Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 71

Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 71
MÓ'RÖUfÍBLAjÓYí) ______________________________________________^RYsJufíAGLfR'eYYgNltbáð’ 7*1 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBOND Bragðmikill Bacon Bergmál hins liðna (Stir Of Echoes) Sigurvegarar Stuttmyndadaga Söngfuglar í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Verðlaunahafar stuttmyndadaga 2000. F.v. Grímur Hákonarson áhorf- endaverðlaunin, Gísli Darri Halldórsson og Ómar Hauksson fengu þriðju verðlaun, Ragnar Santos og Ólafur Jóhannesson ðnnur verðlaun, Kristján Leifur Pálsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór V. Sveinsson áttu verðlaunamynd Stuttmyndadaga 2000. „EINS OG fiskur í tjörn sem á heima í sjó,“ þannig er Karaoke- „menningunni" lýst í sigurmynd stuttmyndadaga sem lauk á að- faranótt mánudags. Myndin heitir „Georg: lifandi lag“ og fjallar um íslenska Karaoke-hetju sem flyst til Danmerkur í leit að persónuleg- um sigrum í Karaoke-heiminum. Myndin er gerð af Lorti, sem er félagskapur skipaður Kristjáni Leifi Pálssyni, Halldóri Vésteini Sveinssyni og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Piltarnir eru hjóla- brettaunnendur og byrjuðu sinn kvikmyndagerðarferil á því að taka upp glæfralegar hjólabrettabrell- ur. í innsta hring Karaoke-vélarinnar „Karaoke er skemmtilegt fyrir- brigði og það er alveg ákveðin tKaraoke] menning til,“ svarar Halldór, eða Tinni eins og hann er kallaður, þegar blaðamaður spyr af hverju þeir félagar hafi ákveðið að fjalla um þetta umfangsefni í stutt- mynd þeirra. „Við komumst reyndar bara að því eftir að við fengum hugmynd- ina, þegar við vorum að heimsækja þessa Karaoke staði í gríni, sem sögupersónum myndarinnar finnst reyndar ekki sniðugt að fólk geri. Síðan ákváðum við að kynna okkur þetta almennilega og þá var þetta til staðar.“ „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum nokkrir saman að vinna úti í Kaupmannahöfn við að setja upp tjöld,“ segir Hafsteinn. „Svo var bara ekkert að gera lengur. Ver- tíðin var búin, djasshátíðin var búin, og í einhverju eirðarleysi ákváðum við að gera stuttmynd.“ Piltarnir segjast hafa skrifað lauslegt handrit að myndinni en hún sé einnig að stórum hluta spuni. Myndin var tekin sumarið 1998 en þeir lögðu ekki lokahönd á verkið fyrr en um siðastliðna páska. En skyldi það hafa tekið þá fé- laga langan tíma að komast inn í innsta hring Karaoke menningar- innar í Kaupmannahöfn? „Þetta var eiginlega bara okkar eigin Karaoke klíka,“ segir Haf- steinn og hlær. „Við héngum á tveimur hallærislegum börur á Strikinu sem við höfðum tekið eftir og gáfu okkur upphaflega hug- myndina. Við vorum ekkert sér- staklega mikið að blanda geði við fastagestina." „Nei, nei, en maður talaði samt aðeins við barþjónanna og fékk að vita hvernig þetta væri,“ bætir Tinni við. „A sumum stöðum voru menn sem mættu bara við opnun á hverjum degi og fóru við lokun eft- ir að hafa sungið um tíu lög.“ Piltarnir fóru einnig til Kína sama sumar og kynntust því hve sterk Karaoke menningin var þar. Þeir segja þó að mekka Karaokes- ins sé Tokyo í Japan. Allir til Köben? Piltarnir segjast hafa verið að grúska lengi í stuttmyndagerð en að félagsskapurinn Lortur hafi aldrei áður sent mynd inn í keppn- ina. Þeir segjast ekki enn búnir að ákveða hvað gera skuli við vinn- ingslaunin. „Hugmyndin var reyndar að bjóða öllum sem komu að mynd- inni til Kaupmannahafnar," segir Hafsteinn hæðnislega. „Það getur vel verið að það verði staðið við það.“ Piltarnir segja þó ekki ólíklegt að hluti af fjárhæðinni fari beint í næstu mynd. Þó svo að þeir séu ekki búnir að ákveða neitt um hvað sú mynd eigi að vera hafi þeir ver- ið að prufa sig áfram með leirkalla. Þeir vonast til að komast í það að gera aðra mynd með haustinu. Aðrar myndir sem fengu verð- laun á hátíðinni voru „Engill no. 5503288“ eftir Ólaf Jóhannesson, „Gogh Syndrome - Technoballet í E dúr“ eftir teiknimyndafrömuð- inn Gísla Darra Halldórsson og sérstök áhorfendaverðlaun fékk Grímur Hákonarson fyrir mynd sína „Efnisleg Ást“. Dómnefndin hrósaði einnig sér- staklega myndunum „Amtmanns- stígur 5“ eftir Jón Sæmund, „Oh, I need your love“ eftir Egil Sæbjörnsson og myndum Mold- vörpunnar. Þær erlendu myndir sem fengu verðlaun voru „M.A. Numminen turns rabbit“ eftir Claes Ollson frá Finnlandi, „Sind Sie Lugi?“ eftir Klaus Theo Gartner og Alice Flotron frá Þýskalandi og „Into the night“ eftir Klaus Harö frá Finnlandi. HROLLVEKJA ★★★ Leikstjórn og handrit: David Koepp. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Kathryn Erbe. (99 mín.) Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. í ÞESSUM yfimáttúrulega spenn- uti-ylli leikur Kevin Bacon jarðbund- inn og fjölskyldukæran efasemda- mann sem í rælni manar mágkonu sína til að dáleiða sig. Við dáleiðsluna opnast áður luktar dyr í hugarfylgsn- um hans og úr læð- ingi leysast leyndir hæfileikar til að skypja og sjá. Upp frá því breytist líf hans í hreina mar- tröð og hann fer að hegða sér undar- lega sínum nánustu til mikillar ar- mæðu. Hann fer brátt að finna á sér að voveiflegir atburðir hafi gerst í húsinu sem hann býr í, atburðir sem á einhvem óskiljanlegan máta tengist framliðinni stúlku sem hann tekur að sjá. En smátt og smátt tekur þokimni að létta og hörmuleg og óvænt leynd- armál koma í ijós. Þetta er kynngi- mögnuð og skotheld spennumynd þar sem flest gengur upp; hugvitssamlegt handrit, góð leikstjóm, sanfærandi persónur og pottþéttur leikur, sér í lagi hjá Bacon sem er hér alveg vera- lega bragðmikill í safaríku hlutverki. Ekki horfa fram hjá þessari ef kom- inn er tími til að snyrta neglumar. Skarphéðinn Guðmundsson Hvergi betra Bamaveiðistöng Sundhiingur Golíleikfang verð Kylfa og bolti Skráðu þig %) í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.