Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AKVEÐNAR aðferðir eru notaðar við að verð- meta fyrirtæki, t.d. áð- ur en hlutafjárútboð fer fram, og felast þær í ít- arlegri sjóðstreymisgreiningu eða greiningu á innra virði. Að sögn nokk- urra sérfræðinga á íslenskum fjár- málamarkaði er samanburður á milli fyrirtækja algengur en æskilegt er að hann nái til nokkurra fyrirtækja. Sérfræðingamir sammælast enn- fremur um að nauðsynlegt sé að taka tillit til mismunandi þróunarstigs og vaxtarmöguleika viðkomandi fyrir- tækja. Aætlað verðmæti Landssímans eftir samanburð við sænska fjar- skiptafyrirtækið Telia er að mati Búnaðarbankans á bilinu 42-70 millj- arðar króna, eins og fram kom í frétt- um í lok síðasta mánaðar. Búnaðar- bankinn studdist við höfðatölu ís- lands og Svíþjóðar við samanburð á stærðum úr rekstri fyrirtækjanna. Mat Búnaðarbankans þykir hátt mið- að við 30 milljarðana, sem er upphæð- in sem rædd hafði verið í tengslum við hugsanlegt hlutafjárútboð Landssím- ans. Mat Búnaðarbankans byggt á hlutfallslegum samanburði Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðing- ur hjá Búnaðarbankanum Verðbréf- um, leggur áherslu á að mat bankans hafí einungis byggst á hlutfallslegum samanburði en ekki nákvæmri grein- ingu á tölulegum upplýsingum. „Við gerðum þó grófa sjóðstreymisgi'ein- ingu sem var byggð á ársreikningum Landssímans. Okkur sýndist þetta ekki fjarri lagi en teljum að verðmæt- ið liggi nær neðri mörkunum, þ.e. nær 42 milljörðum en 70,“ segir Edda Rós og bætir við að umfjöllun Búnað- arbankans hafi m.a. verið hugsuð til þess að vekja umræðu fremur en að vera nákvæmt mat. Eins og fram kom í hálffimm frétt- um Búnaðarbankans í apríl sl. er mat á raunverulegu virði íyrirtækja meira mál en hlutfallslegur samanburður. Þar segir: „Leggja þarf mat á við- skiptahugmyndir, mögulegan mark- að, mögulega hlutdeild fyrirtækisins á markaði, framlegð og margt fleira.“ Þar er einnig talað um lækkanir sem urðu á Nasdaq-vísitölunni í mars og apríl. „í gangi er leiðrétting á óraun- hæfu verðmati margra fyrirtækja „nýja hagkerfisins", en einnig flokk- un á félögum á markaði eftir því hversu góðar viðskiptahugmyndir þeirra eru. Þessi flokkun er löngu tímabær og byggist á mati á raun- verulegu virði fyrirtækjanna," segir í hálffimm fréttum hinn 18. apríl sl. Edda Rós segir mat á fyrirtækjum alltaf afstætt, þ.e. þrátt fyrir að ítar- leg sjóðstreymisgreining liggi til grundvallar, verði að hafa aðra þætti í huga sem eru mismunandi á milli fyr- irtækja. „í geirum „nýja hagkerfis- ins“ eru alls kyns möguleikar og tæki- færi fyrir framsýn fyrirtæki sem meta þarf til fjár. Raunverulegt verð- gildi þessara fyrirtækja felst oftar en ekki í viðskiptahugmynd þeirra, en ekki væntingum um hagnað byggðum á fortíðargögnum." Edda Rós segir að þegar ítarlegri gögn um Landssímann liggi fyrir muni greiningardeild Búnaðarbank- ans gera mjög nákvæmt verðmat á fyrirtækinu sem byggist m.a. á árs- reikningum, áætlunum um rekstur og fjárfestingar, ásamt upplýsingum um framtíðarhorfur fyrirtækisins. Markaðsvirði Telia 2.300 milljarðar íslenskra króna Varðandi verðmat fyrirtækja al- mennt segir Edda Rós að stærð fyrir- tækis og almennur áhugi fjárfesta skipti máli. Hún nefnir að máli skipti hvort fyrirtækið er þekkt eða jafnvel í tísku. Hugsanlega þurfi að veita af- slátt af raunhæfu verðmati til að vekja áhuga á annars lítt þekktu fyr- irtæki og tryggja að skilyrði skrán- ingar á VÞI um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild verði uppfyllt. „Ef fyrirtækið er stórt og eignaraðild dreifð eru meiri líkur á að velta á eft- irmarkaði verði meiri og verðmyndun þar af leiðandi öruggari. Það er mikil áhætta fólgin í því að fjárfesta í félagi, ef erfitt er að losa bréfin,“ segir Edda Rós. í hálffimm fréttum Búnaðarbanka íslands í gær kemur fram að milljón er ekki einföld aðgerð. Það byggist á nákvæmri greiningu en líka innsæi og huglægu mati. Þetta kemur fram í máli nokk- urra sérfræðinga á ís- lenskum fjármálamark- aði, sem Steingerður Ólafsdóttir ræddi við í tengslum við nýlegt verðmat Búnaðarbank- ans á Landssímanum. Fjórföld eftirspurn var eftir hlutabréfum í fjarskiptafélaginu Telia en sænska ríkið hefur selt 30% af hlutafé félagsins í almennu útboði. Möguleika þarf að meta til fjár Verðmat á fyrirtækjum Miklar vangaveltur hafa verið um hvert markaðsvirði Landssímans sé. Verðhugmyndir hafa legið á bilinu 30-70 milljarðar. manns hafi tekið þátt í hlutafjárút- boði Telia á Norðurlöndunum eða alls um einn af hverjum níu Svíum. Þetta var meiri eftirspum en stjórnvöld gerðu ráð fyrir og var ákveðið að selja stærri hlut en áður hafði verið ákveð- ið eða samtals 30%. Útboðsgengið var 85 sænskar krónur en áður hafði ver- ið ákveðið að það skyldi verða á bilinu 70-92. Viðskipti hófust með bréfin í gær og var lokagengið 88. Að því er fram kemur í hálffimm fréttum voru það vonbrigði fyrir hlutafjáreigendur því viðskipti höfðu áður verið á gráa markaðnum rétt undir 100 sænskum krónum á hlut. Miðað við lokagengi fyrsta viðskiptadags er markaðsvirði Telia 2.340 milljarðar íslenskra króna og þar með næst stærsta félagið á sænskum hlutabréfamarkaði, að því er fram kemur í hálffimm fréttunum. Ericsson er stærsta fyrirtækið rúm- lega 13.000 milljarða króna virði. I Markaðsyfirliti Landsbanka ís- lands í gær kemur fram að almenn- ingur keypti 23% af útboðnu hlutafé og bankar, lífeyrissjóðir og aðrir fag- fjárfestar 77%. Fagurfræðilegt innsæi og dómgreind „Fræðilega aðferðin við að finna út verðmæti fyrirtækis er að miða við þær væntingar sem menn hafa til fyr- irtækisins um fijálst sjóðstreymi," segir Þórður Pálsson, deildarstjóri hjá greiningardeild Kaupþings. Hann segir verðmat fyrirtækja á endanum snúast um það sem kalla má fagur- fræðilegt innsæi þótt stuðst sé við út- reikninga af ýmsu tagi „eða öllu held- ur dómgreind, en tölvunum hefur víst ekki enn tekist að leysa hana af hólmi,“ segir Þórður. Frjálst sjóðstreymi eru þeir fjár- munir sem fyrirtæki getur skilað til hluthafa sinna eftir að hafa uppfyllt endurfjárfestingarþörf sína og greitt öðrum kröfuhöfum. Finna þarf út ávöxtunarkröfu til að reikna út nú- virði þessarar upphæðar. „Ávöxtun- arkrafan er nokkurs konar fómar- kostnaður. Fjárfestar hafa ótal möguleika á markaðnum hverju sinni og þeir vilja fá umbun í takt við áhættu. Þeir þurfa því að spyrja sig hver ávöxtunin yrði af jafnáhættu- sömum kosti og viðkomandi fyrirtæki er. Til að skorða væntingar sínar til þessa fyrirtækis er raunhæft að líta til annars sambærilegs fyrirtækis,“ segir Þórður. Slíkt felst í að bera saman ýmsar kennitölur úr rekstri fyrirtækjanna. T.d. heildarvirði, þ.e. hlutafé og skuldir deilt með tekjum eða hagnaði fyrir afskriftir. „Gallinn við saman- burð af þessu tagi er hins vegar sá að skuldsetning félaganna kann að vera mismunandi, samkeppni á mörkuðum einnig, samsetning á tekjum getur verið ólík og síðast en eldd síst eru vaxtarmöguleikar fyrh-tækjanna oft mismunandi," segir Þórður. ísland á litla möguleika á al- þjóðlegum fjarskiptamarkaði Varðandi samanburð á Landssíma Islands og Telia í Svíþjóð segir Þórð- ur líklegt að vaxtarmöguleikar Landssímans séu mun minni en Telia, sérstaklega í ljósi þess að farsíma- markaðurinn á Islandi er nær mett- aður og tækifæri Landssímans til út- rásar telur Þórður frekar fá. Hann nefnir einnig að Skandinavía eða Evrópa öll gæti orðið einn fjarskipta- markaður með eignatengslum fyrir- tækja, samrunum og yfirtökum. A slíkum markaði ætti ísland litla möguleika, að mati Þórðar og íslenskt fjarskiptafyrirtæki ekki eins vænleg- ur yfirtökukostur fyrir erlend fjar- skiptafyrirtæki. Sænskt fjarskipta- fyrirtæki gæti hins vegar verið það og slíkar væntingar gætu verið komnar inn í verðmat á Telia. ,Að teknu tilliti til þessara þátta er ljóst að fara þarf varlega í samanburð á þessum fyrir- tækjum," segir Þórður og telur hann jafnframt heppilegra að bera Lands- símann saman við félög eins og Tele Danmark eða Deutsche Telekom sem þegar eru skráð á markaði. Há ávöxtunarkrafa á ríkispappírum Stefán H. Stefánsson, forstöðu- maður fjármálaráðgjafar Lands- banka íslands, gerir grein fyrir ann- arri aðferð sem notuð er til að meta verð fyrirtækja, þ.e. að endurmeta eigið fé þeirra. Sú aðferð þar sem stuðst er við eiginfjárvirði félags byggist á að meta eignir og skuldir fyrirtækis til raunvirðis og finna þannig raunverulegt virði þess. Þeg- ar um samruna félaga er að ræða er þessi aðferð notuð en er almennt ekki talin eiga við þegar um ung hraðvaxt- arfélög er að ræða, s.s. hugbúnaðar- fyrirtæki og önnur félög þar sem virði byggist á óefnislegum eignum. í slík- um tilvikum er helst stuðst við við- skiptaáætlanir um framtíðarfjárflæði eða hagnað félaganna, að sögn Stef- áns. Þegar verið er að verðleggja ein- stakt félag er gjaman horft til þess hvemig önnur sambærileg félög eru verðlögð í hlutfalli við endurmetið eigið fé sem hluti af kennitölusaman- burði. Slíkt er t.d. algengt með banka og fjármálafyrirtæki, að sögn Ste- fáns. Að hans mati er nauðsynlegt að bera saman helstu kennitölur í sam- anburði á borð við þann sem gerður var á milli Landssímans og Telia, þ.e. hvemig er eignavirði og arðsemi Landssímans í samanburði við Telia. „Ef nota á samanburð til að finna virði t.d. Landssímans er nauðsynlegt að skoða nokkur sambærileg félög sem era á svipuðum markaði og hugs- anlega með svipað eignarhald. í því sambandi er eðlilegast að horfa á Norðurlöndin og hugsanlega Mið- Evrópu," segir Stefán. Varðandi samanburð á fyrirtækj- um á milli landa segir Stefán að fjár- festar um allan heim miði ávöxtunar- kröfu sína að granninum til við ávöxtun áhættulausra pappíra eins og ríkisbréfa. „A Islandi er ávöxtunar- krafa á þessum pappíram há og það gerir það að verkum að ávöxtunar- krafa á hlutabréf ætti að sama skapi að vera há og verðið ætti því að vera lægra,“ segir Stefán. Aðspurður segir hann þessa staðreynd sjaldnast tekna inn í samanburð á fyrirtækjum á milli landa en vissulega sé ástæða til að gera það. Verðlagning með endurmati á eigin fé lægri Smári Rúnar Þorvaldsson, sér- fræðingur hjá FBA, segir að sjóð- streymisgreining sé fyrst og fremst notuð þegar meta á verð fyrirtækja t.d. í tengslum við hlutafjárútboð. Kennitölusamanburður er notaður til viðmiðunai’, s.s. V/H-hlutfall og V/S- hlutfall sem merkir markaðsvirði á móti sjóðstreymi. Að sögn Smára ætti verðmat með þeirri aðferð að endurmeta eigið fé að vera lægra en verðmat með sjóð- streymisgreiningu í tilviki Landssím- ans. Þessi aðferð er notuð þegar á einhvem hátt er verið að leysa upp fyrirtæki, brjóta það upp eða sameina það öðra. Að mati Smára er eðlilegast að bera íslensk fyrirtæki saman við fyr- irtæki á Norðurlöndunum. „Markað- irnir á því svæði era líkastir íslenska markaðnum og svipað ferli í gangi og hér, þ.e. fyrirtæki að fara á markað. I Bretlandi t.d. er markaðsaðlögunin hins vegar komin lengra." Smári segir nauðsynlegt við mat á verði fyrirtækja að brjóta ugp ein- staka þætti í starfsemi þeirra. í tilviki fjarskiptafyrh’tækis væri það t.d. GSM-þjónusta, netþjónusta og hefð- bundin símaþjónusta. Innan hvers þáttar era mismunandi vaxtarfor- sendur og að sögn Smára er því nauð- synlegt að meta hvern fyrir sig og leggja svo markaðsvirðið saman. Spádómar erfiðari innan hávaxtargreina Innan hávaxtargreina eins og tækni og fjarskipta er erfiðara að spá fyrir um framtíðina, að sögn Smára, og því erfiðara að segja til um vöxt viðkomandi fyrirtækis. „Það getur munað miklu hvort spáð er 20 eða 30% vexti í slíku tilviki, jafnvel millj- örðum.“ Aðspurður segir Smári að þær leiðir sem færar era til að meta vöxt slíkra fyrirtækja og skorða þannig verðlagninguna betur, m.a. felast í að horfa í baksýnisspegilinn. Fortíðin geti þó aldrei sagt alla sög- una um það sem koma skal og því sé mikilvægt að reyna að gera sér grein fyrir framtíðarmöguleikum fyrir- tækjanna. Varðandi fjarskiptafyrir- tæki er m.a. reynt að sjá hvar viðkom- andi fyrirtæki stendur miðað við þróun á fjarskiptamarkaðnum og að meta vaxtarmöguleika þess markað- ar í heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.