Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 53
MÖÉtíÚÍÍBLÁÐIÐ
MINNINGAR
ÞKID.tl’llAGÚR 6. JÖKÍ 2000
garðinn stóra sem þá þegar hafði
orðið fyrir skelfilegum áföllum. Oft
kom hún í heimsókn og er eitt skipti
mér sérstaklega minnisstætt. As-
laug Perla og Birta frænka hennar
voru heima að leika sér og hét leik-
urinn Öskubuskuleikur. Þær mok-
uðu öskunni úr arninum hjá mér og
fylltu allar gluggakistur og vasa í
húsinu því önnur átti að vera Ösku-
buska og hin vonda stjúpan. Sótugar
og skömmustulegar litu þær á mig
þegar ég gekk inn í stofuna en reiði
var ekki það fyrsta sem kom upp í
huga mér því hugmyndaflug þeirra
fannst mér svo ótrúlegt. Eg fór að
hlæja og þær þá líka. Ég er mjög
þakklát fyi’ir allar stundirnar sem
ég og fjölskylda mín eyddu með
henni. En skyndilega dró ský fyrir
sólu og eftir sitja minningarnar
ljúfsárar eins og ljóðin hennar. Þau
munu minna okkur um ókomna
framtíð á drauma sem ekki fengu að
rætast. Hann sem lífið gaf hefur nú
tekið perluna sína í faðm sér og þar
hvílir hún nú laus úr fjötrum jarðar
um eilífð alla.
Tunglið tunglið taktu mig
og segðu að mig sé að dreyma.
Tunglið tunglið taktu mig
þangað sem ég á heima.
Tunglið tunglið taktu mig og láttu mig
öllu gleyma.
(Áslaug Perla ’99.)
Elsku Lilla systir, Jonni, Ragnheið-
ur, Andri Pétur og Agnes, guð
styrki ykkur í sorginni.
Þín
Þrúður (Deddý frænka).
Elsku hjartans Áslaug Perla, lítil
minning um þig.
Ég man þegar hún var aðeins sjö
ára og var í pössun hjá mér hálfan
daginn einu sinni í viku. Það fór
aldrei neitt fyrir henni. Einn daginn
mátti hún til með að hringja í
mömmu sína í vinnuna, það var
áríðandi. Símtalið var á þessa leið:
„Heyi’ðu mamma, ég ætla að drífa í
þessu núna, annars geri ég það
aldrei." Þessi orð voru sögð í tilefni
kjóls sem var í bígerð fyrir dóttur
mína, tveggja mánaða gamla þá, og
ætlaði hún að sauma hann á litlu
dúkkusaumavélina sem hún hafði
nýlega fengið. Saumaskapurinn fór
dálítið í flækju. Seinna þegar hún
var um sextán ára gömul kenndi hún
þessari sömu dóttur minni á píanó,
nótur og allt. Ég var svo ánaqgð með
hana. Þessir píanótímar hjá Aslaugu
Perlu tengdu þær líka saman. Voru
þær pínulítið eins og systur sem
aldrei rifust, það vorum við líka
fannst mér.
Elsku Áslaug Perla mín, með þér
leið mér vel og öllum sem þekktu
þig. Þú varst svo falleg og mikill
fjársjóður var fólginn í þér. Þú varst
stór perla sem engin festi hefði get-
að borið, þú varst svo einstök. Núna
þegar þú ert farin í langbesta heim-
inn, eins og þú orðaðir það svo fal-
lega í minningargrein sem þú skrif-
aðir um Pétur Inga son minn, bið ég
að heilsa þangað. Ég kveð þig með
söknuði, samt verður þú alltaf í
hjarta mínu. Ég vil enda þetta núna
með kvæði sem er eitt af mörgum
sem þú samdir og heitir Álfadans:
Alfamir dansa um nætur
Eilifðin grætur
þvihún sefuraldrei
Nóttin er ung
hún er hrein mey
Hún fæðist á ný
_ heiminumí
Alfamir dansa um nætur
í skugganum eilífðin grætur
því hún deyr aldrei
Hamingjan sefur
í álfanna hjörtum
þeir dansa í skuggunum
svörtum
Skuggann minn
og skuggann þinn
Bak við mig
og bak við þig
Ef eilífðin gréti myndi ég
hugg’anaeféggæti
(Áslaug Perla ’97.)
Elsku Lilla, Jonni, Ragnheiður, Agnes og
litli Andri Pétur, megi Guð halda utan um
ykkur í gegnum þessa sorg.
Þín móðursystir,
Sólveig Berndsen (Didda).
+ Rannveig Ingi-
björg Þormóðs-
dóttir var fædd á Ak-
ureyri 26.maí 1933.
Hún lést á Akureyri
29. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þormóður
Sveinsson bókari hjá
mjólkursamlagi
KEA, f. 22.9. 1889, d.
28.8. 1980, og Björg
Margrét Stefáns-
dóttir, f. 24.6. 1901,
d.10.8.1980. Systkini
Rannveigar eru Ing-
ólfur, f. 29.12. 1935, Eiríkur,
f.27.4.1943, og Friðrika Þorbjörg,
f. 19.11. 1940,.d. 31.3.1941. Börn
Rannveigar eru: Ómar Svanlaugs-
son, f. 29.11.1961, og Þormóður
Svanlaugsson, f. 5.6.1963, d.
23.1.1969. Kona Ómars er Krist-
rún Inga Geirsdóttir og eru þeirra
börn Rannveig Inga, Katrín Ósk
og Ómar Svan. Auk þess átti
Kristrún fyrir Herborgu Rósu og
Guðrúnu Petru Árnadætur.
Ríinnveig vann lengst af hjá
Landsíma Islands sem talsíma-
kona.
Útför Rannveigar fór fram frá
Akureyrarkirkju 5.júni.
Elsku amma. Mér finnst sárt að
þurfa að kveðja. Mér finnst erfitt að
vera svona langt í burtu og geta ekki
kvatt þig almennilega. Mamma
hringdi í mig og sagði mér að þú vær-
ir látin. Það er erfitt að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að hitta þig aftur í
þessu lífi eða tala við þig. Ég á eftir að
sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo
yndisleg og róleg. Þú vildir alltaf
hjálpa til og þú hjálpaðir mér þegar
ég var ein með systkim mín þegar
mamma og Ómar ferðuðust. Þú varst
svo umhyggjusöm og vildir okkur svo
vel.
Þegar þú veiktist síðasta sumar
varð ég rosalega hrædd
um þig. Ég gerði mér
svo miklu meiri grein
fyrir því hvað mér þótti
vænt um þig og hvað
mig langaði að kalla þig
ömmu mína, sem ég
byrjaði að gera þá. Þú
stóðst þig frábærlega
vel. Mér fannst þú vera
orðin svo hress þegar
ég kvaddi þig síðasta
október og stuttu eftir
að ég var komin út frétti
ég að þú værir aftur
komin heim. Ég var
mjög ánægð með þig.
Elsku amma, Guð veri með þér.
Láttu þér Mða vel. Ég elska þig.
Guðrún Petra.
„Veistu hvað gleðin tefur tæpa
stund en treginn lengi...,“ orti Hann-
es Pétursson.
Vorkvöldin á Akureyri eru engu
lík. Birtan, lith-nir, fjörðurinn, fjöllin
- fjólubláan Kaldbak ber við himin,
óendanleg fegurð, tíminn og eilífðin
renna saman í eitt. Þannig verður það
alltaf. I minningunni er alltaf vor og
sólskin á Akm-eyri æskuáranna.
Á Syðri-Brekkunni hafði mannlífið
sinn sérstaka blæ þar sem andi skól-
anna sveif yfir vötnunum og mennt-
skælingar spiluðu blak og gengu með
spekingssvip á Sólheimatúninu. Pott-
ormarnir gátu í mesta lagi látið sig
dreyma um þann topp tilverunnar að
komast í blakliðið. En allt hefur sinn
tíma, meir en nóg var að gera og til-
veran bara stórgóð eins og hún var.
Nágrannafjölskylda okkar Páls-
Briemsgötubúa var fjölskylda Þor-
móðs Sveinssonar í Hrafnagilsstræti
10 og var hún snemma sjálfsagður
hluti af heimsmyndinni. Þoi-móður,
þessi fíngerði, skarpgáfaði hæglætis-
maður, var brunnur ferðasagna. Þeg-
ar Þormóður hafði brugðið sér í poka-
buxm-nar og birtist með göngustaf í
hendi vissum við að alvöruferð með
Ferðafélaginu stóð fyrir dyrum.
Björg, húsfreyjan, fjallmyndarleg
með sitt síða, kolsvarta hár brugðið í
hnút í hnakkanum, sýslaði í eldhús-
inu, örlát á kleinur og flatkökur.
Ferðalúnii- og forvitnilegir Skagfirð-
ingar og Fnjóskdælingai- voru tíðir
gestir. Og svo voru það systkinin,
Rannveig og Ingólfur, sem aUtaf voru
liðtæk og til í tuskið. Svona eiga ná-
grannar að vera.
Margt var sér til gamans gert.
Farið vai- í slábolta eða krokket,
gengið á Súlutind, sem var sjálfsögð
manndómsvígsla. Lautarferðir í
Lystigarðinn tilheyrðu sunnudögum
og helgidögum og allir voru að sjálf-
sögðu í sínu fínasta pússi. Stundum lá
leiðin inn í Fjöru, en við höfðum frétt
að framandi þjóðflokkur byggi í Inn-
bænum, eða til að berja fjörulalla
augum sem hlytu að halda til þarna.
Svo voru það sólsetursgöngumar út á
Klappir til að horfa á sólarlagið og
falla í stafi af allri dýrðinni. Útilegur í
Vaglaskóg vora seinni tíma ævintýr
og sveitaböllin vora nú kapítuli út af
fyrir sig.
Fjölskylduferðirnar út á land vora
famar í boddíbílum og ferð á slóðir
forfeðranna í Skagafb’ði, sem þótti
merkastur og fegurstur allra fjarða
að dómi feðranna beggja, var árlegt
ritúal með tilheyrandi fómum. Bíl-
veikin herjaði á ferðalangana og fór
ekki í manngreinarálit. Mikið var
kúgast og þegar einhvejum datt það
húsráð í hug að drekka rjóma við
pestinni keyrði alveg um þverbak.
Litlu atvikin í lífinu sem vora alltaf
að koma fyrir urðu alveg eins mikil í
okkar huga og stóru viðburðimir sem
við upplifðum síðai’ í fjölbýli heimsins.
Svona era stærðir heimsins. Þannig
var gangur lífsins á Syðri-Brekkunni
og þannig munum við það á nýrri öld.
Leiðir skildu. Áratugir liðu. Rann-
veig kaus að dveljast í heimahögum,
þai’ sem hún stundaði vinnu og ól upp
sína fjölskyldu. En aldrei rofnaði
sambandið. Úr fjarlægð fylgdist hún
manna best með því sem var að ger-
ast í okkar fjölskyldu, sýndi um-
hyggju sína fyrir öðrum, eigin tilfinn-
ingar bar hún ekki á torg. Síðari árin
var aftur tækifæri til að hittast og
kom alltaf betm- og betur í Ijós hvað
Rannveig var margfróð um menn og
málefni, ekki síst Akureyringa, og.
fyllti hún óðar í eyðurnar hjá okkuf*
hinum.
Þegar við vorum að alast upp höfðu
menn á orði að þeir hefðu séð tímana
tvenna. Okkur fannst þetta afskap-
lega gamalt fólk og tókum þetta með
tvenna tímana auðvitað gott og gilt
fyrirvaralaust. Aldurinn er nú tekinn
að færast yftr okkar kynslóð þó að
okkur finnist trúlega við vera síung.
Það er til efs að nokkur kynslóð hafi
upplifað þá byltingu sem við höfum
orðið vitni að. Okkar kynslóð náði í
endann á tíma bændasamfélagsins og
stórfjölskyldunnar og við upplifum^
nú ógnarhraða tölvualdar og upplýs-
ingabyltingar.
Einkennum nútímans hafa verið
gefin mörg nöfn: Firring, tómhyggja,
græðgi, tæknihyggja í stað mann-
hyggju og í heimi hér býr nú skjá-
stýrt fólk. Það er án efa meiri vandi
nú en nokkra sinni fyrr að vera
manneskja. Aðlögunarhæfni manna
er misjöfn. Viðkvæmar sálir falla í
skugga, sá sem hefur sig ekki í
frammi verður einhver afgangsstærð
í óðakapphlaupinu. Rannveig var allt-
af sjálfri sér samkvæm og lét ekki
stjómast af tíðarandanum sem gat
verið hvora tveggja í senn styrkur og
veikleiki. En alvarlegur heilsubrestur
reið baggamuninn.
Yfir minningu Rannveigar Þor-
móðsdóttur hvílir heiðríkja akur-
eyrska vorkvöldsins. Við systkinin
þökkum samverana og kveðjum heil-
steypta, einlæga, trygglynda og fóm-
fúsa vinkonu. Hvíli hún í friði.
Innilegar samúðarkveðjur til
bræðranna, Ingólfs og Eiríks, og til
sonar og fjölskyldu.
Hrefna Hannesdóttir.
Það kólnar en sólin vermir þig.
Það rökkvar en máninn lýsir þér.
Það eru engin ský sem hefta fór þína, *
og stjaman þín fylgir þér heim.
Kær kveðja og þökk fyrir aUt.
Hólmfríður.
RANNVEIG
ÞORMÓÐSDÓTTIR
+ Óli Tryggvason
var fæddur í
Reykjavík 29. des-
ember 1959. Hann
lést á Dalvík 26. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Ingi-
björg Þorvaldsdóttir
og Tryggvi Friðriks-
son. Oli átti niu
hálfsystkin, en eitt
þeirra er látið. Við
fimm ára aldur flutt-
ist hann til föðurfor-
eldra sinna sem
bjuggu í Gröf í Svarf-
aðardal.
Fyrri kona Óla er Guðrún Eir-
íksdóttir: Þeirra dætur eru: fris
Dögg, f. 10.2.1991, d. 8.2 1995, og
Bjarney Inga, f. 21.4. 1984, náms-
mær.
Seinni kona Óla er Ingibjörg
Torfadóttir. Börn þeirra eru:
Tryggvi Dalmann, f. 13.5. 1990
og Guðbjörg Anna, f. 12.10.1993.
Einnig á Ingibjörg soninn Jóhann
Torfa Hafsteinsson, f. 28.7. 1980,
sem jafnframt var fóstursonur
Óla.
Óli verður jarðsunginn frá Dal-
víkurkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Nú er fallinn frá einn af mínum
bestu vinum. Allt í einu er Óli í Gröf
dáinn. Maður verður auðvitað fok-
reiður. Hvað á þetta að þýða? Af
hverju hann? Af hverju þetta og af-
hverju hitt? Það fást bara engin svör
frekar en áður við svona spuming-
um. Það hlýtur bara að vanta fólk á
aðra staði. Ég kynntist Óla þegar ég
fluttist til Dalvíkur árið 1977. Við
urðum strax góðir vinir og þó að við
höfum báðir flutt út og suður um allt
land og fjölskylduhagir breyst, þá
hefur sú vinátta haldið alla tíð síðan.
Ef maður þekkir ein-
hvem sem hægt er að
hringja í og tala við
hvenær sem er, sama
hvaða dagur er og hvað
klukkan er og sá hinn
sami nennir að tala við
mann jafnvel þó um-
ræðuefnið sé ekkert
merkilegt, þá á maður
vin. Þannig vinur var
ÓIi.
Það er auðvitað ótal
margt sem hægt væri
að segja frá, því margt
var brallað og spáð og
spekúlerað, en það era
minningarnar okkar sem verða til
þess að auðvelda okkur hinum að
halda áfram án hans. Það hefur
aldrei skipt máli hvort það liðu
nokkrir klukkutímar eða nokkrar
vikur á milli þess sem við töluðum
saman, alltaf var alveg eins og við
hefðum verið að tala saman rétt áð-
an, það var bara haldið áfram þar
sem frá var horfið síðast. Við gátum
setið tímunum saman og planað og
rætt ótrúlegustu hluti sem við ætluð-
um auðvitað að framkvæma, en bara
seinna. Enn einu sinni fær maður að
sjá að einhvern tíma seinna getur
bara verið of seint. Ég ætla nú ekki
að fara út í að vera voðalega væminn,
vegna þess að við höfum oft talað um
að það væri ekki alveg málið, frekar
ættum við að skála fyrir liðinni tíð og
reyna að brosa framan í lífið þegar
kemur að kveðjustund. En það er nú
auðvelt að ákveða það þegar maður
er í góðum félagsskap og dauðinn
virðist svo langt frá. Svo þegar á
hólminn er komið þá verður nú ekki
eins auðvelt að glíma við tárin.
í þessum fáu línum ætla ég ekki að
fara að telja upp alla kosti Óla í Gröf,
það sem ég á og vinir hans allir era
minningarnar um ljúfan og skemmti-
legan félaga, sem var bara alltaf
þarna.
Til þín Óli, ef þið fáið að kíkja í
blöðin þarna sem þú ert: Kæri vinur,
ég þakka þér fyrir að hafa verið vinur
minn alla tíð og hvort sem við hitt-
umst fljótlega eða eftir lengri tíma þá
veit ég að við höldum bara áfram þar
sem frá var horfið síðast.
Elsku Inga og bömin, ég vona að
þið fáið þann styrk og kraft sem þið
þurfið á að halda til að takast á við
þessa erfiðu tíma sem þið erað að
ganga í gegnum. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Ólafur Ragnar Hilmarsson.
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt,
hafðuþarsessogsæti,
signaður Jesúsmæti
Egfelísérhvertsinn
sáloglíkamaminn
ívaldogvinskapþinn
vöm og skjól þar ég fmn.
(Hallgi’. Pét)
Góða nótt, elsku Óli.
Theodór Örn,
Inacio Ramos Rocha,
Matthías Ásgeir Ramos Rocha,
Hafsteinn Berg Ramos Rocha.
Óskiljanlegt. Ungur maður kvadd-
ur svo skyndilega í annan heim, eftir
sitja ástvinfr harmi slegnir og spyrja
af hverju en fá engin svör.
Nú hefur þú kvatt þennan heim
svo langt fyrii’ aldur fram, elsku Óli.
Ekki er hægt að minnast þín án þess
að hugsa um tölvur, grín og hlátur.
Allt sem tengdist fjölskyldunni þinni
og rafmagni átti hug þinn allan.
Sama hve erfitt viðfangsefnið var,
alltaf tókst þér að leysa það með
þinni einstöku þolinmæði. Alltaf
varstu fljótur að finna spaugilegu
hliðamar á flestu sem var að gerast
og alltaf gastu komið manni í gott
skap, sama hvað var að. Svona mun-
um við minnast þín, elsku Óli.
Nú ertu umvafinn englum al-
heimsins með elsku írisi þinni þar
sem þið leiðist hönd í hönd og skínið
stjörnur bjartastar á himninum.
Okkur langar til að kveðja þig með
þessari bæn, bæn indíánanna:
Ómikliandi
hvers rödd ég heyri í vindinum
-heyrmig!
sem eitt þinna möi-gu bama
kemégtilþín.
Ég er smár og veikburða
égþarfiiastaflsþínsogvisku.
Megiéggangaífegurð
lát augu mín fá geymd hin rauðu
og purpuralitu sólsetur.
Láttu hendur mínar virða þau verk
semþúhefurskapað
og eyru mín hlusta eftir þinni rödd.
Gerðu mig vitran svo ég fái þig skypjað
þau fræði sem þú hefur fólgið
í hveijum þumlungi jarðarinnar.
Gerðu mig sterkan, ekki til að miklast yfir
bræðrum mínum,
heldur til þess að verða þess megnugur
að berjastvið mesta óvin minn, sjálfan mig.
Gerðu mig hæfan til að ganga fram
fyrirþig,
með opnum huga.
Þannig að þegar lífið þverr
líkt og dagsólin búin
komiandiminntilþín,
lausviðskömm.
Elsku Inga, Jóhann, Badda,
Tryggvi og Guðbjörg, megi Guð
styrkja ykkur og vemda í gegnum
þennan mikla missi.
Ásgeir, Freyja og Ragna.
OLI
TRYGGVASON