Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 »—---------- SKOÐUN HVAÐ HRJAIR RAUNGREINA- KENNSLU í GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLUM? FLESTUM fínnst eðlilegt að vita hver var '* fyrsti landnámsmaður Islands eða hver var forsætisráðherra Breta meðan seinni heims- styrjöldin stóð yfir. Mörgum gengur sem sagt greiðlega að svara spurningum um sögu- legar staðreyndir en síður að svara spurn- ingum um vísindaleg efni. Um það má deila hvort sé mikilvægara, hver var fyrsti land- námsmaður Islands eða af hverju suðumark vatns fer lækkandi við minnkandi loftþrýsting. Sumir munu eflaust svara því til að námsgreinar séu miserfiðar aflestrar og því eðlilegt að þekking á eðlisfræðilegum fyrir- bærum sé minni en þekking á sögu- legri framvindu. Eg er þessu ósam- mála. Það er t.d. ekki auðvelt að skýra orsakir og afleiðingar krepp- unnar miklu í Bandaríkjunum upp úr 1930. Slík skýring krefst tals- verðrar þekkingar og skilnings á margbreytilegum og flóknum þátt- um innan þjóðfélagsins. Það liggur beinna við að svara því hvernig litir regnbogans koma fram. Grunnskólinn Eðlis- og efnafræði virðist hafa innbyggðan fælingarmátt þegar því er haldið fram að einhverja sérgáfu þurfi til að skilja þessi fræði um- fram aðrar greinar. Að vísu tengist stærðfræði náið þessum greinum. í grunnskóla er stærðfræði innan þessara greina stillt í hóf og ætti því ekki að vera þröskuldur fyrir neinn. Kennsla þessara greina í grunn- skóla byggir að verulegu leyti á eig- indlegum athugunum. Með því er verið að greiða leiðina til frekara náms í þessum sömu greinum í framhaldsskóla sem leggur meiri áherslu á megindlegar athuganir, þ.e. tölulega meðferð hugtaka. Raungreinar eru því ekki þyngri eða auðveldari en aðrar greinar inn- an grunnskólans. Lítum svolítið nánar á þann jarð- veg sem grunnskólakennarar koma úr. Fullyrða má að tiltölulega fáir kennaranemar komi úr raungreina- deildum framhaldsskólanna. Reynsla þessara kennaranema af námi í raungreinum er því lítil sem engin. Vandann má rekja til grunnskól- ans, þar sem kennsla í þessum greinum er víðast hvar í lág- marki, og áfram upp í framhaldsskólann. Þessir kennaranemar eiga síðan að miðla þekkingu þessarar námsgreinar til skóla- nemenda þegar þeir taka til starfa innan veggja grunnskólans. Þetta er vissulega hluti af vandanum en langt í frá allur vand- inn. Fælingarmáttur námsgreinar- innar virðist frekar menningar- bundinn, sem m.a. endurspeglast í viðhorfum kennara sem eiga að miðla fróðleik þessarar greinar. Kennarar kvarta yfir þekkingar- leysi og litlum grunni til að kenna þessa grein. Fagleg þekking er vissulega nauðsynleg þeim sem vill miðla til annarra en við fæðumst ekki með slíka þekkingu - við öflum hennar! Þess eru ótal dæmi að kennarar sem telja sig ekki nægi- lega undirbúna að námi loknu afli sér nauðsynlegrar þekkingar smám saman samhliða kennslunni. Vandinn felst kannski ekki endi- lega í litlum undirbúningi kennara fyrir þessa kennslu. Hann felst í þeirri umgjörð sem á að skapa kennaranum sem best skilyrði til að fást við þessa kennslu. Eg fullyrði að hin ytri umgjörð viðhaldi nei- kvæðum viðhorfum kennara til kennslunnar - kennaranum er gert ókleift að takast á við öflun þekk- ingar því hann hefur ekki þau skil- yrði til kennslunnar sem gerir hana eftirsóknarverða. Hann ályktar sem svo að betra sé að kenna aðrar geinar á meðan raungreinakennsl- an er ekki metin að verðleikum. Vandamálinu er viðhaldið, það menningarlega viðhorf til raun- greina að fagið sé hvort sem er fyrir fáa útvalda sem munu nema grein- ina óháð öllum ytri skilyrðum. Hin ytri umgjörð Til hinnar ytri umgjarðar flokk- ast eftirfarandi: • Kennslubækur • Tæki og aðbúnaður • Viðurkenning á sérstöðu nátt- úrufræðikennslunnar • Tækifæri til endurmenntunar Hámenntaðir kennarar í raun- greinum verða seint dregnir inn í skólana - ef þá nokkurn tíma. Því verður vandinn ekki leystur á þeim grundvelli. Það verður að kljást við vandann á öðrum vettvangi. Ljóst er að samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskóla fjölgar ekki þeim nemendum sem koma með raun- greinaþekkingu út úr framhalds- námi. I raun geta nemendur sam- kvæmt þessari nýju námskrá sneitt svo til framhjá námi í þessum grein- um og útskrifast t.d. af náttúru- fræðibraut með ótrúlega fáar ein- ingar í raungreinum - val býður upp á slíkt. Þeir nemendur sem ekki eru á náttúrufræðibraut geta farið í Vandi raungreina- kennslunnar er því njörvaður í spennitreyju skilningsleysis, fordóma og lélegra kjara, segir Rúnar Þorvaldsson, og engin heildarlausn í sjónmáli. gegnum framhaldsskólann með enn færri einingar í raungreinum. Það má segja að á sjöunda ára- tugnum hafi íslendingar staðið í svipuðum sporum og í dag. Á þess- um áratug hófst hin eiginlega kennsla í eðlis- og efnaræði innan grunnskólans. Nýjar kennslubækur komu á markaðinn og öflugt nám- skeiðahald fór fram um allt land undir styrkri stjórn námsstjóra sem þá starfaði í þessum greinum. Þessi vakning raungreinakennslunnar á íslandi á þessum árum gerðist í eðlilegu framhaldi af Sputnik-áætl- un Rússa sem skutu Bandaríkja- mönnum ref fyrir rass er þeir komu fyrstir manna mönnuðu geimfari á braut umhverfis jörðu. Þetta vís- indaafrek Rússa ýtti rækilega við umheiminum og menn kepptust við að móta raungreinakennsluna með útgáfu nýrra kennslubóka, nám- skeiðahaldi og tækjavæðingu innan skólanna. Allt fram á þennan dag hafa bækur í eðlisfræði frá þessum árum verið notaðar hér á landi mörgum kennurum til mikillar armæðu. Viðhorf til kennslu raun- greina hefur breyst verulega og því hefur verið aðkallandi í mörg ár að setja nýjar bækur á markað. Kennslubækur Búið er að gefa út tvær nýjar þýddar og staðfærðar bækur í eðlis- fræði fyrir efri bekki grunnskólans: Kraftur og svo hins vegar hreyfing og orka. Endurbætt útgáfa í efna- fræði var einnig gefin út fyrir nokkrum árum og hafin er samning efnis fyrir miðstigið í náttúruvísind- um. Þessi seinagangur hefur aftur á móti valdið miklum skaða. Kennar- ar voru löngu farnir að kvarta veru- lega yfir úreltu námsefni sem á eng- an hátt svaraði kröfum námskrár og nýjum viðhorfum. Með útgáfu nýrr- ar námskrár fyrir grunnskólann 1999 er enn meira áberandi hversu óhentugt það er í raun og veru að halda uppi þessari kennslu með ein- hverri reisn þegar allt námsefni vantar fyrir miðstigið í náttúru- fræði*. Tæki og aðbúnaður Fáum dettur í hug að senda kokk inn í eldhús þar sem enginn er pott- urinn eða pannan og ætla viðkom- andi að elda mat ofan í her manns. Það er eflaust ætlunin hjá þeim sem setur kokkinn í jafn ankannanlega aðstöðu að hann bara tali um gerð matar, næringarinnihald og matar- gerð almennt. Ástandi raungreina innan veggja grunnskólans má ein- mitt lýsa á svipaðan hátt. Varla er við því að búast að kennslustofur í raungreinum innan grunnskólans séu fullar af nýjasta búnaði því eftir höfðinu dansa lim- irnir: Engar kennslubækur, engir kennarar, engin tæki. Margar kennslustofur í grunn- skólunum eru enn að mestu leyti með sama búnað og settur var af myndarskap í flesta grunnskóla landsins á 7. áratugnum en fátt eitt hefur breyst í aðbúnaði til að mæta nýjum kröfum námskrár. Er þar fjálglega lýst að nemandinn - framkvæmi tilraunir - geri athuganir - mæli kraft og hröðun, m.a. með tölvutengdri mælitækni - geti skráð með tölvu mælingar sínar - geti notað ýmis tölvuforit við athuganir á eðlis- og efnafræði- Rúnar Þorvaldsson legum eiginleikum - geti notað veraldarvefinn til upplýsingaöflunar o.s.frv. Tæknin, þ.á m. tölvutæknin, á að halda innreið sína í raungreinastof- una og er það vel. Kennarar fórna aftur á móti höndum. Algeng við- brögð kennara þegar spurt er um aðstöðu eru: • Hér er engin tölva í stofunni! • Mig vantar flest grunntæki eins og handmæla og nauðsynlegustu áhöld, hvað þá einhver tölvutengd mælitæki! • Eg mæti engum skilningi á þörf- um þessarar námsgreinar og þetta hefur verið að drabbast niður smám saman og orðin hálfgerð hornreka! • Nú, ef ég svo fengi eitthvað af tækjum hvar get ég þá lært á þau? Töfraorðið í dag er tölvur. Allir eiga að læra á tölvur. Framboð á tölvunámskeiðum er yfirgnæfandi og tiltölulega auðvelt er að afla styrkja ef töfraorðið tölva skýtur upp kollinum. Allir ætla að græða á þessu töfratæki. Kaupa á nýjar tölvur helst árlega því þróunin er svo ör. Það læðist að mér sá grunur að verið sé að mjólka almenning markvisst, gera hann ráðvilltan, helst örvilnaðan, allir eru að missa af einhverju, tilboðum um ódýrar tölvur rignir yfir fólk og þú verður að kaupa núna. Þú skalt læra á tölv- una strax annars verðurðu úreltur og ekki gjaldgengur innan veggja skólans, og svo er það auðvitað hinn almenni vinnumarkaður. Eitt er víst að ekki er hægt að læra á allt sem viðkemur tölvum eða fylgjast með þeirri endalausu þróun sem sér stað í notkun ýmissa forrita. Látum sérfræðingana um það. Sjálfur reyni ég að læra það nauðsynlegsta varðandi forrit sem ég tel mig þurfa að nota í kennslunni en ekkert um- fram það. Eg sem sagt læt hina ytri umgjörð ráða þvi hversu öfluga vél ég þarf hverju sinni og hvað ég þarf að kunna - það er einfaldlega ekki þörf fyrir meira. Þannig er hægt að læra nauðsynlegustu atriði á tiltölu- lega skömmum tíma en engin þörf að sitja löng og viðamikil námskeið í notkun forrita sem viðkomandi kemur til með að steingleyma því sú kunnátta hverfur sem dögg fyrir sólu ef henni er ekki haldið við í starfi. Þegar allt þetta er skoðað í samhengi tel ég að miklum pening- um sé kastað á glæ því farið er í þessa hluti af offorsi og óathuguðu máli. Halda mætti að ég væri andstæð- ingur tölvunotkunar en það er langt í frá. Tæki þessi hafa ótvíræða kosti og ég hef nýlega uppgötvað kosti þeirra í eðlisfræðikennslunni og er ólmur að miðla þeirri þekkingu til annarra. Tölvur í eðlisfræðistofum þurfa ekki að vera einhverjar ofur- vélar. Kennarar geta einfaldlega notað vélar sem tölvustofur skól- anna telja úreltar en henta ágæt- lega við söfnun gagna við mælingar og úrvinnslu tölfræðilegra gagna. Eg er með öðrum orðum að gagn- rýna það að svo miklum fjármunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.