Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 28
28 ÞRIÐjUbAGÚIÍ 6. jÍJNÍ 2000 URVERINU MÖÉGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Porkell Fyrir hönd Sjómannasamtakanna sæmdi Guðmundm’ Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, fimm sjómenn heiðursmerki sjómannadagsins. Þeir eru frá vinstri Gunnar Jónsson, Guðberg Halldórsson, Guð- laugur Gfslason, Jón Sæmundsson og Þorsteinn Pétursson. Fimm sjómenn heiðraðir SJÓMANNASAMTÖKIN heiðruðu fímm sjómenn á sunnudaginn, Guð- laug Gíslason, Gunnar Jónsson, Guð- berg Halldórsson, Þorstein Péturs- son og Jón Sæmundsson, og fengu þeir allir heiðursmerki sjómanna- dagsins auk þess sem þeim voru þökkuð löng og farsæl störf í þágu sjómannastéttarinnar. Guðlaugur Gíslason stýrimaður er fæddur á Steinstúni í Ámeshreppi á Ströndum 25. maí 1929. Hann hóf ungur sjósókn með föður sínum, en sjómennsku 1948 á Rifsnesi RE, sem stundaði síldveiðar, og síðan á ýms- um fískiskipum og togurum. 1953 var hann háseti á m.s. Skjaldbreið, skipi Skipaútgerðar ríkisins, og síð- an háseti á m.s. Drangajökli, skipi Jöklahf. Guðlaugur lauk farmannaprófi frá Sýrimannaskólanum í Reykjavík 1958 og starfaði frá þeim tíma sem stýrimaður á strandferðaskipum rík- isins til 1966 að hann lét af stöfum vegna veikinda. 1968 tók Guðlaugur við starfi framkvæmdastjóra Stýri- mannafélags Islands og gegndi þeirri stöðu áfram við sameiningu Stýrimannafélags Islands og Skip- stjórafélags íslands í maí 1997. Guð- laugur lét af störfum fyrir aldurssak- ir í september á sl. ári eftir 31 árs farsælt starf fyrir skipstjórnarmenn á kaupskipum og varðskipum ríkis- ins. Hann gekk í Stýrimannafélag ís- lands 1958, var í stjóm félagsins 1968 til 1980 og formaður þess í 4 ár. Guðlaugur starfaði ötullega að málefnum sjómanna, hann var í bygginganefnd Borgartúns 18 frá 1970 þar sem samtök allra sjómanna hafa sitt aðsetur. I skólanefnd Stýri- mannaskólans í Reykjavík í 12 ár og í fjölmörgum nefndum um réttinda- mál sjómannastéttarinnar. Hann hefur átt sæti í samninganefndum, setið öll þing FFSÍ, tekið þátt í for- mannaráðstefnum frá 1969, í stjórn sambandsins 1981 til 1999 og á þessu tímabili verið forseti á þingum FFSÍ. Guðlaugur hefur átt sæti í sjó- mannadagsráði síðan 1972 og er enn fulltrúi síns félags þar. Guðlaugur er kvæntur Kristjönu Elísabetu Kristjánsdóttur og eiga þau tvo syni. Gunnar Jónsson skipstjóri er fæddur í Bolungarvík 14. desember 1932. Hann hóf sjómennsku 1948, þá 15 ára gamall, á fiskibátum frá Bol- ungarvík og síðar á togurum, m.a. Hallveigu Fróðadóttur. Gunnar lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1957 og var næstu 10 árin ýmist stýrimaður eða skipstjóri á togurum, þar af fimm ár stýrimaður og skip- stjóri á togaranum Víkingi AK. Þá í nokkur ár á bátum og í útgerð í 3 ár. 1973 hóf Gunnar störf hjá Haf- rannsóknastofnun sem stýrimaður og síðar skipstjóri en þeirri stöðu gegndi hann á hafrannsóknaskipinu Dröfn í 15 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs um sl. áramót, eftir rúmlega 50 ára starf á sjó. Gunnar hefur um áratugaskeið verið félagsmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni. Gunnar er kvæntur Gróu Guð- jónsdóttur og eiga þau 3 böm. Guðberg Halldórsson matsveinn er fæddur í Reykjavík 19. febrúar 1940. Hann hóf sjómannsferil sinn 1954, þá 14 ára, á Eldborginni sem þá var í ferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgamess. Síðan var hann á Brúarfossi og Gullfossi, skipum Eimskipafélags ís- lands, í 12 ár á skipum Sambandsins, matsveinn á m.s. Mælifelli 1972 er hann hóf störf á nýjum skuttogara, Ögra RE í eigu Ögurvíkur hf. Hjá þeirri útgerð hefur hann starfað síðan og er nú matsveinn á frystitogaranum Frera RE. Sjó- mannsferillinn er því 46 ár. Guðberg hefur verið félagi í Matsveinafélagi íslands frá 1972 í stjóm félagsins 1973 og formaður þess frá 1996. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, setið fjölmörg þing SSI og er nú fulltrúi Matsveinafélags íslands í sjómanna- dagsráði. Guðberg var kvæntur og á tvö börn. Þorsteinn Pétursson vélstjóri er fæddur á Hellissandi 15. febrúar 1925. A fjórtánda ári fór Þorsteinn að róa á trillu á vetrarvertíð á Hellis- sandi. 1944 hóf hann nám í renni- smíði jafnframt námi við Iðnskólann í Reykjavík, sem hann lauk 1947 og sveinsprófi í þeirri iðn 1948. Þorsteinn lauk vélstjóraprófi 1952 og prófi frá rafmagnsdeild Vélskól- ans 1953. Á árunum 1948 til 1953 starfaði Þorsteinn sem dagmaður í vél og að- stoðarvélstjóri á skipum Eimskips og sem vélstjóri 1953 til 1963. í fjög- ur ár starfaði hann sem vélstjóri á fiskiskipum Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns í Reykjavík. 1967 hóf Þorsteinn aftur störf hjá Eimskip. Þorsteinn var vélstjóri á m.s. Tungufossi þegar skipið sökk í fár- viðri við Landsend 19. september 1981 en allri áhöfninni var bjargað. Þorsteinn hætti störfum eftir i'úm 40 ár á sjó og hafði þá siglt á 21 fossi Eimskips. Hann var skipaður í rann- sóknarnefnd sjóslysa 1997. Þorsteinn er kvæntur Unni Guð- mundsdóttur og eignuðust þau 4 böm. Jón Sæmundsson bryti er fæddur á Siglufirði 3. júní 1923. Hann hóf sjómennsku 1937, þá 14 ára, á síldveiðum á m.b. Bjarka frá Akur- eyri. Þá á ýmsum fiskibátum ýmist sem háseti eða matsveinn. Síðar á togurum Siglfirðinga, m.a. á b.v. Hafliða. 1962 sneri Jón sér að far- mennsku sem matsveinn á Arnar- fellinu. 1965 hóf hann störf hjá Eimskip á m.s. Lagarfossi síðar bryti á m.s. Skógarfossi og síðast á m.s. Dettifossi 1993, en hann lét af störfum 70 ára eftir rúmlega 50 ára sjómannsferil. Jón er kvæntur Margréti Sigur- pálsdóttur frá Svarfaðardal í Eyja- firði og áttu þau 6 börn. TölvuMyndir selja Wise- Fish til Þýskalands TÖLVUMYNDIR hf. skrifuðu ný- lega undir samning um sölu á Wise- Fish heildarupplýsingakerfi sjávar- útvegs til Ocean Fish, sem er útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi. Þetta er íyrsta sala á WiseFish til Þýska- lands og þriðji nýi markaðurinn á jafnmörgum mánuðum. Að sögn Kára Þórs Guðjónssonar, markaðsstjóra TölvuMynda hf., hefur sala á WiseFish gengið mjög vel á síð- ustu misserum. Alþjóðleg markaðs- setning og uppbygging á erlendum mörkuðum hófst íyrir aðeins einu og hálfu ári og árangurinn er mun fyrr að skila sér en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. „Fyrsta árið fór í það að kynna vör- una á alþjóðavettvangi, en það var ekki fyrr en við fórum að sækja sýn- ingar annað árið í röð sem boltinn fór almennilega að rúlla. Þegar fyrirtæk- in sáu okkur í annað sinn, þá vissu þau að okkur var alvara,“ segir Kári. WiseFish hefur á einu ári verið selt til Bandaríkjanna, Kanada, Færeyja, Bretlands og Þýskalands og starf- rækja TölvuMyndir nú starfsstöðvar í Halifax í Kanada, Seattle í Banda- ríkjunum og í Færeyjum, útflutni- ngnum til stuðnings. TölvuMyndir hf. eru eitt stærsta hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki landsins með um 200 starfsmenn. Tekið verði mið af fiskifræði sjómannsins Morgunblaðið/Þorkell Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytur ræðu sína á sjómannadeginum í Reykjavík. ÁRNI M. Mathie- sen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í ávarpi sínu á sjó- mannadag að móta þyrfti að nýju ferl- ið frá því að mat vísindamanna í sjávarrannsóknum liggur fyrir þar til reglugerðir eru gefnar út um fisk- veiðistjórnun á grundvelli þess. Hann sagðist engu að síður staðráðinn í að byggja áfram á bestu vísindalegu þekkingu hverju sinni en minnist þó á takmarkanir í því samhcngi. „Við vit- um í rauninni ákaf- lega lftið um það hvernig náttúran bregst við. Komi fram óvæntar upp- lýsingar á vísinda- sviðinu er afar mikilvægt að missa ekki flugið eða trúna á að megin- kúrsinn, sem við höfum tekið, sé réttur. Þá ber okk- ur fyrst og fremst skylda til að taka því og vera op- in fyrir því að laga okkur að nýrri þekkingu, breyta vinnu- brögðum þar sem þess er þörf og svo að styrkja rannsóknirnar sem byggja þarf á.“ Aðhald nauðsynlegt Árni sagði nauðsynlegt að veita visindamönnum aðhald i sjávar- rannsóknum þeirra. Vísindamenn veiti hver öðrum aðhald með skipulagðri gagnrýni og niður- stöður íslenskra sjávarrannsókna séu lagðar fyrir Alþjóðahafrann- sóknaráðið. Einnig benti Árni á að óháðir aðilar væru oft fengnir til að fara í saumana á því sem vcrið er að vinna. „Hér á landi búum við við þá sérstöðu að lærð- ir sem leikir hafa áhuga á sjávar- útvegsmálum og rannsóknum sem þeim tengjast. Þeir hika ekki við að segja vísindamönnunum skoð- anir sínar og lífieg skoðanaskipti um hvaðeina er snertir sjávar- útveg er daglegt brauð í fjöl- miðlum.“ Árni sagði Hafrannsóknastofn- unina fram til þessa hafa haft mikið samráð við sjávarútveginn, auk þess sem samráð stjórnvalda og hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi hafi verið mikið og mikilvægt væri að svo yrði áfram. Hann sagðist þannig hafa áhuga á að freista þess að flétta fiskifræði sjómannsins í auknum mæli inn í vinnu Hafrannsókna- stofnunar. Mikil áhrif á sjómenn „Sjómenn búa við það að ákvarðanir stjórnvalda hafa meiri áhrif á atvinnumöguleika þeirra en flestra annarra stétta. Það brennur fyrst á þeim þegar draga þarf úr veiðum, jafnframt njóta þeir þess fyrr en aðrir þegar bet- ur gengur,“ sagði Árni. Salan á 50% í Sealord á Nýja-Sjálandi Hindra erlenda fjárfesta RÍKISSTJÓRN Nýja-Sjálands til- kynnti í síðasta mánuði að hún myndi hindra öll tilboð erlendra fjárfesta í 50% hlut í Sealord útgerð- arfélaginu á grunvelli þess að það væri ekki þjóðhagslega hagkvæmt og er það talsverð breyting frá fyrri stéfnu nýsjálenskra stjórnvalda. Sealord er stærsta útgerðarfélag Nýja-Sjálands og hefur yfir að ráða fjórðungi kvóta landsins. Helmings- hluturinn í Sealord sem málið snýst um er í eigu Brierley fjárfestingar- fyrirtækisins en það hefur tilkynnt að ef aðgerðir nýsjálenskra yfir- valda verði til þess að verð hlutarins lækki muni fyrirtækið ekki selja. Mikill áhugi hefur verið á Sealord og hafa jafnt innlendir sem erlendir fjárfestar sýnt málinu áhuga en alls óvíst er hvernig þetta útspil nýsjá- lenskra stjórnvalda muni hafa á þann áhuga. Sealord þykir góður fjárfestingarkostur og hefur verð- mæti hlutarins hækkað stöðugt síð- ustu árin en áætlað verðmæti hlutar Brierley fjárfestingarfyrirtækisins er um átta milljarðar króna. Nýsjálensk stjómvöld hafa verið undir miklum þrýstingi vegna þessa máls og segir í Worldfish Report að Michael Cullen fjármálaráðherra og Pete Hodgson sjávarútvegsráð- herra hafi tekið það í sínar hendur að samþykkja söluna ef af henni verður. Segja þeir að mikilvægt sé að völdin yfir auðlindinni séu í hön.d- um Nýsjálendinga en reglum sam- kvæmt mega erlendir aðilar ekki eiga meira en fjórðungs hlut í nýsjá- lenskum fyrirtækjum sem eiga kvóta. Fréttir herma að Brierley fjár- festingarfyrirtækið sé nú að reyna að selja japanska fyrirtækinu Nissui 24,9% hlut í Sealord og 25,1% til þeirra sem eiga hin 50% í fyrirtæk- inu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.