Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 39

Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 39 LISTIR Stór samningur um verk Halldórs Laxness erlendis VAKA-Helgafell hefur gengið frá umfangs- mesta samningi sem forlagið hefur gert um verk Halldórs Laxness erlendis. Um er að ræða heildarsamning við Steidl Verlag í Þýskalandi um útgáfur á skáldsögum og smá- sögum nóbelsskáldsins til næstu tíu ára. Um er að ræða þýskar útgáfur á 36 verkum Halldórs Laxness og for- kaupsrétt að fleiri bók- um. Steidl Verlag hefur á liðnum árum staðið fyr- ir öflugri útgáfu á bókum Halldórs Laxness í Þýskalandi. Prófessor Hu- bert Seelow hefur haft umsjón með texta verkanna, þýtt mörg þeirra og endurskoðað eldri þýðingar á öðrum Hann hefur einnig skrifað eftirmála að þessum nýju útgáfum til að fylgja þeim út hlaði. Seelow var tilnefndur til Evrópsku bókmenntaverðlaun- anna í fyrra fyrir þýðingu sína á Brekkukotsannál. Steidl Verlag hefur undanfarinn áratug gefíð verk Halldórs Laxness út í fjölmörgum útgáfum, bæði inn- bundin og í kiljum. Þá hefur forlagið haft milligöngu um sölu á verkum skáldsins til stórra bókaklúbba í Þýskalandi, en meðal annarra verka sem forlagið hefur á útgáfulista sín- um eru verk Gúnters Grass. Þýðingarmikill samningur á hinu þýska málsvæði Að sögn Péturs Más Ólafssonar hjá Vöku-Helgafelli hefur samning- ur á borð við þennan geysilega mikla þýðingu á hinu þýska málsvæði, sem segja má að hafi verið sterkasta vígi Líixness erlendis undanfarin ár. „Nú er Islandsklukkan t.d. að koma út í þremur nýjum útgáfum," segir Pét- ur Már, „þar sem end- urskoðaður texti Seel- ow er settur í misdýrar umbúðir þar sem hver og einn getur fundið bók við sitt hæfí. Dýr- asta útgáfan, sem telur 11 bindi, er íburðar- mikil og hefur banda- ríski listamaðurinn Roni Horn unnið káp- urnar á hana, síðan koma út 12 bindi í að- eins ódýrari útgáfu sem ætluð er fyrir al- mennan markað og loks verður enn ódýr- ara band á boðstólum. Verkin verða síðan gef- in út í kiljum þar að auki.“ Pétur seg- ir þetta bjóða upp á ákveðna mögu- leika varðandi markaðsetningu á bókunum svo hægt verði að þreifa sig áfram með verkin, því þýsku- mælandi markaðurinn er stór og þarfir lesenda misjafnar. Brekkukotsannáll að koma út í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir margra ára bið „Þegar fyrst var samið við Steidl árið 1988 hafði töluvert af verkum Halldórs Laxness verið á markaði hjá hinum og þessum. Þá var ákveð- ið að veðja á Steidl sem er lítið forlag en þó með aðra stóra höfunda á sín- um snærum, “ segir Pétur Már. Hann segir að Steidl hafi einnig áhuga á að gera tilraun með að gefa út einhver þeirra verka Laxness sem ekki teljast beinlínis til skáldskapar, svo sem ritgerðasöfn og fleira. Pétm- segir að nú sé einnig von á Brekkukotsannál í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir margra ára bið, einnig sé verið að ganga frá út- gáfu á nýrri þýðingu á Sjálfstæðu fólki í Hollandi og Kristnihald undir jökli mun koma út í Tékklandi innan skamms. Halldór Kiljan Laxness Enski boltinn á Netinu (m) mbl.is ALLTAf= GITTHXSAÐ A/ÝT1 OXEYPIS SAFNMAPPA «•-. öhdím! ANDRES OND HEIM FYRIR AÐEINS ANDRFS önd • FÓðu ftNDRES ÖND inn um lúguna í hverri viku fyrir einungis 274 krónur blaðið! • Þú sparar 3.952 krónur ó óri með því að kaupa flndrés Önd í óskrift! • Ef þú skróir þig innan tíu daga færðu vandaða safnmöppu og Fjölskyldukortið ókeypis! KRXNGDU NTJNA í SXMA SSO 3000 (§)Disney Barnahjól fyrir 3-6 ára frá Fjallahjól fyrir dömur frá Fjallahjól fyrir börn frá Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, ________Fjallahjól frá____I _________Fjallahjól frá samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði _____I ________Fjallahjól frá___[ ________Fjallahjól frá_ Ars ábyrgð Reiöhjólahjálmar frá einn mánuð Barnasæti frá | l/erslunin VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraöamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bíla og margt fleira. 5% staðgreiðslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiöslur veittar í versluninni SCOTT • GIANT • BRONCO BRONCO og DIAMOND BRONCO DIAMOND scon Brancale og Hamax Hamax GIANT P H I t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.