Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
*
Framhaldsskóli - A námstefnu 2. júní um aðalnámskrá framhaldsskóla var m.a. fjallað um markmiðssetningu
áfanga og greina. Höfundar beittu flokkunarkerfí Benjamins Bloom og greindu halla milli flokka markmiða.
Gunnar Hersveinn var á námstefnunni Ný námskrá - nýr skóli í lok námskeiðs sem 42 skólamenn sóttu.
Slagsíða
markmiða
námskrár
• Markmið með tilvísun í tilfinningar
og ábyrgð eru ekki áberandi.
• Markmið með tilvísun í rökhugsun
og skilning eru áberandi.
Morgunblaðið/Amaldur
Hvað segja markmið áfanga um félagslegan þroska nemenda? Námstefnan Ný námskrá - nýr skóli í EHÍ.
FRAMHALDSSKOLUM
ber að búa nemendur sína
undir líf, starf og frekara
nám. Skólamir gegna því
veigamikla hlutverki hvað vai’ðar al-
menna menntun og félagslegt upp-
eldi nemenda auk þess sem þeir
skulu vera vettvangur fyrir kynn-
ingu þjóðlegra og alþjóðlegra menn-
ingarverðmæta," stendur í nýrri að-
alnámskrá framhaldsskólanna, bls.
13. A námstefnunni um áhrif nýrrar
aðalnámskrár á innra starf íslenska
framhaldsskólans sögðu Guðbjörg
M. Bjömsdóttir Borgarholtsskóla,
Valgerður Bragadóttir og Þórarinn
Hjaltason Menntaskólanum við
Hamrahlíð frá könnun sinni á
markmiðssetningu nýrrar aðalnám-
skrár. En samkvæmt 2. gr. laga um
framhaldsskóla er hlutverk skól-
anna að - stuðla að alhliða þroska
nemenda svo að þeir verði sem best
búnir undir að taka virkan þátt í lýð-
ræðisþjóðfélagi - búa nemendur
undir störf í atvinnuh'finu og frekara
nám - efla ábyrgðai’kennd, víðsýni,
fmmkvæði, sjálfstraust og umburð-
arlyndi nemenda - þjálfa nemendur
í öguðum og sjálfstæðum vinnu-
brögðum og gagnrýnni hugsun -
kenna nemendum að njóta menn-
ingarlegra verðmæta - hvetja nem-
endur til stöðugrar þekkingarleitar,
m.a. með því að nýta möguleika upp-
lýsinga- og tölvutækninnar.
Til að ná þessum markmiðum er
mikil áhersla á skipulega og ítarlega
markmiðssetningu í nýrri aðalnám-
skrá að mati Valgerðar og Þórarins
sem kynntu niðurstöður hópsins:
„Hver námsgrein á sér sín loka-
markmið, þ.e. einhvers konar heild-
armynd af því sem stefnt er að í
kennslu einstakra námsgreina.
Hver áfangi hefur einnig sín
markmið. Segja má að áfangamark-
miðin Iýsi tálgangi kennslunnar og
þeim árangri sem að er stefnt með
skólastarfinu, því skýr markmið
hljóta að varpa ljósi á hvert takmark
kennslunnar skuli vera.“
Ekki er skortur á markmiðum í
nýrri aðalnámskrá og fá kennarar
skýr fyrirmæli um það sem þeir eiga
að kenna í hverjum áfanga. Mark-
miðum hefur fjölgað um tugi í hverj-
um áfanga miðað við aðalnám-
skrána sem áður var í gildi. Dæmi:
FÉL 103 úr tveimur í 26, STÆ 103
úr tveimur í 39, EÐL 103 úr 0 í 25.
Höfundar vitna í og nota þekkt-
asta flokkunarkerfi námsmarkmiða,
sem kennt er við Bandaríkjamann-
inn Benjamin Bloom. En hann
byggir flokkunarkerfi sitt á þeirri
hugsun að manneskjan hafi fjöl-
þætta námshæfileika og að nauð-
synlegt sé að skólakerfið hlúi að sem
flestum. Aðalflokkar námsmark-
miða eru þá þrír: Þekkingarsvið,
þar sem andlegir hæfileikar nem-
enda eru þjálfaðir, hugsun þeirra og
rökleikni. Viðhorfasvið, þar sem til-
finningalegur þroski nemenda er
ræktaður, ýtt undir áhuga þeirra og
jákvætt viðhorf og leiknisvið, þar
sem hvers kyns líkamleg leikni og
Ný námskrá - nýr skóli
Björn Bjamason sagði í pallbordsumræðum að námskráin væri
sífellt þróunarverkefni.
► Að námstefnunni Ný námskrá
- nýr skóli stóðu 42 starfandi
kennarar, námsráðgjafar og
skólastjómendui’ úr flestuin
framhaldsskólum landsins, sem
eru að Ijúka 15 eininga fram-
Iialdsnámi í námskrárfræði og
skólanámskrárgerð við Endur-
menntunarstofnun Háskóla ís-
lands. Kynntu þeir nokkrar nið-
urstöður verkefna sinna með
erindum og veggspjöldum. Nám-
stefnan var haldin í samvinnu
við Kennarasamband íslands/
Félag framhaldsskóiakennara,
menntamálaráðuneytið og End-
urmenntunarstofnun Háskólans.
Hópurinn stundaði námið undir
leiðsögn Guðrúnar Geirsdóttur
lektors við HÍ og Ingvars Sigur-
geirssonar prófessors við KHÍ.
► Á námstefnunni var leitast
við að svara eftirfarandi spurn-
ingum: Hveijum þjónar fram-
haldsskólinn? Er gróska eða
stöðnun í íslenskum fram-
haldsskólum? Hvaða skólastefha
er boðuð f nýrri aðalnámskrá?
Hefur námskráin áhrif á nám og
kennslu? Hvemig verður nám-
skránni hrint í framkvæmd?
Hvaða hindranir eru helst á veg-
inum? Hvað er skólanámskrá og
hvaða þýðingu hefur hún? Er
skólanámskráin áþján eða
áskorun? Er almenn námsbraut
afgangsstærð í framhaldsskól-
anum? Leysir hún brottfalls-
vandann eða er hún gervilausn?
► Á námstefnunni voru flutt
erindi um viðhorf til nýrrar aðal-
námskrár, framkvæmd hennar,
innra starf framhaldsskólans,
stöðu skólanámskrárgerðar og
þróunarstarf í framhaldsskól-
um. Sérstakur gaumur var gef-
inn að almennri námsbraut sem
menntamálaráðuneytið hefur
falið starfsmönnum fram-
haldsskólanna að skipuleggja.
► Almenn námsbraut er eins
til tveggja ára námsbraut við
upphaf framhaldsskólagöngu og
er ætluð þeim nemendum sem
ekki komast eða vifja ekki fara
strax inn á lengri námsbrautir.
Markrnið heimar er að veita
góða undirstöðu í kjamagrein-
um og gefa nemendum tækifæri
til að glfma við fjölbreytileg við-
fangsefni í list- og verknámi.
► Á námstefnunni kom fram
gagnrýni um að almenna náms-
brautin væri ekki skýrt skil-
greind og styngi það í stúf við
t.d. skiigreiningar á bóknámi til
stúdentsprófs. Gagnrýnt var að
framhaldsskólum væri falin of
mikil ábyrgð í málinu. Ólafur
Jónsson deildarsérfræðingur þjá
menntamálaráðuneyt inu svaraði
þessai-i gagnrýni. Almenna
brautin ætti að höfða til breiðs
hóps nemenda en ekki aðeins
þeirra sem væm óvissir um
framhaldsnám sitt. Hann sagði
brautina geta verið starfstengda
og að einingar innan hennar
yrðu jafngildar öðrum ein.
► Dæmi vom svo flutt á nám-
stefnunni um hvemig mætti út-
færa almenna námsbraut og það
gerðu fulltrúar Framhaldsskól-
ans á Húsavík, Framhaldsskól-
ans f Vestmannaeyjum, Mennta-
skólans á ísafirði,
Menntaskólans í Kópavogi og
Verkmenntaskólans á Akureyri.
í ljós kom að skólamir nýttu
frelsi sitt til að hanna brautina
vel og vöktu útfærslumar und-
antekningarlaust aðdáun nám-
stefnugesta. Almenna brautin
þjá þeim virtist jafnvel falla bet-
ur undir meginmarkmið aðal-
námskrár en aðrar brautir.
► Námstefnunni lauk með
pallborðsumræðum sem Bjöm
Bjamason menntamálaráðherra
tók ineðal annarra þátt í. Hann
lagði áherslu á að aðalnám-
skráin væri sffellt þróunar-
verkefni. Hún væri fremur upp-
haf að nýjum túna en iokaskref.
Vinnan héldi áfram í ráðuneyt-
inu og framhaldsskólarair
myndu einnig hver um sig þróa
eigin skólanámskrá.
Samantekin áfangamarkmið í jarðfræði
Þekking Viðhorf Leikni
Mat 1 Nýmyndun 0 Greining 3 Beiting 4 Skilningur 19 Minni 9 Heildstætt gildismat 0 Heildarsýn / ábyrgð 0 Alúð / rækt 0 Svörun / þátttaka 0 Athygli / eftirtekt 0 Skapandi tjáning 0 Aðlögun 0 Flókin færni 0 Vélræn leikni 0 Svörun 0 Viðleitni 0 Skynjun 0
Samtals 36 Samtals 0 Samtals 0
Hlutfall allra markmiða
% eftir sviðum
Þekking Viðhorf Leikni
fæmi er þjálfuð. Markmiðum hvers
flokks er síðan skipt í þrep og era
einföldustu markmiðin neðst. Eftir
því sem ofar dregur gera markmið-
in meiri kröfur til nemenda, til hugs-
unar og gildismats, fæmi eða ann-
ars andlegs og líkamlegs þroska.
Einnig er nauðsynlegt að nemendur
hafi náð markmiðunum á neðri stig-
um til að þeir geti tekist á við
markmið á efri stigum.
Valgerður Bragadóttir sagði á
námstefnunni að þau hefðu skoðað í
þessu ljósi áfangamarkmið 40
áfanga í aðalnámskrá og loka-
markmið 9 greina, samtals um 1100
markmið. „Þegar áfangamarkmið
einstakra greina í aðalnámskrá eru
skoðuð, kemur í ljós að töluverður
munur er á einstökum fögum og
greinasviðum," sagði hún og tók það
fram að flokkun markmiðanna á
sviðin þrjú byggðist á þeirra eigin
ályktun.
Niðurstaðan var að áfangamark-
miðin eru langflest á þekkingarsviði
og flest á „lægri“ þrepum þess stigs.
Síðan koma markmið á leiknisviði,
en langfæst eru markmiðin á við-
horfastigi. Mikill munur er þó á ein-
staka greinum. I sumum eru
markmiðin eingöngu á þekkingar-
sviði og ekki vikið að viðhorfum eða
leikni. Dæmi um það er jarðfræði,
þar sem öll markmiðin falla undir
þekkingarsvið. I fjórum jarðfræði-
áföngum eru 36 markmið á þekking-
arsviði en engin á öðrum.
Undir þekkingu flokkast t.d. mat,
greining, beiting og skilningur.
Undir viðhorf t.d. gildismat, ábyrgð,
alúð, þátttaka og athygli. Undir
leikni t.d. skapandi tjáning, skynj-
un,flókin fæmi og aðlögun.
Áfangamarkmið t.d. í þýsku sýna
hins vegar að töluverð áhersla er
lögð á leiknisviðið. Þar falla 52
markmið undir þekkingu, eitt undir
viðhorf og 47 undir leikni. í einstaka
greinum er tilhneigingin, sam-
kvæmt greiningu höfunda, að þekk-
ingarmarkmiðum fækki eftir því
sem ofar dregur í faginu og við bæt-
ast viðhorfs- og/eða leiknimarkmið.
Dæmi: ÞÝS 603. Þar eru tíu leikni-
markmið en sjö undir þekkingu.
I þeim greinum sem höfundar
skoðuðu (samfélagsgreinar, nátt-
úrufræðigreinar, stærðfræði, þýska
og íslenska) voru það helst mark-
miðin í íslensku sem dreifast hvað
mest á sviðin þrjú, en dreifingin í
félagsgreinum er ekki langt að baki.
Samansöfnuð áfangamarkmið í
íslensku eru 73 á þekkingarsviði,
átján á viðhorfasviði og 28 á leikni-
sviði. Samansöfnuð falla 61 áfanga-
markmið í sálfræði undir þekkingu,
sex undir viðhorf og tíu undir leikni.
Höfundum fannst athyglisvert að
þegar skráð lokamarkmið greina
voru skoðuð og borin saman við
áfangamarkmið þá birtist ekki sama
mynd. Lokamarkmiðin dreifðust
mun meira á sviðin þijú heldur en
raunin var í samanteknum áfanga-
markmiðum, t.d. náttúrufræði-
greina. „Þama gætir ákveðins mis-
ræmis,“ sagði Valgerður og nefndi
sem dæmi: Áfangamarkmið líf-
fræði: 85 undir þekkingu, þrír undir
viðhorf, sjö undir leikni. Loka-
markmið náttúrfræðigreina: Fimm-
tán undir þekkingu, átta undir við-
horf og ellefu undir leikni. Innihald
einstakra áfanga er m.ö.o. ekki í
samræmi við lokamarkmið greinar-
innar.
í samantekt höfunda sagði Val-
gerður að markmiðssetningin hafi
verið stóraukin milli aðalnámskráa
en að flest markmiðin væru á þekk-
ingarsviði, samanber flokkunarkerfi
Blooms. Markmiðssetningin er því
einhæf ef markmið eiga einnig að ná
til fleiri þátta en þekkingar og skiln-
ings. En af öllum markmiðunum
sem greind voru féllu 912 (80%)
undir þekkingu, 78 (7%) undir við-
horf og 142 (13%) undir leikni.
Áherslan á persónu- og félags-
þroska og á tiltekin gildi er m.ö.o
ekki áberandi í áfangamarkmiðum
þótt eitt af meginmarkmiðum fram-
haldsskólans sé að þroska og móta
nemendur til góðs.
Höfundar veltu íyrir sér í lokin
hvort þeir kennarar sem tóku þátt í
námskrárgerðinni hafi ekki haft
nægilega þekkingu á námskárgerð
og hvort þeir hefðu ekki þurft að
fara á námskeið í námskrárfræðum
áður en þeir hófust handa.