Morgunblaðið - 04.06.2000, Page 27

Morgunblaðið - 04.06.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 27 Hugborg í Hafnarfjarðarhöfn nú í vor. Hugborg haustið 1997. á friðuðu húsi í fæðingarbæ mínum, Zaltbommel, sem þarfnaðist mikilla lagfæringa við. Eg keypti þetta hús og á þessu eina ári gerði ég það upp frá kjallara og upp í skorstein eins og ég segi stundum. Þetta var alveg gríðarleg vinna en um leið var þetta eitthvað það skemmtilegasta verk- efni sem ég hef unnið að á lífsleiðinni. Þetta var mér líka góður skóli því mörg vandamál komu upp í þessum viðgerðum sem ég þurfti að leysa. Þegar ég hafði gert upp þetta hús leið mér eins og flestir upplifa þegar þeir útskrifast úr skóla, nokkurs konar tómleikatilfinning greip mig. Eg hafði sagt upp starfi mínu á vinnustofu Boumanns og ákvað að venda mínu kvæði í kross og setjast aftur á skólabekk. Ég hóf því lagan- ám við opna háskólann í Hollandi. Fyrsta árið er mikil sía, rétt eins og hér að mér skilst, en ég náði öllum prófum. Ég átti íbúð í Dyflinni á írl- andi og dvaldist þar flestum stund- um. Ég tók öll prófin í hollenska sendiráðinu þar.“ Til íslands Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja hingað til lands? „I Dyflinni kynntist ég íslenskum hjónum, Þorsteini Eggertssyni og konu hans Fjólu, en hún var þar við nám. Þau hjón urðu góðir kunningjar mínir. Ég hef þó alla tíð haft allmikla vitneskju um landið. Afi minn og amma höfðu komið hingað á skemmtiferðaskipi á sjöunda ára- tugnum. Afi hafði keypt hér nokkur frímerki til minja og gaf mér þau. Það voru uppáhalds frímerkin mín. Einnig man ég greinilega eftir þorskastríðunum og fylgdi íslend- ingum að málum af hug og hjarta. Ég held að það hafi verið almennur stuðningur við málstað ykkar heima í Hollandi, fámenn þjóð í stríði við breska heimsveldið. Ég man þegar ég var að horfa á fréttirnar og sá sigl- ingarnar að maður hrópaði ,já, látið nú Bretann finna fyrir því!“ Þegar ég starfaði að víkingasýn- ingunni í Jórvik var fólk líka alltaf að spyrja hvort ég væri frá Danmörku eða Noregi og þetta var orðið dálítið þreytandi svo ég var farinn að segja að ég væri frá Islandi.“ „Svo ákvaðst þú að fara í nokkurra mánaða frí til íslands, var það þá sem áhugi þinn kviknaði á að gera upp gamlan bát?“ .Áhuginn kviknaði ekki meðan á fríinu stóð heldur eftir að heim til Hollands var komið. Ég kom hingað sumarið 1996 og ferðaðist víða um land. Það var á þessum ferðalögum mínum um landið að víðast hvar sem ég kom lágu þessir fínu eikar- og furubátar sem höfðu verið úreltir og teknir af skrá. Ég spurði fólk hverju þetta sætti og fékk þá að vita að þess- ir bátar enduðu flestir á áramóta- brennum landsmanna. Mér hraus gjörsamlega hugur við þessu. í ein- um bæ úti á landi sá ég bát í full- komnu ásigkomulagi sem hafði verið sagaður í tvennt! Ég skoðaði viðina í bátnum og ég fullyrði að það var varla eina fúaspýtu að finna í bátn- um. Það er einkenniiegt með ykkur íslendinga, þessa miklu siglingaþjóð, að þið hugið nánast ekkert að varð- veislu skipa. Þið eigið til dæmis ekk- ert skólaseglskip, eini kútterinn ykk- ar er að fúna niður auk fjölda annarra dæma sem ég ætla ekki að nefna hér. Ég held að þið ættuð að taka þetta til rækilegrar umhugsun- ar. Að loknu sumarleyfinu á íslandi 1996 sneri ég aftur til Hollands og hélt áfram laganáminu. En minning- in um þessa báta frá því í íslands- ferðinni var alltaf til staðar í huga mínum. Ég lokaði námsbókunum og ákvað að flytja tímabundið til Is- lands, kaupa einn af þessum bátum og gera hann upp.“ Bátalónsbáturinn Sigurpáll, síðar Hugborg „Ég hafði skoðað nokkra báta áður en ég fann þann rétta. Ég var ekki endilega að leita að báti í sem besta lagi, hann mátti þarfnast mikillar lagfæringar við. Ég var frekar að leita að báti sem hafði ákveðna form- fegurð sem ég hafði byggt í huga mínum. Lokst fann ég bátinn sem ég hafði leitað að, suður í Keflavík. Bát- urinn hét Hugborg. Hann keypti ég og flutti til Hafnarfjarðar þar sem ég hafði orðið mér úti um aðstöðu.“ Kanntu að rekja nánar sögu þessa báts? Hvar var hann smíðaður? „Já, þessi bátur er einn þeirra fjöl- mörgu sem bátasmiðjan Bátalón í Hafnarfirði smíðaði á sínum tíma. Hugborgin var smíðuð þar árið 1968. Fyrsti eigandinn var frá Húsavík, Karl Pálsson, og hét báturinn Sigur- páll. Þetta er skemmtileg tilviljun því unnusta mín er líka þaðan. Báturinn var svo seldur til Djúpavogs og því næst til Hafnarfjarðar og hét þá Hugborg. Því vil ég ekki breyta. Fólk virtist frá fyrstu stund afar forvitið um hvað þessi útlendingur væri eiginlega að gera þama inni í skemmunni. Margir bönkuðu uppá og spurðu beint út hvað ég væri að gera. Ég svaraði þeim eins og var, sagði að ég væri að breyta þessum báti í skútu. Ég sá á svip sumra að þeir töldu mig ekki með öllum mjalla. Eftir nokkurra vikna vinnu var ég hálfpartinn farinn að trúa því að karlamir hefðu haft rétt fyrir sér því þetta var mikil vinna. En eftir því sem verkinu miðaði áfram sáu menn að þetta var hægt.“ Én þú hefur auðvitað orðið að vinna fulla vinnu með þessu verki? „Þegar ég kom hingað 1997 leitaði ég til Námsflokka Reykjavíkur og bauð þeim að halda námskeið í hús- gagnaviðgerðum. Það varð úr og þetta varð feykivinsælt námskeið. Ég hef kennt þetta á hverjum vetri síðan og haft af því mikla ánægju. Nemendumir em mjög áhugasamir. Ég kenndi líka hollensku í nokkum tíma hjá Námsflokkunum. Svo hef ég rekið þessa vinnustofu mína um nokkurt skeið. Ég hef einnig starfað sem sérfræðingur hjá Þjóðminja- safni íslands í nokkurn tíma við við- gerðir á gripum frá bæjunum á Keld- um á Rangárvöllum og Teigarhorni við Djúpavog. Þannig að ég hef skrimt." Þú nefndir að Hugborgin hefði verið gerð út frá Húsavík og að unn- usta þín væri þaðan. Hvað heitir hún? „Hún heitir Gríma Eik Káradóttir og er skjalavörður Þjóðminjasafns- ins. Hún er reyndar búin að segja því starfi lausu vegna siglingarinnar en við leggjum upp í ferðina í júlí. Gríma útskrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskólanum og lauk svo bókasafns- og upplýsingafræðum frá Háskóla íslands. Þegar við ákváðum að sigla var nauðsynlegt að annað hvort okk- ar öðlaðist þrjátíu tonna skipstjóm- arréttindi. Gríma fór því í stýri- mannaskólann nú eftir áramót og útskrifaðist þaðan með góðum vitnis- burði. Hún hafði gaman af náminu og ég er stoltur af árangri hennar." Hugborginni breytt Þetta hefur verið mikil vinna hjá ykkur að breyta og gera upp Hug- borgina. Lýstu í fáeinum orðum breytingunum. „Það má segja að báturinn hafi verið smíðaður upp á nýtt. Fyrst hófst ég handa við að hreinsa allt inn- an úr bátnum og skafa hann allan upp. Því næst smíðaði ég nýjan kjöl, þrjátíu og átta semtímetra háan og hann er um 1,2 tonn. Með þessu fékkst betra jafnvægi. Ég hækkaði síðan bátinn um eitt eikarborð til þess að fá aukið rými og smíðaði nýtt þilfar og lágt hús, hvort tveggja lagt polyester til þéttingar og til styrktar. Allt tréverk á þilfarinu smíðaði ég úr eik og festi með ryðfríu stáli. Vélin er 36 hestafla Volvo Penta md3b árgerð 1974. Reyndar keypti ég tvær því það reyndist ódýrara fyr- ir mig að kaupa tvær og fá tvær skrúfur og mikið af varahlutum held- ur en að kaupa eina skrúfu sem mig vantaði! Mastrið er úr fínu lerki. Það er reyndar smíðað úr gömlum raf- magnsstaur sem ég keypti af Raf- veitu Hafnarfjarðar. Seglin á bátn- um eru alls 54 fermetrar og reiðinn er venjulegur gaffall eða greypirá sem hæfir bátnum vel. Innan borðs eru innréttingar einfaldar. Þar er stórt kortaborð, tveir stólar og mat- borð, salemi, svefnstæði fyrir tvo, eldunaraðstaða og mikið geymsl- urými. Báturinn er næstum því tilbúinn, en ég er enn að leita að notuðum sjó- kortum, gömlum áttavita, sextant, tuttugu og fimm kílóa akkeri og síð- ast en ekki síst litlum björgunar- báti.“ Hefðir þú vitað í upphafi verksins hve mikinn tíma, peninga og fyrir- höfn þetta kostaði hefðir þú farið út í þetta? „Já og ég held að Gríma sé sam- mála mér í því. Ég vil þó vara fólk sem sér okkur tvö í rómantísku Ijósi við því að dunda við að gera upp bát. Þetta var erfiðara og þrisvar sinnum meira verk en að byggja hús. Við Gríma unnum í vetur tvöfalda og stundum þrefalda vinnu til þess að geta lokið við bátinn og safnað fé til ferðarinnar. I vetur vorum við stund- um að vinna við bátinn inni í óupphit- aðri skemmu í 11 stiga frosti. Margir hafa spurt mig hvort það hefði ekki verið auðveldara að kaupa gamla skútu t.d. á Englandi eða í Skotlandi. Vissulega hefði það verið auðveldara og mun ódýrara en það hefði bara ekki verið það sama. Ég get treyst þessum báti þvíég smíðaði hann nán- ast frá grunni. Ég reyndi að vanda til alls og kastaði ekki til höndunum Ég þekki hvem nagla og hvert borð og get því gert við allt sem aflaga kann að fara. Við Gríma emm stöðugt búin að vera að skipuleggja, reikna út og finna lausnir við smíði bátsins síðan við hittumst fyrir einu og hálfu ári. Arangurinn er kominn í ljós. Við gerðum upp bát sem annars hefði lent á áramótabrennu og í sumar leggjum við í haf á báti með sál og sögu. Margir hafa lagt okkur lið með- an á endurgerð bátsins stóð og vilj- um við Gríma koma á framfæri kær- um þökkum til allra þeirra. Við Gríma höfum ákveðið að áður en við leggjum upp í ferðina verðum við með „opinn bát“, laugardaginn 8. júlí milli 10 og 18 niður við flot- l)ryggjurnar í Hafnarfjarðarhöfn þar sem áhugasamir geta skoðað bátinn og vinir og vandamenn kvatt okkur." Siglir undir hollenskum fána Þið ætluðuð í upphafi að sigla und- ir íslenskum fána en það hefur breyst. Hvað olli því? „Vegna sögu bátsins hefði passað betur að sigla undir íslenskum fána en sannleikurinn er sá að ég sé mér það bara ekki fært. Helsta ástæðan fyrir því eru þær ströngu kröfur sem Siglingamálastofnun gerir til svona báta. Ég þarf að hafa björgunarbát sem kostar um 250 þúsund, auk alls kyns annars búnaðar. Ef taka ætti saman kostnað við allan þann búnað sem þeir vilja að ég kaupi þá myndi það kosta mig um hálfa milljón. Ég hef einfaldlega ekki efni á því eftir allt sem ég er búinn að leggja í bát- inn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við þetta bætist fast skráning- argjald og síðan ársgreiðslur, rúmar tuttugu þúsund. Ég hafði samband við föður minn í Hollandi og bað hann að kanna hvernig þessum málum væri háttað þar og þá kom í ljós að af- ar fáar kröfur eru gerðar um örygg- isbúnað skemmtibáta undir 10 metr- um. Auk þess að aðeins er eitt fast skráningargjald, rúmar tvö þúsund krónur, og svo ekki söguna meir. Annars ætla ég ekki að fara nánar út í þessar kröfur Siglingamálastofnun- ar. Læt nægja að segja að niðurstaða okkar varð sú að skrá Hugborgina í Hollandi." Hafið þið ákveðið hvert þið siglið og hve lengi þið ætlið að ferðast? „Við viljum vera óbundin af ná- kvæmum áætlunum. Við ætlum að leggja af stað í júh' og ná til fæðingar- bæjar míns Zaltbommel í Hollandi fyrir haustið." Það er framorðið þegar Matthijs fygir mér til dyra á vinnustofu sinni. Við kveðjumst á stéttinni fyrir utan. Ég spyr hann um framtíðina. Komið þið aftur eftir þrjú ár? „Kannski verðum við orðin þreytt á ferðalögum eftir þrjú ár og komum okkur endanlega fyrir. Það gæti ver- ið hér á landi eða á einhveijum allt öðrum stað. Maður veit aldrei hvar maður endar. Því er ómögulegt að segja inn á hvaða höfn Hugborgin siglir í ferðarlok.“ Höfundur er sagnfræðingur og starfar hjá Þjóðminjasafni Islands. Með fólki fyrir fólk! Uppeldi og félagslegur stuðningur Nám á félagsþjónustubraut er fyrir þá sem vilja læra um einstaklinginn og samfélagið og vinna gefandi uppeldis- og stuðningsstörf. Leikskóli Grannskóli Félagsþjónusta Æskulýðsstörf Umönnun Greið leið til stúdentsprófs að námi loknu. Innritun til 7. júní. BORGARHOLTSSKÓLI framhaldsskóli í Grafarvogi við Mosaveg, 112 Reykjavík, sími 535 1700, símabréf 535 1701 www.bhs.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.