sem ég var hjá henni skynjaði ég kvíða eða óróleika, hef líklega ekki haft þroska til þess. Eina sem ég man í því sambandi er að konur voru að hringja og jafnvel koma í kaffi til að spyrja hvort hún hefði nokkuð frétt. Það var um vor og Hrefna flutt á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég hafði heyrt það í útvarpinu að sést hefði til lóunnar á Alftanesinu. Ég heimsótti Hrefnu og bauð henni með mér í bíl- túr út á Nes. Ég er ekki í nokkrum vafa, hún skynjaði vorið og naut ferðarinnar. Það sá ég á brosi henn- ar þegar hún heyrði og sá lóuna. Þegar við komum til baka heim á Hrafnistu var mér kurteislega bent á að ég hafði verið að gert nokkuð sem ég mátti ekki. Hrefna var þama komin í verndað umhverfi, lokað. Fyrir nokkrum árum fór ég í ferðafélagsferð um Barðastrandar- sýslu. Um Hvallátra, inná Bjarg, austur að Keflavík og út á Bjarg- tanga. Var leiðsögumaður okkar hinn aldni þulur, Asgeir Erlends- son. Úti við vitann fékk ég færi á að að ræða við hann. Á meðan sam- ferðafólkið dreifði sér um nágrenn- ið sátum við undir vitanum og ég sagði honum hversu vænt mér þætti um að hafa fengið tækifæri til að ferðast um þessar slóðir. Ég hafði séð myndir héðan heima hjá systur minni sem teknar höfðu ver- ið þegar maður hennar var að sýna henni heimahaga sína og æskuslóð- ir skömmu eftir brúðkaup þeirra. Ég tók eftir því að Ásgeiri var starsýnt á eitthvað í haffletinum spölkorn frá land og mér varð litið þangað. Einhver hreyfing var í sjó- skorpunni og án þess að líta af henni spurði hann eins og annars hugar: „Og hvaða fólk var þetta?“ Þegar ég sagði honum það leit hann á mig, mældi mig augum hátt og lágt: „Hún Hrefna - Hann Birgir." Fleiri orð voru óþörf. Aðalsteinn Gíslason. Ef við höfum einhvemtíma átt garð, þá höfum við líka átt okkar uppáhalds blóm. Við höfum e.t.v. ekki áttað okkur á því hve það var okkur mikils virði fyrr en blómið var horfið. Þannig er mér innanbrjósts þegar Hrefna svilkona mín hefur kvatt jarðlífið. Hún var lengi að kveðja. Líkaminn virtist ekki ferðbúinn. Én
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.