Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 2\ Notkun WAP-síma fer rólega af stað en reynist ágætlega Osanngjarnt að bera WAP- síma saman við borðtölvu EITTHVAÐ hefur heyrst um að WAP-síminn hafi ekki staðið undir væntingum manna, að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Hann sagði þá gagnrýni sem fram hefði komið hjá sérfræðingum í Danmörku á WAP-símana vera ósanngjarna, en eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu síð- astliðinn miðvikudag, segja sérfræðingar þar símana ónothæfa vegna lélegrar flutn- ingsgetu og fleiri örðugleika. Ólafur sagði að ekki væri hægt að bera WAP- síma saman við borð- tölvu. Þeir sem væru að leita að hröðum netað- gangi og fallegum mynd- um yrðu eðlilega fyrir vonbrigðum því WAP- síminn væri þá ekki rétta tólið. Það sem fengist í WAP-símum væri hins vegar þjónusta sem ekki hefði verið í boði áður. „En þetta á eftir að breyt- ast mjög mikið,“ sagði Ólafur. „Með nýju WAP- gáttinni okkar verður tengitíminn miklu styttri en nú. Tíminn sem það tekur að hlaða niður síður takmarkast hins vegar áfram af takmarkaðri gagnaflutningsgetu í GSM-kerfinu. Með GPRS-síma- kerfinu, sem við stefnum að að verði tilbúið kringum næstu ára- mót, mun þetta^ batna verulega." Að sögn Ólafs er áætlað að (''"A notendur WAP-símaþjón- I \ ustu Landssímans séu um 1.000 talsins. Að sögn Geirs Ragnars- sonar, yfírmanns tækni- rekstrar Islandssíma, er eins með WAP-símana og aðra nýja tækni að alltaf megi búast við einhverjum byrjunar- örðugleikum. Hann sagðist reikna með að þau vandamál sem hafi komið upp muni leys- ast með tímanum. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um fjölda not- enda WAP-símaþjón- ustu Islandssíma. Vandamál óháð tegund síma Bjarni Halldór Kristjánsson, deildar- stjóri á verkstæði Hátækni ehf., sagði að líkja mætti WAP- síma við tölvur al- mennt. Það haldist í hendur hvernig WAP-síða fyrirtækis er skrifuð við þann hugbúnað sem er í símanum. Sum forrit passi ein- faldlega illa saman. WAP er forrit í símanum sem þurfi að hafa sam- skipti við önnur forrit, sem er WAP-síða fyrirtækja, og þarna geta verið samskiptaörðugleikar. Hann sagði að fyrstu símarnir sem komu á markað séu farnir að hiksta svolítið á þessum samskipt- um og menn lendi í því að símarnir frjósi. Þetta hafi hins vegar gengið betur með nýjasta hugbúnaðinum í WAP-símunum. Bjarni sagði að hann vissi einungis um tvær teg- undir WAP-síma á markaði hér- lendis, Nokia 7110, sem væri al- gengastur, og Ericsson R320S, og að sömu vandamálin hafi verið með þá báða. Hann sagði þessa tækni vera skammt á veg komna og að því væru eðlilega erfiðleikar í byrjun. „Það verður samt að segja að sumir hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hvernig þessi nýja tækni var kynnt,“ sagði Bjarni. „Kynningin var eins og um stórkostlega nýjung væri að ræða en svo kom í ljós að þetta er ekki svo rosalega merkilegt. Það hefur án efa valdið vonbrigðum sumra.“ Litið kvartað yfír WAP-símaþjónustu Búnaðarbankans Ingi Örn Geirsson, forstöðumað- ur tölvudeildar Búnaðarbankans, sagði að notkun á WAP-símaþjón- ustu bankans hafi farið hægt af stað. Bankinn hafi hins vegar lítið fengið af kvörtunum yfir þjónust- unni en þó hafi ákveðnir erfiðleik- ar verið með fyrstu símana sem í boði voru. Þeir símar sem nú væru í boði reyndust hins vegar ágæt- lega. Bankinn er ekki með skráð hve margir notfæri sér þessa þjón- ustu er. rúmlega 15.000 netbanka- notendur bankans hafi möguleika á að nýta sér hana. Ingi Örn sagði að ekki hefði verið óeðlilegt að vart hefði verið við einhverja byrj- unarerfiðleika þar sem um nýja tækni væri að ræða, en búið væri að komast fyrir þá. Búnaðarbank- inn væri ánægður með stöðuna í þessum málum í dag. Þessi þjón- usta væri nauðsynlegur þáttur í starfsemi bankans og hann muni halda áfram að byggja á þessari tækni. Góð viðbrögð erlendis frá Flugleiðir hafa fengið góð við- brögð við WAP-þjónustunni, að sögn Steins Loga Björnssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs, sérstaklega frá erlend- um viðskiptavinum. Hraðinn væri hins vegar ekki mikill í WAP-sím- anum og því væri ekki við því að búast að hægt væri að framkvæma flóknar aðgerðir í honum. Hann sagði að það væri ákaflega mikil- vægt fyrir Flugleiðir að hafa tekið þá ákvörðun að vera fyrsta flugfé- lagið í heiminum sem býður upp á bókanir í gegnum WAP-síma. Notkunin verði hins vegar ekki al- menn og mikil fyrr en þegar GPRS-kerfið kemur til sögunnar. Telenor sækir í austurveg TELONOR hefur keypt meirihlut- ann í rússneska símafyrirtækinu Komikom-Combellga fyrir 120 milljónir dala eða liðlega níu millj- arða íslenskra króna að því er segir í Aftenposten. Fyrir um hálfu öðru ári keypti Telía fjórðungshlut í rússneska farsímafyrirtækinu Vimpelkom og með kaupunum á Komikom-Combellga er Telenor nú með ein mestu umsvif erlendra fyr- irtækja á símamarkaðinum í Rúss- landi og hefur ekkert annað erlent símafyrirtæki fjárfest jafnmikið í Rússland og Telenor hefur gert undanfarin ár. Uppgangur Komi- kom-Combellga hófst í byrjun niunda áratugarins en fyrirtækið varð fyrst rússneskra símafyrir- tækja til þess að bjóða upp á síma- þjónustu af svipuðum gæðum og þekkist á Vesturlöndum og hefur einbeitt sér að þeim hluta markað- arins sem leggur meira upp úr gæðum en verði. Bréfin í Komikom- Combellga keypti Telenor af bel- gíska fyrirtækinu Belgacom og á Telenor nú 75% í Komikom- Combellga.Tormod Hermansen, framkvæmdastjóri Telenor, segir að frá árinu 1998 hafi Telenor fjár- fest fyrir nálega 30 milljarða í Rússlandi og að hann hafi mikla trú á markaðinum í Rússlandi; fjárfest- ingin í Vimpelcom hafi reynst heillaspor og verð bréfanna hækk- að mikið. Hagnaður Vimpelcom hafi raunar ekki verið mjög mikill en hins vegar hafi viðskiptavinum þess fjölgað hratt undanfarin misseri. Hermansen segist ekki geta sagt til um það hversu stóran hlut Telenor ætlar sér á markaðinum í Rúss- landi. Telenor muni halda áfram að fjárfesta á sviðum þar sem fyrir- tækið skari fram úr og í verkefnum sem stjórnendur þess hafi trú á. Hraðbankar á íbúa hverg’i fleiri en á Islandi „UMTALSVERÐAN fjölda af færslum þarf í hverjum hrað- banka til þess að rekstur hans nái að standa undir sér,“ segir Kristján Guðmundsson, mark- aðsstjóri Landsbanka Islands. „Kostnaðurinn við rekstur hrað- banka er allnokkur, hver hrað- banki kostar nokkrar milljónir, öryggismál þurfa að vera í góðu lagi og þá þarf vitaskuld að sjá um viðhald, þjónustu og flutning á peningum við rekstur hrað- banka.“ Að sögn Kristjáns rekur Landsbankinn á milli 50 og 60 hraðbanka víðs vegar um landið. A sumum stöðum hafi rekstur- inn gengið vel en annars staðar verr og enda þótt Landsbankinn setji sér ekki beinlínis það markmið að reka hraðbankana með hagnaði þá setji menn sér ákveðna lágmarksviðmiðun í fjölda færslna þegar tekin er ákvörðun um staðsetningu hrað- banka. Ekkert vit sé í að reka hraðbanka þar sem færslur eru ekki nema fimm til tíu á dag. Kristján segist hafa rekið sig á að hraðbankar séu mikið tilfinn- ingamál fyrir fólk og að það skipti menn miklu máli að vita af hraðbanka nálægt sér. Landsb- ankinn geri sér vel grein fyrir þessum kröfum. Vegna fréttar um að enginn hraðbanki sé á Seyðisfirði segir Kristján að Landsbankinn hafi rekið hrað- banka í fyrrasumar og hafi það verið gert í tilraunaskyni. Notk- un hans hafi hins vegar ekki ver- ið í samræmi við væntingar manna. Það beri þó að ítreka sérstaklega að ekki liafi verið tekin endanleg ákvörðun í mál- inu hjá Landsbankanum. Útibúið á Seyðisfirði sé að flytja í nýtt húsnæði og eins og fram kom hjá svæðisstjóra Landsbankans á Austfjörðumverði málið skoðað betur þegar að flutningi kemur. Þá megi ekki heldur gleyma því að Landsbankinn þjóni Austfirð- ingum ötullega og reki þar ellefu útibú en Búnaðarbankinn aðeins eitt og íslandsbanki ekkert. Þéttriðið net hraðbanka á íslandi „Það er ekki grundvallarfor- senda hjá okkur að reka hrað- banka með hagnaði og auðvitað höfum við líka þjónustu við við- skiptavini okkar í huga, “ segir Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Islandsbanka. Að sögn Jóns létta hraðbankar álagi af útibúunum og gera megi ráð fyrir að kostnaður við hverja færslu í hraðbönkunum sé held- ur lægri en í útibúunum. Þegar menn ákveði hvar koma skuli fyiir hraðbanka sé það þó ævin- lega hluti af stærra reiknings- dæmi. Jón tekur undir að kostn- aðurinn við rekstur hraðbank- anna sé allnokkur og hann segir að hjá Islandsbanka horfi menn til þess að hafa hraðbankana ná- lægt útibúunum til þess að ná niður þessum kostnaði. Islands- banki reki 38 hraðbanka nú og ekki standi til að fjölga þeim í bráð en hins vegar séu menn frekar að velta fyi'ir sér stað- setningu þeirra, þ.e.a.s. að koma þeim fyrir þar sem sem flest fólk á leið um. Jón segir að á Islandi sé rekið eitt þéttriðnasta net hraðbanka, þ.e. að hér séu mun færri íbúar um hvern hraðbanka en þekkist annars staðar. Byggðu upp framtíð! Láttu að þér kveða í undirstöðuatvinnugrein ísiendinga IMám í fiskvinnsluskólanum tekur tvö ár og er aðal áherslan lögð á matvælavinnslu. Einnig eru kenndar greinar eins og tölvu- og upplýsingatækni, rekstrarhagfræði o.fl. Námið er lánshæft. Nám í fiskvinnsluskólanum skilar þér, bættum launum, kost á framhaldsmenntun og ábyrgðarstöðum. Umsóknarfrestur er til 9. júní Hvaleyrarbraut 13, 220 Hafnarfirði Sími; 565 2099, Fax: 565 2029, http://fiskvin.ismennt.is, Netfang: gislier@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.