Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólinn í Reykjavík útskrifar 99 nemendur Nemendur með BS- próf brautskráðir í fyrsta skipti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í Háskólanum í Reykjavík á nœstu árum, að sögn Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektors. HÁSKÓLINN í Reykjavík, sem tók til starfa haustið 1998, útskrifaði í fyrsta skipti á laug- ardaginn nemendur með BS-gráðu. Björg Birgisdóttir, námsráðgjafi við skólann, sagði að fjölmennt hefði verið við útskriftina, sem haldin var í Ými, húsi Karlakórs Reykjavík- ur. í ræðu Guðfmnu S. Bjamadóttur rektors kom fram að alls hefðu 99 nemendur verið útskrifaðir þar af 21 með BS-gráðu. „Útskriftin hér í dag er ekki einungis áf- angi í lífi nemendanna. Hún er einnig áfangi í sögu Háskólans í Reykjavík, sem enn er ungur að árum,“ sagði Guðfinna. „Takmark okkar er að byggja upp háskóla sem er þekktur fyrir kennslu og rannsóknir. Við viljum háskóla sem útskrifar nemendur, sem eru hæfir greinendur með öflugan fræðileg- an grunn, eftirsóttir starfskraftar á vinnu- markaði og hafa að sama skapi greiðan að- gang að erlendum háskólum. Eg minnist þess að fyrir ári síðan voru einungis tæplega 300 nemendur í Háskólan- um í Reykjavík. Á misserinu sem nú er að ljúka var nemendafjöldinn um 450 og allt bendir til þess að fjöldi nemenda á næsta ári verði tæplega 600 manns. í nýjum samningi sem háskólinn undirritaði við menntamála- ráðuneytið nú í vikunni er gert ráð fyrir að um 900 nemendur verði við nám í HR árið 2003. Um 3.800 fm viðbygging Til þess að taka á móti auknum fjölda nemenda er fyrirhugað að byggja um 3.800 fermetra viðbótarhúsnæði við skólann, fram- kvæmdir hefjast á næstunni." í Háskólanum í Reykjavík eru tvær deild- ir, viðskiptadeild og tölvunarfræðideild. Ágúst Valgeirsson, núverandi deildarforseti tölvunarfræðideildar og Nikulás Hall, sem verið hefur deildarforseti hennar frá upphafi en er í leyfi, afhentu nemendum í tölvunar- fræði prófskírteinin. Úr tölvunarfræðideild útskrifuðust 76 úr kerfisfræði og 21 með BS- próf. Af þeim sem útskrifuðust með BS-próf voru sautján með BS-próf í tölvunarfræði en fjórir með BS-próf í tölvunarfræði með við- skiptafræði sem aukagrein. Úr viðskiptadeild útskrifuðust tveir með diploma í viðskiptafræði og afhenti Agnar Hansson deildarforseti þeim prófskírteinin. Við útskriftina voru afhentar viðurkenn- ingar og fékk Finnur Breki Þórarinsson við- urkenningu fyrir besta árangur í BS-námi í tölvunarfræði og Hannes Pétursson fyrir bestan árangur í kerfisfræði. Meistaranám í rafrænum viðskiptum í ræðu sinni hvatti Guðfinna nemendur til frekari þekkingarleitar og náms. „Líkt og víkingarnir eigið þið að halda áfram að nema ný lönd. Ykkar lönd eru hin endalausu tækifæri í alþjóðlega þekkingar- samfélaginu hvort sem er hér heima eða að heiman,“ sagði Guðfinna. „Ég vona einnig að þó að þið finnið önnur lönd þá snúið þið aftur heim, eins og víkingarnir gerðu fyrir þúsund árum. Þekking ykkar er ómetanleg fyrir ís- lenskt samfélag." Guðfinna sagðist gera ráð fyrir því að í upphafi næsta skólaárs verði boðið upp á meistaranám í rafrænum viðskiptum. „I meistaranáminu verður áhersla á að samþætta sérfræðikunnáttu í báðum deild- um skólans, tölvunarfræði og viðskiptafræði. Stefnt er að því að námið verði starfrækt í samvinnu við virta erlenda háskóla enda eitt meginmarkmið Háskólans í Reykjavík að vera framsækinn alþjóðlegur skóli.“ Við útskriftina flutti Einar Sveinsson, fyrrverandi formaður Verslunarráðs íslands og framkvæmdastjóri Sjóva-Almennra, há- tíðarávarp og Ari Daníelsson sem var að ljúka BS-námi í tölvunarfræði með viðskipta- fræði sem aukagrein, flutti ræðu fyrir hönd nemenda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aventis Pharma-verðlaunin voru afhent í Gvendarbrunnum á sunnudag. Hér sést Andrus Viidik, formaður Norræna öldrunarfræðafélagsins, afhenda dr. Reijo Tilvis verðlaunin. Valur Ragnarsson fylgist með. Yfir 700 þátttakendur á öldrunarráðstefnu Bandarískur prófessor Betra ástand hér en í Bandaríkjunum AVENTIS Pharma-öldrunarfræða- verðlaunin voru veitt á sunnudaginn. Handhafi verðlaunanna þetta árið er dr. Reijo Tilvis, prófessor við lækna- deild háskólans í Helsingfors. Verð- launin, 50.000 norskar krónur (425.000 íslenskar), voru veitt í tengslum við 15. norrænu öldrunar- fræðiráðstefnuna, sem stendur nú yfir í Háskólabíói á vegum Öldrunar- fræðafélags íslands og Félags ís- lenskra öldrunarlækna. Andrus Vii- dik, formaður Norræna öldrunarfræðafélagsins afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn við Gvendarbrunna. Forseti íslands, Ól- afur Ragnar Grímsson, var viðstadd- ur og flutti ávarp. Á mdtum tveggja heima Yfirskrift ráðstefnunnar, sem er haldin hér á landi í þriðja skipti, er „Á mótum tveggja heima“. Vísar yf- irskriftin annars vegar til aldamót- anna og hins vegar til þeirra miklu framfara sem eiga sér nú stað í öldr- unarrannsóknum og -þjónustu. Yfir 700 virkir þátttakendur eru á ráð- stefnunni og 50 gestir. 130-170 koma frá hverju Norðurlandanna og 30 frá Bandaríkjunum. Andrus Viidik, formaður Norræna öldrunarfræðafélagsins, segir ánægjulegt hve áhugi á öldrunar- fræðum hefur aukist á siðustu árum. Hann segir að sérfræðingar á sviði öldrunar séu um 2.700 talsins á Norðurlöndunum. Umsækjendum hefur Qölgað „Þingið er haldið annað hvert ár. Það var fyrst haldið á íslandi árið 1981 og þá voru þátttakendur 110 talsins. Nú, þegar það er haldið hér í þriðja skiptið, eru þeir yfir 700. Reyndar er áhugi á íslandi meiri en víðast annars staðar og ef hlutfalls- leg þátttaka Dana væri jafn mikil og íslendinga á þessari ráðstefnu væru danskir fulltrúar 70.000 talsins,“ segir Andrus Viidik. Norræna öldrunarfræðafélagið veitir styrki til að sækja þingið. „Við veitum 10 styrki til að sækja hvert þing og til marks um aukinn áhuga voru vandræði að finna 10 styrkþega fyrir nokkrum árum. Nú sækja þre- falt fleiri um styrk en hljóta hann,“ segir hann. Samhliða ráðstefnunni var haldin sérstök forráðstefna á sunnudaginn, í samvinnu við AFAR - American Federation for Aging Research; bandarísk samtök sem standa að öldrunarrannsóknum. Doktor Knight Steel, forseti AFAR, var fundarstjóri á forráðstefnunni. Hann segir að samtökin séu tvítug og hafi verið stofnuð með það í huga að styrkja unga vísindamenn til rann- sókna á öldrun. AFAR hefur veitt u.þ.b. 32 milljónum dollara til yfir 1.000 ungra vísindamanna síðan 1981. Norrænu öldrunarfræðaráðstefn- unni lýkur á morgun. BARBARA Bowers, préfessor í öldrunarhjúkrun við Wisconsin- háskóla, segir ástandið í hjúkrun aldraðra vera betra hér á landi en í Bandaríkjunum. Hún hefur hug á að sækja Island aftur heim og skoða þjónustuna betur. Að hennar sögn er aðsteðjandi vandi í umönnun aldraðra í Bandaríkjunum tvíþætt- ur. „ Annars vegar er um að ræða ótta aldr- aðra við að dvelja á elliheimilum og hins vegar er skortur á fjárveitingum og hæfu starfsfólki,“ segir hún. Barbara er einn af aðalfyrirlesurum á 15. norrænu öldrun- arfræðiráðstefnunni sem fer fram í Há- skólabíói þessa dag- ana og hélt fyrirlest- ur sinn í gær. Hún segir að umönnun aldraðra, eins og önn- ur heilbrigðisþjón- usta, sé í höndum alríkis og fylkja í Bandaríkjunum. „Alríkislög kveða á um að hjúkrunarheimili verði að uppfylla ákveðnar kröfur til að fá borgað frá hinu opinbera fyrir þjónustuna. Þau fá einnig fjárveit- ingu frá fylkjunum," segir Barbara. Gæðum hjúkruimr hefur hnignað Telur Barbara að fijáls sam- keppni geti á einhvern hátt leyst þann vanda sem steðjar að hjúkrun aldraðra í Bandaríkjunum? „Þetta er athyglisverð spurning. Síðustu tíu ár hefur þjónusta hjúkr- unarheimila verið að breytast úr rekstrarfyrirkomulagi sem miðar ekki að því að skila hagnaði, yfir í rekstur sem gerir það. Á þessum ti'ma hafa gæði hjúkrunar minnkað. Það er þó ómögulegt að fullyrða að þessi hnignun sé að öllu leyti vegna einkavæðingarinnar. Að einhveiju leyti er hún vegna lágs endur- greiðsluhlutfalls ríkisins og þeirrar staðreyndar að framboð hæfs starfsfólks er af mjög skornum skammti. Árleg starfsmannavelta, þ.e. hlutfall þeirra sem hætta störf- um af heildarstarfsmannafjölda, er 125% í greininni. Slík velta er al- mennt talin vera meiri en nokkurt fyrirtæki geti þolað,“ segir Barb- ara. Barbara segir að í raun sé ekki um frjálsa samkeppni að ræða í Bandaríkjunum eins og er, þar sem fyrirtækin reyni að kreista hagnað úr starfsemi sem sé ekki nægilega fjár- mögnuð af hinu opin- bera. „Ef nægt fjár- magn væri hins vegar til starfseminnar, myndu ugglaust spretta fram vel frambærileg hjúkrunarhcimili. Eins og staðan er núna er ekki um frjálsan mark- að að ræða, þar sem þjónustan er að mestu leyti fjármögnuð af hinu opinbera,“ segir hún. Fæstir hafa efni á þjónustunni Barbara segist telja að vegna þess hve ellihjúkrun sé dýr, verði ríkið að greiða niður þjónustuna. „Fæstir hafa efni á að borga hana fullu verði. Mánaðarlegur kostnað- ur er að meðaltali 3-4.000 dollarar [220-300 þús. íslenskar krónur],“ segir hún. Hún segist því telja að á frjálsum markaði yrði þjónustan aðeins í boði fyrir iítinn hluta fólks. Aðspurð segir hún langtíma- hjúkrun aldraðra vera svo dýra sem raun ber vitni vegna kostnaðar við starfsmannahald. „Sjúklingamir eru t.a.m. margir hveijir það ósjálf- bjarga að þeir geta ekki burstað tennurnar sjálfir. Því er umönnunin gríðarlega tímafrek," segir hún. Auk fjárhagsvandans segir Barb- ara ímyndarvanda steðja að þessum geira heilbrigðisþjónustunnar. Aldraðir séu almennt hræddir við að fara á elliheimili, sumpart vegna neikvæðrar umfjöllunar banda- ri'skra fjölmiðla. „Þeir hafa gert mun meira úr neikvæðum hliðum þjónust unnar og sjaldnast sagt þær jákvæðu fréttir sem hægt hefur verið að segja af starfsemi banda- rískra ellihjúkrunarheimila." Barbara Bowers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.