Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýr listi frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni Islendingar í 19. sæti yfir heilsulíkur þjóða ISLENDINGAR fæddir árið 1999 geta átt von á því að lifa í 70,8 ár við góða heilsu, samkvæmt nýjum lista sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in, WHO, hefur gefið út. Islendingar eru í 19. sæti á lista yfir 190 aðildar- ríki stofnunarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem stofn- unin mælir heilsulíkur þjóða, en til þessa hefur verið látið nægja að mæla ævilengd án tillits til heilsufars. Chris Murray, verkefnastjóri hjá Aiþjóða- heilbrigðismálastofnuninni, segir í frétt frá AP-fréttastofunni að með þessum hætti fáist betri mælikvarði á stöðu heilsugæslu í heiminum. Sam- kvæmt listanum lifa þjóðir heims við góða heilsu í 57 ár að jafnaði. Segir að taka beri listanum með vissri varúð Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir í samtaíi við Morg- unblaðið að taka beri lista Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar með vissri varúð þar sem lífslíkur við góða heilsu hafi aldrei verið mældar á íslandi. Listi stofnunarinnar sé því byggður á lauslegum tölum og ágiskun, auk þess sem erfitt sé að bera kannanir sem þessa saman milli landa, þar sem þær byggi að einhverju leyti á huglægu mati fólks á eigin heilsu. Matthías segir lista sem þessa hins vegar fróðlega og hafa megi af þeim ákveðið gagn, til dæmis í samanburði milli þeirra landa sem best standa að vígi og þeirra sem koma verst út. Matthías segir íslendinga mega vel við una að vera meðal tuttugu efstu landanna enda sé munurinn á þeim löndum hlutfallslega lítill. Hann segir helstu dánarorsök íslendinga vera hjarta- og æðasjúkdóma og þrátt fyr- ir að dánartala vegna þessara sjúk- dóma lækki verði íslendingar að vera á varðbergi þar sem fólk hreyfi sig töluvert minna en áður og fitni þar af leiðandi of mikið, enda séu íslending- ar orðin ein þyngsta þjóð heims. Matthías segir þær tölur sem ekki sé hægt að deila um, svo sem tölur um ungbamadauða, mæðradauða og ævilengd vera í mjög góðu horfi hér á landi. Alnæmisveiran ógnar Afríkuríkjum Japanir eru efstir á lista Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, en þeir halda góðri heilsu í 74,5 ár. Það geta þeir meðal annars þakkað fitu- snauðu mataræði. Lakast standa íbúar Sierra Leone sem lifa við góða heilsu í einungis tæp 26 ár. Afnkuríki sunnan Sahara eyðimerkurinnar sitja í 23 neðstu sætunum en alnæmisveir- an breiðist hratt út á þessu svæði auk þess sem alvarlegir sjúkdómar á borð við mýraköldu eru algengir og stór hluti íbúa býr við vannæringu og mengað drykkjarvatn. Chris Murray segir lífslíkur hjá sumum Afríkuþjóðum ekki hafa verið verri síðan á miðöldum. Fjöldi ára við góða heilsu Samkvæmt lista Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar, WHO Land Ar 1 Japan 74,5 2 Ástralía 73,2 3 Frakkland 73,1 4 Svíþjóð 73,0 5 Spánn 72,8 6 Ítálía 72,7 7-8 Grikkland 72,5 7-8 Sviss 72,5 9 Mónakó 72,4 10-11 Andorra 72,3 10-11 12-13 San Marínó Kanada 72,3 72,0 12-13 Holland 72^0 14-15 Bretland 71,7 14-15 Noregur 71,7 16-17 16-17 Belgía Austurriki 71,6 71,6 18 19 Lúxemborg ísland 71,1 70,8 20-21 Finnland 70,5 20-21 Malta 70,5 ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Lax sést víða ÞVERÁ í Borgarfirði var opnuð á sunnudagsmorguninn og veiddist þá einn lax, tólf punda hrygna sem Edda Helgason veiddi á flugu í Ár- mótakvörn. I gær veiddi Anna Fr. Ottósdóttir síðan annan lax, einnig tólfpunda, í Skiptafljóti. „Anna missti líka tvo í Kaðal- staðastrengjum, sem eru neðst í ánni. Það er eins og það sé eitthvað að gerast núna, nýr fiskur að sýna sig og veðrabrigði,“ sagði Jón Ól- afsson, einn leigutaka árinnar í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Leigutakar og fleiri opna Kjarrá, efri hluta Þverár, á miðvikudag og sagði Jón að menn sem voru að vinna þar efra, m.a. við að merkja veiðistaði, hefðu séð lax „inni á Eyrum“ og eftirtektarvert hefði verið að krían þræddi mjög ána þar efra, en bjartsýniskenningin varð- andi það háttalag fuglsins segir að hún sé á höttunum eftir laxalús. Þeir svartsýnni telja líklegra að hún sé á sílaveiðum. Hópurinn sem tók við af stjórn SVFR í Norðurá var kominn með tólflaxa eftir tvo daga af þremur að sögn Guðmundar Viðarssonar kokks á Rjúpnaási í gærdag. Hann sagði þrjá hafa veiðst í gærmorgun og veiði hjá hópnum hefði dofnað nokkuð eftir þokkalega byrjun. „Þeim gekk ef til vill betur í byrjun þar eð þeir voru fyrstir til að veiða á maðkinn," sagði Guðmundur og bætti við að á laugardaginn hefðu þrír laxar veiðst á Flóðatanga- svæðinu, sem er hræódýrt silungs- veiðisvæði neðst í Norðurá. Veiði hefst nú í hverri ánni af annarri á næstunni og er víða farið að sjást til laxa. Veiði hefst í Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal 10. júní og hafa menn séð væna laxa í báðum. Síðustu daga í Kjósinni hafa menn komið auga á nokkra fiska í Kvísla- fossi og Laxfossi, en í Aðaldal hafa menn séð ’ann í Flösinni og „við staurinn", eins og menn auðkenna einn veiðistaðinn í Kistukvísl. Gáfu 200 sálmabækur í FJÖLSÓTTRI sjómanna- dagsmessu í Patreksfjarðar- kirkju voru teknar í notkun 200 sálmabækur sem einstaklingar og fyrirtæki á staðnum samein- ast um að gefa. Það eru fyrirtækin Bjarg hf., Háanes hf., Oddi hf., Lands- banki íslands hf. og Eyraspari- sjóður ásamt sjómönnum á Pat- reksfirði sem sameinast um gjöfina. Verðmæti gjafarinnar nemur alls 420.000 kr., sam- kvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá sóknar- prestinum á Patreksfírði. 81. þing Stórstúku Islands haldið í Reykjavík Andlát SERA ÞORLEIFUR KRISTMUNDSSON Morgunblaðið/Þorkell Stórstúka íslands heiðraði um helgina nokkra einstaklinga fyrir framlag þeirra til heilbrigðs og fagurs mann- lífs án fíkniefna. Á myndinni eru Gunnar Þorláksson stórritari, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Þorgrímur Þráinsson framkvæmdastjóri, Ingibjörg Þórólfsdóttir, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Tilveru, sr. Páhni Matthíasson, Ólafur Ilaukur Árnason, fv. áfengisvarnarráðunautur, sr. Jóm'na Hrönn Bolladóttir, Þór Stefáns- son umdæmisstjóri, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Lions-hreyfingarinnar, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Björn Jónsson stórtemplar. Heiðruð fyrir framlag* til mannlífs án fíkniefna SÉRA Þorleifur Kjartan Krist- mundsson, fyrrver- andi prófastur á Kolfreyjustað, lést að morgni sunnu- dags á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Þorleifur var 74 ára. Sr. Þorleifur fæddist í Reykjavík 12. júní 1925. For- eldrar hans voru Kristmundur Benja- mín Þorleifsson gullsmiður og Guðný Sigríður Kjartans- dóttir húsmóðir. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1955. Þá kynnti hann sér Austurlanda- kirkjudeildir 1983 til 1984. Séra Þorleifur starfaði sem skrifstofumaður hjá Trygginga- stofnun ríkisins árin 1949 til 1954. Hann var sóknarprestur í Kol- freyjustaðarprestakalli í Fáskrúðs- firði 1955-1994 og jafnframt próf- astur í Austfjarðaprófastdæmi 1986-1994. Séra Þorleifi voru falin marg- háttuð félags- og trúnaðarstörf um ævina. Hann var m.a. um tíma for- maður og gjaldkeri Prestafélags Austurlands og sat í kjaranefnd Prestafélags Islands, auk þess sem hann sótti Kirkjuþing mörgum sinnum. Hann sat í hreppsnefnd F áskrúðsfj arðarhrepps í átta ár og í sýslunefnd S-Múlasýslu 1966-1989. Ennfremur var hann varaþingmaður Fram- sóknarflokksins um tíma og tók þrisvar sæti á Alþingi. Séra Þorleifur var einn af stofnendum Lionsklúbbs Fáskrúðs- fjarðar og gegndi marg- víslegum trúnaðarstörf- um fyrir Lionshreyf- inguna á íslandi. Hann var m.a. umdæmisstjóri 1973-1975, fjölumdæm- isstjóri 1974-1975 og sat alþjóða-, Evrópu- og Norðurlandaþing á vegum íslandsdeildar Lions. Hann vann að stofnun Rauðakrossdeildar Fáskrúðsfjarðar og var fyrsti for- maður hennar, stundaði ritstörf og tvisvar sinnum hlaut Þorleifur gullmerki með demant fyrir störf sín sem umdæmisstjóri Lions á ís- landi. Eftirlifandi kona sr. Þorleifs er Þórhildur Gísladóttir og eignuðust þaú fimm börn; Guðnýju Sigríði, húsmóður, Ingibjörgu Þorgerði, kennara, Kristmund Benjamín, yf- irvélstjóra, Steinvöru Valgerði, rekstrarhagfræðing, og Þórhildi Helgu, kennara. Fóstursynir Þor- leifs eru Jón Helgi Ásmundsson, stöðvarstjóri í Helguvík, og Hjört- ur Kristmundsson, svæðisstjóri hjá Samskipum. ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti og Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra vora meðal nokkurra einstakl- inga, sem heiðraðir voru fyrir fram- lag sitt til mannlífs án fíkniefna á 81. þingi Stórstúku íslands, IOGT, sem var háð í Reykjavík 1.-3. júní. Þingið hófst með Unglingareglu- þingi fimmtudaginn 1. júní. Þar var rætt um málefni barna- og unglinga- starfs og Árbæjarsafn síðan skoðað. Þingið hófst með guðsþjónustu í kirkju Árbæjarsafns. Mjöll Matt- híasdóttir kennari hélt stólræðu og stórtemplar, sr. Björn Jónsson, þjónaði fyrir altari. Á orgel lék Reynir Jónasson organisti Nes- kirkju. Á þinginu var samþykkt að halda aukaþing Stórstúkunnar 6.-7. október 2000. Þá verður tekin til af- greiðslu tillaga nefndar um breyt- ingar á skipulagi og starfsemi IOGT á Islandi en hún var kynnt á þinginu. Tillagan miðar að því að Góðtemplar- ar starfi í félagsskap sem hafi það val að starfa hvort heldur er í óbreyttu stúkuformi - eða IOGT-hópum með hefðbundnu fundaformi og sinni þeir þá m.a. sérstökum verkefnum. Við hátíðarkvöldverð á föstudag vora heiðraðir nokkrir einstaklingar og félagasamtök fyrir framlag til heilbrigðs og fagurs mannlífs án fikniefna. Heiðrað vora Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra, Guðrún Agnarsdóttir læknir, sr. Jónína Hrönn Bolladóttir, Ólafur Haukur Ámason, fv. áfengisvama- ráðunautur, sr. Pálmi Matthíasson og Þorgrímur Þráinsson fram- kvæmdastjóri og ennfremur f.h. Lions-hreyfingarinnar Þór Stefáns- son umdæmisstjóri og f.h. Tilvera, samstarfshóps á Grandarfirði, Ingi- björg Þórólfsdóttir. Heiðursfélagar Stórstúkunnar vora kjörin Hilmar Jónsson, Kristín Þorvarðardóttir, Kristján Jónsson, Marta Halldórs- dóttir, Matthías Gestsson og Stein- unn Sigurðardóttir. Framkvæmdanefnd óbreytt Framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands var kjörin óbreytt til auka- þingsins í haust. Hana skipa: Stór- templar: sr. Björn Jónsson, Akranesi. Stórkanslar: Helgi Seljan framkvæmdastjóri, Reykjavík. Stór- varatemplar: Geirþrúður Kristjáns- dóttir, f. skrifstofustjóri, Kópavogi. Stórritari: Gunnar Þorláksson skrif- stofustjóri, Reykjavík. Stórfræðslu- stjóri: Hörður Pálsson bakarameist- ari, Akranesi. Stórgjaldkeri: Sig- urður Jörgensson viðskiptafræð- ingur, Reykjavík. Stórkapelán: Katrín Eyjólfsdóttir bókari, Reykja- vík. Stórgæslum. unglingastarfs: Lilja Harðardóttir þjónustufulltrúi, Reykjavík. Stórgæslum. ungmenna- starfs: Guðlaugur Fr. Sigmundsson framkvæmdastjóri, Reykjavík. Stór- gæslum. löggjafarstarfs: Árni Valur Viggósson símaverkstjóri, Akureyri. Stórfregnritari: Valdór Bóasson kennari, Reykjavík. Fyrrverandi stórtemplar: Hilmar Jónsson rithöf- undur, Keflavík. Á þinginu vora gerðar nokkrar samþykktir. Átaki gegn áfengis- neyslu unglinga, Við drekkum ekki, sem 13 til 15 ára unglingar vinna að frumkvæði Samfés, Samtaka félags- miðstöðva á íslandi og áætlunarinn- ar ísland án eiturlyfja var fagnað. „í því sambandi minnir þingið á mikilvægi fordæmis og hvetur for- eldra til að leggja börnum sínum lið við að standa gegn þrýstingi til neyslu áfengis og annarra iíkniefna og skefjalausum áróðri hagsmuna- afla,“ segii- í einni samþykktinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.