Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Arfleifð
Lj ónsins
s
A arabísku þýðir nafn Hafez al-Assads,
fyrrverandi Sýrlandsforseta, ljón. Hann var
sagður ástríkur en strangur faðir og hans
er sárt saknað, þótt einhverjir kunni að
telja arfleifð hans vafasama á köflum. Það
er heldur ekki víst að fullkominn friður
verði um arftaka hans.
HUNDRUÐ þúsunda svartklæddra
Sýrlendinga með grátbólgin augu
reyndu í öi'væntingu að komast fram
hjá vörðum laganna til þess að sjá í
síðasta sinn kistu „ljónsins,“ Hafez
al-Assad forseta, sem borinn var til
grafar í gær. A arabísku þýðir nafn
forsetans fyrrverandi „ljón“.
Menn hrópuðu „Allahu Akbar,“
Guð er mestur, og konur æptu sem
skelfingu lostnai-. „Guð varðveiti þig.
Þú munt ætíð verða í hjörtum okkar
og augum Bashars!" hrópaði eldri
maður sem reyndi að halda jafnvægi í
mannmergðinni miðri.
Bashar, sonur og verðandi arftaki
Assads, var með dökk sólgleraugu
þar sem hann gekk þögull á eftir
kistu föður síns er borin var af her-
mönnum. Bashar er 34 ára og yngri
bræður hans, Maher og Majd, gengu
við hlið hans. Kistan var sveipuð sýr-
lenska fánanum, rauðum, hvítum og
svörtum með tveim grænum stjöm-
um.
Dýrkeyptur stöðugleiki
Assad sat að völdum í Sýrlandi í 30
ár og verður helst minnst fyrir að
hafa veitt landinu það sem það þurfti
svo nauðsynlega á að halda: Stöðug-
leika. En sá stöðugleiki var dýru
verði keyptur. Þegar Assad tók
stjómartaumana í sínar hendur í
valdaráni 1970 hafði herinn rænt
völdum í landinu að minnsta kosti 20
sinnum á þeim 24 áram er liðin vora
frá því landið hlaut sjálfstæði frá
Frökkum, og var Sýrland af þessum
sökum aðhlátursefni bæði í araba-
heiminum og víðar. Assad lést á laug-
ardaginn, 69 ára. Hann var borinn til
grafar í æskuþorpi sínu, Qardaha,
norður af Damaskus.
Forsetinn fyrrverandi var herflug-
maður, þjálfaður í Sovétríkjunum, og
klókur stjómmálamaður. Hann hélt
Sýrlandi á floti í 30 ár með vilja-
styrknum einum saman og stundum
ofbeldisaðgerðum. Assad bannaði
allt andóf, og á þeim forsendum vora
þúsundh- Sýrlendinga fangelsaðir
eða drepnir í valdatíð hans.
Gallamir við stjómartíð Assads
era augljósir. Mannréttindabrot og
slakur efnahagur. En stolt þjóðarinn-
ar er alveg jafn augljóst, og hún lítur
á sig sem síðasta fánabera arabískra
gilda. Lítið hefur farið fyrir lýðræði í
landinu, þar sem búa um 17 milljónir
manna, og þeir eru líka staddir í eins
konar efnahagslegri fortíðarvídd sem
sést hvað best á bílunum sem eru á
götum Damaskusborgar, flestir af
árgerð frá því upp úr 1970. Það hefur
aukið á efnahagsvandann að í marga
áratugi hefur mestum peningum ver-
ið eytt í vamarmál, og í Sýrlandi
skortir mikið grandvallarþjónustu.
Meðalmánaðarlaun háskólamennt-
aðs Sýrlendings núna eru sem svarar
um 7.500 krónum. Aðeins um fjögur
þúsund Sýrlendingar eiga farsíma.
Samkvæmt tölum sem bandaríska
viðskiptaráðuneytið birti í fyrra
dróst þjóðarframleiðsla á mann sam-
an frá 1995 til 1997 úr sem svarar
tæpum 79 þúsund krónum í sem
svarar tæpum 63 þúsimd krónum.
Enginn hlutabréfamarkaður er í
landinu og spilling er útbreidd og
grefur undan efnahagslífinu. Er-
lendar fjárfestingar era minni en
vænst hefur verið og lög, sem sett
vora 1991 til að auðvelda útlending-
um að fjárfesta í landinu, hafa ekki
skilað neinum árangri. Hagvöxtur
var að meðaltali fimm prósent 1991-
96, en samdráttur var 1997 og 98.
Baráttan við ísrael
Efnahagslífið, líkt og allt annað í
Sýrlandi Assads, hefur setið á hakan-
um vegna baráttunnar við Israel.
Sýrlendingar hófu friðarviðræður við
ísraela í kjölfar friðarráðstefnunnar
sem haldin var í Madríd 1991, en síð-
an hefur lítið þokast í samkomulags-
átt. I öllum friðarumleitunum hvikaði
Assad hvergi frá þeirri kröfu að því
landsvæði er heitir Gólanhæðir, sem
ísraelar hertóku 1967, yrði skilað
öllu.
Sú ákvörðun forsetans að fara ekki
sjálfur fyrir samninganefnd landsins,
heldur fela það verkefni utanríkis-
ráðherranum, Farouq al-Sharaa,
ávann honum vinsældir heima fyrir,
en erlendis var litið á þetta sem tákn
um fyrirlitningu forsetans á óvinum
sínum. Svona harðlínustefna, sem út-
lendingum hefur ekki þótt sérlega
viðkunnanleg, hefur verið mörgum
venjulegum Sýrlendingum upp-
spretta stolts. Þrátt fyrir að þeir von-
uðust til þess að njóta góðs af friðar-
samningum við Israel litu þeir svo á
að Sýrland - og Assad - væri staðfast
og óbugandi.
Þetta stolt var meginþráðurinn í
upplýsingamaskínunni umhverfis
Assad. í ritstjómargreinum og opin-
AP
Sýrlenskur hermaður stendur vörð fyrir framan stðra mynd af hinum látna forseta, Hafez al-Assad, í bænum
Qardaha í gær.
beram yfirlýsingum úði og grúði af
setningum á borð við: „Sýrland er
hjarta arabaheimsins." Sýrlendingar
hafa háð þrjár styrjaldir gegn ísrael-
um, og hafa verið svo uppteknir af
baráttunni og draumum um mikil-
fengleika að landið er orðið að út-
kjálka sem heimurinn hefur að mestu
gleymt.
Astríkur faðir
Assad hélt einkalífí sínu utan
sjóndeildarhrings almennings. Hann
kvæntist æskuástinni sinni, Aniseh
Makluf, 1958. Þrátt fyrir að mikið
væri að gera hjá forsetanum var sagt
að hann hefði ætíð haft tíma til að
sinna fjölskyldunni. Forsetahjónin
eignuðust fjóra syni og eina dóttur.
Assad var sagður ástríkur en
strangur faðir sem hafði sérstakt
uppáhald á syninum Basel, sem var
verkfræðingur og fallhlífahermaður.
Assad hafði hug á því að Basel tæki
við forsetaembættinu, en sonurinn
lést í bflslysi fyrir sex áram. Sagt er
að Assad hafi aldrei náð sér fyllilega
eftir andlát Basels. Hann lét byggja
syninum mikið marmaragrafhýsi í
Quardaha, og var forsetinn grafinn
skammt frá því.
Assad tilheyrði alavítatrúarhópn-
um, sem er í minnihluta í Sýrlandi.
Alavítar hafa verið taldir sértrúar-
hópur shíta-múslíma, en trú þeirra er
í litlu lík kennisetningum Islams. Al-
avítatrú, sem í era þræðir úr kristni
og stjömuspeki, er talin eiga rætur
að rekja til níundu aldar, og fjöl-
skylda Assads hefur í margar kyn-
slóðir verið áhrifamikil meðal alavíta.
Sýrlendingar era að mestum hluta
súnní-múslímar, og alavítar hafa ætíð
fylgt íslömskum sið, að minnsta kosti
út á við. Snemma á valdatíð Assads
sprattu upp deilur um hvort hann,
sem alavíti, gæti farið með völd í ís-
lömsku rfld. Assad leitaði á náðir
áhrifamikils shítaklerks í Líbanon,
ímams Musa al-Sadr, sem kvað upp
trúarlegan úrskurð um að alavítar til-
heyrðu samfélagi shíta.
Trúarathafnir alavíta era lokaðar
fyrir utanaðkomandi, og jafnvel þeir
sem fæðast inn í þetta trúfélag era
lengi að öðlast dýpri þekkingu á því.
Alavítar trúa því, að konur hafi ekki
sál og stjömuspeki hefur sérstaka
merkingu fyrir þá. Til dæmis er því
trúað, að vetrarbrautin sé gerð úr
guðlegum sálum trúaðra. Alavítai’
era sagðir allt að tvær milljónir tals-
ins og búa flestir í Sýrlandi, en einnig
í Líbanon og Tyrklandi.
Deilur um arftaka
Talið er víst að sonur Assads,
Bashar Assad, muni taka við völdum
af föður sínum, enda hafði forsetinn
kveðið svo á um sjálfur. En bróðir
forsetans, Rifaat Assad, gaf í skyn á
mánudaginn að hann myndi reyna að
steypa næstu rfldsstjórn og taka
völdin í landinu.
í yfirlýsingu frá Rifaat sagði að
„ný leiðréttingarhreyfing" yrði stofn-
uð til þess að marka nýja stefnu á öll-
um stigum, pólitísku, félagslegu og
efnahagslegu. Þetta hefur áður verið
notað til að skírskota til valdatöku
Assads sjálfs í nóvember 1970, er
hann vai’ vamarmálaráðherra og
rændi völdum í því skyni að „leiðrétta
stefnu framámanna Baath-sósíalista-
flokksins“ er fór með völdin í landinu,
en þeir hefðu horfið frá réttri stefnu.
Gylltar stangarkúlur, fánalínur, línufestingar og þjóðfánar
flestra ríkja. íslenski fáninn er saumaður á íslandi.
ELLINGSEN
GRANDAGARÐI 2, REYKJAVIK, SIMI 580 8500
- Sænsku Formenta fánastansimar meö forsteyptum
sökkli á sérstöku árþúsundatilboöi