Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 64
heim að dyrum www.postur.is <5Cp^ I PÖSTURINN I7.l:ltTil Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlgMBUS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆT71 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Humarbátar frá Hornafirði nær búnir með kvótann Heilsu- spillandi mengun Meðalverð á sjávarafurðum er hátt í sögulegu samhengi Líkur á að botn- fiskverð haldist hátt MEÐALVERÐ á sjávarafurðum er hátt í sögulegu samhengi um þess- ar mundir og taldar eru almennt góðar líkur á því að verð á botnfisk- afurðum haldist áfram hátt næstu mánuðina, þrátt fyrir nokkurt bak- slag á Bandaríkjamarkaði nýlega. Meðalverð á sjávarafurðum í ÖDR hefur að meðaltali það sem af er þessu ári eða frá jan.-maí verið 105,2, sem er nánast óbreytt frá meðaltali síðasta árs. Verðið á ár- inu 1998 var hins vegar enn hærra eða 110,8 að meðaltali, en síðan þarf að fara allt aftur til ársins 1992 til að fmna ár þar sem meðalverð- lag nær því að vera yfir 100 SDR að meðaltali á ári. Lækkunin milli áranna 1998 og 1999 skýrist af verðlækkun á mjöli og lýsi, en verð á botnfiskafurðum hefur áfram ver- ið mjög hátt. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að al- mennt séu taldar góðar líkur á því að verð á botnfiskafurðum haldist áfram tiltölulega hátt. Hins vegar sé verðlækkun eins og varð í Bandaríkjunum á dögunum ákveðin viðvörun, en á móti vegi að almennt sé lítið framboð á vörum sem séu í harðri samkeppni við hvítfiskinn. Frekar lítil veiði sé í Barentshafi og við Kanada og á þessum hefð- bundnu veiðislóðum og því telji menn að lítið framboð muni styðja áfram við tiltölulega hátt verð. „Það sem við höfum heyrt frá út- flytjendum er á þann veginn að þeir telja almennt að það séu góðar líkur á því að menn geti haldið því verði sem er nú á botnfiskafurðun- um,“ sagði Þórður. Hann sagði að verðið nú væri mjög hátt í sögulegu samhengi. Sigið í Krísu- víkurbjarg BJÖRGUNARSVEIT Hafnarfiarð- ar hefur fyrir árlegan sið að síga í Krísurvíkurbjarg eftir svartfugls- eggjum. Sveitin ver um 10 til 14 dögum í þetta og var síðasta ferðin farin á miðvikudagskvöld. Nánast öll sveitin tekur þátt í sig- inu og hefur eitthvað upp úr þessu, þótt það væri ekki mikið ef sig- mönnum væru reiknuð laun. Hins vegar kemur æfingin sér vel komist skip í hann krappan við bjargið því að enginn þekkir þar betur til og kann betur til verka en Björgunar- sveit Hafnaríjarðar. Eggin selur sveitin í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj- um. Björgunarsveitin hefur sótt svartfuglsegg í Krísuvfkurbjarg ár- lega í rúm tuttugu ár. LOFTMENGUN á höfuðborgar- svæðinu er mesta umhverfisvanda- mál þjóðarinnar að mati dr. Þor- steins Inga Sigfússonar prófessors, ritstjóra skýrslu um vistvæna sam- göngustefnu fyrir Reykjavík og ná- grenni sem Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út. I skýrslunni kemur m.a. fram að miðað við tölur úr norrænum borg- um mætti ætla að allt að fimm til tuttugu tilfelli krabbameins á hverju ári á Reykjavíkursvæðinu gætu átt rætur að rekja til mengunar frá um- ferð. ■ Grænt bókhald Morgunblaðið/Golli Björgunarsveitarmennirnir Arnar Asgrímsson og Jökull Guðmundsson búa sig undir að klífa bjargið með afraksturinn. Um 50 milljóna króna verðmætaaukning HUMARVEIÐI hefur verið góð í Breiðamerkurdýpi undanfarið og eru bátar frá Höfn í Hornafirði nær búnir með kvóta sinn þótt enn séu þrír mánuðir eftir af fiskveiðiárinu. Skinney-Þinganes hf. á Höfn, sem gerir út þrjá humarbáta og hefur verið með einn til viðbótar í viðskipt- um, hefur framleitt mun meira af heilum humri í ár en í fyrra og er gert ráð fyrir að útflutningsverð- mæti humarsins verði um 50 milljón- um króna meira í ár en 1999. Hermann Stefánsson, framleiðslu- stjóri hjá Skinney-Þinganesi, segir veiðina miklu betri í ár en í fyrra. „Við eigum eftir 3-4 tonn af 65 tonna humarkvóta og ljúkum vertíðinni væntanlega í vikunni eða þeirri næstu.“ Hafrannsóknaskipið Dröfn er nýkomið úr humarleiðangri undir stjóm Hrafnkels Eiríkssonar, fiski- fræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Farið var um helstu humarmið og að sögn Hrafnkels er staða mála góð á austari miðunum. Þar sé nýliðun góð og líklegt að vaxandi hluti aflans komi þaðan á næstu árum. Hermann segir stöðuna mikið gleðiefni. „Undanfarin ár hefur verið mjög mikið smælki, en nú erum við að veiða humar sem er miklu meira en einu númeri stærri en í fyrra.“ Að sögn Hermanns hefur fyrir- tækið orðið að halda í við bátana vegna vinnslunnar. „Við höfum land- að öllum humri heilum og þá gengur ekki eins mikið í gegn. Því höfum við skammtað veiðina með tilliti til þess sem vinnslan ræður við.“ Skinney-Þinganes gerir m.a. út Hvanney SF. Björn Lúðvík Jónsson, skipstjóri þar, hefur verið á humar- veiðum í meira en þrjá áratugi en hefur ekki verið búinn á þessum tíma Morgunblaðið/Brynjúlfur Arna Ósk Harðardóttir, starfs- stúlka hjá Skinney-Þinganesi á Höfn, hampar vænum humri. fyrr. „Ég hef ekki farið á sjó síðan fyrir síðustu helgi, bæði vegna kvótaleysis og þess að ekki hefur verið hægt að taka við meiri humri,“ segir hann. Y estmannaeyjar Fíkniefni fundust við húsleit FIMM manns á aldrinum 17 til 26 ára voru handteknir skömmu eftir miðnætti að- faranótt laugardags í Vest- mannaeyjum eftir að fíkniefni fundust í bíl sem fólkið var í. Við húsleit fannst meira magn fíkniefna og er söluverðmæti talið vera um tvö hundruð þúsund krónur. Fimmmenn- ingarnir, sem eru 4 karlar og ein kona, hafa allir komið áð- ur við sögu lögreglu. Söluverð 200 þús. Grunur vaknaði um fíkni- efnaneyslu og því var bíllinn sem fólkið var í stöðvaður af lögreglu laust eftir miðnætti. í bílnum fundust tvær e-töflur á einum farþeganna og 12 e- töflur í bflnum. Við húsleit fundust svo 47 e-töflur, þrjú grömm af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu. Söluverð- mæti fíkniefnanna er talið nema um 200.000 krónum. Tryggðu þér betri vaxtakjör og lægri þjónustugjöld með því að sameina kosti Heimilislínu og Heimilisbanka. * @BÚNAÐARHANK1NN É HEIMILISLÍNAN ’l'raustur lntttki wwv.bLis Jarðhræringar við Grímsey Vöknuðu við skjálfta JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 3,3 á Richter, fannst greinilega í Grímsey klukkan sjö í gærmorgun. Hann átti upptök sín um 2,5 km NNV af eynni. Að sögn Þórunnar Skaftadóttur hjá Veðurstofu íslands hófst hrina smáskjálfta undan Grímsey á föstudagskvöld og fram á nótt. Fimm skjálftar mældust yfir 2,5 stig en ekki er vitað til að eyja- skeggjar hafi fundið nema þann stærsta. Fleiri smáskjálftar mæld- ust á laugardagsmorgun. Smáskjálftar eru algengir í grennd við Grímsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.