Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kröfum framboðs Astþórs Magnús- sonar hafnað HÆSTIRÉTTUR _ hefur hafnað krófum framboðs Ástþórs Magn- ússonar Wium vegna forseta- Skítt með forsetaembættið Ástþór minn, þú verður bara áfram jólasveinn hjá Friði 2000. Forsetar Alþingis ræða bréfasendingar Ekki áformað að setja sérstakar reglur HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, segir að ekki hafi verið rætt um að setja sérstakar reglur um bréfasendingar alþingismanna til kjósenda, en bréf sem þingmenn Samfylkingarinnar sendu í nafni Al- þingis í vor urðu tilefni harðra umræðna á Alþingi undir lok þingsins. Halldór sagði í umræðunum á þinginu að for- sætisnefnd Alþingis myndi ræða þetta mál síðar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði fjallað um þetta mál og ekki hefði verið rætt um að setja sérstakar reglur um bréfasendingar alþingis- manna. „Forsætisnefndin hefur komið saman og rætt þetta og ég held að þingmenn átti sig alveg á þessu máli. Eg tel að þetta sé einstakt tilfelli og að þingmenn gæti sín yfirleitt," sagði Halldór. BSBnBBMnBBBnBBMBranMBMi Falleg húsgögn í sumarbústadinn SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 601 I Ný sérkort Landmæiinga Islands Endurskoðuð útgáfa Landmælingar íslands eru að gefa út nýjar og endur- skoðaðar útgáfur sérkorta af Þórsmörk-Landmanna- laugum, Húsavík-Mývatni og Skaftafelli. Gunnar Haukur Kristinsson, sölu- stjóri hjá Landmælingum íslands, var spurður í hvaða veru þessi kort hefðu verið endurskoðuð. „Kortin af Þórsmörk- Landmannalaugum og Húsavík-Mývatni hafa far- ið í almenna og hefð- bundna endurskoðun. Þar er farið yfír ýmis atriði svo sem öraefni og vegakerfi, oft eftir ábendingum sem borist hafa stofnuninni. I þessu samhengi er kannski þekktasta dæmið ömefnið Hverfjall (Hverfell) sem er á Húsavíkur-Mývatnskortinu, en samkvæmt úrskurði var Land- mælingum gert að birta bæði nöfnin á kortum sínum og era þau nú bæði á hinu nýendurskoðaða korti. Skaftafellskortið er endur- skoðað á sama hátt en að auki hef- ur verið bætt við þar ýmsum upp- lýsingum um þjóðgarðinn í Skaftafelli sem unnar hafa verið í samvinnu við Náttúravemd ríkis- ins. Þessar upplýsingar era bæði á íslensku og ensku.“ - Eru þessi kort auðkennd sér- staklega frá hinum eldri? „Já, þau era í nýjum kápum með myndum af viðkomandi svæði og yfirlitskorti á bakhlið, auk þess sem hvert kort hefur fengið strikamerki og ISBN-númer. Þetta útlit er í samræmi við nýtt útlit á útgáfum Landmælinga ís- lands, en á síðasta ári komu út með sama útliti ferðakort Land- mælinga og aðalkort í mælikvarð- anum 1:250.000. Þess má geta að þegar hafa komið út þrjú önnur sérkort með hinu nýja útliti en þau eru ekki endurskoðuð að öðru leyti. Þessi kort era sérkort af Vestmannaeyjum, Mývatni og Þingvöllum. Að auki er unnið að nýrri, breyttri og endurskoðaðri útgáfii göngukorts yfir Horn- strandir, sem koma mun út seinna á árinu og fyrir næsta vor er einn- ig von á endurskoðun á sérkorti yfir Suðvesturland." - Er búið að kortleggja allt ís- land á þann hátt sem nútímatækni býður upp á? „Nei, það hefur ekki verið lokið við að kortleggja ísland í mæli- kvarðanum 1:50.000 en það er unnið að því að koma upp stafræn- um gagnagrunni af öllu landinu í þeim mælikvarða. Það verkefni hófst árið 1998 og er áætlað að því ljúki árið 2003. Umrætt verkefni er hið stærsta sem Landmælingar íslands vinna að núna. Það starfa 6 manns í fullu starfi við þá vinnu auk þess sem verktakar era fengnir til þess að vinna afmark- aða verkþætti. Þessi grannur mun í framtíðinni verða grunnurinn að öllum öðram kortum Landmælinga íslands og væntum við mikils af þessu.“ - Hvernig gengur að fá fólk til þessara starfa? „Þrátt iyrir ýmsar Gunnar Haukur Kristinsson ► Gunnar Haukur Kristinsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1968 en ólst upp í Bolungarvík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1988 og BSc-prófi ílandafræði frá Háskóla íslands 1995. Hann hefur einnig stundað masters- nám í landafræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði ýmis sumarstörf á námsárum, m.a þjá BM Vallá, en er nú sölu- stjóri hjá Landmælingum ís- lands. Gunnar er í sambúð með Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, nema í Kennaraháskóla íslands, og eiga þau tvö börn. Mikill kraftur í starfsemi Landmælinga íslands núna hrakspár vegna flutninga Landmælinga ís- lands til Akraness hefur gengið mjög vel að manna þær stöður sem í boði hafa verið og hafa ráðist til stofnunarinnar afar vel mennt- aðir starfsmenn. Mikill kraftur er í starfsemi Landmælinga íslands núna og mjög góður andi ríkir inn- an stofnunarinnar." -Hvaða verkefni eru fram- undan í kortaútgáfu ? „Auk þeirra tveggja fyrrnefndu nýju sérkorta sem koma á mark- aðinn á næstunni era í gangi spennandi verkefni í útgáfu sér- merktra og sérframleiddra ís- landskorta. Stöðug endurskoðun og endurútgáfa á sér stað á öllum ferðakortum Landmælinga ís- lands og má segja að meginkraft- ur okkar fari í að halda við og end- urskoða þau kort sem þegar eru útgefin.“ - Sjá Landmælingar enn um sölu á loftmyndum ? „Já, Landmælingar íslands sjá enn um sölu á loftmyndum úr loft- myndasafni sínu, en það safn telur um 140 þúsund myndir sem tekm ar hafa verið á síðustu 60 áram. I þessu safni era til myndir af öllu yfirborði landsins, yfirleitt eru til myndir af flestum svæðum lands- ins, bæði nýjar og gamlar, og munu verða teknar nýjar myndir í sumar.“ - Er mikil saia í kortum Land- mælinga Islands? „Salan hefur aukist jafnt og þétt þrátt fyrir mikla samkeppni að undanfömu en Landmælingar voru nánast einráðar á þessum markaði þar til íyrir þremur ár- um. Við teljum þó að þessi sam- keppni sé einungis af hinu góða, aðeins hvatning tii þess að gera betur. Við höfum m.a. látið fram- leiða pappastanda á borð sem verða á flestum sölu- stöðum okkar auk þess sem auglýsingar frá stofnuninni munu verða sýnilegri en áður.“ - Hafa sölustaðir fyr- ir kort Landmælinga eitthvað breyst? „Verslun Landmælinga íslands var lögð niður haustið 1998 og þá var gerður samningur við Penn- ann-Eymundsson um að þeir rækju kortabúð með öllum kort- um Landmælinga. Sú verslun er staðsett í Kringlunni en að auki era kort okkar fáanleg í flestum bókaverslunum, bensínstöðvum og upplýsingamiðstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.