Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 8

Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ KjúMinjíar ■ Rólegan æsing kúkalabbinn þinn, kennitöluna fyrst. Tvær í takinu Ef þú skellir þér á bæði þurrkarann og þvottavólina kostar parið 99.900 AEG W 1220 Alvöru þvottavél með 1200 snúninga þeytivindu • Tekur 5 kg af þvotti • Þvottahæfni: A flokkur • Öll hugsanleg þvottakerfi • Skynjunarkerfi • Ullarvagga • Ryðfrí tromla og belgur AEG T50 Barkarlaus þurrkari sem þéttir gufuna • Stór tromla sem snýst f þáðar áttir • 2 hitastig • Tekur 5 kg BRÆ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Málþing um lesskimun Lestrarerfíðleikar furðu algengir MÁLÞING um les- skimun og lestr- arerfiðleika verð- ur haldið á vegum menntamálaráðuneytisins þriðjudaginn 6. júní í Borgartúni 6 frá kl.8.30 til kl.16.00. Málþingið er öll- um opið og ókeypis en ætl- ast er til að þátttakendur skrái sig hjá menntamála- ráðuneytinu. Guðni 01- geirsson hefur setið í und- irbúningsnefnd fyrir mál- þingið fyrir hönd ráðu- neytisins. Hvert skyldi markmið þingsins vera? „Það er áð fá fram ólík sjónarmið og safna upp- lýsingum um stöðu les- skimunar hér á landi þannig að hægt sé með markvissum hætti að fylgja eftir markaðri stefnu ráðu- neytisins. A undanförnum árum hefur verið unnið að stefnumótun í málefnum nemenda með sér- tæka lestraörðugleika á öllum skólastigum. Stefna í þessum málaflokki hefur verið staðfest í aðalnámskrám grunn- og fram- haldsskóla sem kom út á síðasta ári. “ -Verða margir fyrirlestrar á þinginu? „Rúmlega tíu fyrirlestrar verða haldnir af fólki sem kemur að málinu frá hinum ýmsu hlið- um. FJutt verða erindi um ýmsa þætti lesskimunar og lestrarörð- ugleika, t.d. skilgreiningar á lestrarerfiðleikum, aðferðir við að meta sértæka lestrarerfiðleika (dyslexíu), fjallað verður um úr- ræði fyrir nemendur og sagt frá ýmsum mats- og mælitækjum. Einnig munu foreldrar og nem- endur segja frá reynslu sinni í þessum efnum, svo og kennarar." - Eru lestrarerfiðleikar a 1- gengir meðal íslendinga? „Otrúlegar margir eiga í viss- um erfíðleikum með lestur og nokkur prósent hvers árgangs greinast með dyslexíu eða les- blindu sem þurfa sérstök úrræði. Á síðari árum hefur þessi hópur fengið æ meiri athygli og lögð er á það mikil áhersla í dag að greina þessa erfiðleika sem allra fyrst og spá fyrir um hugsanlega erfið- leika með skimun af ýmsu tagi, bæði í grunnskólum, en einnig í leikskólum og á heilsugæslustöð- um. Áhugi á þessum málaflokki er mikill, þegar hafa t.d. hátt í tvö hundruð manns skráð sig til þátt- töku í málþinginu, kennarar af öllum skólastigum, foreldrar og ýmsir úr stoðkerfi skólakerfis- ins.“ - Er mikið að gerast í þessum málum núna? „Á undanförnum árum hafa verið starfandi nefndir á vegum ráðuneytisins til þess að kynna sér þessi mál frá ýmsum hliðum og móta stefnu, enda hefur núver- andi menntamálaráðherra Björn Bjarnason haft mikinn áhuga á því að veita fólki með dyslexíu betri þjónustu. Frá og með haust- inu 2000 er stefnt að því að öllum grunnskólanemendum _____________ standi lesskimun til boða. En nánar verður fjallað um þau mál á málþinginu - fyrir- komulag, framkvæmd og skipulag. Svo þessi þjónusta verði mark- viss þurfa allir aðilar að vinna vel saman, bæði innan hvers skóla og í öllu stoðkerfinu, en þá ég við skóla- skrifstofur, aðra greiningaraðila, rannsóknarfólk og þá sem úbúa próf. Til þess að þetta megi ganga vel þurfa starfsmenn mennta- kerfisins og heilbrigðiskerfins að Guðni Olgeirsson ► Guðni Olgeirsson fæddist á Selfossi árið 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1978 og tók BA-próf í íslensku og ensku og kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla íslands árið 1984. Hann kenndi við Tækniskóla Islands og fleiri skóla í nokkur ár, var námsstjóri í íslensku í nokkur ár hjá Skólaþróunardeild en er nú deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu. Guðni er kvæntur Sigurlaugu Sigurðar- dóttur læknaritara og eiga þau þrjú böm. vinna náið saman og skiptast á upplýsingum.“ - Eru skiptar skoðanir um ástæður lestrarörðugleika ? „Já, sérfræðingar skilgreina stundum vandann með ólíkum hætti, eftir því hvaða bakgrunn þeir hafa. Skiptar skoðanir eru og um hvort lestrarörðugleikar stafa af sálfræðilegum þáttum, málvís- indalegum, félagslegum eða jafn- vel arfgengum ástæðum. Allir sérfræðingar eru þó sammála því að veita beri nemendum og for- eldrum þeirra sem besta þjón- ustu sem fyrst til að hægt sé að bregðast við á viðeigandi hátt. En ágreiningur er um hvað menn telja að setja beri á oddinn í þess- ari þjónustu. I því skyni er mikil- vægt að hafa sem best mats- og mælitæki. Það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hvaða ólíku skoðanir eru í gangi, það er markmið þingsins m.a. að draga fram þessar mismunandi skoðan- ir, með það í huga að ná fram samræmingu." - Er hægt að vinna forvarnar- starf íþessum málaflokki? „Já, foreldrar geta unnið mikið forvarnarstarf, svo og leikskólar og heilsugæslustöðvar. Þessir að- ilar geta veitt upplýsingar og leikskólar t.d. geta þjálfað bömin í markvissri málörvun og veitt stuðning. Grunnskólarnir geta strax við upphaf skólagöngu ein- staklings unnið markvisst for- vamarstarf á þessu sviði í sam- vinnu við heimili hans.“ ________ - Valda lestrarörð- ugleikar framhalds- skólanemum vanda? „ Já, á þinginu verður sérstaklega rætt um hvernig framhalds- skólar geta bragðist við vanda nemenda .... sinna á þessu sviði, en samkvæmt nýrri aðalnámsskrá framhaldsskóla ber þeim að veita nemendum með dyslexíu viðeig- andi þjónustu en erfiðleikar í lestri geta staðið nánast öllu bók- legu námi fyrir þrifum. Ráðu- neytið væntir þess að málþingið verði árangursríkt. Bregðastskal f Ijótt við lestrarerfið- leikum með markvissri lesskimun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.