Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Magnús Ásgeirsson er kominn til starfa sem framkvæmdastjóri Tölvusmiðjunnar ehf. en hann vann áður að undirbúningi álvers í Reyðarfirði.
30-50 MANNA VINNU-
STAÐUR EFTIR ÞRJÚ ÁR
eftir Helgo Bjarnason
TÖLVUSMIÐJAN ehf. í
Neskaupstað og á Egils-
stöðum hefur vaxið úr
eins manns fyrirtæki í
tuttugu manna á tveimur árum. Nú
hefur verið ráðinn nýr fram-
kvæmdastjóri og Tölvumyndir hf.
eignast helming hlutafjár og fram-
undan er uppbygging hugbúnaðar-
deildar. Er stefnt að því að innan
tveggja til þriggja ára verði 30 til 50
menn starfandi við hugbúnaðargerð
á vegum fyrirtækisins. Jafnframt er
unnið að framþróun í rekstri tölvu-
kerfa, meðal annars með því að
fasttengja alla þéttbýlisstaðina á
Mið-Austurlandi og tengja fyrir-
tæki við miðlæga netþjóna.
Tölvusmiðjan er ungt fyrirtæki
sem byggir á grunni traustra fyrir-
tækja sem fyrir voru. Nafnið Tölvu-
smiðjan ehf. varð til eftir að Hilmar
Gunnlaugsson og Jón Fjölnir Ai-
bertsson keyptu fyrirtæki á Egils-
stöðum sem hét Brokkur ehf. í maí
1998. Síðar á því ári sameinaðist
það tveimur fyrirtækjum í Nes-
kaupstað, fyrst tölvufyrirtækinu
Risi sf. og síðar rafeindafyrirtækinu
Ennco sf., undir nafni Tölvu-
smiðjunnar. Eigendur að Risi og
Ennco, þeir Kári Hilmarsson, Haf-
steinn Þórðarson og Þórður Óli
Guðmundsson, urðu við sameining-
una hluthafar í Tölvusmiðjunni ehf.
Ennco var elsta fyrirtækið. Sögu
Tölvusmiðjunnar má því rekja allt
aftur til ársins 1968 þegar Pórður
Óli og Kári hófu samstarf undir
nafni Ennco.
Flest stærstu fyrirtæki og
sveitarfélög í viðskiptum
Miklar breytingar urðu í rekstri
tölvukerfa á Austurlandi við stofn-
un Tölvusmiðjunnar og annars
tölvufyrirtækis sem stofnað var um
svipað leyti, Tölvuþjónustu Austur-
lands. Á einu ári færðust svo til öll
viðskipti til þessara tveggja fyrir-
tækja, frá stóru tölvufyrirtækjun-
um í Reykjavík. Með því að færa
viðskipti sín til heimafyrirtækja
áttu stjómendur fyrirtækja, sveit-
arfélaga og stofnana á Austurlandi
þátt í að byggja upp þennan at-
vinnuveg sem nú veitir tugum
vmsapnjoviNNULíF
Á SUNNUDEGI
► Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tölvusmiðjunnar
ehf., er fæddur í Reykjavík 20. aprfl 1969. Fjórtán ára gamall
flutti hann til Egilsstaða, varð stúdent frá Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1996. Hilmar
var dómarafulltrúi og um tíma settur dómari við Héraðsdóm
Austurlands þar til hann stofnaði Lögmenn Austurlandi ásamt
þremur öðrum lögfræðingum. Hilmar er framkvæmdastjóri lög-
fræðiskrifstofunnar og dótturfyrirtækis hennar, Fasteigna- og
skipasölu Austurlands. Þá er hann stjórnarformaður Spyrnis ehf.
og Vefsýnar ehf, auk Tölvusmiðjunnar ehf., og formaður at-
vinnumálanefndar Austur-Héraðs. Eiginkona Hilmars er Stefan-
ía J. Valdimarsdóttir menntaskólakennari og eiga þau tvö börn.
► Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Tölvusmiðjunnar
ehf., er fæddur í Reykjavík 15. júní 1972. Hann stundaði nám við
Verkmenntakóla Austurlands og lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla. Hann lauk prófi í stjórnmálafræði
við Háskóla íslands 1997. Að námi loknu flutti hann til Neskaup-
staðar og hóf störf hjá verkfræðistofunni Hönnun og ráðgjöf hf.
á Reyðarfirði. Vann í fyrstu aðallega við ráðgjöf og þjónustu við
sveitarfélög, meðal annars vegna sameiningar sveitarfélaga, og
síðan að undirbúningi stóriðju á Austurlandi. Magnús var fram-
kvæmdastjóri staðarvalsnefndar um stóriðju á Reyðarfirði, Star,
þar til hann var ráðinn framkvæmdastjóri Tölvusmiðjunnar ehf. í
byrjun aprfl síðastliðinn. Eiginkona Magnúsar er Heiðrún Helga
Snæbjörnsdóttir sjúkraþjálfari og eiga þau eina dóttur.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hilmar Gunnlaugsson, sljórnarformaður Tölvusmiðjunnar ehf., er lög-
maður og sá eini af fyrri hluthöfum fyrirtækisins sem ekki vinnur hjá
fyrirtækinu. Hann sá sig þó knúinn til að skola af bflnum svo hann væri
sómasamlegur við myndatökur.
manna atvinnu. „Ég tel að sú sam-
keppni sem ríkt hefur á milli fyrir-
tækjanna eigi mestan þátt í þessari
öru þróun. Rekstrarþjónusta tölvu-
kerfa hefur í eðli sínu verið þannig,
að minnsta kosti fram undir þetta,
að einstaklingar og fyrirtæki hafa
þurft þjónustuna á staðnum. Fyrir-
tækin gátu valið á milli tveggja
metnaðarfullra fyrirtækja sem
lögðu áherslu á menntun starfs-
manna og kepptu sín í milli um að
veita sem besta þjónustu," segir
Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarfor-
maður Tölvusmiðjunnar ehf.
Hann nefnir það einnig sem skýr-
ingu að fyrirtækið hafi verið ákaf-
lega heppið með starfsfólk og lagt
sig fram um að veita góða þjónustu.
í því sambandi nefnir hann að Tölvu-
smiðjan hafi snemma fengið viður-
kenningu sem þjónustuaðili fyrir
Microsoft. Pá sé það mikill styrkur
að allir eigendurnir, fyrir utan hann
sjálfan, starfi hjá fyrirtækinu.
Þótt Tölvusmiðjan hafi ekki látið
mikið á sér bera í fjölmiðlum og
raunar á stöðunum sjálfum þar sem
erfitt er fyrir ókunnuga að finna að-
setur þeirra, hefur fyrirtækið ekki
þurft að kvarta undan viðtökunum
og vöxtur þess verður að teljast
undraverður. Á tveimur árum hef-
ur það vaxið í 20 manna fyrirtæki.
Þannig þjónar fyrirtækið öllum
stærstu atvinnufyrirtækjunum og
sveitarfélögunum á miðhluta Aust-
urlands. Hilmar nefnir Síldar-
vinnsluna, Hraðfrystihús Eskifja-
rðar, Kaupfélag Héraðsbúa,
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Loð-
nuvinnsluna á Fáskrúðsfirði,
Fjarðabyggð, Austur-Hérað og
Búðahrepp á Fáskrúðsfirði.
Tölur um veltu segja lítið um
starfsemi fyrirtækis sem vex ört.
Þó má geta þess að samanlögð velta
fyrirtækjanna þriggja sem nú
mynda Tölvusmiðjuna og Tölvu-
smiðjunnar sjálfar var um 40 millj-
ónir á árinu 1998. Veltan tvöfaldað-
ist á síðasta ári og í ár er reiknað
með að fyrirtækið velti um 100
milljónum. Hilmar segir að ekki
hafi verið gert ráð fyrir miklum
hagnaði á meðan uppbygging fyrir-
tækisins stæði sem hæst.
Tölvumyndir kaupa hlut
Á síðasta ári voru starfsmenn
fyrirtækisins að fást við stór verk-
efni og fór allur kraftur þeirra í þau
og að halda í við vöxtinn. Eigendur
fyrirtækisins voru í upphafi ákveðn-
ir í að hefja hugbúnaðargerð en sáu
ekki fyrir sér að það gæti gerst fyrr
en eftir fjögur ár. Hilmar segir að
nú sé hópur Austfirðinga í fjarnámi
í kerfisfræði. Fólkið vilji búa áfram
á Austurlandi og því séu nú óvenju-
lega góðar aðstæður til að mynda
hugbúnaðarhóp. „Við sáum að við
ættum á hættu að missa þetta fólk
suður og ákváðum að stofna hug-
búnaðardeild, fyrr en við höfðum
áætlað. Um sama leyti bauðst okkur
að taka upp nánara samstarf við
Töluvmyndir hf. í Reykjavík sem er
að mínu mati eitt allra sterkasta
hugbúnðarfyrirtæki landsins og það
gerir okkur kleift að takast á við
það verkefni að byggja upp hugbún-
aðarsvið af meiri krafti en annars
hefði orðið,“ segir Hilmar.
Tölvumyndir keyptu helming
hlutafjár í Tölvusmiðjunni. „Með
því hefur tekist að tryggja fyrir-
tækinu nauðsynlega fagkunnáttu og
fjármagn til að vaxa áfram og
dafna. Við hefðum vissulega getað
rekið fyrirtækið sjálfstætt áfram en
vildum frekar vera þátttakendur í
stærri heild og skapa grundvöll til
þess að fyrirtækið gæti tekið stökk-
breytingu með því að byggja sig
upp á hugbúnaðarsviðinu,“ segir
stjórnarformaðurinn.
Fékk strax trú á fyrirtækinu
Á þessum tímamótum, í byrjun
apríl, var ráðinn nýr framkvæmda-
stjóri, Magnús Þór Ásgeirsson sem
unnið hafði að undirbúningi stóriðju
á Austurlandi sem framkvæmda-
stjóri staðarvalsnefndar um álver í
Reyðarfirði. Jón Fjölnir Alberts-
son, sem verið hafði framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins frá upphafi,
varð deildarstjóri hinnar nýstofn-
uðu hugbúnaðardeildar og mun
stýra þróunarstarfinu sem þar fer
fram.
„Þetta er spennandi starfsemi og
mikið að gerast um þessar mundir.
Ég tel að fyrirtæki sem hafa haslað
sér völl á þessu sviði eigi bjarta
framtíð fyrir sér. Þegar ég fékk
tækifæri til að kynna mér Tölvu-
smiðjuna fékk ég strax trú á fyrir-
tækinu. Það býr mikill kraftur í
þeim góða hópi sem að því stendur.
Tölvusmiðjan er byggð á grunni
fyrirtækja sem eiga sér góða sögu
hér á heimamarkaði og ofan á þann
grunn hefur verið byggt af skyn-
semi. Fyiirtækið er að breytast og
ég tel mjög áhugavert að koma inn í
það ferli,“ segir Magnús Ásgeirsson
þegar hann er spurður að því hvers
vegna hann hefði ákveðið að skipta
um starfsvettvang.
Byggðirnar tengdar saman
Tölvusmiðjan starfar nú í þremur
deildum sem allar tengjast þó mikið
innbyrðis, tölvudeild, rafeindaþjón-
ustu og hugbúnaðardeild. Fjórir
rafeindavirkjar vinna við viðgerðir
á tölvubúnaði og tækjum, viðhaldi á
tækjum um borð í skipum og að al-
mennri rafeinaþjónustu. Tölvu-
deildin sér um rekstur netkerfa fyr-
irtækja samkvæmt þjónustusamn-
ingum sem gerðir hafa verið.
Kemur tölvudeild Tölvusmiðjunnar
þannig í stað eigin tölvudeilda fyrir-
tækjanna.
Verulegar breytingar eru að
verða á umhverfi tölvufyrirtækja.
Þau eru byrjuð að bjóða fyrirtækj-
um aðgang að miðlægri tölvu-
keyrslu. Eru með öíluga netþjóna
fyrir viðskiptavini, leigja þeim allan
hugbúnað og sjá um öryggisafritun
svo dæmi séu tekin. Þá hafa mögu-
leikar til að þjóna tölvunotendum úr
fjarlægð, með fjarvinnslu inn á
tölvu notandans, aukist. Þessi þró-
un gerir það að verkum að staðsetn-
ing þjónustufyrirtækja á tölvusvið-
inu skiptir sífellt minna máli. „Við
lítum á þetta sem ógn en ekki síður
tækifæri fyrir okkar fyrirtæki,"
segir Hilmar þegar hann er spurður
út þessa þróun.
Tölvusmiðjan hefur nú tengt
saman sex stærstu byggðakjarnana
á Mið-Austurlandi með svokölluðu
i-neti. Jafnframt er komin öflug
beinlínutenging frá þessu neti til
Reykjavíkur. Staðirnir sem Tölvu-
smiðjan hefur tengt saman eru
:
I
I