Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Amaldur Frá fundi Halldórs Ásgrímssonar og foreldra þroskaheftra barna í gær. * Halldór Asgrímsson hitti foreldra þroskaheftra barna í gær Fé tryg’gi til byg’g-- ingar sambýla SAMBÝLI fyrir þroskahefta á höfuð- borgarsvæðinu verða byggð á næst- unni og hefur fé þegar verið tryggt til að framkvæmdir geti hafíst. Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, skýrði hópi foreldra þroskaheftra bama í Reykjavík og nágrenni frá þessu á fundi í gær. Fundinn boðaði Halldór í kjölfar þess að ellefu foreldrar þroskaheftra bama rituðu honum opið bréf í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Var þar lýst yfír megnri óánægju og vanþóknun á ummælum og hugmyndum félags- málaráðherra um sambýli fatlaðra sem hann hefði sett fram á síðustu dögum. Var bréfið ritað til Halldórs, en ekki Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra, þar sem nú væri svo komið „að sá ráðamaður sem ber ábyrgð á málefnum þroskaheftra í stjómarráð- inu hefur endanlega gengið fram af þeim sem þetta rita“, eins og sagði í bréfi foreldranna. Halldór sagði við Morgunblaðið að fundurinn með foreldmnum hefði verið mjög ánægjulegur. „Það liggur fyrir brýn þörf í þessum málaflokki eins og mörgum öðmm og erfitt er að mæta henni. Hins vegar skýrði ég frá því að áætlanir félagsmálaráðuneytis- ins um uppbyggingu nýrra sambýla á höfuðborgarsvæðinu stæðu, en um tíma var uppi sá skilningur að ekki yrði af byggingu þeirra.“ Halldór sagði hins vegar að af ein- hveijum ástæðum hefðu málefni Hríseyjar blandast inn í umræður um stöðu þroskaheftra bama. „Það var á misskilningi byggt,“ sagði hann. Foreldrar segja að óvissu hafi verið eytt „Hugmyndir em uppi um að skapa þar aðstöðu fyrir fjölfatlaða einstakl- inga. Það á alls ekki við um böm og hér er því um allsendis óskyld mál að ræða,“ sagði hann og bætti því við að allir hefðu verið sammála um að slíkar hugmyndir væm af hinu góða, enda Hrísey mikil náttúmperla og þar væri nokkur reynsla af skammtímavist sem mikil þörf væri fyrir hér á landi. Sigmundur Emir Rúnarsson, einn foreldranna ellefu sem rituðu bréfið, sagði að fundurinn hefði verið nyög ánægjulegur. Greinilegt væri að for- maður Framsóknarflokksins hefði sett sig rækilega inn í þessi mál og hefði skilning á sjónarmiðum að- standenda þroskaheftra bama. ,A-ðilar komu sér saman um að hætta að munnhöggvast á opinberum vettvangi og láta fremur verkin tala. Því var afar mikilvægt að ráðherra skyldi staðfesta að af byggingu sam- býlanna verður. Þar með er eytt mik- illi óvissu fjölmargra fjölskyldna um þessi mál,“ sagði Sigmundur Emir ennfremur. Aðspurður sagði Halldór Ásgríms- son ekkert óeðlilegt að oddvitar stjómarflokka kynntu sér einstaka málaflokka með þessum hætti. „For- eldramir rituðu bréfið til mín og í kjölfarið óskaði ég eftir þessum fundi. Eg hafði samráð við félagsmálaráð- herra og tel að þessi viðbrögð mín hafi verið rétt.“ Fékk viðurkenningu fyrir hönnun kerru handa heimilislausum Verður fulltrúi Hollands á Heimssýningunni EGILL Sveinbjörn Egilsson, nem- andi i iðnhönnun við Iðnhönnunar- akademíuna í Eindhoven, verður fulltrúi Hollands á Expo 2000 i Hannover vegna hugmyndar um vagn fyrir heimilislausa, sem hann sendi inn i keppni haldna á vegum Félags plastframleiðenda í Evrópu. „Kerran er þannig hönnuð að eigandinn getur bæði setið á henni og dottað. Hann getur geymt dót- ið sitt í henni og hún kæmi í staðinn fyrir búðarkerrurnar og pokana, sem nú fylgja heimilislausum," segir Egill. Hann sagði að sér hefði dottið þetta í hug þegar hann fór að skoða forsendurnar í keppninni. Þar var lögð áhersla á plast og hreyfanleika. „Vandi heimilis- þar gefst kostur á að hitta ýmsa áhrifamenn í faginu. Þetta er mjög spennandi og gott fyrir mig að vinna í þessari keppni." Egill á eitt ár eftir við hönnunar- akademiuna í Eindhoven. Hann er bifvélavirki og hafði starfað við það um nokkurt skeið á íslandi, en einnig fengist við járnsmíðar. Hugmynd Egils Sveinbjarnar Egilssonar að kerru fyrir heimilislausa þótti skara fram úr og kemur hann fram fyrir Hollands hönd á Expo 20001 HoIIandi. lausra er mjög mikill og erfitt að hreyfa við honum, sérstaklega þar sem ekki er hægt að græða á því. Vandi minn var að hanna vöru og gera viðskiptalega mögulegt að framleiða hana.“ Egill kvaðst sjá fyrir sér að hægt væri að hagnast á kerrunum með því að sefja á þær auglýsingar, en hann hefði ekki velt því fyrir sér hvemig ætti að útfæra dreifingu þeirra til heimilislausra. „Nú verður farið í það að gera prufueintak af kerrunni," sagði hann. „I Hannover verða vinnings- hafarnir sex sfðan leiddir saman og Hann kvaðst hafa lesið sér til i blöðum þegar hann var að velta fyrir sér þörfum heimilislausra. „Aðalvandi þessa fólks er að það hefur engan samastað og engan fastan punkt í tilverunni nema pappakassana og dótið sitt. Kerran gæti orðið þessi fasti punktur.“ Kerran er á fjórum hjólum og bera afturhjólin mestan þunga. Uppistaðan er kassi, sem skiptist í tvö hólf. Minna hólfið er fyrir per- sónulega muni og það læsist. Alls er kerran samsett úr sex stykkjum með það fýrir augum að hafa hana einfalda. Deilurnar í Verkamannasambandinu Fundur um sameiningu verður eftir helgina HALDA á fund næstkomandi mánu- dag í vinnuhópi sem hefur yfirum- sjón með undirbúningi að samein- ingu Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins. Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er frá því að deilur risu vegna starfsloka Bjöms Grétars Sveinssonar. Halldór Björnsson, fyrrv. formað- ur Eflingar, sem á sæti í vinnuhópn- um, segist binda miklar vonir við að menn nái sáttum. „Eg sé ekki að þessi staða eins og hún er í dag þjóni neinum tilgangi. Menn verða, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að reyna að finna einhveija leið út úr þessu.“ Umsóknum um húsbréf hefur fækkað í ár HELDUR færri umsóknir um hús- bréfalán hafa borist til íbúðalána- sjóðs síðustu mánuðina en sömu mánuði í fyrra og gæti það verið vís- bending um að heldur sé að draga úr spennu á húsnæðismarkaði hér á landi. Áætlanir um húsbréfaútgáfu í ár verða þó ekki endurskoðaðar fyrr en í fyrsta lagi í haust ef fram held- ur sem horfir, en áætlanir gera ráð fyrir að húsbréfaútgáfa í ár verði svipuð og í fyrra eða um 32 milljarð- ar króna, sem er meira en tvöfalt meira en árleg útgáfa húsbréfa var fram til ársins 1997. Sigurður Geirsson, forstöðumað- ur fjárstýringarsviðs íbúðalána- sjóðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nánast sami fjöldi umsókna um húsbréfalán hefði bor- ist fyrstu fimm mánuði ársins í ár og í fyrra eða 4.184 umsóknir í ár samanborið við 4.160 á sama tíma í fyrra. Dreifingin á tímabilinu væri hins vegar þannig að umsóknir í janúar og febrúar í ár hefðu verið um 60% fleiri en sömu mánuði í fyrra. Þetta hefði hins vegar snúist við síðustu þrjá mánuðina, mars, apríl og maí, því umsóknir í þessum mánuðum væru færri en sömu mán- uði á síðasta ári. Umsóknir í mars hefðu verið 21% færri en sama mán- uð í fyrra, í apríl hefðu þær verið 16% færri og í maímánuði 7% færri. Fyrstu merkin um að markað- urinn sé að leita jafnvægis? Sigurður sagði að þetta gætu ver- ið fyrstu merkin um að ástand á húsnæðismarkaði væri að leita jafn- vægis. Að því stuðlaði auðvitað að verð hefði hækkað verulega á þessu tímabili, auk þess sem aukin afföll af húsbréfum gerðu húsnæðiskaup einnig kostnaðarsamari en ella. Sigurður sagði að ekki væri gert ráð fyrir breytingum á heildarút- gáfu húsbréfa á árinu að svo komnu, en farið yrði yfir stöðuna í haust og ef svo héldi fram sem horfði að markaðurinn færðist í átt til jafn- vægis yrðu áætlanir sennilega end- urskoðaðar í þá veru að húsbréfaút- gáfan í ár yrði minni en í fyrra. Húsbréfaútgáfa á fyrsta heila ári húsbréfakerfisins árið 1990 var tæpir 7,3 milljarðar króna, en ríf- lega tvöfaldaðist árið eftir í 15,2 milljarða króna. Næstu ár á eftir sveiflaðist útgáfan á milli þess að vera 11,6 milljarðar kr. í tæpa 16,5 milljarða kr. fram til ársins 1997, en á árinu 1998 óx útgáfan í 21,1 millj' arð kr. I fyrra var útgáfan svo um 32 milljarðar króna og áætlanir í upphafi árs gera ráð fyrir nærri sömu húsbréfaútgáfu í ár. í dag A MIÐVIKUDOGUM WWW.IllWj.S: ttthw Norðmenn lögðu Spánverja að velli í Evrópukeppninni/B2 Landsliðið leikur átta leiki gegn þýskum liðum/B3 40 Heímili Markaðurinn: Húsbréf og húsnæðisbréf. Lagnafréttir: Byggingarstjóraskyldan er hrikaleg mistök. Smiðjan: Kvistir á húsþökum. ö3J msi ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.