Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 37
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 37
„Berg'ljót og Gerður
Kristný eru samhöfundar“
Bergljót Gerður
Arnalds Kristný
,AD BEIÐNI Bergljótar Arnalds hef
ég farið lauslega yfir það sem birst
hefur opinberlega um ágreining
hennar og Gerðar Kristnýjar, “ segir
Heimir Öm Herbertsson lögmaður í
samtali við Morgunblaðið en eins og
fram hefur komið hefur Bergljót Am-
alds talið rithöfimdinn Gerði
Kristnýju hafa gengið framhjá sér
sem meðhöfundi að verkinu Bannað
að blóta í brúðarkjól sem frumsýnt
var í Kaffileikhúsinu á dögunum.
„Bergljót hefur einnig látið mér í té
umsóknargögn til menningarmáia-
nefndar Reykjavíkur um styrk til að
semja og setja upp þetta verk. Mér
virðast þessi gögn benda eindregið til
þess að Bergljót Amalds og Gerður
Kristný séu samhöfundar að um-
ræddu verki sem nú er sýnt í Kaffi-
leikhúsinu undir titlinum Bannað að
blóta í brúðarkjól. Ekki fæst betur
séð en Bergljót Amalds hafi átt hug-
myndina og framkvæðið að því að
leikritið yrði ritað, hún mun hafa sett
saman beinagrind að verkinu þar sem
fram kemur meginþema þess og
helstu atvik frá upphafi til enda. Eg
tel sterkar líkur á að þetta framlag
hennar njóti höfundan-éttarvemdar."
í Morgunblaðinu hinn 1. júní var
rætt við Hróbjart Jónatansson, lög-
fræðing og sérfræðing í höfundar- og
hugverkarétti, þar sem hann sagði:
„Meginreglan er sú að höfundarrétt-
ur er ekki bundinn við hugmynd.
Hugmyndir sem slíkar eru frjáls eign
og öllum til ráðstöfunar.“(...) „Til þess
að Bergljót ætti höfundarrétt að
verkinu þyrfti hún að hafa sett hug-
myndina niður á blað, nákvæmlega
eins og Gerður Kiistný hefur unnið
úr henni. Þannig stofnast höfundar-
réttur við framsetningu hugmyndar.
Sé slíkri ritsmíð ekki til að dreifa er
höfundarréttur Gerðar Kristnýjar að
einþáttungnum Bannað að bióta í
brúðarkjól ótvíræður."
Heimir Öm kveðst ekki ósammála
þessari umsögn Hróbjarts en vísar til
þess að í umsóknargögnum Bergljót-
ar til menningarmálanefndar Reykja-
víkur komi fram sú ritsmíð sem
Hróbjartur nefnir að þurfi að vera til
staðar svo höfundarréttur stofnist.
„Sú skriflega lýsing á verkinu sem
þar kemur fram er í meginatriðum
samhljóða því verki sem nú er verið
að sýna, þótt vitaskuld sé búið íylla
það síðan með samtölum og frekai’i
úrvinnslu."
- Nú er það alþekkt að stjórnendur
leikhúsa leita til höfunda um að skrifa
leikrit um tiltekið efni án þess að leik-
húsið eða leikhússtjórinn eigi tilkall
til höfundarréttar að verkinu þegar
það liggur fyrir. Þó má segja í slíkum
tilvikum að hugmynd-
in hafi komið frá öðr-
um en höfundinum.
Telurðu að þetta mál
sé öðruvísi vaxið?
„Já, mér virðist að
þær Bergljót og Gerð-
ur Kristný hafi báðar
átt sinn þátt í samn-
ingu þessa leikverks.
Framlag Bergljótar
sem felst í afinörkun
verksins í upphafi og
aðkoma hennar að
skrifum að því í sam-
starfi við Gerði
Kristnýju eins og til
þess var stofnað í upp-
hafi af hálfu Bergljót-
ar nýtur að mínu mati höfundarrétt-
arverndar. Gögn málsins bera það
einnig skýrt með sér að Bergljót hafi
alla tíð verið þeirrar skoðunar að þær
væra samhöfimdar að verkinu. Að því
leyti er þetta ósambærilegt við sam-
starf leikhúsa við höfunda. í sjöundu
grein höfundarlaganna er sérstak-
lega gert ráð fyrir því að að tveir eða
fleiri aðilar geti verið samhöfundar að
verki og njóti þá sameiginlega þeirra
réttinda sem af þeim höfundarrétti
hlýst. Þetta er mikilvægt því að sú
ráðstöfun á verkinu sem nú hefur átt
sér stað af hálfu Gerðar Kristnýjar er
til þess fallin að brjóta gegn þeim
rétti sem Bergljót á til verksins.“
Heimir Örn bendir ennfremur á að
af gögnum málsins megi álykta að á
milli Gerðar Kristnýjar og Virago,
fyrirtækis Bergljótar Arnalds, hafi
verið kominn á samningur um upp-
setningu verksins. „Bergljót sótti um
í nafni Virago og greiddi Gerði
Kristnýju fyrir vinnu hennar sam-
kvæmt samkomulagi sem þær höfðu
gert með sér og Bergljót ætlaði síðan
að leika aðalhlutverkið í verkinu. í
bága við þessar fyrirætlanir setur
Gerður Kristný verkið upp sem sitt
eigið og ekki liggur annað fyrii- en
hún hyggist ráðstafa verkinu á eigin
spýtur. Þar með er Bergljót og henn-
ar fyrirtæki svipt öllum möguleikum
til að njóta afraksturs af verkinu eftir
að hafa kostað því til sem raun ber
vitni. Eg tel verulegt álitamál að þetta
fái staðist."
Hér má aftur vísa til umsagnar
Hróbjarts Jónatanssonar en hann
sagði um þetta atriði: „Hins vegar
virðist mér af greinum þeirrá Berg-
ljótar og Gerðar Kristnýjai’ að þær
hafi gert með sér munnlegan verk-
samning um að Gerður skrifaði leikrit
sem Bergljót hafi síðan haft einhvern
óskilgreindan einkarétt til þess að
setja á svið. Um það atriði gæti skap-
ast spurning um réttarstöðu út frá
samningarétti."
Heimir Öm bendir ennfremur á 20.
grein samkeppnislaganna þar sem
kveðið er á um óréttmæta viðskipta-
hætti. „Til þessa ákvæðis hefur
stundum verið litið þegar um er að
ræða meðferð á verki sem ekki þykir
eftir atvikum brjóta gegn höfundar-
rétti annars aðila en þykir þó vera
óviðurkvæmileg meðferð á viðkom-
andi verki og til þess fallin að skaða
viðkomandi.“
Heimir Öm kveðst ekki vera að
undirbúa málsókn fyrir hönd Berg-
Ijótar Amalds. „Hún hefur ekki farið
þess á leit við mig og ákvörðun um
framhald málsins er í hennar hönd-
um.“
Rakarinn í Sevilla
S
frumfluttur í Operu-
stúdíói Austurlands
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
ÓPERUSTÚDIÓ Austurlands frum-
flutti gamanóperuna Rakarinn í
Sevilla eftir C. Sterbini, með tónlist
eftir Gioacchino Rossini, fyrir fullu
húsi á Eiðum um helgina og var for-
seti íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, sérstakur gestur sýningarinnai’.
Óperan er liður í dagskránni
Bjartar nætur í júm, sem er tónlist-
ardagskrá flutt um Austurland.
Þetta er í annað skiptið sem Óperu-
stúdíó Austurlands ræðst í óperu-
flutning en Töfraflautan var flutt á
sama tíma í fyrra. Hljómsveitarstjóri
og leikstjóri er Keith Reed og kona
hans Ásta Bryndís Schram er að-
stoðarleikstóri og sýningarstjóri.
Flytjendur í hljómsveit og söng
eru bæði lengra komnir tónlistar- og
söngnemendur og atvinnufólk. Með
helstu hlutverk í Rakaranum fara:
Þorbjörn Rúnarsson, en hann fer
með hlutverk Almaviva gi’eifa, Þor-
björn Bjömsson og Mark Morouse
deila með sér hlutverki Fígarós,
Herbjöm Þórðai-son og Manfred
Lemke skiptast á að syngja hlutverk
Doktors Bartólós, Laufey Helga
Geirsdóttir og Kristín R. Sigurðar-
dóttir syngja hlutverk ráðskonunn-
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Söngvarar og leikstjóri hyllt í lok frumflutnings Óperustúdíós Austur-
lands á Rakaranum í Sevilla.
ar Bertu, með hlutverk Rósínu fara
Margrét L. Þórarinsdóttir og Sigríð-
ur Elliðadóttir og Jóhann Smári
Sævarsson fer með hlutverk Don
Basílío. Aðrir söngvarar og leikend-
ur em: Pétur Öm Þórarinsson, Þor-
steinn Helgi Árbjörnsson, Hannibal
Guðmundsson og Kristinn Þór
Schram Reed ásamt söngvurum úr
Kammerkór Austurlands.
Alls verða fjórar sýningar á óper-
unni og eru þær allar fluttar í hús-
næði Alþýðuskólans á Eiðum, en þar
hafa verið uimar breytingar á hús-
næði til þess að óperuflutningur
væri mögulegur.
FJÖRÐUR
miöbœ Ihifmirfjaröar
i
Landnám í
KYNNINGARSÝNING íslenska
sögusafnsins verður opnuð í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag, miðvikudag, kl.
18. Efni sýningarinnar er landnám
Ingólfs Arnarsonar. Sýningin byggir
á leikmynd með leikbrúðum og sjást
Ingólfur og Hallgerður Fróðadóttir
standa við öndvegissúluna, nýkomin
til Reykjavíkur. I máli og myndum
er síðan rakinn aðdragandi land-
náms, saga Ingólfs og þróun Reykja-
víkur.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á
að vanda til gerðar leikbrúðnanna
bæði hvað varðar sjáanlega líkams-
hluta, klæðaburð og vopnabúnað.
Andlit og hendur eru raunverulegar
afsteypur af lifandi fólki. Klæði og
vopn eru eftirlíkingar unnar af sér-
fræðingum eða með sérfræðiráðgjöf.
Aðalhvatamaður Islenska sögu-
safnsins er Ernst J. Backman og
hefur hann unnið að hugmyndinni sl.
fjögur ár. Markmiðið er að bregða
upp myndum af mikilvægum atburð-
um og persónum íslandssögunnar
og færa áhorfandann þannig nær
Ráðhúsinu
Hallgerður Fróðadóttir og Ing-
ólfur Arnarson.
sögunni og fá hann til að lifa sig inn í
aðstæður hvers tíma svo sem kostur
er. Sýningin stendur til 30. júni.
Eðalpennar ehf.
Merktir þýskir pennar
17 kr. -stk. án vsk.
Tilboðsverð:
5000 stk. 17 kr.
1000 stk. 26 kr.
Merkiflötur á penna eða klemmu.
Verð er með merkingu í einum lit án vsk.
Eðalpennar er sérhæft í sölu á merktri auglýsingavöru.
Sími: 695 3410, netfang: meyert@simnet.is
heímasíða: www.simnet.is/kulupenni/