Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Slökkviliðsmenn ganga frá þakkanti sem losnaði á Suðurveri í rokinu. Rykmistur í hvassviðrinu sunnanlands RYKMISTUR lá yfir höfuðborgar- svæðinu í gær vegna hvassrar suð- austanáttar, sem bar með sér fínt ryk af heiðum og söndunum við suðurströndina og jafnvel leifar af öskunni úr gosinu í Heklu í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni er óvanalegt að svo þurrt veður sé í slíkri átt. Ekkert hefur blotnað í jarðveginum og er hann því frekar laus í sér og fýkur þá af stað í rokinu. Meðalvindhraði suðvestanlands var 13-18 metrar á sekúndu, en sérstaklega var þó hvasst við suð- urströndina þar sem meðalvind- hraði fór upp í 18-20 metra á sek- úndu. Vindhviður voru einnig mjög hvassar. í Keflavík og víðar á Suðurnesj- um fóru hviðumar upp í 25 metra á sekúndu og líklega hefur ástandið verið svipað meðfram suðurströnd- inni. Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út eftir að þakkantur á verslun- arhúsnæðinu Suðurveri við Kringlumýrarbraut losnaði í rokinu og var vegfarendum talin stafa hætta af. Að sögn varðstjóra gekk þó fljótt og vel að ganga frá kantin- um og engin slys urðu á mönnum. Leik Skagamanna og Vest- mannaeyinga, sem átti að hefjast klukkan átta í gærkvöldi á Akra- nesi, var frestað vegna hvassviðris eftir að dómari leiksins hafði metið aðstæður á vellinum. Veðurstofan gerði ráð fyrir að áfram yrði hvasst í nótt, en draga á úr vindinum í dag. Einnig var búist við rigningu eða skúmm við suður- ströndina í nótt og í dag og meiri of- ankomu heldur en í gær. Til björgunarstarfa á Súmötru á vegum Sameinuðu þjóðanna Stýrir alþjóð- legum aðgerð- um ÞORSTEINN Þorkelsson, skóla- stjóri björgunarskóla Slysavarna- félagins Landsbjargar, fer í dag á vegum Sameinuðu þjóðanna til Indónesíu þar sem hann tekur þátt í því að skipuleggja og sam- ræma björgunaraðgerðir vegna þeirra hörðu jarðskjálfta sem urðu á eyjunni Súmötru á sunnu- dagskvöld. Þorsteinn er í fimm manna teymi á vegum UNDAC (United Nations Disaster Assessment and Coordination) liðs Sameinuðu þjóðanna, sem hefur umsjón með skipulagningu björgunaraðgerða þar, en félagar hans eru frá Ástralíu, Fiji-eyjum og Nýju- Gíneu. Þorsteinn hefur, ásamt Sólveigu Þorvaldsdóttur framkvæmda- stjóra Almannavarna ríkisins, hlotið þjálfun til að vera hluti af UNDAC liði Sameinuðu þjóðanna og er Island á útkallslista hjá UNDAC ásamt 46 öðrum ríkjum. „Þegar válegur atburður gerist senda Sameinuðu þjóðirnar hóp úr UNDAC liðinu til viðkomandi lands til að samræma alþjóðlegt hjálparstarf," segir Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Hlut- verk hópsins er að meta ástandið og ná upp samvinnu milli þeirra sem vinna að björgunar- og hjálp- arstarfi á vettvangi, hvort sem það eru stofnanir Sameinuðu þjóðanna, stjórnvöld í heimarík- inu eða aðilar á vegum Rauða krossins.“ Morgunblaðið/Amaldur Þorsteinn Þorkelsson, skólastjóri björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heldur í dag á vegum Sameinuðu þjóðanna til Indónesíu. Byrjað verður á því að setja upp samræmingarstöð fyrir hjálpar- starf í samvinnu við staðaryfir- völd. Þá segir Þorsteinn að farið verði um svæðið til að meta áhrif skjálftans á hús, heilbrigðiskerfið, rafmagnslínur og fleira, en stærsti skjálftinn varð við borgina Bengkulu þar sem búa um 1,2 milljónir manna. Okkar hlutverk að fá heildarmynd af ástandinu „Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum eru fimmtíu til hundrað manns látnir og er óttast að nokk- ur hundruð manna séu grafin undir rústum. Mjög litlar upp- lýsingar fást úr sveitahéruðunum í kringum borgina um það tjón sem orðið hefur þar, en okkar hlutverk er að fá heildarmynd af ástandinu á svæðinu." Þorsteinn segir að liðsmenn UNDAC eigi að vera tilbúnir að leggja af stað í ferð sem þessa með mjög skömmum fyrirvara. Hann hefur með sér sérstakan búnað sem allir liðsmenn UNDAC eru með tilbúinn heima hjá sér og inniheldur helstu nauðsynjar fyrir slíka ferð. Þar eru meðal annars handbækur, lyf og búnaður til að geta verið sjálfbær í allt að 72 klukkustundir. Fyrirtæki sameinast FRÁGENGIÐ er samkomulag um að fyrirtækin Fiskanes hf. í Grinda- vík og Valdimar hf. í Vogum samein- ist Þorbimi hf. í Grindavík. Sameinað íyrirtæki, Þorbjöm-Fiskanes, heí'ur yfir 20.800 þorskígildistonna veiði- heimildir innan og utan lögsögu. Þar af er þorskur 9.600 tonn. Hluthafar í Fiskanesi fá 35,3% hlut við samrunann, hluthafar í Valdimari 6% og hluthafar í Þorbirni 48,7%. ■ Eitt stærsta/26 ---------------- Kaupir húsbréf fyrir 4 milljarða MIKLAR ráðstafanir verða nú gerð- ar til að styrkja húsbréfakerfið og slá á þenslu. Mun íbúðalánasjóður kaupa húsbréf fyi-ir minnst 4 millj- arða kr. á verðbréfamarkaði á næst- unni. Þá verður hámarksfjárhæð húsbréfalána íbúðalánasjóðs ekki hækkuð í takt við neyzluvísitölu. ■ Aðgerðir/C2 Karlmaður reyndi að smygla 700 e-töflum til landsins Geymdi tæplega 500 e-töflur innvortis KARLMAÐUR á þrítugsaldri reyndi að smygla tæplega 700 e- töflum til landsins í síðustu viku en var handtekinn í Leifsstöð. Hann var að koma frá Amsterdam og faldi rúmlega 200 töflur innanklæða og tæplega 500 töflur í meltingarvegi. Rúmlega 200 töflur fundust innan klæða við reglubundið fíkniefnaeft- irlit í Leifsstöð þann 29. maí sl., að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli. Við nánari athugun vökn- uðu grunsemdir um að maðurinn kynni að vera með fíkniefni innvort- is. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og við læknis- og röntgenskoðun kom í ljós að maðurinn var með tæplega 500 e-töflur innvortis. Verðmætið um tvær milljónir í fréttatilkynningunni segir að þetta sé stærsta e-töflumál sem komið hafi upp á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Miðað við verðkönnun SAA á ólöglegum fíkniefnum, sem fram- kvæmd var á Vogi þann 1. júní sl., kostar e-taflan um 2.900 krónur og samkvæmt því er heildarverðmæti 700 e-taflna um tvær milljónir króna. Siðastliðna átta mánuði hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á 7.615 g af hassi, 11 g af mar- ijúana, 1.484 g af amfetamíni, 108 g af kókaíni, 661 e-töflu og 600 stera- töflur. Sérblöð í dag i'A) Slilii' SfoiJii Þórey Edda og Jón Arnar með OL-farseðla / B1 / B3 Kynning á liðunum í Evrópukeppni landsliða / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.