Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ H LISTIR Sung-ið í tilefni kór- ferðalag-s KÓR Langholtskirkju heldur tón- leika í Langholtskirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Tilefnið er tónleikaferð kórsins til Kaup- mannahafnar og Bergen nk. þriðjudag. Á tónleikunum flytur kórinn efnisskrá ferðarinnar. Tónleikarnir í Danmörku eru haldnir í samvinnu við Tritonus kórinn sem er einn þekktasti kór Danmerkur en stjórnandi hans er John Hpybye sem er jafnframt eitt þekktasta kórtónskáld á Norður- löndunum. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og einnig saman, bæði ís- lensk og dönsk verk. I Bergen er sami háttur hafður á. Þar er Árstad kirkekor heim- sóttur en honum stjórnar Anton Hagen. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og einnig saman íslensk og norsk verk. Tónleikarnir í Bergen verða í hinni fornfrægu dómkirkju og auk þess syngur kórinn í Árstads-kirkjunni við messu og í útimessu við Hákonar- höllina. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Magnificat (Lofsöngur Maríu) sem John Hoybye samdi sérstaklega fyrir Kór Langholts- kirkju í tilefni ferðarinnar Efnis- skrá K.L. samanstendur að öðru leyti af íslenskum þjóðlagaútsetn- ingum og kórverkum ásamt nokkr- um norskum og dönskum verkum. Einsöngvarar með kórnum eru Guðríður Þóra Gísladóttir og syst- kynin Garðar Thór og Nanna María Cortes. Stjórnandi Kórs Langholts- kirkju er Jón Stefánsson. Lýst eftir verkum eftir Þórarin B. Þorláksson í LISTASAFNI íslands er unnið að yfirlitssýningu á verkum Þór- arins B. Þorlákssonar sem verður í safninu í október og nóvember á þessu ári. Tilefni hennar er að þá verða liðin hundrað ár frá því að Þórarinn hélt fyrstu sýningu sína, en hún var jafnframt fyrsta einka- sýning íslensks myndlistarmanns. Vonast listasafnið til þess að geta minnst þessara tímamóta með því að gefa gott yfirlit yfir starf þessa frumherja íslenskrar nútíma- myndlistar. Einn liður í undirbún- ingi sýningarinnar er heildar- skráning verka listamannsins. Þar sem mörg verka Þórarins hafa skipt um eigendur á liðnum áratugum leitar Listasafn íslands til almennings eftir upplýsingum um verk hans í eigu einstaklinga, félaga og stofnana. Þeir sem geta gefið upplýsingar geta hringt til safnsins. Harry Bilson sýnir í Dyflinni SYNING á nýlegum málverkum eft- ir Harry Bilson stendur nú yfir hjá Jorgensen Fine Art í Dyflinni. Á sýningunni eru rúmlega tuttugu verk, öll unnin í olíu á striga. Harry Bilson er fæddur í Reykja- vík 1948 en flutti á barnsaldri ásamt foreldrum sínum til Eng- lands. Hann hélt sína fyrstu einka- sýningu árið 1969 og hefur unnið að list sinni æ síðan og haldið ijölda sýninga víða um heim. Hér á landi hefur hann sýnt í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. ------^4-4------- Judith leik- ur á Isafirði FIÐLULEIKARINN Judith Ing- ólfsson heldur tónleika í Hömrum á Isafirði annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20.30, ásamt píanóleikar- anum Ronald Sat. Flutt verða verk eftir Beethoven, Brahms og Wieniawski. Judith og Ronald komu fram á tónleikum í Carnegie Hall nú nýver- ið og í tónlistargagnrýni í New York Times var leik þeirra hrósað með há- stemmdum lýsingarorðum, m.a. tal- að um„kraftmikla flugelda og syngj- andi tóna“ og var sagt að flutningur Juditar hefði verið sem „ferðalag til tilfinningaríks kjarna verksins." Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu Tónlistarfélags ísafjarðar og Listahátíðar í Reykjavík. Strengja- sveit í Ráð- húsinu UNGT fólk frá Noregi og ís- landi stillir saman strengi í Ráðhúsi Reykjavíkur og held- ur tónleika í dag, sunnudag, kl. 14. Fram kemur strengja- sveit barna og unglinga frá Bergen í Noregi ásamt ís- lenskum ungmennum úr All- egro Suzukitónlistarskólan- um. Norsku ungmennin, sem eru á aldrinum 9-15 ára, koma frá suðurhluta Bergen. Hljómsveitin heitir Stryk- ergjengen pá Nattland og var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit Nattland- skóla undir leiðsögn Britta Skárby Vindenes en nemend- ur koma nú víðar að. Hljómsveitinni stjórnar eiginmaður Brittu, Njál Vindenes gítarleikari. Allegro Suzukitónlistar- skólinn hefur starfað í tvö ár og koma nemendur þaðan fram ásamt norsku gestunum, en ungmennin hafa æft saman síðustu daga. Munu hóparnir bæði leika saman og koma fram sitt í hvoru lagi. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir eftir Grieg, Mozart, Elías Davíðsson og norska fiðluleikarann Henn- ing Kraggerud. Stjórnendur eru Njál Vindenes og Lilja Hjaltadóttir. A MITSUBISHI MITSUBISHI H - demantar í umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.