Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 1 3 FRÉTTIR Tjón ekki bætt vegna vargfugls RÍKIÐ bætir bændum ekki tjón vegna vargfugls í æðarbyggðum, en umhverfisráðuneytinu berast reglu- lega óskir um slíkar bætur. „Ríkisvaldið hefur ekki viður- kennt bótaskyldu vegna tjóns af völdum vargs í æðarbyggðum vegna hlunninda," segir Magnús Jóhanns- son, ráðuneytisstjóri í umhverfis- ráðuneytinu. „Það hafa komið upp óskir um slíkt í gegnum tíðina, ann- ars vegar vegna fugla sem valdið hafa meintu tjóni og eru friðaðir, eins og til dæmis emir, og hins vegar vegna vargs eins og hrafns og jafnvel minks,“ segir Magnús. Hann bendir á að hrafninn sé ekki friðaður og heimilt sé að farga hon- um hvenær sem er ársins og því hefði verið litið svo á að menn ættu almennt að geta varist honum. Magnús segir ekkert í lögum skylda stjórnvöld til að bæta tjón af þessu tagi og ekki hafi verið rætt að breytta því. Ríkið telji sig ekki skaðabótaskylt enda sé þetta hluti af náttúrunni. Hann bendir þó á að stjómvöld styrki eyðingu tiltekinna ránfugla og rándýra, fyrst og fremst til að draga úr skaðsemi þeirra. - ~~ V U . ■ # 1 SHk ...X wl íM WW®/1 116 stúdentar brautskráðir frá Kvennaskólanum 116 stúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum í Reykjavík í vor. Margrét María Grétarsdóttir stúdent af félagsfræðibraut hlaut hæstu einkunn nýstúdenta 9,10 og voru henni veitt verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans, fyrir hæstu meðaleinkunn og bestan hcildar- árangur á stúdentsprófi. í ræðu sinni við skólaslitin, sem fram fóru í Hallgrímskirkju, fjall- aði Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari meðal annars um aðlögun námsframboðs skólans að nýrri námskrá og aukið val í skólanum. Einnig ræddi hún um erfiða samkeppnisstöðu skólanna við ráðningu kennara, einkum í raungreinum. Hún fjallaði cinnig um fartölvuvæðingu skólanna, fjarkennslu og erlend samskipti. Guðjón Davíð Karlsson flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta. Full- trúar 60 ára, 50 ára og 10 ára af- mælisárganga voru viðstaddir at- höfnina og flutti Guðrún Briem ávarp fyrir hönd 50 ára stúdenta og færði skólanum veglega bók- argjöf. Jóhanna Héðinsdóttir nýstúdent söng við undirlcik Margrétar Lilju Pálsdóttur nýstúdents og Harðar Áskelssonar organista og einn- ig sungu Kór skólans og kór Nýja tónlistarskólans undir stjórn Sig- urðar Bragasonar. 136 stúd- entar braut- skráðir fráMS 136 STÚDENTAR voru braut- skráðir frá Menntaskólanum við Sund í vor. Þar með lauk 31. starfsári skólans en þetta var í 28. sinn sem stúdentar voru braut- skráðir. Dúx skólans var Stefán Orri Stefánsson stúdent af eðlisfræði- deild, en hann var með fullnaðar- einkunn 9,1. Semidúxar voru Jón Trausti Reynisson stúdent af fé- lagsfræðadeild og Margrét Lára Jónsdóttir stúdent af náttúru- fræðideild, bæði með 8,9 í fullnað- areinkunn. I ræðu sinni greindi Eiríkur Guðmundsson rektor frá helstu þáttum í starfi vetrarins. Hann sagði meðal annars frá því að þrjá- tíu ára afmæli skólans hefði verið haldið hátiðlegt síðasta haust og að margir gestir hefðu heimsótt skólann af því tilefni. Eiríkur sagði einnig frá þeirri vinnu sem kennarar hefðu lagt á sig í vetur við hin ýmsu þróunar- verkefni. Meginviðfangsefnið hefði verið endurskoðun skólanámsskrár og mótun framtíðarsýnar í kennslu og starfsháttum á grundvelli nýrr- ar aðalnámsskrár. Eiríkur talaði einnig um að brýnasti vandi skólans hefði um árabil verið of lítið og óhentugt húsnæði, en nú væri hins vegar fyrir alvöru hafinn undirbúningur að úrbótum að húsnæðisvanda skólans í samvinnu við mennta málaráðuneytið og Reykjavíkur- borg. Kristinn Már Armannsson fyrr- verandi ánnaður skólafélagsins og Ylfa Ösp Áskelsdóttir fluttu saman árvarp fyrir hönd nýstúdenta. Fulltrúar tíu og 25 ára stúdenta ávörpuðu einnig samkomuna og gáfu skólanum gjafir. Nemendur fluttu tónlist við at- höfnina. Krístín Halla Bergsdóttir stúdent af tónlistarbraut lék á fiðlu við undirleik Guðríðar S. Sig- urðardóttur píanóleikara og skóla- kórinn söng undir stjórn Aslaugar Bergsteindóttur. Ráðstefna um stafrænt sjónvarp RÁÐSTEFNA Gagnvirkrar miðlunar um stafrænt sjónvarp og þá byltingu sem nýjasta sjónvarpstækni felur í sér verð- ur haldin á Hótel Loftleiðum á föstudag. Á ráðstefnunni verða erlend- ir og innlendir fyrirlesarar, sérfræðingar í stafrænni tækni, gagnvirku sjónvarpi, fjarskipt- um og breiðbandi. Þar má nefna meðal annars aðila frá BT (Brit- ish Telecom), Yes Television, Háskóla Islands, Gagnvirkri miðlun og íslenskum Ijósvaka- og fjarskiptafjTÍrtækjum. Samgöngumálaráðherra, Sturla Böðvarsson, setur ráð- stefnuna. quguA tliiw'1*”1 m ... PPkkiir HtsFénvert) mt emstök! Bolir........490,- Peysur_______990,- Buxur........ 790,- Pils.........690,- Blússur.....1.290,- Jakkar___... 1.990,- STÓR IUÚMER FERÐATÖSKUR BORÐBIÍNAÐUR POTTASETT lít á kítsb'íttveríí! Bælartaska sem alltaf kemur sér vel! Útsala kr. 695,- ífeílJíl JsL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.