Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hræringar í leik- húsunum / „I loftinu liggur nánast aðfyrirþau for- réttindi að starfa í Þjóðleikhúsinu eigi listamenn að fórna ákveðnum efnis- legum gæðum á stalli listarinnar. “ SJÓNVARPIÐ sló því upp sem stórfrétt í fyrrakvöld að nokkrir helstu leikarar Þjóð- leikhússins væru á förum þaðan, ýmist til frambúð- ar eða tímabundið. Það vakti at- hygli að fréttamaðurinn stóð fyrir utan Iðnó svo jafnvel mátti gera því skóna hvert leið hinna ófullnægðu leikara lægi, í hið nýja musteri leiklistarinnar sem stofnað hefur verið við samruna Leikfélags íslands, Flugfélagsins Lofts og Hljóð- setningar undir nafni hins fyrst- nefnda. VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson Reyndin er þó önnur þar sem þeir þrír (hvorki meira né minna) leikarar sem sagt hafa upp samningi sínum í Þjóðleikhúsinu munu hafa ráðið sig á samning í Borgarleik- húsinu eða telja sér betur borg- ið með því að vera hvergi bundnir af samningi. Hvernig hið endurnýjaða Leikfélag ís- lands mun koma við sögu varð- andi fastráðningar leikhúsfólks er ekki ljóst á þessu stigi, en gera má ráð fyrir að þar bjóðist tækifæri fyrir leikara og leik- stjóra á næstu leiktíð. Ekki er heldur víst að sú hagræðing sem leikhúsfyrirtækin telja sig ná með sameiningunni eigi eftir að skila sér í stærri listrænum tækifærum fyrir leikhúslista- fólk. Þá á eftir að reyna enn frekar á stéttarlega vitund leik- ara þegar hið nýja fyrirtæki fer að bjóða þeim samninga til lengri tíma. Hversu langt á hagræðingarhugtakið að ná og hvert verður raunverulegt at- vinnuöryggi leikara hjá hinu nýja Leikfélagi íslands? Verður kannski eingöngu um verktaka- samninga að ræða þar sem leikarinn verður að sjá um baktryggingar sínar sjálfur og vera sinn eigin umboðsmaður á hörðum tilboðsmarkaði? íslenskt þjóðfélag er lítið og möguleikar listamanna til að ná til allrar þjóðarinnar eru býsna góðir. Ekki þarf að koma fram nema nokkrum sinnum í sjón- varpi til að hvert mannsbarn þekki andlit viðkomandi. Leik- arar og skemmtikraftar sem mikið koma fram - njóta mikill- ar eftirspurnar - geta fundið fyrir þreytu markaðarins. Eftir- spurnin minnkar og þeir falla í verði á hinum frjálsa markaði. Hér er ekki hægt að ferðast ár- um saman á milli borga með sömu skemmtidagskrána og hitta fyrir nýtt fólk á hverju kvöldi. íslenskir gamanleikarar verða að koma sér upp nýju efni helst tvisvar á ári ef vel á að vera því fátt er jafn hall- ærislegt fyrir grínista og að hitta fyrir sama hópinn tvö þorrablót í röð og segja sömu brandarana. Smæð samfélagsins gerir það að verkum að veikt stéttarfélag er ávísun á versnandi kjör. Ekki verður þó við leikara sak- ast eingöngu í þessu efni, hið sama virðist eiga við í öllu sam- félaginu og vafalaust á „góðær- ið“ margumtalaða stærstan þátt í því. Bakslagið kemur síðan þegar dregur úr hagsældinni og eftirspurnin minnkar. Þá er horfið aftur til þeirra umsömdu launa sem enginn hefur litið við um langa hríð og einungis álitið fræðilegt lágmark. Mörg rök hníga einnig að því að ekki sé hægt að mæla list- rænt starf með sama kvarða og önnur hefðbundin störf. Eðli listarinnar og þar með lista- mannsins sjálfs byggist á ein- staklingsvitund hans og því er mótsögn fólgin í því að til séu starfstéttir listamanna þar sem vinnustundir og mælanlegur árangur í verkefnum er lagður til grundvallar útreiknings launa. Stórkostleg list getur orðið til á augabragði án mikill- ar sjáanlegrar áreynslu á sama hátt og hægt er að berjast eins og rjúpan við staurinn langtím- um saman og árangurinn verð- ur aldrei barn í bala. Við Þjóðleikhúsið starfa fremstu leikhúslistamenn þjóð- arinnar. Þar starfa hins vegar ekki best launuðu leikhúslista- menn þjóðarinnar. Þau laun sem hið opinbera býður leik- húslistamönnum eru ekki í sam- ræmi við þær kröfur sem þjóðin gerir til þeirra sem þar starfa. í loftinu liggur nánast að fyrir þau forréttindi að starfa í Þjóð- leikhúsinu eigi listamenn að fórna ákveðnum efnislegum gæðum á stalli listarinnar. Föst laun okkar fremstu listamanna í leikhúsinu eru með þeim ólík- indum að rétt slefar yfir þau lágmarkslaun sem talið er að haldi fólki ofan fátækramarka í þjóðfélaginu. Nú er jafnframt vitað að þeir hinir sömu leikar- ar hafa ýmsar aðrar tekjur og heildarlaun þeirra eru talsvert meiri en samningsbundin laun þeirra við „musteri islenskrar tungu“ segja til um. Það segir í sjálfu sér ekki nema það eitt að til að geta fjármagnað starf sitt við hið mikla musteri verða leikararnir að vera á þönum út um allan bæ við að afla tekna, hvort sem er með því að skemmta á þorrablótum, tal- setja teiknimyndir eða leika í öðrum leikhúsum gegn verk- takagreiðslum. Stjórnendur leikhússins hafa á undanförnum árum orðið að taka tillit til þessara „aukastarfa“ eftir- sóttustu leikaranna og gefa þeim langan taum tilslakana svo þeir biti ekki hreinlega af sér tauminn og hlaupist á brott. Þeir sem semja um laun lista- manna Þjóðleikhússins fyrir hönd ríkisins virðast ekki hafa djúpristan skilning á því að til að listamennirnir sem þar starfa geti helgað sig heilir og óskiptir því hlutverki að halda á lofti merki „musteris íslenskrar tungu“ þurfa þeir að geta lifað á því sem það göfuga hlutverk gefur af sér. Hvar eru Þingholtin? FYRIR stuttu hafði skólasystir mín, sem lengi átti heima við Bergstaðastræti, suður undir Barónsstíg, sam- band við mig. Sagðist hún nýlega hafa séð frá þekktri fasteignasölu auglýsingu um hús til sölu í Þingholtunum. Hús þetta stendur við Bergstaðastræti, nærri því húsi, sem hún ólst upp í. Sagðist hún aldrei hafa heyrt, að það svæði væri talið til Þingholt- anna. Mun hún hafa tal- að við starfsmenn á fasteignasölunni, en ábending hennar lítinn hljómgrunn fengið, að hennar sögn. Bað hún mig þess vegna að vekja athygli hér í Morgunblaðinu á þeim miskilningi fasteignasala um staðsetningu Þing- holtanna, sem virðist ríkja meðal þeirra. Ég hef sjálfur orðið var við svipað- ar auglýsingar frá fasteignasölum á undanfömum árum og jafnvel á síð- ustu vikum. Man ég eftir auglýsingu um hús til sölu sunnarlega við Freyjugötu og nú nýlega um annað við Þórsgötu, og þau talin til Þing- holtanna. Shkt er fráleitt í augum gamalla Reykvíkinga. Þau hús heyra nánast til Skólavörðuholtsins, eins og Listasafn Einai’s Jónssonar og öll byggðin, sem þar reis í kring á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Hér er um verulegan misskilning að ræða, annaðhvort kominn upp fyrir ókunn- ugleika sakii- eða þess, að það þyki hafa hafa meira aðdráttarafl og auglýsingagildi að nefna Þingholtin í þessu sambandi. Fyrir mér og fleirum eru Þingholt- in á mikla þrengra svæði. Skal játað, að ég, sem Reykvíkingur og íbúi í Austurbænum um hálfa öld, heyrði aldrei talað um Þingholtin annars staðar en á svæði, sem náði u. þ. b. frá Hellusundi og norður að Bankastræti og svo ofan frá Laufásvegi og e.t.v. upp undir nyrzta hluta Bergstaða- Hstrætis. Jafnvel er mér mjög til efs, að það hafi talizt til Þingholtanna. Hér er þá fyrst og fremst átt við göt- urnar Miðstræti, Skólastræti, Þing- holtsstræti, Ingólfsstræti (að Banka- stræti), Grundarstíg og Spítalastíg og húsin við þær götur. Sjálfur er ég fæddur syðst við Óðinsgötuna, suður undir Baldurs- götu, og ólst þar upp til 1930. Oðinsgatan, Bald- ursgatan og svæðið þar í kring og fyrir ofan, sunnan og norðan, ef svo má orða það, var aldrei tahð til Þingholt- anna. Engum hefði heldur dottið í hug að segja, að landið ogtúnin í kringum húsið Laufás, sem Þórhallur biskup Bjarnarson reisti 1896 og enn stendur, heyrði Þingholtunum til. Það svæði var sunnan við þau. En hvar eru þá Þingholtin? Við skulum líta á ýmsar heimildir um það. Þeim, sem hafa annars áhuga á legu umrædds svæðis, skal bent á bækur Páls Lín- dals: Reykjavík. Sögustaðir við Sund. Þar má fá mikinn fróðleik um hverfi þetta. Hér skal stiklað á nokkrum atriðum úr bókum hans, sem koma til viðbótar því, sem ég sagði hér framar. Páll segir: „Þingholtin er nú nefnt svæðið ofan Skólastrætis, sunnan Bankastrætis og Skólavörðustígs að mótum Klapparstígs, en að öðru leyti eru mörk þess nokkum veginn frá þeim gatnamótum að suðurenda Þingholtsstrætis og þaðan að Skóla- stræti. Hverfið er þó ekki formlega afmarkað enda mörk þess nokkuð á reiki í hugum manna.“ Svo mörg eru orð Páls. Kemur þetta nokkurn veg- inn heim við þá tilfinningu, sem ég ólst upp við á þriðja og fjórða tug ald- arinnar. Páll heldur svo áfram um uppruna Þingholts-nafnsins og segir m.a. þetta: „Þingholtin eru nefnd eftir tómthúsbýlinu Þingholti." ,Árið 1765 var reist tómthúsbýh skammt frá þinghúsinu [þ.e. „á þeim slóðum þar sem nú eru Skólastræti 5 og 5b] og nefnt Þingholt sem var nýnefni. Sá bær mun aðeins hafa staðið sex ár og var á þeim slóðum sem nú er Þing- holtsstræti 3.... Þyrping torfbæja reis í námunda við Þingholt og smám saman færðist nafnið Þingholt(in) yfir á þann hluta Amarhólstúns (síðar Skólavörðu- holts) sem var ofan túngarða Stöðla- kots og Skálholtskots." Stöðlakot var Hverfi Vek ég athygli hér í Morgunblaðinu á þeim misskilningi fasteigna- saia, segir Jón Aðal- steinn Jónsson, um staðsetningu Þingholt- anna, sem virðist ríkja meðal þeirra. ein af hjáleigum Víkur. Bæjarhúsin stóðu á svæðinu sunnan við Bók- hlöðustíg, nokkurn veginn þar sem nú er Bókhlöðustígur 6a - c. Þar stendur enn hús, reist um 1870, sem ber nafn- ið Stöðlakot og nú er notað sem hstsýningarhús. Skálholtskot var einnig ein af hjáleigum Víkur, en er alveg horfið. Stóðu bæjarhúsin norð- anvert á mótum Laufásvegar og Skálholtsstígs, nokkum veginn þar sem félagsheimhi Fifidrkjunnar stendur nú. Af þessum ummælum er [jóst, hvar hin raunveralegu Þingholt hafa verið í landi Reykjavíkur. Páll heldur áfram og segir: „Tómthúsbýl- um tók að fjölga í Þingholtunum á öðram fjórðungi 19. aldar, en seinasti hluti hverfisins reis um 1920. Sá bæj- arhluti hlaut mikla gagnrýni á sínum tíma fyrir skipulagsleysL Er þá einkum átt við svæðið við Óðinsgötu og næsta nágrenni hennar.“ Ástæðu- laust er að rekja hér meira úr bók Páls Líndals. En athuganir hans og ummæli skera skýrt úr um það, hversu fráleitt er að tala um Þingholt- in í kringum Skólavörðuholt frá Ei- ríksgötu, Freyjugötu, Sjafnargötu, Fjölnisvegi, Bergastaðstræti og Laufásvegi aht suður að Barónsstíg. Ef fasteignasalar og aðrir þurfa að staðsetja húseignir á þessum slóðum, verða þeir að velja einhverja aðra við- miðun en tala um Þingholtin í um allt þetta svæði. Sem gamall Reykvíking- ur mæhst ég til, að þeir og aðrir taki það, sem hér hefur verið sagt, til gaumgæfilegrar athugunar og eftir- breytni. Höfimdur er fyrrv. orðabókarstjári. Jónsson Málefni fatlaðra AÐ undanfömu hef- ur verið fjallað um mál- efni fatlaðra í fjöl- miðlum. Þar hafa forystumenn lands- samtaka um málefni fatlaðra farið mikinn vegna hugmynda um úrræði fyrir fatlaða í Hrísey. Baráttuaðferðir eru mismunandi. Oft er hætta á að málflutn- ingur geti skaðað óvið- komandi og jafnvel þá sem barist er fyrir. Á umræðustigi um úrræði fyrir fatlaða í Hrísey, er geyst af stað gegn tillögum án málefnanlegr- ar umræðu. Félagsmálaráðherra er sakaður um að taka ákvörðun áður en tillögumar era honum kynntar. Tillögumar, ásamt slæmu ástandi í atvinnumálum í Hrísey, era nýttar sem tilefni til að koma á framfæri baráttumálum um málefni fatlaðra og til að vekja athygli landssamtaka á málefnum fatlaðra á hðandi stundu. Hríseyingar era dregnir inn í deilumál, sem þeir eiga enga aðild að. Fjölmiðlar era nýttir og sjónvarps- stöðvar senda tvíræðar myndir með viðtölum. Myndir era sýndar af fötl- uðum bömum og gefið í skyn að flytja eigi böm landshoma á milli, í burtu frá ættingjum og vinum, þrátt fyrir að umræddar tillögur geri ekki ráð fyrir að böm eigi í hlut. Allt skal gert til að bjarga Hrísey- ingum á kostnað þeirra sem minna mega sín. Haraldur L Haraldsson Pétur Bolli Jóhannesson Fatladir Eiga ekki Hríseyingar rétt á afsökunarbeiðni, spyrja Pétur Bolii Jóhannesson og Haraldur L. Haralds- son, þar sem þeir hafa verið notaðir að ósekju til að koma á framfæri baráttumálum fatlaðra? Þeir sem hafa lýst vilja til að skoða tillögumar hafa nánast verði dregnir til saka. Landssamtök um málefni fatlaðra hafa komið baráttumálum sínum á framfæri um langa biðhsta, skort á fjármagni og fleira. Það er vel. Á eng- an hátt tengjast hugmyndirnar bið- listum né skorti á fjármagni, heldur að boðið er upp á nýjan valkost fyrir fatlaða, sem viðbót við þau úrræði sem fyrir era. Spyrja má! Eiga ekki Hríseyingar rétt á afsökunarbeiðni, þar sem þeir hafa verið notaðir að ósekju, til að koma á framfæri baráttumálum fatl- aðra á mjög ómálefnanlegan hátt? Enginn heldur því fram að ætlan forsvarsmanna landssamtaka fatl- aðra hafi verið að rýra hlutskipti mál- efna fatlaðra með málflutningi sínum, heldur hafi tækifærið verið gripið. Nú er svo komið að allir hafa borið skarðan hlut frá borði. Ekki bara Hríseyingar heldur einnig fatlaðir. Fatlaðir hafa haft sumardvöl í Hrísey síðustu ár og gefið góða raun. Áreitahtið samfélag Hríseyjar ásamt stórkostlegri náttúru býður kosti sem ekki fást annars staðar. Allir sem til þekkja málefna fatlaðra vita, að hvíld er nauðsynleg, hvort sem fatlaðir eða aðstandendur eiga í hlut. Skammtímavistun fatlaðra er úrræði sem því miður ahtof fáum fötluðum býðst. Þeim mun erfiðara er að skilja hvers vegna úrræði sem þessu er hafnað af landsamtökum fatlaðra, áð- ur en efnislega er tekið á hugmynd- unum. Það er mat okkar að þær hug- myndir sem kynntar hafa verið í mál- efnum fatlaðra séu verðugur valkost- ur til skoðanaskipta og skoram við því á alla málsaðila að taka þær til frekari skoðunar. Pétur Bolli er sveiturstjóri f Hrísey og Haraldur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.