Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 55
KRISTBJÖRG ÞOR-
VARÐARDÓTTIR
+ Kristbjörg Þor-
varðardóttir
fæddist í Grjótaþorp-
inu í Reykjavík 6. maí
1909. Hún lést á
Landspítalanum 26.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorvarður Magnús-
son, landpóstur, f. í
Gröf í Laxárdal
22.11. 1857, d.
12.8.1924, og Ám-
björg Árnadóttir,
húsmóðir, fædd í
Breiðliolti, Reykja-
vík, 13.3. 1870, d. 13.12. 1970.
Systur Kristbjargar voru tvær:
Bryndís, f. 1.3.1907, d. 28.8.1907,
og Kristín, húsmóðir í Hafnar-
firði, f. 24.9. 1899, d. 13.1. 1983.
Hennar maður var Guðmundur
Páll Pálsson, f. 12.1. 1906, d.
11.11. 1973. Þau eignuðust sex
börn, tvö dóu í frumbernsku, Ása,
f. 24.8. 1927, lést 1962, Sunna, f.
12.5. 1932, Selma, f. 20.10. 1938,
og Heiðveig, f. 28.8.1939.
Kristbjörg ólst upp í Lækjar-
hvammi og Tungu, sem þá voru í
útjaðri bæjarins. Hún giftist ung
Sigurði Guðmundssyni og áttu
þau saman dótturina Höllu, f.
23.6. 1930, en misstu hana úr
barnaveiki fimm ára gamla 3.7.
1935. Þau skildu.
Kristbjörg Þorvarðardóttir, ömmu-
systir mín, fæddist heima hjá ömmu
sinni og nöfnu í Gijótaþorpinu í
Reykjavík 6. maí árið 1909. Hún ólst
upp á mörkum bæjar og sveitar; for-
eldrar hennar, langamma mín Am-
björg og langafi Þorvarður, bjuggu
fyrst í Lækjarhvammi, þar sem nú eru
mót Kringlumýrarbrautar og Suður-
landsbrautar, og síðar í Tungu við
Suðurlandsbraut þar sem nú eru
gatnamót við Nóatún. Kristín systir
hennar og amma mín var 10 árum
eldri, en þriðju dótturina, Bryndísi,
misstu foreldrar þeirra í frumbemsku.
Afi Þorvarður var óforbetranlegur
hestamaður, enda ættaður úr Dölun-
um. Hann fékk útgefið lausamennsku-
bréf í Reykjavík 1898 og vann lengst
af sem landpóstur með Hans frænda
sínum. Dalagenið lenti í Biggu, eins og
Kristbjörg var alltaf kölluð, og hestar
og hundar voru hennar líf og yndi.
Hún fór snemma að hjálpa pabba sín-
um með hrossin, var knapi og keppti í
hestaíþróttum. Hún eignaðist fallega
og vakra hesta og það var henni þung
raun þegar hún gat ekki lengur hugs-
að um þá en þeim síðasta lét hún farga
fyrir um 20 árum.
Bigga frænka hlaut óvenju mikinn
glæsileik í vöggugjöf. Hún var hávax-
in kona, með hrafnsvart og þykkt hár,
fríð sýnum og fallega vaxin. Hún
vakti því snemma athygli og var farin
að sýna tískufatnað í samkomuhúsum
bæjarins um tvítugt.
18 ára gömul giftist Bigga Sigurði
Guðmundssyni heildsala og átti með
honum eina bamið sitt, Höllu, sem
lést úr bamaveiki aðeins 5 ára gömul
1935. Hún var þá skilin við Sigurð og
festi ekki lengur yndi á Islandi. Leiðin
lá til Kaupmannahafnar þar sem hún
vann jöfnum höndum við sauma- og
sýningarstörf hjá tískuhúsum þeirra
tíma. Eitthvað - eða kannski einhver
- dró hana til Hamborgar 1939 og þar
var hún þegar stríðið skall á og síðar í
Berlín. Hún komst ekki til Danmerk-
ur aftur fyrr en í stríðslok. Til Islands
kom hún með fyrsta skipi eftir stríð
og allan þennan hörmungartíma vissi
fjölskyldan hér heima ekkert um af-
drif hennar. Heiða, yngsta systur-
dóttir hennar, sem var fædd eftir að
Bigga fór utan, hefur oft lýst því fyrir
okkur hinum hvemig frænka birtist
henni í fyrsta sinn á landganginum á
Esjunni 9. júh' 1945 með einn af þess-
um barðastóm höttum sem hún bjó til
sjálf, óaðfinnanlega klædd í aðskor-
inni teinóttri dragt, í skóm með háum
korkhælum. Og auðvitað bar hún af
öllum á bryggjunni. Þannig var
Bigga, smekkleg og glæsileg í senn,
oftast ldædd í föt sem hún hannaði og
saumaði sjálf.
En Reykjavík eftirstríðsáranna
Seinni maður
Kristbjargar var
Bergþór Sigurðsson,
skrifstofumaður, f.
20.7. 1929, d. 26.6.
1979. Bergþór var
einn fjögurra sona
Ingibjargar Eyjólfs-
dóttur og Sigurðar
Jóhannssonar kaup-
manns, sem kenndur
var við Geysi. Berg-
þór vann lengst af
hjá Flugmálastjóm á
Keflavfkurflugvelli
og síðar við skrif-
stofustörf. Þau Kristbjörg bjuggu
lengi í Silfurtúni í Garðabæ en síð-
ustu æviár Bergþórs bjuggu þau í
Fannborg 1 í Kópavogi og þar bjó
Kristbjörg til dauðadags.
Kristbjörg starfaði sem sýning-
ardama og við fatasaum í Kaup-
mannahöfn frá 1936 til 1939, vann
við verksmiðjustörf í Hamborg
1940-1941 og í Berlín 1941-1944.
f september 1944 komst hún til
Danmerkur og til íslands sumarið
1945.
Hún vann við afgreiðslustörf
m.a. í Feldinum og Hatta- og
skermabúðinni og var vökukona á
Vífilsstöðum í 12 ár.
Útför Kristbjargar verður gerð
frá kapellu Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
heillaði Biggu ekki strax, ekkd fyrr en
1947 þegar hún kynntist þar ástinni í
lífi sínu, Bergþóri Sigurðssyni, syni
Sigurðar kaupmanns í Geysi. Berg-
þór var 20 ámm yngri, aðeins 18 ára
gamall, hún 38. Trúlega hefur fæstum
litist á þennan ráðahag en hann var
byggður á traustum gmnni og ein-
kenndist af ást og virðingu. Heimih
þeirra Biggu og Bergþórs var glæsi-
legt, fallega búið listaverkum og hús-
gögnum og mér þótti það alltaf eins
og að ganga inn í annan heim að
heimsækja þau í Silfurtúnið.
Þeim Bergþóri og Biggu varð ekki
bama auðið en systurdætur hennar,
einkum Ása móðir mín og Heiða, vom
miklar vinkonur þeirra og við bama-
börnin áttum öll okkar sess hjá Biggu
frænku. Og bömin okkar ekki síður.
Það var Biggu mikið og þungt áfall
þegar Bergþór dó, aðeins fimmtugur
að aldri, fyrir rúmum 20 ámm. Heiða
móðursystir mín og Sævar eiginmað-
ur hennar reyndust henni þá góðir
vinir og á sama hátt hefur Heiða verið
stoð hennar og stytta á undanfomum
ámm.
Amma Ámbjörg varð hundrað ára
og mér fannst Bigga alltaf hljóta að
ná sama aldri. Þrátt fyrir árin 91 varð
hún aldrei gömul kona. Hún var lífs-
glöð, las mikið, fylgdist vel með póli-
tík og dægurmálum og átti stóran
hóp kunningjakvenna og vina. Hún
var ættrækin og ættfróð og auðvitað
hélt hún áfram að klæða sig vel sem
fyrr, enda þótt árin og áratugirnir
færðust yfir. Sem betur fer varð
henni að þeirri ósk sinni að þurfa
aldrei að fara á elliheimili. Með aðstoð
heimilishjálpar og vinkvennanna í
Fannborginni gat hún búið heima hjá
sér fram til 8. maí sl. Tveimur dögum
eftir 91 árs afmælisdaginn fékk hún
heilablæðingu sem varð henni að al-
durtila í Landspítalanum tæpum
þremur vikum síðar.
Með Biggu frænku er gengin eftir-
minnileg kona, einstök blanda af
heimsborgara, fagurkera, sveita-
stúlku og táningi. Við sem vorum vin-
ir hennar og frændfólk minnumst
hennar með þakklæti fyrir samferð-
ina.
Álfheiður Ingadóttir.
Mig langar að minnast Kristbjarg-
ar Þorvarðardóttur, sem nú er látin í
hárri elli, með nokkrum orðum.
Þegar árunum fjölgar og ævin
lengist rennur æ betur upp fyrir okk-
ur hvað samferðafólkið er okkur stór
hluti af tilverunni. Þegar vinimir
kveðja er kominn tími til að þakka,
minnast og sakna. Þegar ég hugsa
um hana Biggu, en svo var Kristbjörg
alltaf nefnd í vinahópi, er mér þakk-
læti efst í huga. Hún gaf mér og fjöl-
skyldu minni svo fallega vináttu, um-
hyggju og ástúð að við ölí munum búa
að því meðan ævin endist okkur. Þeg-
ar minningarnar knýja dyra er af
mörgu að taka. Bigga hafði alla tíð
sterka návist. Hún var skarpgreind,
hafði frá mörgu að segja eftir við-
burðaríka ævi og bjó yfir einhverjum
áreynslulausum þokka, sem var
henni fullkomlega eilíflegur.
Þegai' ég kynntist henni var hún
gift Ijúflingnum Bergþóri Sigurðs-
syni föðurbróður Þórhildar konu
minnar. Með okkur tókust strax góð
kynni sem urðu að einlægii vináttu
þegar tímar liðu. Á þessum tíma var
Bigga komin yfir miðjan aldur, en
hún bar aldurinn vel og var án allrar
tilgerðar svo glæsileg að eftir var tek-
ið. Hún var hispurslaus, hafði sterka
réttlætiskennd og átti stórt hjarta.
Lífið var henni Biggu ekki alltaf ljúft,
hún mætti ýmsum erfiðleikum, missti
einkadóttur sína Höllu bam að aldri.
Sá missir var henni síðar sériega
þungbær, en hún æðraðist ekki en
bar harm sinn í brjósti. Hún var
hreinskiptin og gat talað tæpitungu-
laust við hvem sem var, en hún var
ekki dómhörð um náungann og gerði
löngum mestar kröfur til sjálfrar sín.
Hún hafði næman smekk, var einatt
sérlega glæsilega klædd. Henni var
afar sýnt um að gera heimili sitt fal-
legt og aðlaðandi þó efnin væra oftast
af skomum skammti. Það er ekki
hægt að minnast hennar Biggu án
þess að nefna hesta. Hún var mikill
dýravinur en hross og hestamennska
vora henni sannariega heilagt áhuga-
mál. Þorvarður faðir hennar var
landpóstur og hélt einatt hross og
Bigga vandist því hestum frá blautu
bamsbeini. Allt sem laut að hestum
og hestamennsku var hennar líf og
yndi. Vonandi hittir hún klárana sína
líka á öðra tilverastigi. Okkur Þór-
hildi konu minni var það sérstakt
ánægjuefni að geta gefið yngstu dótt-
ur okkar nafn frænku sinnar þegar
hún var skírð. Ekki síst fyrir að hún
var rétt til nafns komin. Bigga tók
miklu ástfóstri við þessa alnöfnu sína
og var henni afskaplega góð alla tíð.
Fyrir þá ástúð eram við foreldramir
sérlega þakklát. Eftir að við fluttum
hingað út í Eyjar vora samverastund-
imar færri en áður, en við reyndum
að halda sambandi við Biggu eftir
fóngum. Hún átti við þungbær veik-
indi að stríða en var æðralaus að
vanda. Við fundum oft sárt til þess að
geta ekki stutt hana betur en raun
var á undir það síðasta. Við viljum
þakka sérstaklega frænkum Biggu,
Heiðveigu og ÁJfheiði, ásamt fjöl-
skyldum þeirra sem og Lóu vinkonu
hennar í Hamraborginni í Kópavogi
fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem
þetta fólk sýndi Biggu á erfiðum tím-
um. Við Þórhildur og böm sendum
hlýjar kveðjim og þakkir að leiðarlok-
um. Sérstakar ástarkveðjm- frá
Kristbjörgu Þorvarðar yngri og litlu
telpunni, henni Anítu Björt.
Hvíldu í guðs friði.
Þorvarður Vilhjálmsson,
Vestanannaeyjum.
Með örfáum orðum langar mig að
kveðja Biggu frænku og þakka henni
fyrir góða og falslausa vináttu, þau 30
ár sem við höfum þekkst.
Fljótlega eftir að við Heiða systur-
dóttir hennar ragluðum reytum okk-
ar, voram við boðin á heimili Biggu og
Beija, sem tóku mér ókunnugum með
þeirri hjartahlýju, sem þeim báðum
var svo eðlileg. Kristbjörg og Berg-
þór Sigurðsson bjuggu saman í miklu
ástríki þegar ég kynntist þeim og alla
tíð þar til hann lést langt um aldur
fram 26. júní 1979, öllum harmdauði
sem hann þekktu, enda drengur góð-
ur. Með okkur tókst góð vinátta og
það vora ekki nein þau málefni sem
við gátum ekki rætt af hjartans ein-
lægni. Eg varð þess strax var hve
þeim hjónum þótti innilega vænt um
Heiðveigu konu mína, og var það
gagnkvæmt af hennar hálfu. Hún var
þeim nánast sem góð dóttir alla tíð og
varð ég aldrei var við að skugga bæri
á þeirra ástúðlega samband. Eg held
hún hafi verið þeim dóttirin, sem þau
hefðu óskað sér að eignast, en þeim
varð eigi bama auðið. Við Heiða köll-
uðum þau alltaf Biggu og Beija, sem
og margir vinir þeirra, það var eins-
konar innsigh á vináttuna og þau
hefðu ekki kunnað við annað. Bigga
bjó reyndar kornung að aldri, örfá ár
,í fyrra hjónabandi og eignaðist þá
dótturina Höllu, sem dó úr barnaveiki
aðeins 5 ára gömul. Við þá hörmulegu
reynslu hlaut Bigga það sár í sálina,
sem aldrei gréri að fullu.
Bigga stundaði fjölbreytt og ólík
störf á sinni löngu ævi. Hún var
kaupakona í sveit, sem unglingur,
enda alin upp sem barn hjá foreldrum
sínum, Þorvarði landpósti og konu
hans Ambjörgu við búskap á jörðum í
nágrenni Reykjavíkur t.d. Breiðholti
og Lækjarhvammi. Seinna lærði hún
hattasaum og skermagerð og einnig
kjólasaum og vann í tískuvöraverslun
í Reykjavík. Hún vann einnig sem
módel og fatasýningarstúlka í
Reykjavík, sennilega í hópi þeirra
fyrstu hérlendis.
Bigga var alla tíð mikil hestakona,
allt frá unghngsáram, og eignaðist
mai'ga góða hesta um ævina, tók þátt
í kappreiðum og þótti góður knapi.
Hún vann til margra verðlauna á
yngri áram, bæði á eigin hestum og
annarra, enda þekkt víða um land,
meðal hestamanna, sem „Hesta-
Bigga“ og átti marga vini meðal
þeirra sem unna hestum. Hún var
mikill dýravinur, þótti vænt um öll
dýr og átti auðvelt með að laða þau að
sér, enda í eðh sínu náttúrubarn sem
elskaði að ferðast um landið sitt, vera
í sveit og sinna dýranum. En jafn-
framt var hún borgarbam sem naut
þess að vera í margmenni og
skemmta sér, kynnast öðrum lönd-
um, öðlast nýja reynslu. Hún var alla
tíð fróðleiksfús og mikill bókaormur
og las heil reiðinnar býsn alla ævi og
var með bækur við höndina til hinstu
stundar.
Svo sem skilja má af þessum orð-
um hafði Bigga mörg áhugamál og
það var aldrei nein lognmolla í kring
um hana, sem ekki tók hlutina nein-
um vettlingatökum þegar hún á ann-
að borð var búin að taka ákvörðun um
að gera eitthvað þá skyldi allt undan
láta þar til búið var að framkvæma
hlutina. Ákvörðunum hennar varð
ekki svo auðveldlega breytt þegar
hún var búin að móta sína meiningu.
En hún var réttsýn að eðUsfari og
gekk aldrei á hlut annarra, fremur
var að hún bæri sjálf skarðan hlut frá
borði, enda mátti hún aldrei neitt
aumt sjá án þess að rétta fram hönd
til hjálpar, svo fremi að henni væri
það unnt.
Eftir fyrra hjónaband sitt hélt
Bigga til Danmerkur. Hún bjó í
Kaupmannahöfn í nokkur ár og starf-
aði þar við iðn sína, saumaskap. Síðan
bar ævintýraþráin hana til Þýska-
lands þar sem hún einnig fékk vinnu
við sitt fag og síðar í heimilistækja-
verksmiðjum AEG. Hún var svo
óheppin að lokast inni í Þýskalandi
þegar seinni heimstyijöldin skall á og
dvaldi þar öU stríðsárin, aðallega í
Berlín, þar sem hún upplifði miklar
hörmungar í lok stríðsins, loftárásfr,
matarskort og allar þær ógnir og
skelfingar sem stríðsátökum fylgja.
Hún slapp þó líkamlega ósködduð úr
þessum hildarleik en varð að Ufa ævi-
langt með margar sárar endurminn-
ingar frá þessum hræðilega tíma.
Þetta var tímabil í ævi hennar, sem
hún vildi sem minnst ræða um og
geymdi með sjálfri sér. Eftir að strið-
inu lauk tókst henni með aðstoð
Rauða krossins að komast til Dan-
merkur aftur þar eðþún hafði danskt
vegabréf. Heim til íslands kom hún
svo í júlí 1945 með M/S Esju, sem
send var til Kaupmannahafnar að
sækja þá íslendinga sem höfðu lokast
inni erlendis þegar stríðið skall á.
Þetta var fyrsta ferðin heim eftir
stríð og komu yfir 300 manns heim
með skipinu, sem aðeins hafði far-
þegarými fyrir 148 manns, svo þröngt
máttu sáttir sitja. m
Þegar heim kom réðst Bigga sem”
ráðskona hjá Sigurði í Geysi, en hann
átti og rak þá miklu verslun, sem nú
heyrir sögunni til. Hann vai' ekkju-
maður og bjó með sonum sínum. Þar
á heimilinu kynntist Bigga tilvonandi
eiginmanni sínum Bergþóri Sigurðs-
syni. Bigga og Beu stofnuðu sitt
fyrsta heimili í Reykjavík, en hann
vann við flugumsjón og síðar skiif-
stofustörf. Þau fluttu í Kópavog árið
1975. Síðasta heimili þeirra var í
Fannborg 1 og bjuggu þauþar tíl
dauðadags. Hann lést 26. júní 1979, á
Landakotsspítala, eftir erfið veikindi.
Hún lést26. maí 2000 á Landspítalan-
um af völdum heilablóðfalls.
Bigga var mjög heUsuhraust svo tU
alla ævi eða þar til fyrir fimm áram að
fætumir fóra að gefa sig og síðan fór
ellin að valda líkama hennar ýmsum
óþægmdum, eins og oft fylgfr háum
aldri. En hún var alltaf ung í and-
anum, hafði skýra hugsun, var minn-
ug og bráðskemmtileg og fróð að tala
við, sérstaklega um gamla tímann, en
fylgdist líka mjög vel með öllu sem
gerðist í nútímanum. Það er skrítið að
hugsa til þess að á 91. afmæUsdaginn
hennar 6.maí síðasthðinn sátum við
Heiða ásamt Biggu við borðið í nota-
lega eldhúsinu hennar og drakkum
með henni kaffi og borðuðum rjóma-^
kökur í tilefni dagsins. Þá var hún
hress og lá vel á henni og við röbbuð-
um saman drjúga stund um heima og
geima.
En nú er hún farin og þær verða
ekki flefri stundimar með henni í
þessum heimi. Við Heiða og Bergþór
sonur okkar söknum Biggu. Blessuð
sé minning hennar.
Sævar Om.
Hún Bigga frænka mín er látin, 91
árs gömul, södd lífdaga. Langri og
viðburðaríkri ævi er lokið, svo við-%
burðaríkri að við sem yngri eram get-
um ekki gert okkur neina grein fyrir
því.
í minningunni er Bigga tU staðar
alveg frá því ég var smástrákur
heima hjá ömmu og afa i Hafnarffrði
og er hún órjúfanlegur hluti af tilvera
minni, glæsUeg, sterk heimskona,
stundum eins og óraunveraieg - hafin
yfir hversdagsleikann.
Bigga var eina systir hennar ömmu
Kristínar, sem ól mig upp, og var alla
tíð afar kært með þeim systram.
Einnig var kært með Heiðu móður-
systur minni og Biggu og veit ég að á
engan er haUað þótt henni Heiðu
frænku sé nú sérstaklega þakkað allt
sem hún var henni Biggu, ekki síst-
eftir að hún missti Bergþór mann
sinn 1979.
Margar ógleymanlegar stundir
sátum við tvö ein og spjölluðum
saman um aUt mUU himins og jarðar,
um gamla og nýja tíma. Sérstaklega
eru mér minnisstæðar frásagnir
hennar frá gamla tímanum og era
þær efni í heila bók ef út í það væri
farið.
Það væri ekki í anda hennar
frænku minnar að skrifa lofræðu um
hana í minningargrein að henni aUri.
Eg vU því að lokum þakka Biggu
frænku minni fyrir samveruna í
gegnum tíðina og fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og mína.
Minningin um góða og glæsfiega
konu Ufir.
Guðmundur P. Ólafsson.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sfmi 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.