Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 31

Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 31 „Tölvusmiðjan er starfrækt í jaðar- byggðum en getur nýtt sér tæknina til að framleiða hugbúnað til sölu á Netinu og þjónusta notendur hans. Við ætlum að starfa sem öflugt hugbúnaðarfyrirtæki". Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Eg- ilsstaðir og Fáskrúðsfjörður. Og nú er byrjað að tengja fyrirtæki við i- netið. „Við getum nú boðið fyrir- tækjum upp á internettengingu og rekstrarþjónustu án tillits til þess hvar þau eru, leigt þeim hugbúnað og annast afritun gagna. Með þessu má lækka verulega kostnað fyrir- tækja við rekstur tölvukerfa. Ég tel að þetta fyrirkomulag henti vel litl- um og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni, sérstaklega á markaðssvæði eins og þessu þar sem byggðin er nokkuð dreifð,“ segir Magnús Ásgeirsson. I-netið nýtist einnig á ýmsan annan hátt. Til dæmis fyrirtækjum sem eru með starfsemi á nokkrum stöðum, eins og til dæmis Tölvusmiðjunni sjálfri sem er með höfuðstöðvar í Neskaupstað en einnig mikla starf- semi á Egilsstöðum, og Lögmönn- um Austurlandi sem eru með starf- semi víða á Austurlandi. Einnig fyrirtækjum í Reykjavík sem eru með útibú úti á landi. Hilmar leggur á það áherslu að jafnframt því sem þróunin minnki eða eyði fjarlægðar- verndinni sem Tölvusmiðjan hafi óneitanlega notið skapist sóknar- tækifæri. Unnt verði að þjóna fyrir- tækjum um land allt. „Tölvusmiðjan ætlar sér að vera í fremstu röð á þessu sviði,“ segir Magnús. Brottfluttir snúa til baka Eins og fyrr segir er næsta skref í framþróun Tölvusmiðjunnar að byggja upp hugbúnaðarsvið og með þátttöku Tölvumynda hf. hafa skap- ast forsendur til að ráðast í það verkefni fyrr en áætlað var. „Það er mikill vöxtur í tölvunotkun og þá um leið tölvuþjónustu. í því felast mikil tækifæri fyrir fyrirtæki eins og okkar, ekki síst í hugbúnaðar- gerð enda tel ég að dreifing og notkun hugbúnaðar á Netinu muni aukast mjög á næstunni en að sama skapi dragi úr notkun hugbúnaðar sem er bundinn við einstakar tölv- ur. Tölvusmiðjan er starfrækt í jað- arbyggðum en getur nýtt sér tækn- ina til að framleiða hugbúnað til sölu á Netinu og þjónusta notendur hans. Við ætlum að starfa sem öfl- ugt hugbúnaðarfyrirtæki," segir Magnús. Verið er að ráða nokkra kerfis- fræðinga til starfa. Við þá vinnu hefur komið í ljós að fjöldi einstakl- inga, ekki síst brottfluttra Austfirð- inga, hefur áhuga á að koma aftur heim þegar tækifæri skapast til þess. „Það virðast margir vera til í að flytjast út á land til að vinna við hugbúnaðargerð enda hentar um- hverfið mjög til slíkra verkefna, en hefur vantað umgjörðina. Nú er hún til hjá okkur í Tölvusmiðjunni og þá bregður svo við að margir vilja koma,“ segir Hilmar. „Það er styrkur að fá menn aftur inn á svæðið sem hér eiga rætur og hafa fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Við erum til dæmis að ráða til okkar menn sem hafa verið á sjó og unnið í loðnubræðslum og síðan aflað sér menntunar í upplýsingatækni," seg- ir Magnús. Góð byggðaaðgerð Uppbygging hugbúnaðarsviðs Tölvusmiðjunnar er enn á byrjunar- stigi en Hilmar telur ekki óraun- hæft að ætla að innan tveggja til þriggja ára verði 30-50 menn starf- andi við hugbúnaðargerð hjá fyrir- tækinu. „Starfsmannafjöldinn er þó auðvitað ekki markmið í sjálfu sér heldur að okkur takist að þróa góð- ar og seljanlegar vörur,“ segir hann. Þeir félagar búast við að í upphafi tengist verkefni hugbúnað- arhússins umhverfinu, starfsemi sem er öflug á svæðinu. Getur það fallið að áherslum stærsta hluthaf- ans, Tölvumynda hf., sem hefur þróað öflugan hugbúnað fyrir sveit- arfélögin og sjávarútveginn. Magnús lítur svo á að starfræksla fyrirtækis eins og Tölvusmiðjunnar sé góð byggðaaðgerð. „Við erum að skapa góð störf fyriri hæft fólk og um leið tækifæri fyrir fólk að flytja hingað austur. Ef framtíðin í at- vinnulífi á landsbyggðinni er ekki í starfsemi sem þessari, þá veit ég ekki hvar hún er,“ segir Magnús. myndverk LISTHOS Grettisgötu 7, við Klapparstíg - Slmi 562 0426 Sushibakki 8 bitar kr. 1.800,- apótek bar • grill Austurstræti 16 Sími:5757 900 WSSSi KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.