Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 31
ERLENT
Mikil skelfíng vegna náttúruhamfara á eynni Súmötru í Indónesíu
Einn öflugasti skjálfti sem
riðið hefur yfir í mörg ár
Jakarta. AP, AFP.
MIKIL skelfíng gi’eip um sig í
Bengkulu-sýslu í Indónesíu þegar
gífurlega öflugur jarðskjálfti reið
yfir eyjuna Súmötru undir mið-
nætti á sunnudag. Fjöldi manns
beið bana og hundruð slösuðust, að
því er embættismenn greindu frá í
gær. Fregnir bárust af tjóni af völd-
um skjálftans í sex sýslum á eynni.
Indónesíska veðurfars- og jarð-
fræðiþjónustan sagði að skjálftinn
hefði mælst 7,3 á Richter, en
Bandaríska jarðfræðimiðstöðin í
Colorado sagði skjálftann hafa ver-
ið 7,9 á Richter. Reið hann yfir um
klukkan 23.30 að staðartíma, eða
klukkan 17.30 að íslenzkum tíma og
stóð í nokkrar mínútur. Ellefu mín-
útum síðar kom annar skjálfti er
mældist um sex á Richter og hund-
ruð eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið.
Er kv’öldaði varð að hætta björg-
unaraðgerðum í húsarústum vegna
þess að hjálparsveitir höfðu ekkert
rafmagn. Þúsundir flýðu heimili sín
er eftirskjálftarnir héldu áfram að
dynja yfír og margir voru heimilis-
lausir vegna skemmda er orðið
höfðu á húsum þeirra.
Oll hús í borginni skemmd
„Skjálftinn stóð í margar mínút-
ur. Tugir heimila hafa eyðilagzt og
svo virðist sem öll hús í borginni
hafi skemmst," sagði lögi-eglustjór-
inn í Bengkulu, Hariyono. „Fólk
fyllist skelfingu í hvert skipti sem
það finnur fyrir eftirskjálfta."
Um 1,2 milljónir manna búa í
Bengkulu-sýslu, sem er nálægt
upptökum skjálftans, er voru úti
fyrir Indlandshafsströnd Súmötru,
þar sem eru mót tveggja jarð-
skorpufleka.
Fregnir um tölu látinna og slas-
aðra voru óljósar í gær vegna þess
að skálftinn eyðilagði samskipta-
leiðir til margra héraða.
Haft var eftir vitnum að sjúkra-
hús á svæðinu ættu erfitt með að
sinna öllum þeim er slösuðust, ekki
sízt vegna þess að fáir starfsmenn
húsanna hefðu komizt til vinnu. I
gærkvöldi komu 15 læknar með
flugi frá borginni Palembang á Suð-
ur-Súmötru starfsbræðrum sínum í
Bengkulu til aðstoðar.
I höfuðborg sýslunnar búa um
250 þúsund manns, og þar hlynntu
læknar að slösuðum á bílastæði
undir berum himni af ótta við að
sjúkrahúsið, sem hafði skemmst
mikið í skjálftanum, myndi hrynja í
eftirskjálftum, að því er indónes-
íska fréttastofan Antara greindi
frá.
Vatn og rafmagn fór af og síma-
sambandslaust var í stórum hluta
borgarinnar. Sögðu borgaryfirvöld
að rafmagn myndi ekki komast á
aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir viku.
Þá voru sjúkragögn af skornum
skammti, og sagði í fregnum Ant-
ara að læknar hefðu í sumum tilfell-
um orðið að gera minniháttar að-
gerðir án deyfilyfja.
Flugvöllur borgarinnar lokaðist
vegna skemmda á samskiptatækj-
um og farþegasal. Margir vegir til
borgarinnar voru ófærir vegna
skriðufalla. Talsmaður indónesíska
flotans sagði að tvö herskip hlaðin
matarbirgðum og sjúkragögnum
hefðu verið send á hamfarasvæðið.
Fregnir bárust af því að á eynni
Enggano, sem er um 200 km suð-
austur af Bengkulu, hefðu orðið gíf-
urlegar skemmdir. Haft var eftir
embættismanni að um 90% bygg-
inga á eynni hefðu skemmst.
Ekki vart flóðbylgju
Skjálftinn er einn sá stærsti sem
mælst hefur í Indónesíu á undan-
förnum árum. Hans varð vart víða í
vesturhluta eyjaklasans, þ.á m. í
JARÐSKJÁLFTI í
INDÓNESÍU
Upptök skjálftans voru úti fýrir
strönd Súmötru
höfuðborginni, Jakarta, og í nágr-
annaríkinu Singapore þar sem
margir flýðu hús sín er háhýsi skók-
ust í skjálftanum.
Þótt upptök skjálftans væru und-
ir hafsbotni hafa ekki borist fregnir
af flóðbylgju, svonefndri tsunami,
sem jarðskjálfti eða eldgos geta
komið af stað. í desember 1992
leiddi jarðskjálfti, er mældist sjö á
Richter, til flóðbylgju er varð um
2.500 manns að bana á Flores-eyju í
austurhluta Indónesíu.
AP
A forsíðum breskra dagblaða er Karl Bretaprins hvattur til að kvænast
Camillu Parker Bowles.
E nglandsdrottn-
ing og ástkona
prinsins ræðast við
Lundúnum. The Daily Telegraph.
SVO virðist sem Elísabet Eng-
landsdi’ottning hafi loks gengist við
því að Camilla Parker-Bowles, ást-
kona Karls Bretaprins, sé konan í lífi
hans en á laugardag ræddust þær
stuttlega við í garðveislu sem haldin
var í tilefni af sextugsafmæli Konst-
antíns, fyrrum Grikklandskonungs.
Breskir fjölmiðlar kalla endur-
fundinn sögulegan og til marks um
viðhorfsbreytingu drottningar sem
um árabil hefur virt tilvist Parker-
Bowles að vettugi.
The Daily Telegraph segir frá því
að Parker-Bowles hafi verið kynnt.
fyrir drottningu er hún mætti til af-
mælisveislunnar sem haldin var á
heimili Karls í Glósturskíri og að eft-
ir að þær skiptust á kveðjum hafi
hver haldið í sína áttina og blandað
geði við gesti. Er þetta sagt vera í
fyrsta sinn í tvö ár að drottningin
ávarpi Parker-Bowles og að sögn
sjónarvotta, einkenndust endur-
fundirnir af viðeigandi kurteisi.
Allt þar til um helgina hafði
drottningin neitað að hitta ástkonu
Karls prins eða vera viðstödd at-
hafnir þar sem hún væri meðal gesta
og var ástæðan snar þáttur Parker-
Bowles í skilnaði prinsins og Díönu
prinsessu. Er fullyrt að um mikla
stefnubreytingu sé að ræða ekki síst
íljósi þess að drottningin hafi vitað
fullvel að Parker-Bowles myndi
vera í garðveislunni og er sögð hafa
íhugað málið vel áður en hún tók þá
ákvörðun að heiðra Konstantín fyrr-
um Grikklandskonung með nærveru
sinni. Heimildamenn Dnily Tele-
graph innan konungsfj ölskyIdunnar
segja að drottningin hafi litið svo á
að tími væri kominn til að gangast
við því að Parker-Bowles væri stór
hluti af lffi prinsins.
Biskupbin vildi mynda sér
„yfirvegaða skoðun“
Greint var frá því í gær að erki-
biskupinn í Kantaraborg hafi farið
fram á að hitta Parker-Bowles á
leynilegum fundum og að íþau sex
skipti sem þau hafi hist, hafi sam-
band Karls og Camillu verið rætt,
með það að markmiði að erkibisk-
upinn gæti myndað sér „yfirvegaða
skoðun“ á samskiptum þeirra. Ilefur
þetta ýtt undir umræðuna um það
hvort Karl prins gangist að eiga
Parker-Bowles en samkvæmt
reglum Ensku biskupakirkjunnar er
slíkt óheimilt þar eð bæði eru þau
fráskilin og fyrrum eiginmaður
Parker-Bowles er enn á lífi. Ef af
giftingu yrði kynni það að valda
vanda, ekki aðeins innan kirkjunnar
heldur einnig innan konungs-
fjölskyldunnar því ef Elísabet
drottning félli frá, yrði Camilla
drottning.
Karl prins hefur þó ekki breytt
fyrri yfirlýsingum sínum um að
hann hafi ekki í hyggju að kvænast á
ný og vinir Parker-Bowles vfsa slfk-
uin hugleiðingum á bug og segja
hana hafa allt það sem hún vilji.
„Það síðasta sem hún myndi vilja er
íburðurinn og hátíðleikinn sem fylg-
ir því að verða drottning," fiænka
Camillu í gær.
Fjarskipti í
brennidepli
Sala Landssímans - Ný lög um fjarskipti -
Tækifæri í fjarvinnslu - Öryggi fjarskiptakerfis
Opinn fundur
Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um upplýsingatækni
heldur opinn fund miðvikudaginn 7. júní kl. 16.30 í
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Fjarskipti á íslandi - forsendur framfara
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
Einkafyrirtæki: Tækifæri til fjarvinnslu á landsbyggðinni
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.
Tækifæri í fjarvinnslu með nýjustu tækni -
Reynsla af fyrstu sporum fjarvinnslu á íslandi
Árni Sigfússon, forstjóri Tæknivals.
Sambandslaust ísland 2003?
Halldór Kristjánsson, forstjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar.
Síminn í samkeppnisumhverfi
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans.
Sala Landsímans - samkeppnismál
Eyþór Arnalds, forstjóri (slandssíma.
Fundarstjóri: Ragnheiður Árnadóttir,
aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
www.xd.is