Morgunblaðið - 04.06.2000, Page 12

Morgunblaðið - 04.06.2000, Page 12
12 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ kommúnistar sem lifa fyrir „flokk- saga“ og ekkert kemst að hjá þeim nema óþynnt hatur á öllu sem orðið hefur til eftir fall Sovétríkjanna. Þessum 30% tilheyrir slæðingur af hægrisinnuðum þjóðernissinnum sem líta á það sem gerðist eftir 1991 sem allsherjar samsæri gegn Rússlandi. Hinn hópurinn er ungt fólk sem ekki er eins létt að dáleiða. Kyn- slóðin sem fullorðnaðist eftir 1991 er yfirleitt sjálfstæð og lítur ekki á allt sem skrifað stendur sem sanna opinberun. En það sem hins vegar er hvað verst við lýðræðið í Rúss- landi er áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Það nýtir sér ekki kosningarétt sinn né tekur þátt í skipulögðu stjórnmálastarfí. Á valdi fjölmiðla Þeir sem eftir eru af rússneskum almenningi lúta valdi sjónvarpsins og annarra fjölmiðla. Hvernig má það vera? Ekki er það vegna þess að rússneskir fjölmiðlar séu meira traustvekjandi, upplýstari eða stjórnað fagmannlegar en fjölmiðl- um í öðrum löndum. Þvert á móti. Þeir eru í eigu fárra, valdamikilla manna og hlutdrægni þeirra og óeðlileg afskipti eru gagnsæ og óvönduð. Ástæðuna má rekja til gömlu Sovétríkjanna og klókindanna sem stjórnvöld beittu þá. Meira en 62 milljónir Rússa yfir 40 ára aldri eru mótaðar af Sovét-samfélaginu. Þrátt fyrir að fáir þeirra sjái nokk- uð eftir gamla ríkisvaldinu eru þeir vanir að líta á hið prentaða orð eða hvaðeinasem þeir sjá í sjónvarpinu sem heilagan sannleika sem ekki beri að draga í efa. Þarna fer saman skortur á gagn- rýnni hugsun og barnaleg trúgirni sem á sér varla dæmi. Þetta gerir fjölmiðlunum, sem hvattir eru áfram af peningum og pólitísku valdi, kleift að stjórna rúmlega helmingi kjósenda. Á bak við tjöldin Þetta óeðlilega vald fjölmiðlanna þýðir einnig að þeir eru ekki reknir eins og venjuleg fyrirtæki. Voldug- ir hagsmunaaðilar geta nýtt sér fjölmiðla í eigu sinni til að ná þeim markmiðum sem þeir girnast, póli- tískum eða efnahagslegum. En það eru pólitísk áhrif sem móta hegðun fjölmiðlanna, ekki gróði. Þar nægir að líta á hverjir eru bak við tjöldin hjá mikilvægustu blöðunum og sjónvarpsstöðvunum í Rússlandi. Voldugastir eru ríkið og ýmis stórfyrirtæki en fjölmiðlarnir skila þeim ekki hagnaði sem máli skipt- ir. Fyrir utan ríkið og títtnefnda stórlaxa eins og Berezovskíj og Gúsinskíj eru helstu eigendurnir fyrirtæki eins og olíurisinn Lukoil, gasstórveldið Gazprom, fjármála- hópurinn Oneksimbank, Moskvu- borg o.fl. Af þessum aðilum er það einungis fyrirtæki Gúsínskíj sem hefur nær allar tekjur sínar frá fjölmiðlum. Oheyrilegur fjöldi fjölmiðla er annnað sérkenni í fjölmiðlaheimi Rússlands og má rekja til skorts á hvata til hagnaðar. Nýir þátttak- endur reyna sýknt og heilagt að komast í þá stöðu að geta haft póli- tísk áhrif. 17 dagblöð eru gefin út í Moskvu og þar af eru tíu sem kenna sig við „þjóð“. Um 5.000 blöð eru gefin út í Rússlandi. Heildar- upplag þeirra er svipað og í Þýska- landi en þar eru um 500 blöð í sama hlutverki. Þegar best lét (fyrir 1998) fóru auglýsingatekjur aldrei yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadoll- ara en rúmlega 20 milljarða í Þýskalandi og rúmlega 117 millj- arða í Bandaríkjunum. Gagnrýnin hugsun virðist ætla að þroskast hægt. Þess vegna þurfa Rússar að bíða eftir að rúss- nesk stjórnmál öðlist sjálfstæði og fjölmiðlar læri að flytja fréttir í stað þess að skapa þær. Ákveðin von um að svo megi verða einn dag- inn felst í þeirri mótsögn, að þrátt fyrir spillinguna eru fjölmiðlarnir frjálsir. Það er ein hinna lofsverðu breytinga sem áttu sér stað í for- setatíð Borís Jeltsíns. Mikail Berger er aðalritstjóri Seg- odnya, dagblaðs í Moskvu sem er hluti Qölmiðlafyrirtækis í eigu Vladfmírs GúsinskQs. Associated Press Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræðir við fjölmiðla í Moskvu. Að baki honum stendur þjóðernissinninn alræmdi, Vladímír Zhírínovskíj. Auðsveipir fjöl- miðlar í Riisslandi Project Syndicate. eftir Mikail Berger ÞESSA stundina eru það ekki stjómmálaflokkar sem fara með völdin í Rússlandi heldur fjölmiðl- ar. Fjölmiðlar eru að sjálfsögðu sterkt afl í flestum lýðræðissamfé- lögum og hafa oftast mikil áhrif á hvemig almenningur les og skilur pólitísk skilaboð. En í þroskuðum samfélögum er pólitísk stefnu- mörkun og hugmyndafræði þegar upp er staðið í höndum stjórnmála- flokka og stjórnamálamanna, þeirra sem fólkið kýs eða kýs ekki. I Rússlandi miðla fjölmiðlar ekki - þar fæðast helstu pólitísku hug- myndirnar. Rússneskir lqósendur kjósa ekki flokka heldur fjölmiðla. Síðasta sumar virtist enginn vafi á því að kosningarnar sem þá vom í nánd myndu gera flokkinn Föður- land vort Rússland (OVR), að stærsta aflinu í dúmunni. En eftir kosningarnar 19. desember var OVR ekki einu sinni í öðru sæti. Hann var í því þriðja með 13% at- kvæða eða 46 sæti af 450 í dúm- unni. í júlí á síðasta ári bjóst held- ur enginn við öðm en að næsti forseti yrði annaðhvort fyrrverandi forsætisráðherrann, Jevgeníj Prímakov, eða Júríj Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu. Hið eina sem menn töldu óráðið var hvort þeir væm tilbúnir að taka sæti forsæt- isráðherra í ríkisstjórn hvors ann- ars. En þegar forsetakosningarnar vora afstaðnar var hvomgur þeirra sýnilegur. Hvað kom fyrir OVR, nýja flokk- inn sem búist var við að tæki völd- in? Hvað varð um Prímakov og Lúzhkov? Breyttu þeir um pólitísk- ar áherslur? Framdi OVR einhver pólitísk mistök sem gerði út af við þá? Átrúnaðargoð skapað Flokkurinn beið afhroð og tap- aði. Það var ekki eigin frammistöðu um að kenna eða vegna óvinsælda hjá kjósendum heldur sáu fjölmiðl- arnir um að afgreiða hann. Sömu fjölmiðlar sköpuðu síðan nýtt átrúnaðargoð sem hefur mtt öllum öðram úr vegi. Það er hin nýja hreyfing, Samstaða, sem var stofn- uð á landsvísu í september 1999 og réði lögum og lofum í þingkosning- unum í desember síðastliðnum. Því var að þakka baráttuaðferð sem draga má saman í tvö orð: Vladímír Pútín. Frá þeirri stundu datt allur botn úr forsetakosningunum. Eina spumingin (ekki mjög spennandi) sem var á vömm manna var hvort Pútín þyrfti eina eða tvær umferðir til að breytast úr „starfandi" æðsta manni lands- ins til þess að vera „kosinn“ til sama starfs. Þegar Ijóst varð hversu afgerandi og persónulegan sigur Pútín hafði unnið gleymdu menn Samstöðu algjörlega. Ungir og áhugalausir Til að skilja hvað gerðist er nauðsynlegt að færa sig frá stjórn- málunum sjálfum og skoða hvað er að gerast hjá rússneskum kjósend- um. í dag veita eingöngu tveir hóp- ar rússneskra kjósenda hinum al- máttugu fjölmiðlum einhverja mótstöðu. Annar hópurinn (um 30% kjósenda) era pólitískir öfga- menn. Það em einkum gallharðir Associated Press Ýmsum þykir skorta nokkuð á gagnrýna hugsun í rússneskri stjórnmálaumræðu. Á myndinni kyssir heimilislaus kona í Moskvu mynd á forsíðu dag- blaðsins Ízvestíja af Vladímír Pútín forseta. Eeuters Auðkýfingar á borð við Boris Berezovskíj hafa byggt upp fjölmiðlaveldi í Rússlandi til að tryggja pólitísk áhrif sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.