Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 43
viðkomandi frystihúss sagði til um.
Um og eftir 1960 voru mikil um-
brot í SH. Skoðanir voru mjög
skiptar um áherzlur í markaðs- og
sölumálum og þá ekki hvað sízt í
skipulagsmálum fyrirtækisins. Það
skipulag sem hafði reynzt vel fyrstu
tvo áratugina, var orðið þröskuldur
í frekari þróun þess. Mikið ósætti
var meðal félagsmanna. A þessum
tíma réðu Suðurnesjamenn miklu í
SH og var í þeim efnum talað um
Suðurnesjavaldið. Að sjálfsögðu til-
heyrði Huxley þessum hópi en með-
al annarra áhrifamanna voru Elías
Þorsteinsson, Finnbogi Guðmunds-
son í Gerðum, Olafur Jónsson í
Sandgerði, Sverrir Júlíusson, sem
um árabil var formaður LÍÚ,
Hreggviður Bergmann, Karvel Ög-
mundsson og Jón G. Benediktsson í
Vogum, svo nokkrir séu nefndir.
A þessum átakaárum voru um
70-80 félagsaðilar í SH, sem dreifð-
ust vítt um landið. Mikið lá við að
sættir tækjust um framtíðarstefnu
og skipulag, því undir voru um 75%
af öllum árlegum útflutningi frystra
sjávarafurða frá íslandi. Ef SH
riðlaðist var allur útvegur og fisk-
iðnaður í uppnámi. Deilurnar leyst-
ust farsællega fyrir tilverknað
margra mætra manna, þ.á m. ekki
hvað sízt Huxleys Ólafssonar. Sam-
þykktum SH var breytt og tekið
upp nýtt og öflugt skipulag sem
fyrirtækið bjó að í tæplega aldar-
fjórðung. Þetta var blómatímabil
hraðfrystingar á Islandi og mesta
framfaraskeið í markaðs- og sölu-
málum SH. Reistar voru nýjar og
öflugar fiskiðnaðarverksmiðjur í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá
hafði SH afgerandi forustu í fryst-
ingu og sölu loðnu til Japans. Þá
var þess jafnan gætt að tryggja
góðan markað í Sovétríkjunum en
það hafði mikla þýðingu fyrir ís-
lenzka togaraútgerð, þegar land-
helgisdeilurnar stóðu sem hæst.
í stuttu máli. Byggð var upp fyr-
irtækjasamsteypa sem var ein
stærsta og framsæknasta heild fyr-
irtækja í heiminum í framleiðslu og
sölu frystra sjávarafurða. Þegar
bezt lét var Coldwater Seafood
Corp., fyrirtæki SH í Bandaríkjun-
um, fremst í fylkingu fisksölufyrir-
tækja á þessum mikilvægasta
fiskmarkaði heims. Vörumerkið
„Icelandic“ var viðurkennt og
sterkt.
Skipulagslega séð fór öll fram-
leiðslu og markaðsstýring fram í
gegnum aðalstöðvar SH í Reykja-
vík í nánum tengslum við dótturfyr-
irtæki erlendis. Árangurinn var
ótrúlegur og kom hvað best fram í
uppbyggingu blómlegrar byggðar í
sjávarþorpum og kauptúnum lands-
ins. Árið 1996 var SH breytt í hluta-
félag og áherzlum breytt. Frysti-
togarar og sjónarmið stórtogara-
útgerðar hafa tekið við. Það er við
hæfi að þessara merku atriða úr at-
vinnusögu íslendinga á liðinni öld
sé haldið á loft, þegar síðasti stofn-
andi SH, Huxley Ólafsson, er
kvaddur hinzta sinn. Sú þjóð sem
ekki metur eða þekkir sögu sína er
fátæk og getur ekki farnast vel.
Sem fyrr segir kynntist ég Huxl-
ey Ólafssyni þegar ég ungur að
aldri kom inn í þann fjölbreytta
heim, sem SH bauð uppá heima-
fyrir og erlendis. Á þessum vett-
vangi lá mitt lífsstarf og var ómet-
anlegt að njóta þekkingar hans og
leiðbeininga. Huxley kom tíðum í
félagsmannaherbergi SH eins og
margir aðrir frystihúsamenn gerðu,
þegar þeir komu í bæinn. Þá var
ekkert fax, tölva eða internet. ÖIl
meiriháttar erindi þurfti að reka
persónulega í Reykjavík og þá ekki
hvað sízt við bankastjóra Lands-
bankans og Útvegsbankans sem á
þeim tíma voru með öll afurða- og
gjaldeyrismál. Nú er öldin önnur.
Huxley Ólafsson var hlýr í
framkomu og gat verið glettinn.
Hann átti gott með að jafna deilur
manna og finna hinar jákvæðu
hliðar mála. I stjórnmálum lágu
leiðir okkar ekki saman, en það
kom ekki að sök, því það sem við
áttum samleið um, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, var hafið yfir
stjórnmálin.
Hin síðari ár lágu leiðir okkar
ekki saman sem fyrrum, en jafnan
vissum við hvor af öðrum. Huxley
Ólafsson var einn af forustumönn-
um í atvinnulífi Islendinga á liðinni
öld og má segja virkur þátttakandi
stærsta hluta aldarinnar. Forustu-
menn þjóðarinnar á þessum tíma
höfðu ríka ábyrgðartilfinningu og
mikinn þjóðernislegan metnað. Þeir
rifu sig burt frá torfbæjum og ára-
bátum og lyftu sér upp úr kotungs-
hugsun og tileinkuðu sér hugsunar-
hátt heimsborgara, án þess að
gleyma uppruna sínum og stöðu. Að
vera efnalega sjálfstæður og öðrum
óháður var markmiðið sem stefnt
var að frá blautu barnsbeini. Að
mynda sjálfstætt þjóðfélag, lýðveldi
íslands, var hugsjón sem mestu
máli skipti. Að skila börnum sínum
betra samfélagi, öruggari afkomu
og vonum um enn betri framtíð, var
óskadraumurinn.
Á íslandi býr þjóð við góð lífs-
kjör. Unga fólkið getur litið björt-
um augum til framtíðarinnar. Þetta
er meðal annars framsýnum og
dugmiklum mönnum í útgerð og
fiskvinnslu, eins og Huxley Ólafs-
syni, að þakka. Fyrir það hljótum
við samferðamennirnir að þakka.
Ættingjum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson.
hvar sál hennar og andi hafa verið
þennan langa tíma vitum við ekki.
Nú er hún frjáls og englar Guðs
gæta hennar í ríki Drottins.
Það mun hafa verið árið 1942 að ég
sá Hrefnu fyrst. Sú mynd er mér enn
skýr. Mér fannst hún svo falleg.
Andlitið hjartalaga, húðin ljós, hárið
dökkt, augun stór og augnaumbún-
aðurinn fallegur, tennurnar hvítar
og jafnar eins og perlur á bandi.
Þetta var hinn ytri umbúnaður sem
blasti við mér við fyrstu sýn. Síðan
átti ég eftir að kynnast þessari konu
vel. Við vorum giftar sínhvorum
bróðurnum, Hún Birgi og ég Einari.
Báðir voru þeir sjómenn sem sigldu
öll striðsárin.
Minningin um Hrefnu er góð.
Ávallt var hún tilbúin að gera öðrum
greiða. Við áttum margai- góðar
stundir saman. Hún var glaðlynd og
þægileg og gott var að eiga hana að
þegar afmæli eða annar dagamunur
var í okkar stóru fjölskyldum. Hún
var afar góður kokkur, enda hlotið
menntun á því sviði. Kjarkgóð var
hún og kom það henni til góða, því
það þurfti mikið sálarþrek til að eiga
eiginmann i millilandasiglingum á
stríðsárunum. En hún kvartaði
aldrei þó maður vissi að með henni
bjó uggur og kvíði. Á þessum árum
voru ferðir millilandaskipanna lang-
ar og engar fréttir bárust fyrr en
skipin voru í höfn. Þannig var líf sjó-
mannskonunnar á þessum striðstím-
um. Hrefna var umhyggjusöm móðir
í fjarveru síns góða eiginmanns,
Birgis Thoroddsen skipstjóra. Þau
eignuðust þrjá mannvænlega syni,
sem nú hafa kvatt móður sína með
eftirsjá og þökk.
Margt er hægt að segja að leiðar-
lokum en flest er geymt í minning-
unni. Þökk fyrir allt.
Ingveldur B. Thoroddsen.
EIGNASKIPTINGA-
YFIRLÝSINGAR
• Er til eignaskiptayfirlýsing yfir þína fasteign?
• Er viðhald fasteignar þinnar framundan?
• Eru hlutfallstölur réttar?
Æ
Eignaskipting ehf.
SERHÆFDIR I GERÐ EIGNASKIPTAYFIRLYSINGA
Símar 587 7120 og 892 4640 Netfang: eignaskipting@mmedia.is
Vorum að fá til sölu 12 ha land sem er
ca 1 kílómetri meðfram sjó. Fjarlægð ca
5 mínútna akstur frá Hafnarflrði.
Óskipulagt framtíðarbyggingarsvæði. Ahv. 0.
Myndir og allar nánari uppl. á skrifstofu.
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Ármúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLA SIGURÐARDÓTTIR,
Skúlagötu 80,
Reykjavík,
síðast til heimilis í Furugerði 1,
sem lést á hjartadeild Landspítalans Fossvogi
sunnudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá
Seljakirkju mánudaginn 5. júní kl. 13.30.
Guðmundur Guðbrandsson, Sigrún Grímsdóttir,
Þorbjörg Guðbrandsdóttir,
Guðný Pálsdóttir, Sigurður Ingi Svavarsson,
Kotbrún Pálsdóttir, Arnar Ólafsson,
Páll Pálsson, Agnes Hrafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HREFNU GÍSLADÓTTUR THORODDSEN.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á
Hrafnistu í Hafnarfirði kærleiksríka umönnun
síðustu æviár hennar.
. r
Börkur Thoroddsen, Adda Gerður Árnadóttir,
Ragnar Stefán Thoroddsen,
Gísli Thoroddsen, Bryndís Þ. Hannah,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
MAGNÚSAR GUÐJÓNSSONAR
sjómanns,
Eyktarási 13,
Reykjavík,
Alda María Magnúsdóttir, Tómas Hauksson,
Gunnar Daníel Magnússon, Margrét Sigurðardóttir,
Hekla Gunnarsdóttir,
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúö við
andlát og útför móðursystur minnar
HERDÍSAR ÖNNU TÓMASDÓTTUR
frá Víghólsstöðum,
til heimilis á Sólvangi
í Hafnarfirði,
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs fyrir
góða umönnun á liðnum árum.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
SÖLUTURN í HAFNARFRIÐI
Höfum fengið til sölu söluturn í eigin húsnæði staðsettan við
fjölfarna verslunarmiðstöð. Lottósöluvél.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.
SÖLUTURN, ÍSBÚÐ OG VEITINGASTAÐUR
Höfum fengið til sölu söluturn, ísbúð og veitingastað
í miðborginni. Góð velta.
Allar nánari upplýsingar veittar
á skrifstofu.
SOLUSKALI I KOPAVOGI
Nýlegur og vel staðsettur ca. 340 fm. söluskáli við fjölfarna
umferðaræð. Bílalúgur. Allar nánri upplýsingar á skrifstofu
umtero