Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell .\\\-" >■ \\\: ' Útstreymi frá farartækjum árið 1998, kg/íbúa I nýrri skýrslu, Vistvæn samgöngustefna fyrir Reykjavík og nágrenni, kemur fram að höfuðborgarsvæðið er ekki jafn hreint og ómengað og margir vilja trúa. Guðni Ein- arsson gluggaði í skýrsluna þar sem kynnt eru frumdrög að grænu bókhaldi fyrir efna- ferli umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. EG TEL AÐ loftmengun í Reykjavík sé langstærsta umhverfisvandamál þjóð- arinnar. Hún verður enn meiri í ljósi þess að við höfum leyst upphitun húsnæðis með umhverfis- vænum aðferðum,“ sagði dr. Þor- steinn Ingi Sigfússon prófessor, einn þriggja höfunda og ritstjóri skýrsl- unnar Vistvæn samgöngustefna fyr- ir Reykjavík og nágrenni. Skýrslan var unnin að tilhlutan Orkuveitu Reykjavíkur og eru höfundar henn- ar, auk Þorsteins, Valdimar K. Jóns- son prófessor og Heimir Hannesson hdl., sem var formaður starfshóps- ins. Grænt bókhald í skýrslunni kemur fram að ís- lendingar eru mestu orkunotendur heims miðað við fólksfjölda, sam- kvæmt greiningu Alþjóða orkuráðs- ins (World Energy Council). Helstu ástæður þess er orkufrekur iðnaður sem knúinn er af endumýjanlegum orkulindum og hið tæknivædda þjóð- félag sem við búum í. Samgöngu- kerfið er einn helsti notandi orku sem fæst úr olíu og bensíni og þar með einn helsti mengunarvaldurinn. Skýrsluhöfundar bjuggu til það sem kallað er „grænt bókhald“ til að geta betur áttað sig á efnaferlum sem fylgja samgöngum á höfuðborg- arsvæðinu. í stað þess að tíunda krónur og aura eru mælieiningar græna bókhaldsins tonn og lítrar og „gjaldmiðlamir“ eldsneyti, smurol- íur, bíldekk, malbik, hreinsiefni, svifryk og útblástur sem greinist í mörg efnasambönd. Um þessi frumdrög að grænu bókhaldi fyrir höfuðborgarsvæðið segir m.a. í skýrslunni: „Það inniheldur grein- ingu og mælanlega þætti eldsneytis- notkunar, útstreymis og annarra þátta sem tengjast samgöngukerf- inu. Slíkt yfirlit hefur, að því er höf- undum er kunnugt, ekki verið tekið saman áður. Með því að beita slíku bókhaldi fá stjómvöld í hendur tæki til ákvarðanatöku og stefnumótunar sem orðið getur þáttur í því að beina þróuninni í heillavænlega átt. Það er því von höfunda að efnistök skýrsl- unnar megi verða upphaf nýrrar mótunar vistvænnar samgöngu- stefnu sem miðast einkum við höfuð- borgarsvæðið en geti auðveldlega náð til landsins í heild.“ Við færslu stærða „tekjumegin" í græna bókhaldinu var m.a. tekið mið af bensín- og olíusölu í Reykjavík og nágrannabyggðum. Einnig var reynt að meta notkun kæli- og rúðuvökva, sápuefna, dekkja og nagla, malbiks, vatns og vegasalts. „Gjaldamegin" Meðaltal N02-mengunar einstakra mánuða í Reykjavík á árabilinu 1995-1998 60 Mg/m3------------’ytQr,----------- 5 l - f— ■ ■■ r'\y p gg i _ ~~ S q l_U---L_J-l—_i_ml__________L_J__—J___L-J_1—J---—----1—1—L-J Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Skipting C02 útstreymis á íslandi eftir uppruna T Frá annarri starfsemi cq co2 Frá iðnaðarstarfsemi C02 co2 co2 \ f t Frá samgöngukerfinu c& co2 CO, t \ \ Frá fiskveiðiflotanum _____ 9,26 tonn/íbúa Efnin sem fóru inn í umferðina árið 1998, kg/íbúa 581 kg\ Bensín Dísilolía Malbik, 88 kg VegsaltL43 kg _ ar, 18 kg Smurolía, 11 kg Rúðuvökvar, 4 kg kemur svo útblásturinn úr bílunum sem inniheldur ýmsar skaðlegar loft- tegundir og sót, notuð smurolía, malbiksryk, skólp, vegalýsing og hávaðamengun. Sérstaklega var skoðað fjögurra ára tímabil, 1995-1998. Þá fjölgaði bílum í umferð um fjórðung. Notkun díselolíu á höfuðborgarsvæðinu jókst næstum því um þriðjung en notkun á bensíni, smurolíu, hjólbörðum, sápu- og tjöruleysiefnum í minni mæli. Fjölgun díselbila olli aukningu á sóti í andrúmslofti. Árið 1995 fóru 132 tonn út í andrúmsloftið en 1998 voru tonnin orðin 172. Útblástur skað- legra lofttegunda jókst einnig um- talsvert á tímabilinu. í skýrslunni segir að Orkuspámefnd geri ráð fyr- ir „að heildarútblástur vegna sam- gangna stefni í að aukast um minnst 24% á tímabilinu 1990-2010. Sú aukning er tveimur og hálfum sinn- um leyfileg aukning Kyoto bókunai’- innar.“ Þá segir að niðurstöður skýrslunnar bendi til þess að höfuð- borgarsvæðið sé helsti sökudólgur- inn varðandi aukinn útblástur á ís- landi. Með útblæstri bifreiða árið 1998 bárust út í umhverfið á höfuðborgar- svæðinu um 3.800 tonn rokgjarnra kolefnissambanda, svonefndra NMVOC efna, sem verður að teljast allmikið. Hættulegt magn svo- nefndra nituroxíða, sem verður til við hvörfun NO2 og ósons, fer yfir viðmiðunarmörk mörgum sinnum á ári í nokkrum hverfum Reykjavíkur. Þá eru ótalin 2.700 tonn af hjólbörð- um, fjórtán tonn af dekkjanöglum, 13.145 tonn af malbiki og sex til átta þúsund tonn af bílhræjum sem velt var í umferðarbókhaldinu árið 1998. Hlutur samgangna í orkunotkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.