Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Boðið upp á þjónustu til að viðhalda heilbrigði UNDANFARIN þrjú ár hefur verið í undirbúningi á Akureyri nýr þátt- ur í þjónustu við aldraða. Þessi nýja þjónusta felst í því að þeim sem eru 75 ára og eldri, búa í eigin húsnæði og njóta ekki heimahjúkrunar er boðið að fá heimsókn af starfsmanni öldrunarþjónustu Akureyrar. Heimsóknir af þessum toga eru vel þekktar í nágrannalöndunum og hafa t.d. verið lögleiddar í Dan- mörku. Hér á landi hefur þetta hins vegar ekki verið gert áður á þennan hátt en Akureyrarbær gerir þetta nú að tilraunaverkefni til eins og hálfs árs með stuðningi frá Heil- brigðisráðuneytinu. Gangi þetta verkefni vel er vonast til þess að framhald geti orðið á því. Með heimsóknunum er m.a leit- ast við að veita öldruðum upplýsing- ar um þá þjónustu sem þeim stend- ur til boða hvað varðar heilsugæslu, heimaþjónustu, réttindi vegna trygginga og ellilífeyris, ýmsa fé- lagslega þætti, tómstundaiðju ofl. Þá verður lögð áhersla á að greina áhættuþætti varðandi heilsufar og veita ráðleggingar um fyrirbyggj- andi aðgerðir, t.d. um skipulag hús- næðis, mataræði eða hreyfingu. Eins og af ofantöldu er ljóst er áhersla í heimsóknunum lögð á ráð- gjöf og stuðning. Með þessu er von- ast til að viðhalda heilbrigði sem lengst og gera fólki kleift að búa lengur á eigin heimili en ella. Þá er ætlað að þetta starf efli sjálfstraust og auki öryggiskennd þess fólks sem við verður rætt. Ahersla er lögð á að sá sem heimsóttur er stjórni samtalinu og ræði það sem honum liggur helst á hjarta. Tveir starfsmenn ráðnir Starfsmenn þessarar þjónustu eru bundnir þagnarskyldu. Þannig fara engar persónuupplýsingar um viðtalið úr höndum starfsmannsins nema að fengnu leyfi viðkomandi einstaklings og ekki er um að ræða neina úttekt af hálfu hins opinbera á högum fólks. Til þess að sinna þessu starfi hafa verið ráðnar þær Inga Dagný Eydal hjúkrunarfræðingur og Kristín Tómasdóttir iðjuþjálfi. Munu þær á næstunni senda út bréf þar sem þessi þjónusta verður kynnt en ákveðið hefur verið að bjóða hana á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á AkurejTÍ. Þegar líður að heimsókn verður með öðru bréfi tilkynnt um tíma- setningu. Heimsóknin á sér síðan stað u.þ.b. hálfum mánuði síðar. Af- þakki fólk heimsóknina fær það sent bréf að hálfu ári liðnu með til- boði um nýja tímasetningu. Þetta er gert í Ijósi þess hve mikið aðstæður geta breyst á stuttum tíma og þar með þörf fyrir stuðning og ráðlegg- ingar. A milli heimsókna getur fólk hringt í viðkomandi starfsmann ef því liggur eitthvað á hjarta. Reynslan ein mun skera úr um það hversu vel þessi þjónusta verð- ur nýtt en það er von aðstandenda verkefnisins að sem flestir sjái kosti þess að þiggja slíkar heimsóknir. O 2k enntasmiðjan kureyri Laus eru til umsóknar störf við verkefnisstjórn, rekstrarstjórn og kennslu í Menntasmiðjunni á Akureyri Meðai fjölmargra verkefna eru ♦ umsjón með Menntasmiðju kvenna - dagskóla ♦ rekstrarstjórn og umsjón almennra námskeiða ♦ kennsla í ýmsum hagnýtum og skapandi þáttum, s.s. tölvuleikni, ensku, myndlist og leikrænni tjáningu ♦ kennsla í sjálfsstyrkingu og samskiptum Um er að ræða alls tvö stöðugildi, með möguleika á mismunandi starfshlutföllum. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun eða aðra sambærilega menntun sem nýtist við skipulagningu, þróunar- vinnu, ráðgjöf og kennslu. Þeir skulu búa yfir færni í samskiptum og samstarfi, jafnframt hæfni til að starfa sjálfstætt og löngun til að læra og vaxa í starfi. Krafist er staðgóðrar þekkingar á íslensku samfélagi og reynslu af að starfa með fúilorðnu fólki. Auk þessara almennu hæfniþátta verður að sjálfsögðu tekið tillit til sérþekkingar á ofangreindum sviðum, s.s. tölvukennslu, kennslu í sjálfsstyrkingu, rekstrarþekkingar og þekkingar á stöðu og reynsluheimi kvenna. Starfskjör eru samkvæmt samningi Akureyrarbæjar og STAK. Menntasmiðjan á Akureyri er miðstöð óformlegs náms fyrir fullorðna. Námi í Menntasmiðjunni er ætlað að auka lífsleikni, vera hvatning fullorðnum konum og körlum sem vilja gefa sér annað/nýtt tækifæri til náms og stuðningur þeim sem eru að takast á við breytingar í lífinu. f Menntasmiðjunni fer fram sífelld þróun í aðferða- og hugmyndafræði, auk þess sem hún gegn- ir því hlutverki að veita öðrum menntasmiðjum ráðgjöf og handleiðslu. f Menntasmiðju kvenna, sem er einn þáttur starfsem- innar, er lögð sérstök áhersla á nám og menningu kvenna. Starfsfólk skiptir með sér meginábyrgð á verkþáttum eftir hæfni og áhugasviði og þörfum starfseminnar hverju sinni. Innan vébanda Menntasmiðjunnar á Akureyri eru nú starfsrækt: Menntasmiðja kvenna - dagskóli fyrir konur ý Vinnuklúbburinn og fleiri námskeið fyrir fólk í atvinnuleit # Nýbúanám # Kvöld- og helgarnámskeið, skapandi, sjálfsstyrkjandi og hagnýt námskeið fyrir konur og karla # Samningsbundin og starfstengd námskeið fyrir starfsfólk opinberra stofnana á Eyjafjarðarsvæðinu & í farvatninu eru fleiri stór og smá verkefni # Menntasmiðjan er þátttakandi í ýmsum innlendum og fjölþjóðlegum verkefnum um óformlegt nám fullorðinna Umsóknir skuli sendar, eigi síðar en 14. júní n.k. til Menntasmiðjunnar á Akureyri Glerárgötu 28,600 Akureyri Nánari upplýsingar veitir Valgerður H. Bjarnadóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar í síma 462 7255, GSM 862 8722 eða í tölvupósti: valkahb@nett.is Héraðsdómur dæmir mann í tveggja mánaða fangelsi * Ok á ofsahraða und- ir áhrifum áfengis og velti bfl út í á KARLMAÐUR á tuttugasta og fimmta aldursári hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævi- langt. Maðurinn var ákærður fyrir hegn- ingar- og umferðarlagabrot með því að hafa í maímánuði í fyrra ekið undir áhrifum áfengis og án ökuréttar frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur, allt- of hratt og óvarlega með þeim afleið- ingum að þegar hann ók Norður- landsveg við Svertingsstaðaá í Vestur-Húnavatnssýslu lenti bifreið- in útaf veginum og valt 5-6 veltur og hafnaði út í ánni. Við slysið kastaðist annar farþeg- inn, 17 ára piltur, út úr bifreiðinni og lenti út í skurði, en þegar hann fannst þar eftir nokkra stund andaði hann ekki, enginn púls fannst og hann var orðinn helblár í andliti. Vegfarandi sem að kom hóf strax lífgunartilraun- Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. ir með blástursaðferð og hjartahnoði og báru þær árangur eftir skamma stund. Farþeginn ásamt öðrum úr bifreiðinni var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Ók greitt Viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi sakargiftir. Hann kvaðst hafa hafið neyslu áfengis um mið- nætti daginn fyrir slysið ásamt félög- um sínum tveimur á skemmtistað á Akureyri en hætt drykkju um kl. 10 um morguninn þegar fyrir lá að þeir félagar ætluðu saman í bifreið suður til Reykjavíkur. Hóf hann akstur þrátt fyrir að finna til vægra áfengisáhrifa. Hefði félögum sínum verið fúllkunnugt um ástand hans, þ.á m. svefnleysi. Skýrði hann einnig frá því að hafa ekið nokk- uð greitt, á 120 til 140 km hraða að jafnaði. Þegar hann fór fram út vöru- flutningabíl, á 140-150 km hraða, missti hann stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa bjargað félaga sínum upp úr ánni og veitt honum fyrstu hjálp, en þar sem hann hefði verið miður sín eftir atburðinn hefði hann drukk- ið tvo bjóra á vettvangi. A maðurinn að baki alllangan sak- arferil, en hann hefur á árunum 1992-1999 hlotið yfir 20 refsidóma fyrir fíkniefnabrot, umferðarlaga- brot og fyrir ýmis hegningarlaga- brot, þjófnað, rán, skjalafals, nytja- stuld og líkamsárás. Við ákvörðun refsingar var litið til sakarferils hans, en að mati dómsins var háttsemi hans í umrætt skipti mjög vítaverð. Ólafur Ólafsson kvað upp dóminn. i i Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.