Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hrafnista - þakkir
til góðra gesta
Frá Lovísu Einarsdóttur og Soffíu
Egilsdóttur:
Á EFRI árum er það hlutskipti
margra að dvelja á öldrunarheimili.
Þeir sem þar dveljast þurfa á fjöl-
breyttu félagslífi og afþreyingu að
halda. Félagsstarf á slfloi heimili
byggist að mestu leyti á þeim sem
þar starfa og dvelja. Heimilismenn
luma margir á ýmsum hæfileikum
sem geta glatt aðra á góðum stund-
um. Eins og með upplestri, kveð-
skap, söng og sögum því maður er
manns gaman, segir máltækið.
Væntingar og þarfír eru mismun-
andi en þær byggjast á ólíkum
bakgrunni og snerta lífsstíl og
áhugamál. Að ná takti við daglegt líf
á stóru heimili er í höndum hvers og
eins og frítími hefur annað gildi þeg-
ar fólk á alltaf frí. Fyrir flesta gildir
að sinna eigin heilsu og líkamsrækt
eða ýmiskonar afþreyingu fyrir hug
og hönd. I þessum efnum skiptir að-
stoð og hvatning frá starfsfólki afar
miklu.
Heimsóknir góðra gesta
Það sem lífgar mikið upp á hver-
dagslífíð eru þeir fjölmörgu gestir
sem heimsækja heimilið. Má þar
nefna alla hina fjölmörgu kóra, tón-
listarmenn, klúbba og félög sem
sinna sjálfboðaliðastarfi. Allt þetta
fólk býður fram skemmtun og upp-
lyftingu í sjálfboðavinnu og af mikilli
fómfysi. Það gefur skerf af því sem
það er að fást við eins og t.d. kóram-
ir sem flytja sína dagskrá á aðventu
ogvið vetrarlok.
Ómetanlegt framlag
Þessar heimsóknir á heimili aldr-
aðra veita gleði. Þær skapa tengsl
Allt efni sem birtist í Morgunblað-
inu og Lesbók er varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endurbir-
tingu eða á annan hátt. Þeir sem af-
henda blaðinu efni til birtingar telj-
ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir
fyrirvari hér að lútandi.
Soffía Lovísa
Egifsdðttir Einarsdóttir
við þá fjölmörgu sem sinna áhuga-
málum sínum af miklum metnaði.
Við viljum færa þeim þakkir sem
hafa lagt Hrafnistu lið með skemmti-
efni, afþreyingu, fróðleik og flutningi
efnis sem lifír lengi í minningunni.
Fyrir Hrafnistuheimilin eru þessar
heimsóknir ómetanlegar.
LOVÍSA EINARSDÓTTIR,
samskiptafulltrúi á Hrafnistu,
Hafnarfirði.
SOFFÍA EGILSDÓTTIR,
forstöðumaður félagssviðs
Hrafnistuheimilanna.
-------*+*----------
Blóðrautt
vor
Frá Sigriði Laufey Einarsdóttur:
Litlar stúlkur
áleiðmótivorinu.
Fagnandi
í brosandi sköpunarverkinu.
Sólin
varpar rauðri birtu
á svívirta andvana líkama.
Blóð þeirra
hróparútítómið.
Hvarernáungiminn!
Ljóðið er ort út frá morði litlu
stúlknanna í Noregi.
Stretchbuxur
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
SIGRÍÐUR
LAUFEY EINARSDÓTTIR
guðfræðinemi.
gsm 897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEWl
ÞÚ ERT
Læknirinn sagði afa mfnum að taka eina Hefur það gert
bamamagnýl á dag. honum gott?
Ekki ennþá.
Hannhefurekki
ennþá náð
tappanum af.