Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sól-Vfking- hf. Bjórverð óbreytt eða lægra en áður MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sól-Víking hf.: „I fréttatímum fjölmiðla á upp- stigningardag, var m.a. greint frá verðhækkunum á áfengi. Sérstak- lega var rætt um verðhækkun á bjór frá verslunum ÁTVR og þær skýringar gefnar að hækkunin staf- aði af verðhækkun birgja. Gagnvart Sól-Víking er þessi fréttaflutningur mjög ósanngjarn því staðreyndin er sú að nú um mánaðamótin hækkaði alls ekki verð bjórtegunda frá fyrir- tækinu, þvert á móti LÆKKAÐI það í sumum tilfellum en hélst óbr- eytt í öðrum. Sól-Víking hf. fram- leiðir bjórtegundirnar Víking, Thule og Carlsberg og er stærsti einstaki framieiðandi á bjór til verslana ÁTVR. Nú um mánaðamótin hækk- aði svokölluð umsýsluþóknun, sem er gjald tengt skilagjaldi einnota umbúða og er ákvarðað af stjórn- völdum. Til að mæta þeirri hækkun og stuðla þar með að óbreyttu út- söluverði Víkings, Thule og Carls- berg lækkaði Sól-Víking hf. verð- skrá sína samsvarandi. Staðreyndin er því sú að verð sumra bjórtegunda fyrirtækisins helst óbreytt en lækk- ar á öðrum tegundum. “ Fyrirlestur um algebru BJARNI Jónsson, prófessor emer- itus við Vanderbilt-háskólann í Nashville í Tennessee í Bandaríkj- unum, ílytur fyrirlestur á ensku, sem nefnist Algebrur rökfræðinn- ar miðvikudaginn 7. júní í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvís- indadeilda á Hjarðarhaga 6 og hefst hann kl. 15.15. Bjarni Jónsson var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Islands árið 1986, en í tilefni af sjötugsafmæli hans árið 1990 héldu Háskóli íslands og íslenzka stærðfræðafélagið málþing á Laugarvatni honum til heiðurs ásamt þremur erlendum háskólum. í fréttatilkynningu segir: „í fyr- irlestri sínum hér mun hann veita nokkra innsýn í efni, sem þar var fjallað um. Nánar tiltekið lýsir hann efni fyrirlestrarins þannig: Tilgangur fyrirlestrarins er að lýsa, á eins einfaldan hátt og hægt er, hlutverki algebru í rökfræði. Fyrst koma sígildi fullyrðingar- eikningurinn og Boole-algebrur. Síðan verður sagt frá því, hvers vegna ýmis önnur rökfræðikerfi voru búin til, hvernig flokkar af al- gebrum voru tengdir við þau og hvernig þeir hafa verið notaðir til að rannsaka þessi kerfi.“ Fyrirlesturinn er á vegum stærðfræðiskorar raunvísinda- deildar Háskóla íslands og ís- lenzka stærðfræðifélagsins. Við afhendingu göngubrettisins. Kiwanisklúbburinn Jörfi gefur göngubretti KIWANISKLÚBBURINN Jörfi í Árbæjarhverfi var ð 25 ára 28. maí síðastliðinn. Af því tilefni gaf klúbburinn Hjarta- og lungna- stöðinni, Hátúni 14, göngubretti af fullkomnustu gerð. Tækið er með tölvu til að mæla hjartslátt og lagar sig að getu þess sem er á göngubrettinu á hverjum tíma. Tækið er af gerð- inni EN Mill. ^ Jdn Þdr Jdhannsson og Sdlrún Óskarsddttir veittu tækinu mdt- töku fyrir hönd HL-stöðvarinnar. Forseti Kiwanisklúbbsins Jörfa er Bragi Stefánsson og er fé- lagafjöldi 28. Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins á þessu starfsári var að taka upp trjáplöntur fyrir Bldmavai og dreifing á Garðyrkjuritinu fyrir Garðyrkjufélag íslands. Sýning á björgunarbúnaði MIÐVIKUDAGINN 7. júní verður haldin sýning á búnaði björgunar- sveita og herja frá fjölda landa. Þessi búnaður verður notaður á björgunaræfmgu um hvítasunnu- helgina og er til nota við fjölþjóð- legar björgunaraðgerðir vegna stóráfalla. íslenskt varðskip og sjúkraskip frá pólska sjóhernum verða opin almenningi á sýningartímanum. í tengslum við sýninguna verða æfmgar á íslenskum, rússneskum og dönskum þyrlum úti yfir höfn- inni kl. 17, 18 og 19. Sýningin verður við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn kl. 16-20 og er öllum opin. Þyrlur áðurnefndra landa verða til sýnis á sama tíma í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Fundur um fjarskipti í brennidepli MÁLANEFND Sjálfstæðisflokks- ins um upplýsingatækni heldur op- inn fund miðvikudaginn 7. júní kl. 16.30 í Valhöll, Háaleitisbraut l.'Yf- irskrift fundarins er Fjarskipti í brennidepli - sala Landsímans, ný lög um fjarskipti, tækifæri í fjar- vinnslu, öryggi fjarskiptakerfis. Framsögumenn á fundinum verða Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, sem kallar erindi sitt Fjar- skipti á íslandi, forsendur framfara og Einar K. Guðfmnsson, alþingis- maður sem flytur erindi undir yfir- skriftinni Einkafyrirtæki, tækifæri til fjarvinnslu á landsbyggðinni. Tækífæri í fjarvinnslu með nýjustu tækni, reynsla af fyrstu sporum fjar- vinnslu á Islandi er heiti erindis Árna Sigfússonar, forstjóra Tækni- vals, Halldór Kristjánsson, forstjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar talar um Sambandslaust Island árið 2003? Síminn í samkeppnisumhverfi er yfirskrift erindis Þórarins V. Þór- arinssonar, forstjóra Landsímans og forstjóri Íslandssíma, Eyþór Arn- alds, talar um sölu Landsímans, samkeppnismál. Fundarstjóri verð- ur Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar- maður fjármálaráðherra. Markmið nefndarinnar með fund- inum er að vekja athygli á möguleik- um sem einkafyrirtækjum bjóðast fyrir tilstilli upplýsinga- og fjar- skiptatækni til að setja upp útibú, færa einstök störf og almennt að kaupa þjónustu af landsbyggðinni, segir í fréttatilkynningu. Markmiðið er einnig að opna umræðuna um söl- una á Landsímanum, kynna ný fjarskiptalög og vekja athygli á ör- yggismálum fjai-skiptakerfis og sam- bandi við önnur lönd. Asakanir um stríðsglæpi verði kannaðar ÁLYKTUN stjómar Varðbergs samþykkt þann 30. maí sl.: „Undanfarinn áratug hafa mjög margir og alvarlegir stríðsglæpir verið framdir á svæðum sem til- heyrðu Júgóslavíu. Stjóm Varð- bergs fagnar þeirri áherslu sem Atl- antshafsbandalagið, með þátttöku og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinn- ar, hefur lagt á að handtaka meinta stríðsglæpamenn og færa þá fyrir rétt, svo og að rannsaka og afla gagna um stríðsglæpi í ríkjum fyrr- um Júgóslavíu. Með hliðsjón af því að útilokað er að tryggja mannréttindi án þess að refsa þeim sem þau brjóta, skorar stjórn Varðbergs á ríkisstjórn ís- lands að beita sér fyrir því, hér eftir sem hingað til, að allar trúverðugar ásakanir um stríðsglæpi verði rannsakaðar og allir brotlegir dregnir fyrir rétt.“ Málþing um endurhæfingu LANDSPÍTALI - háskólasjúki-ahús stendur fyrir málþingi um endur- hæfingu fimmtudaginn 8. júní 2000. Þingið verður haldið á Hótel Loft- leiðum og hefst klukkan 13. Fjallað verður um nýgerðan þjón- ustusamning um endurhæfingu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Með samningnum er starfseminni settur rammi hvað varðar bæði þjón- ustu og rekstur. Á málþinginu verð- ur líka kynnt ný skýrsla þverfaglegs hóps um stefnumótun í endurhæf- ingu á Islandi. Jafnframt verða kynntar nýjar hugmyndir um ýmis atriði er varða skipulag endurhæf- ingar á landinu. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. Þátttaka tilkynnist í tölvupóstfangið eddabj@rsp.is. Gestur málþingsins er prófessor Gunnar Grimby frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Hann fjallar um árangursmælingar í end- urhæfingu. ^ \ Nú eru Drífðu þig í dag og fáðu dágóðan afslátt! V E R S L U N I Eggjabakka-, svamp-, latex- og springdýnur og margt fleira með 15-30% afslætti! Skútuvogi 11 • Sími 568 5588
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.