Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 28
28 ÞRIÐjUbAGÚIÍ 6. jÍJNÍ 2000 URVERINU MÖÉGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Porkell Fyrir hönd Sjómannasamtakanna sæmdi Guðmundm’ Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, fimm sjómenn heiðursmerki sjómannadagsins. Þeir eru frá vinstri Gunnar Jónsson, Guðberg Halldórsson, Guð- laugur Gfslason, Jón Sæmundsson og Þorsteinn Pétursson. Fimm sjómenn heiðraðir SJÓMANNASAMTÖKIN heiðruðu fímm sjómenn á sunnudaginn, Guð- laug Gíslason, Gunnar Jónsson, Guð- berg Halldórsson, Þorstein Péturs- son og Jón Sæmundsson, og fengu þeir allir heiðursmerki sjómanna- dagsins auk þess sem þeim voru þökkuð löng og farsæl störf í þágu sjómannastéttarinnar. Guðlaugur Gíslason stýrimaður er fæddur á Steinstúni í Ámeshreppi á Ströndum 25. maí 1929. Hann hóf ungur sjósókn með föður sínum, en sjómennsku 1948 á Rifsnesi RE, sem stundaði síldveiðar, og síðan á ýms- um fískiskipum og togurum. 1953 var hann háseti á m.s. Skjaldbreið, skipi Skipaútgerðar ríkisins, og síð- an háseti á m.s. Drangajökli, skipi Jöklahf. Guðlaugur lauk farmannaprófi frá Sýrimannaskólanum í Reykjavík 1958 og starfaði frá þeim tíma sem stýrimaður á strandferðaskipum rík- isins til 1966 að hann lét af stöfum vegna veikinda. 1968 tók Guðlaugur við starfi framkvæmdastjóra Stýri- mannafélags Islands og gegndi þeirri stöðu áfram við sameiningu Stýrimannafélags Islands og Skip- stjórafélags íslands í maí 1997. Guð- laugur lét af störfum fyrir aldurssak- ir í september á sl. ári eftir 31 árs farsælt starf fyrir skipstjórnarmenn á kaupskipum og varðskipum ríkis- ins. Hann gekk í Stýrimannafélag ís- lands 1958, var í stjóm félagsins 1968 til 1980 og formaður þess í 4 ár. Guðlaugur starfaði ötullega að málefnum sjómanna, hann var í bygginganefnd Borgartúns 18 frá 1970 þar sem samtök allra sjómanna hafa sitt aðsetur. I skólanefnd Stýri- mannaskólans í Reykjavík í 12 ár og í fjölmörgum nefndum um réttinda- mál sjómannastéttarinnar. Hann hefur átt sæti í samninganefndum, setið öll þing FFSÍ, tekið þátt í for- mannaráðstefnum frá 1969, í stjórn sambandsins 1981 til 1999 og á þessu tímabili verið forseti á þingum FFSÍ. Guðlaugur hefur átt sæti í sjó- mannadagsráði síðan 1972 og er enn fulltrúi síns félags þar. Guðlaugur er kvæntur Kristjönu Elísabetu Kristjánsdóttur og eiga þau tvo syni. Gunnar Jónsson skipstjóri er fæddur í Bolungarvík 14. desember 1932. Hann hóf sjómennsku 1948, þá 15 ára gamall, á fiskibátum frá Bol- ungarvík og síðar á togurum, m.a. Hallveigu Fróðadóttur. Gunnar lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1957 og var næstu 10 árin ýmist stýrimaður eða skipstjóri á togurum, þar af fimm ár stýrimaður og skip- stjóri á togaranum Víkingi AK. Þá í nokkur ár á bátum og í útgerð í 3 ár. 1973 hóf Gunnar störf hjá Haf- rannsóknastofnun sem stýrimaður og síðar skipstjóri en þeirri stöðu gegndi hann á hafrannsóknaskipinu Dröfn í 15 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs um sl. áramót, eftir rúmlega 50 ára starf á sjó. Gunnar hefur um áratugaskeið verið félagsmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni. Gunnar er kvæntur Gróu Guð- jónsdóttur og eiga þau 3 böm. Guðberg Halldórsson matsveinn er fæddur í Reykjavík 19. febrúar 1940. Hann hóf sjómannsferil sinn 1954, þá 14 ára, á Eldborginni sem þá var í ferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgamess. Síðan var hann á Brúarfossi og Gullfossi, skipum Eimskipafélags ís- lands, í 12 ár á skipum Sambandsins, matsveinn á m.s. Mælifelli 1972 er hann hóf störf á nýjum skuttogara, Ögra RE í eigu Ögurvíkur hf. Hjá þeirri útgerð hefur hann starfað síðan og er nú matsveinn á frystitogaranum Frera RE. Sjó- mannsferillinn er því 46 ár. Guðberg hefur verið félagi í Matsveinafélagi íslands frá 1972 í stjóm félagsins 1973 og formaður þess frá 1996. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, setið fjölmörg þing SSI og er nú fulltrúi Matsveinafélags íslands í sjómanna- dagsráði. Guðberg var kvæntur og á tvö börn. Þorsteinn Pétursson vélstjóri er fæddur á Hellissandi 15. febrúar 1925. A fjórtánda ári fór Þorsteinn að róa á trillu á vetrarvertíð á Hellis- sandi. 1944 hóf hann nám í renni- smíði jafnframt námi við Iðnskólann í Reykjavík, sem hann lauk 1947 og sveinsprófi í þeirri iðn 1948. Þorsteinn lauk vélstjóraprófi 1952 og prófi frá rafmagnsdeild Vélskól- ans 1953. Á árunum 1948 til 1953 starfaði Þorsteinn sem dagmaður í vél og að- stoðarvélstjóri á skipum Eimskips og sem vélstjóri 1953 til 1963. í fjög- ur ár starfaði hann sem vélstjóri á fiskiskipum Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns í Reykjavík. 1967 hóf Þorsteinn aftur störf hjá Eimskip. Þorsteinn var vélstjóri á m.s. Tungufossi þegar skipið sökk í fár- viðri við Landsend 19. september 1981 en allri áhöfninni var bjargað. Þorsteinn hætti störfum eftir i'úm 40 ár á sjó og hafði þá siglt á 21 fossi Eimskips. Hann var skipaður í rann- sóknarnefnd sjóslysa 1997. Þorsteinn er kvæntur Unni Guð- mundsdóttur og eignuðust þau 4 böm. Jón Sæmundsson bryti er fæddur á Siglufirði 3. júní 1923. Hann hóf sjómennsku 1937, þá 14 ára, á síldveiðum á m.b. Bjarka frá Akur- eyri. Þá á ýmsum fiskibátum ýmist sem háseti eða matsveinn. Síðar á togurum Siglfirðinga, m.a. á b.v. Hafliða. 1962 sneri Jón sér að far- mennsku sem matsveinn á Arnar- fellinu. 1965 hóf hann störf hjá Eimskip á m.s. Lagarfossi síðar bryti á m.s. Skógarfossi og síðast á m.s. Dettifossi 1993, en hann lét af störfum 70 ára eftir rúmlega 50 ára sjómannsferil. Jón er kvæntur Margréti Sigur- pálsdóttur frá Svarfaðardal í Eyja- firði og áttu þau 6 börn. TölvuMyndir selja Wise- Fish til Þýskalands TÖLVUMYNDIR hf. skrifuðu ný- lega undir samning um sölu á Wise- Fish heildarupplýsingakerfi sjávar- útvegs til Ocean Fish, sem er útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi. Þetta er íyrsta sala á WiseFish til Þýska- lands og þriðji nýi markaðurinn á jafnmörgum mánuðum. Að sögn Kára Þórs Guðjónssonar, markaðsstjóra TölvuMynda hf., hefur sala á WiseFish gengið mjög vel á síð- ustu misserum. Alþjóðleg markaðs- setning og uppbygging á erlendum mörkuðum hófst íyrir aðeins einu og hálfu ári og árangurinn er mun fyrr að skila sér en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. „Fyrsta árið fór í það að kynna vör- una á alþjóðavettvangi, en það var ekki fyrr en við fórum að sækja sýn- ingar annað árið í röð sem boltinn fór almennilega að rúlla. Þegar fyrirtæk- in sáu okkur í annað sinn, þá vissu þau að okkur var alvara,“ segir Kári. WiseFish hefur á einu ári verið selt til Bandaríkjanna, Kanada, Færeyja, Bretlands og Þýskalands og starf- rækja TölvuMyndir nú starfsstöðvar í Halifax í Kanada, Seattle í Banda- ríkjunum og í Færeyjum, útflutni- ngnum til stuðnings. TölvuMyndir hf. eru eitt stærsta hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki landsins með um 200 starfsmenn. Tekið verði mið af fiskifræði sjómannsins Morgunblaðið/Þorkell Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytur ræðu sína á sjómannadeginum í Reykjavík. ÁRNI M. Mathie- sen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu á sjó- mannadag að móta þyrfti að nýju ferl- ið frá því að mat vísindamanna í sjávarrannsóknum liggur fyrir þar til reglugerðir eru gefnar út um fisk- veiðistjórnun á grundvelli þess. Hann sagðist engu að síður staðráðinn í að byggja áfram á bestu vísindalegu þekkingu hverju sinni en minnist þó á takmarkanir í því samhcngi. „Við vit- um í rauninni ákaf- lega lftið um það hvernig náttúran bregst við. Komi fram óvæntar upp- lýsingar á vísinda- sviðinu er afar mikilvægt að missa ekki flugið eða trúna á að megin- kúrsinn, sem við höfum tekið, sé réttur. Þá ber okk- ur fyrst og fremst skylda til að taka því og vera op- in fyrir því að laga okkur að nýrri þekkingu, breyta vinnu- brögðum þar sem þess er þörf og svo að styrkja rannsóknirnar sem byggja þarf á.“ Aðhald nauðsynlegt Árni sagði nauðsynlegt að veita visindamönnum aðhald i sjávar- rannsóknum þeirra. Vísindamenn veiti hver öðrum aðhald með skipulagðri gagnrýni og niður- stöður íslenskra sjávarrannsókna séu lagðar fyrir Alþjóðahafrann- sóknaráðið. Einnig benti Árni á að óháðir aðilar væru oft fengnir til að fara í saumana á því sem vcrið er að vinna. „Hér á landi búum við við þá sérstöðu að lærð- ir sem leikir hafa áhuga á sjávar- útvegsmálum og rannsóknum sem þeim tengjast. Þeir hika ekki við að segja vísindamönnunum skoð- anir sínar og lífieg skoðanaskipti um hvaðeina er snertir sjávar- útveg er daglegt brauð í fjöl- miðlum.“ Árni sagði Hafrannsóknastofn- unina fram til þessa hafa haft mikið samráð við sjávarútveginn, auk þess sem samráð stjórnvalda og hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi hafi verið mikið og mikilvægt væri að svo yrði áfram. Hann sagðist þannig hafa áhuga á að freista þess að flétta fiskifræði sjómannsins í auknum mæli inn í vinnu Hafrannsókna- stofnunar. Mikil áhrif á sjómenn „Sjómenn búa við það að ákvarðanir stjórnvalda hafa meiri áhrif á atvinnumöguleika þeirra en flestra annarra stétta. Það brennur fyrst á þeim þegar draga þarf úr veiðum, jafnframt njóta þeir þess fyrr en aðrir þegar bet- ur gengur,“ sagði Árni. Salan á 50% í Sealord á Nýja-Sjálandi Hindra erlenda fjárfesta RÍKISSTJÓRN Nýja-Sjálands til- kynnti í síðasta mánuði að hún myndi hindra öll tilboð erlendra fjárfesta í 50% hlut í Sealord útgerð- arfélaginu á grunvelli þess að það væri ekki þjóðhagslega hagkvæmt og er það talsverð breyting frá fyrri stéfnu nýsjálenskra stjórnvalda. Sealord er stærsta útgerðarfélag Nýja-Sjálands og hefur yfir að ráða fjórðungi kvóta landsins. Helmings- hluturinn í Sealord sem málið snýst um er í eigu Brierley fjárfestingar- fyrirtækisins en það hefur tilkynnt að ef aðgerðir nýsjálenskra yfir- valda verði til þess að verð hlutarins lækki muni fyrirtækið ekki selja. Mikill áhugi hefur verið á Sealord og hafa jafnt innlendir sem erlendir fjárfestar sýnt málinu áhuga en alls óvíst er hvernig þetta útspil nýsjá- lenskra stjórnvalda muni hafa á þann áhuga. Sealord þykir góður fjárfestingarkostur og hefur verð- mæti hlutarins hækkað stöðugt síð- ustu árin en áætlað verðmæti hlutar Brierley fjárfestingarfyrirtækisins er um átta milljarðar króna. Nýsjálensk stjómvöld hafa verið undir miklum þrýstingi vegna þessa máls og segir í Worldfish Report að Michael Cullen fjármálaráðherra og Pete Hodgson sjávarútvegsráð- herra hafi tekið það í sínar hendur að samþykkja söluna ef af henni verður. Segja þeir að mikilvægt sé að völdin yfir auðlindinni séu í hön.d- um Nýsjálendinga en reglum sam- kvæmt mega erlendir aðilar ekki eiga meira en fjórðungs hlut í nýsjá- lenskum fyrirtækjum sem eiga kvóta. Fréttir herma að Brierley fjár- festingarfyrirtækið sé nú að reyna að selja japanska fyrirtækinu Nissui 24,9% hlut í Sealord og 25,1% til þeirra sem eiga hin 50% í fyrirtæk- inu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.