Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupfélagið í Borgarnesi hyggst flytja starfsemi sína að Borgarfjarðarbrú Framkvæmdir við nýtt verslunarhús hafnar Morgunblaðið/Theodór Framkvæmdir við nýju verslunarmiðstöðina eru hafnar, en fyrsta verk- ið var að rífa húsnæði Bílasölu Vesturlands, sem stóð á lóðinni. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu nýs verslunarhúss í Borgarnesi, en það er staðsett við Borgarfjarðarbrú, við hliðina á Hyrnunni. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið um mánaðamótin októ- ber/nóvember í haust, en þegar byggingu þess verður lokið ætlar Kaupfélag Borgfirðinga að flytja alla verslun og skrifstofur úr gamla miðbænum. Það er fyrirtækið Borgarver ehf. sem byggir verslunarhúsið, en fyrirtækið er í eigu Kaupfélagsins, Olíufélagsins og Samvinnulífeyris- sjóðsins. Hlutafé félagsins er 40 milljónir og er hlutur Kaupfélags- ins 19 milljónir. Samið hefur verið við fyrirtækið Sólfell um að byggja húsið í alverktöku, en í því felst að teikna, byggja húsið og ganga frá lóð. Húsið verður 2.260 fermetrar að stærð og byggt úr límtré og stál- bitum. Efri hæð verður um 300 fer- metrar þar sem verða skrifstofur og aðstaða fyrir starfsfólk. Núverandi verslun illa staðsett Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri vildi ekki gefa upplýsingar um kostnað við framkvæmdirnar, en hann kvaðst telja samninga við Sólfell hagstæða. Guðsteinn sagði að núverandi verslunarhús Kaupfélagsins við Egilsgötu væri illa staðsett og óhagkvæmt. Það væri t.d. á þremur hæðum, sem gerði verslunarrekst- urinn óhagkvæman. I nýja húsinu yrði stórmarkaður Kaupfélagsins. Sparisjóður Mýrasýslu yrði þar einnig með útibú, svo og VÍS og Apótek Borgarness. Húsið er við hliðina á Hyrnunni, sem er einnig í eigu Kaupfélagsins og Olíufélags- ins, en Guðsteinn sagði að húsin yrðu ekki samtengd. Hann sagði að Kaupfélagið myndi selja eða leigja gamla verslunarhúsið við Egils- götu. Hann sagði að með byggingu nýja hússins myndi Kaupfélagið flytja allan verslunarrekstur sinn úr gamla miðbænum nema bygg- ingavöruverslun, en lóðin við Borgarbraut væri ekki nægilega stór til að hægt væri að koma bygg- ingavöruverslun þar fyrir. Bílasala Vesturlands, sem var hús í allgóðu standi, stóð á lóðinni, en það var rifið fyrir nokkrum dög- um. Einnig var gamla áhaldahús bæjarins rifið, en það var ónýtt. Guðsteinn sagði að verslunar- rekstur Kaupfélagsins hefði gengið allvel á síðasta ári en hann myndi þó skila meiru þegar búið væri að flytja hann á betri og hagkvæmari stað. Engjaási verður lokað Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstri dótturfélaga Kaupfélagsins og sagði Guðsteinn að búið væri að ákveða að loka Engjaási, en það er matvælafyrirtæki sem rekið hefur verið í Mjólkursamlagshúsinu. Húsið var nýlega selt Reykjagarði, fyrir milligöngu Sparisjóðs Mýra- sýslu, en Reykjagarður ætlar að setja þar upp kjúklingasláturhús. Dregið hefur úr starfsemi Engjaáss á síðustu árum og starfa þar nú um tíu manns. Fyrirtækið hefur lengi verið rekið með tapi og í reynd aldrei komist á skrið. Guðsteinn sagði að næga atvinnu væri að fá í Borgarnesi um þessar mundir og ekki ættu því að vera vandamál fyr- ir þetta fólk að fá vinnu. Islendingar kaupa skútu til kappsiglinga Taka þátt í keppn- inni frá Paimpol HÓPUR íslenskra siglingamanna er um þessar mundir að ganga frá kaupum á franskri siglingaskútu og er ætlunin að hefja keppni á nýju fleyi síðar í þessum mánuði þegar haldin verður siglingakeppni milli Paimpol í Frakklandi og Reykjavík- ur. Keppnin er haldin til að minnast frönsku sjómannanna er sigldu á ís- landsmið frá miðri 19. öld og fram til ársins 1935. Að sögn Úlfs Hróbjartssonar, eins siglingamannanna, benti Otto Clau- sen siglingamaður í Svíþjóð þeim á bátinn. Þetta er keppnisbátur sem var smíðaður í einni stærstu báta- verksmiðju Frakklands, en einungis var smíðaður einn bátur til að taka þátt í siglingakeppni umhverfis jörð- ina árið 1989. Báturinn er 15 metra langur og var minnsti bátur þeirrar keppni, en stóð sig engu að síður ágætlega í keppninni að sögn Úlfs, enda mun einn af betri bátahönnuð- um heims hafa staðið á bak við hönn- un bátsins. Úlfur telur nokkuð öruggt að af kaupunum verði, en ásett verð báts- ins er 750.000 franskir frankar, sem er tæpar 8 milljónir íslenskra króna. Hann segir að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri dýrara að leigja bát heldur en að kaupa hann. Fjöldi í áhöfn þarf að vera 10- 12 manns í úthafssiglingum og verða nokkrar íslenskar áhafnir sameinað- ar, til að standa þriggja til fjögurra manna vaktir á siglingu yfir úthafið. Stefnan er sett á keppnina síðar í þessum mánuði frá Paimpol til Reykjavíkur, þar sem sigld verður sama leið og íslandssjómennirnir fóru forðum daga. Undirbúningur keppninnar hefur staðið í nokkurn tíma og alls eru um 30 skútur skráð- ar til keppni. Sigríður A. Snævarr sendiherra í París mun ræsa kepp- endur 18.júnínk. Með 10 á hverju einasta jóla- o g vorprófí í stærðfræði STEFÁN Ingi Valdimarsson út- skrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprðfi frá Menntaskólanum í Reykjavík í ár. Hann útskrifaðist úr eðlisfræðideild og hlaut 9,60 í einkunn. „Ég er mjög ánægður, afskap- lega kátur,“ sagði Stefán Ingi. „Fyrir utan þennan árangur er mikill áfangi að klára menntaskóla og miklar breytingar í vændum.“ Ragnheiður Torfadóttir rektor MR sagði í ræðu sinni við út- skriftina á fimmtudag, þegar hún tilkynnti að Stefáni Inga yrðu veitt aukaverðlaun Ólafs Danfelssonar að upphæð 350 þúsund krónur, að hann hefði aldrei fengið lægra en 10 á nokkru stærðfræðiprófi í Menntaskólanum. Stefán Ingi sagði að hann hefði kannski ekki fengið 10 á öllum skyndiprófum, en hann hefði fengið 10 á öllum jóla- og vorprófum við skólann. „En að mestu leyti hef ég fengið góðar einkunnir á þessum prófum,“ bætti hann við. Aukaverðlaun Ólafs Danielsson- ar eru veitt úr Verðlaunasjóði dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurð- ar Guðmundssonar arkitekts og má ekki skipta þeim. Stærðfræðin góður grunnur Stefán Ingi kvaðst ætla að fara í stærðfræði í Háskóla Islands í haust og halda síðar utan til náms. „Ég hyggst læra nokkuð hreina stærð- fræði,“ sagði hann. „En ég veit ekki hvort ég tek eðlisfræði eða tölvu- fræði með henni. En ég held að stærðfræðin sé góður grunnur í raungreinum, hvað svo sem maður ákveður síðar að gera.“ Stefán Ingi hefur verið framar- lega í sveit skólans 1 eðlis- fræðikeppni og stærðfræðikeppni framhaldsskóla. Þrívegis varð hann í efsta sæti í stærðfræðikeppni framhaldsskóla og þrisvar keppti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stefán Ingi Valdimarsson var dúx á stúdentsprófí frá MR með 9,60 í einkunn. hann á Ólympíuleikunum 1 stærð- fræði og hlaut þar bronsverðlaun í fyrra. „Ég hef gaman af alls konar keppni og fyllist einhveijum metn- aði þegar ég er að keppa að ein- hveiju og það hvetur mig áfram,“ sagði hann. „í tengslum við þetta hafa einnig verið ferðir og þeim hefur fylgt spenna og skemmtileg reynsla." Hann kvaðst koma úr samhent- um bekk þar sem mikill áhugi hefði verið á að keppa í stærðfræði. Stefán Ingi sagði að hann hefði tekið mikið á í prófunum og hefðu sex vikur farið í það. í vetur hefði hann hins vegar getað slakað að- eins á og getað skemmt sér við að fara í bíó og spila á píanó og gítar. Hann hefur einnig gaman af ræðu- mennsku og var í ræðuliði skólans með nokkuð góðum árangri, að því er hann sagði sjálfur. Á leið heim eftir að hafa klifið Mont Forel á Grænlandi Erfíðara en buist var við LEIFUR Örn Svavarsson og Guðjón Marteinsson, sem náðu tindi Mont Forel-fjallsins á Grænlandi á sunnu- dag fyrir viku, eru nú á leið til byggða eftir vel heppnaðan leiðang- ur. Þeir segja klifrið á tindinn hafa verið nokkru erfiðara en þeir hafi átt von á. Leifur og Guðjón fara nú á skíðum sem leið liggur til bæjarins Kuummiit og segir Leifur að aðstæð- ur séu allar hinar bestu. „Hugsan- lega verðum við komnir heim á sunnudag," sagði hann í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Byijaði ekki vel Þótt vel hafi gengið undanfarna daga byijaði leiðangurinn ekki gæfulega. „Fyrst vorum við veður- tepptir í tæplega viku í bænum Tasi- ilaq, en þaðan flugum við þó á endan- um til Isortoq. Svo lögðum við loks af stað áleiðis til fjallsins, á hundasleð- um, í afar þungri færð. Vegna þess- arar þungu færðar komumst við að- eins 80 kílómetra af 250 á hundasleðunum," segir Leifur Örn. Þá þurftu þeir félagar að taka erf- iða ákvörðun; hvort þeir ættu að snúa við eða halda áfram. „Við tók- um ákvörðun um að halda okkar striki og skildum eftir allt sem við gátum mögulega verið án. Við héld- um öllum matarbirgðum, enda sáum við fram á að ferðin yrði allt að fimm vikur, í stað þriggja," segir hann. Eftir eins dags göngu gerbreyttist veðrið; sólin fór að skína og snjókom- an kvaddi. Þeir gengu þessa leið sem eftir var; u.þ.b. 150 km, á fimm dög- um. „Klifrið var tæknilega erfiðara en við áttum von á og miðað við þann búnað sem við höfðum var það nokk- uð strembið. Brattinn er 55° í 7-800 metra, sem er heilmikil samfelld hækkun," segir Leifur. „Þess vegna var léttirinn við að ná toppnum eilítið minni en ella, þar sem niðurferðin var auðvitað eftir,“ segir hann. Ferðin heim hefur gengið vel Á mánudag fóru þeir félagar aftur niður í grunnbúðir, tóku saman fögg- ur sínar, m.a. 10 daga matarbirgðir. 150 kílómetra leið er frá fjallinu til byggða, bæjarins Kuummiit, og hef- ur gangan sem fyrr segir gengið afar vel. „Við höfum farið að meðaltali 30 km á hverjum degi, þrátt fyrir að leiðin hafi verið hlykkjótt og legið yf- ir fjallaskörð. Þetta hefur gengið al- veg ótrúlega vel hjá okkur og ef jafn vel gengur á morgun [í gær] náum við bænum Kuummiit annað kvöld [gærkvöld]. Hugsanlega komumst við þá til Kulusuk á sunnudaginn og þaðan beint heim,“ segir Leifur Öm Svavarsson. Náðu í mark mat- arlausir og þreyttir NORSKU pólfarararnir Torry Larsen og Rune Gjeldnes slógu hraðamet skömmu eftir hádegi í gær þegar þeir stigu á land á Ward-Hunt eyju í Kanada eftir 109 daga göngu þvert yfir Norðurpólinn frá Sevemaja Zemlya í Rússlandi. Engum hefur áður tekist að ganga þessa 2.100 kílómetra löngu leið á svo skömmum tíma án ut- anaðkomandi hjálpar, en níu leiðangrar hafa gert tilraun til þess. Þeir Larsen og Gjeldnes voru orðnir þreyttir þegar þeir náðu í áfangastað og höfðu ver- ið matarlausir síðasta sólar- hringinn. Þá vom rafhlöður að verða uppurnar í síma Jieirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.