Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sól-Vfking- hf.
Bjórverð óbreytt
eða lægra en áður
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Sól-Víking hf.:
„I fréttatímum fjölmiðla á upp-
stigningardag, var m.a. greint frá
verðhækkunum á áfengi. Sérstak-
lega var rætt um verðhækkun á
bjór frá verslunum ÁTVR og þær
skýringar gefnar að hækkunin staf-
aði af verðhækkun birgja. Gagnvart
Sól-Víking er þessi fréttaflutningur
mjög ósanngjarn því staðreyndin er
sú að nú um mánaðamótin hækkaði
alls ekki verð bjórtegunda frá fyrir-
tækinu, þvert á móti LÆKKAÐI
það í sumum tilfellum en hélst óbr-
eytt í öðrum. Sól-Víking hf. fram-
leiðir bjórtegundirnar Víking, Thule
og Carlsberg og er stærsti einstaki
framieiðandi á bjór til verslana
ÁTVR. Nú um mánaðamótin hækk-
aði svokölluð umsýsluþóknun, sem
er gjald tengt skilagjaldi einnota
umbúða og er ákvarðað af stjórn-
völdum. Til að mæta þeirri hækkun
og stuðla þar með að óbreyttu út-
söluverði Víkings, Thule og Carls-
berg lækkaði Sól-Víking hf. verð-
skrá sína samsvarandi. Staðreyndin
er því sú að verð sumra bjórtegunda
fyrirtækisins helst óbreytt en lækk-
ar á öðrum tegundum. “
Fyrirlestur um algebru
BJARNI Jónsson, prófessor emer-
itus við Vanderbilt-háskólann í
Nashville í Tennessee í Bandaríkj-
unum, ílytur fyrirlestur á ensku,
sem nefnist Algebrur rökfræðinn-
ar miðvikudaginn 7. júní í stofu
157 í húsi verkfræði- og raunvís-
indadeilda á Hjarðarhaga 6 og
hefst hann kl. 15.15.
Bjarni Jónsson var sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla
Islands árið 1986, en í tilefni af
sjötugsafmæli hans árið 1990
héldu Háskóli íslands og íslenzka
stærðfræðafélagið málþing á
Laugarvatni honum til heiðurs
ásamt þremur erlendum háskólum.
í fréttatilkynningu segir: „í fyr-
irlestri sínum hér mun hann veita
nokkra innsýn í efni, sem þar var
fjallað um. Nánar tiltekið lýsir
hann efni fyrirlestrarins þannig:
Tilgangur fyrirlestrarins er að
lýsa, á eins einfaldan hátt og hægt
er, hlutverki algebru í rökfræði.
Fyrst koma sígildi fullyrðingar-
eikningurinn og Boole-algebrur.
Síðan verður sagt frá því, hvers
vegna ýmis önnur rökfræðikerfi
voru búin til, hvernig flokkar af al-
gebrum voru tengdir við þau og
hvernig þeir hafa verið notaðir til
að rannsaka þessi kerfi.“
Fyrirlesturinn er á vegum
stærðfræðiskorar raunvísinda-
deildar Háskóla íslands og ís-
lenzka stærðfræðifélagsins.
Við afhendingu göngubrettisins.
Kiwanisklúbburinn Jörfi
gefur göngubretti
KIWANISKLÚBBURINN Jörfi í
Árbæjarhverfi var ð 25 ára 28.
maí síðastliðinn. Af því tilefni gaf
klúbburinn Hjarta- og lungna-
stöðinni, Hátúni 14, göngubretti
af fullkomnustu gerð.
Tækið er með tölvu til að mæla
hjartslátt og lagar sig að getu
þess sem er á göngubrettinu á
hverjum tíma. Tækið er af gerð-
inni EN Mill.
^ Jdn Þdr Jdhannsson og Sdlrún
Óskarsddttir veittu tækinu mdt-
töku fyrir hönd HL-stöðvarinnar.
Forseti Kiwanisklúbbsins Jörfa
er Bragi Stefánsson og er fé-
lagafjöldi 28.
Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins
á þessu starfsári var að taka upp
trjáplöntur fyrir Bldmavai og
dreifing á Garðyrkjuritinu fyrir
Garðyrkjufélag íslands.
Sýning á björgunarbúnaði
MIÐVIKUDAGINN 7. júní verður
haldin sýning á búnaði björgunar-
sveita og herja frá fjölda landa.
Þessi búnaður verður notaður á
björgunaræfmgu um hvítasunnu-
helgina og er til nota við fjölþjóð-
legar björgunaraðgerðir vegna
stóráfalla.
íslenskt varðskip og sjúkraskip
frá pólska sjóhernum verða opin
almenningi á sýningartímanum.
í tengslum við sýninguna verða
æfmgar á íslenskum, rússneskum
og dönskum þyrlum úti yfir höfn-
inni kl. 17, 18 og 19.
Sýningin verður við Miðbakka í
Reykjavíkurhöfn kl. 16-20 og er
öllum opin. Þyrlur áðurnefndra
landa verða til sýnis á sama tíma í
flugskýli Landhelgisgæslunnar á
Reykjavíkurflugvelli.
Fundur um
fjarskipti í
brennidepli
MÁLANEFND Sjálfstæðisflokks-
ins um upplýsingatækni heldur op-
inn fund miðvikudaginn 7. júní kl.
16.30 í Valhöll, Háaleitisbraut l.'Yf-
irskrift fundarins er Fjarskipti í
brennidepli - sala Landsímans, ný
lög um fjarskipti, tækifæri í fjar-
vinnslu, öryggi fjarskiptakerfis.
Framsögumenn á fundinum verða
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra, sem kallar erindi sitt Fjar-
skipti á íslandi, forsendur framfara
og Einar K. Guðfmnsson, alþingis-
maður sem flytur erindi undir yfir-
skriftinni Einkafyrirtæki, tækifæri
til fjarvinnslu á landsbyggðinni.
Tækífæri í fjarvinnslu með nýjustu
tækni, reynsla af fyrstu sporum fjar-
vinnslu á Islandi er heiti erindis
Árna Sigfússonar, forstjóra Tækni-
vals, Halldór Kristjánsson, forstjóri
Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar
talar um Sambandslaust Island árið
2003? Síminn í samkeppnisumhverfi
er yfirskrift erindis Þórarins V. Þór-
arinssonar, forstjóra Landsímans og
forstjóri Íslandssíma, Eyþór Arn-
alds, talar um sölu Landsímans,
samkeppnismál. Fundarstjóri verð-
ur Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra.
Markmið nefndarinnar með fund-
inum er að vekja athygli á möguleik-
um sem einkafyrirtækjum bjóðast
fyrir tilstilli upplýsinga- og fjar-
skiptatækni til að setja upp útibú,
færa einstök störf og almennt að
kaupa þjónustu af landsbyggðinni,
segir í fréttatilkynningu. Markmiðið
er einnig að opna umræðuna um söl-
una á Landsímanum, kynna ný
fjarskiptalög og vekja athygli á ör-
yggismálum fjai-skiptakerfis og sam-
bandi við önnur lönd.
Asakanir um
stríðsglæpi
verði kannaðar
ÁLYKTUN stjómar Varðbergs
samþykkt þann 30. maí sl.:
„Undanfarinn áratug hafa mjög
margir og alvarlegir stríðsglæpir
verið framdir á svæðum sem til-
heyrðu Júgóslavíu. Stjóm Varð-
bergs fagnar þeirri áherslu sem Atl-
antshafsbandalagið, með þátttöku og
stuðningi íslensku ríkisstjórnarinn-
ar, hefur lagt á að handtaka meinta
stríðsglæpamenn og færa þá fyrir
rétt, svo og að rannsaka og afla
gagna um stríðsglæpi í ríkjum fyrr-
um Júgóslavíu.
Með hliðsjón af því að útilokað er
að tryggja mannréttindi án þess að
refsa þeim sem þau brjóta, skorar
stjórn Varðbergs á ríkisstjórn ís-
lands að beita sér fyrir því, hér eftir
sem hingað til, að allar trúverðugar
ásakanir um stríðsglæpi verði
rannsakaðar og allir brotlegir
dregnir fyrir rétt.“
Málþing um
endurhæfingu
LANDSPÍTALI - háskólasjúki-ahús
stendur fyrir málþingi um endur-
hæfingu fimmtudaginn 8. júní 2000.
Þingið verður haldið á Hótel Loft-
leiðum og hefst klukkan 13.
Fjallað verður um nýgerðan þjón-
ustusamning um endurhæfingu á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Með samningnum er starfseminni
settur rammi hvað varðar bæði þjón-
ustu og rekstur. Á málþinginu verð-
ur líka kynnt ný skýrsla þverfaglegs
hóps um stefnumótun í endurhæf-
ingu á Islandi. Jafnframt verða
kynntar nýjar hugmyndir um ýmis
atriði er varða skipulag endurhæf-
ingar á landinu.
Málþingið er öllum opið og að-
gangur ókeypis. Þátttaka tilkynnist í
tölvupóstfangið eddabj@rsp.is.
Gestur málþingsins er prófessor
Gunnar Grimby frá Sahlgrenska
sjúkrahúsinu í Gautaborg. Hann
fjallar um árangursmælingar í end-
urhæfingu.
^ \
Nú eru
Drífðu þig í dag og fáðu dágóðan afslátt!
V E R S L U N I
Eggjabakka-, svamp-,
latex- og springdýnur
og margt fleira með
15-30% afslætti!
Skútuvogi 11 • Sími 568 5588