Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fiskanes í Grindavlk og Valdimar í Vogum sameinast Þorbirni Eitt stærsta útgerðarfé- lag landsins SAMKOMULAG hefur tekist um að Fiskanes hf. í Grindavík og Valdi- mar hf. í Vogum sameinist Þorbirni í Grindavík. Verður nafni Þorbjarnar breytt í Þorbjörn-Fiskanes við sam- eininguna. Rekstur hins sameinaða fyrirtækis verður í Grindavík og Vogum. Verður þá til eitt af öflugri út- gerðarfélögum landsins, hið annað stærsta í þorskígildum talið, að því er fram kemur í morgunkorni Islan- dsbanka-FBA. Veiðiheimildir hins sameinaða félags, Þorbjarnar- Fiskaness hf., innan og utan lögsög- unnar verða um 20.800 þorskígild- istonn og er þorskur þar af um 9.600 tonn. Einungis Útgerðarfélag Akur- eyringa og Samherji hafa yfir meiri þorskkvóta að ráða, samkvæt hálf- fimm fréttum Búnaðarbanka Is- lands. Sameiningin miðast við 30. júní en starfsemi undir sameiginlegri yfir- stjórn hefst 1. september og verður Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjamar, framkvæmda- stjóri hins sameinaða félags, sem skráð er á aðallista Verðbréfaþings Islands. 4.470 milljóna velta á síðasta ári Velta fyrirtækjanna á síðasta ári var 4.470 milljónir króna og skiluðu þau öll hagnaði. Við samrunann fá hluthafar í Fiskanesi 35,3% í sam- einuðu félagi, hluthafar í Valdimar fá 16% og hluthafar í Þorbirni 48,7%. Markmiðið með sameining- unni er að ná fram hagræðingu í nýtingu eigna og tryggja áfram- haldandi arðbæran rekstur. Félagið verður í bátaútgerð, útgerð frysti- skipa, útgerð skipa í veiðum á upp- sjávarfiski, vinnslu á saltfiski og vinnslu á ferskum fiski til útflutn- ings ásamt landfrystingu og lagmet- isiðju. Gunnar Tómasson, markaðsstjóri Þorbjarnar, segist ætla að veiði- heimildir hins sameinaða félags séu svipað miklar og Granda hf., sem er eitt af stærstu útgerðarfélögum landsins. Að sögn Gunnars hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um sölu skipa eða breytingu á vinnslu í landi, rekstur félaganna verði að mestu óbreyttur fram að hausti en menn muni nota tímann til þess að fara yfir málin fram að þeim tíma. Gengi bréfa í Þorbirni hækkaði um 13,6% í gær eða í 5,44 en alls var verslað með bréf að verðmæti tæpra 5,2 milljóna króna. Íslandsbanki-FBA hf. aðstoðaði við samruna félaganna í Þorbjörn- Fiskanes hf. Morgunblaðið/Amaldur Útskrift þátttakenda í Brautargengi 2000 fór fram í Grasagarðinum í Laugardal síðastliðinn föstudag. Konur hvattar til fram- gangs í viðskiptalífinu UM 100 reykvískar konur hafa tek- ið þátt í námskeiði Impru og Iðn- tæknistofnunar fyrir konur sem hafa áhuga á sjálfstæðum atvinnu- rekstri en námskeiðið hefur verið nefnt Brautargengi. Það var at- vinnu- og ferðamálanefnd Reyja- víkurborgar sem hafði frumkvæði að fræðsluverkefninu árið 1996 í samvinnu við Iðntæknistofnun en Reykjavíkurborg hefur dregið sig út úr framkvæmd námskeiðsins. Impra, þjónustumiðstöð frum- kvöðla og fyrirtækja á Iðntæknist- ofnun, hefur lagt grunn að nýju fræðsluverkefni sem kallast Braut- argengi 2000 og styrktu bæjar- félögin á höfuðborgarsvæðinu þátt- takendur. Námskeiðið hófst um miðjan febrúar og lauk nú um mán- aðamótin síðustu og sóttu það átján konur af höfuðborgarsvæðinu. Konurnar kynntust grundvallar- atriðum við stofnun fyrirtækis og fengu hagnýta fræðslu í stefnumót- un og markaðs- og fjármálum og í lok námskeiðsins gerðu þær við- skiptaáætlun. Námskeiðið tókst að sögn mjög vel og töldu konurnar sig hafa öðlast betri sýn á það hvernig reka ætti eigið fyrirtæki. Brautargengi 2000 er haldið til þess að hvetja konur til framgangs í íslensku viðskiptalífi og stuðla að jafnvægi í fyrirtækjarekstri milli karla og kvenna. Hlutafjárút- boði Islenska hugbúnaðar- sjóðsins lokið FORKAUPSRHAFAR skráðu sig fyrir öllu því hlutafé sem í boði var í hlutafjárútboði Islenska hugbúnaðar- sjóðsins hf. og því kemur ekki til al- mennrar sölu eins og áætlað hafði verið. Útboðinu lauk á föstudag. Boðið var út hlutafé að nafnvirði 117.550.832 kr á genginu 13,30 eða 1.563 milljónir króna að markaðsverðmæti. Alls skrifuðu 403 forgangsréttarhafar sig fyrir rúmum 1.600 milljónum króna að markaðsverðmæti. Tilgangur útboðsins var að afla fjár til kaupa á verðbréfum í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins, ásamt því að greiða niður skuldir sem sjóð- urinn hefur stofnað til. íslenski hug- búnaðarsjóðurinn er áhættufjárfesth- sem á ráðandi hlut í leiðandi fyrir- tækjum á sviði upplýsingatækni á Is- landi. Sjóðurinn hefur þá stefnu að fjárfesta í fyrirtækjum sem sækja á erlenda markaði og samnýta þekk- ingu fyrirtækjanna á sviði tækni, markaðsmála, rekstrar og erlendra tengsla. Að loknu útboði er hehdamafnverð félagsins 500 milljónir króna en markaðsvirði m.v. útboðsgengi 6.650 milljónir króna. Umsjónaðaraðili útboðsins var Landsbanki íslands hf. Frjáls fjarskipti og Islands- sími fá farsímaleyfi HALLÓ Fijáls Fjarskipti hf. og ís- landssími GSM hf. fengu í gær leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir rekstri farsímaneta og þjónustu í DCS1800 tíðnisviðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastoftiun. Umsækjendur voru auk Frjálsra Fjarskipta og ís- landssíma fyrirtækin Lina.net og Int- ernational Mobile Communieations Inc. (IMC) í Maryland, Bandarílqun- um. Landssími íslands hf. og Tal hf. hafa áður fengið leyfi fyrir DCS 1800 farsímaþjónustu. Umsóknir Línu.nets og IMC eru enn í vinnslu. Islandssíma GSM hf. er úthlutað 15 Mhz en Frjálsum fjar- skiptum 7,4 Mhz. Mælikvarði Póst- og fjarskiptastofnunar við úthlutun tíðnisviðs er stærð þjónustusvæðis- ins sem umsækjendur ætla að þjóna pg íjöldi íbúa á viðkomandi svæðum. íbúar á svæðum sem Islandssími GSM ætlar að þjóna eru um 275 þús- “ Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 13. júní nk. ja lierb. Beijarimi 5, Reykjavík 65m2 íbúð,i02 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.104.702 Búsetugjald kr. 39.047 Skólatún 1, Bessast.hr. 69m2 íbúð, 203 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 661.148 Búsetugjald kr. 26.569 3ja lierh. 4ra herb. Miðholt 3. Mosfellsbæ 102m2 íbúð, 101 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.728.882 Búsetugjald kr. 42.909 Garðhús 6, Reykjavík 115m2 Mð, 201 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 2.097.766 Búsetugjald kr. 46.915 4ra herb. Holtabyggð 4, Hafnarfírði 105m2 Mð, 101 Almennt lán Búseturéttur kr. 1.145.903 Búsetugjald kr. 59.360 5 lierb. Blikaás 19 og 21, Hafnarf. 120m2 Mð,20i,203 Alm. lán Búseturéttur kr. 1.478.702 Búsetugjald kr. 74.452 Miðholt 3, Hafnarfirði 90m2 íbúð,202 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 999.208 Búsetugjald kr. 40.361 Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8:30 til 15:30 nema miðvikudaga, frá 8:30-12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila launaseðlum sfðustu sex mánaða ásamt síðustu skattskýrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 14. júnífrá kl. 12:00 til 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína, aðöðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5788 www.buseti.is und en 220 þúsund á svæðum sem Frjáls Fjarskipti ráðgera að þjóna, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Póst- og fjarskiptastofnun ráð- gerir að afgreiða hinar tvær umsókn- imar á næstu vikum. Leyfishafar munu greiða leyfisgjöld og að auki kostnað við úthlutunina skv. 11. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun. Búist er við að kostnaður við úthlut- unina nemi á aðra milljón króna og verður honum skipt milli þeirra sem leyfin hljóta. Halló - Frjáls fjarskipti hf. boða stórlækkað verð á GSM-símtölum, innanlands og til útlanda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu í kjölfar leyfisveitingarinnar. Fyrirtækið hefur unnið að undirbún- ingi á uppsetningu farsímakerfis hér á landi í samvinnu við MintTelecom í Bretlandi, sem rekur fyrsta GSM- heimsnetið. I fyrsta áfanga mun far- símakerfi Halló - Frjálsra fjarskipta hf. ná yfir höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbæ, Akranes og Akureyri; eða til liðlega 200 þúsund manns. I öðrum áfanga nær farsímakerfi fé- lagsins til Selfoss, Hveragerðis, Hellu, Hvolsvallar, Vestmannaeyja, Grindavflíur, Sandgerðis og Garða- hrepps. I þriðja áfanga koma svo Eg- ilsstaðir, ísafjörður, Borgarbyggð, Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík og Homafjörður. Fyrirtækið segir að ísland verði miðstöð alþjóða GSM fjarskipta MintTelecom. Þjónustan verði seld um allan heim og muni fjarskipti til og frá íslandi margfald- ast, og verða á milli 700 og 900 milljón mínútur á ári, en árleg umferð nú nemur 60 milljónum mínútna. Segir í tilkynningunni að á næstu vikum verði þjónustu félagsins hleypt af stokkunum í Bretlandi og í kjölfarið um heim allan. Áætlanii- MintTele- com gera ráð fyrir að þegar á fyrsta ári muni viðskiptavinir félagsins í Bretlandi einu verða yfir 600 þúsund. Bankarnir spá 0,5-0,6% verðbólgu milli mánaða BANKARNIR birta um þessar mundir spár sinar um hækkun vísi- tölu neysluverðs frá maí til júní. Spárnar eru á bilinu 0,5-0,61% hækkun á milli mánaða. Bensín hækkaði um 3,5% um mánaðamótin og er því stór hluti af væntanlegri hækkun neysluverðsvísitölunnar. Spárnar jafngilda um 7,5% verð- bólgu á ársgrundvelli.FBA gerir ráð fyrir 0,5% hækkun á vísitölu neyslu- verðs á milli maí og júní. Verðhækk- anir á bensíni og húsnæði hafa mest áhrif að því er fram kemur í spá bankans sem birt verður í mánaðar- skýrslu í dag. Búnaðarbanki Islands spáir 0,5-0,6% hækkun á milli mán- aða. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur hjá Búnaðarbankanum, segir að undirliggjandi verðbólga sé mikil og hjöðnun ekki í sjónmáli. Kaupþing spáir 0,61% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli maí og júní. Kaupþing gerir ráð fyrir 0,8% hækkun á matvöru og 1% hækkun á húsnæðisliðum og fatnaði, auk bens- ínhækkunar um 3,5%. Spá Kaup- þings samsvarar 7,6% verðbólgu á ársgrundvelli.Landsbanki íslands spáir 0,6% hækkun á vísitölu neyslu- verðs frá maímánuði að því er fram kemur í markaðsyfirliti bankans í gær. Þar segir einnig að spáin jafn- gildi 7,5% verðbólgu á ársgrundvelli. í spá Landsbankans valda bensín- hækkanir og húsnæðisliður hvað mestum hækkunum, samanlagt um tveimur þriðju hlutum heildarhækk- unar, en einnig má rekja nokkra hækkun til árstíðarbundinnar hækk- unar grænmetis, sem kemur til vegna ónógs framboðs og hárra tolla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.