Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sömu laun fyrir sömu vinnu? VIÐ félagsmenn í Bifreiðastjóra- félaginu Sleipni höfum lýst því opin- berlega að \úð erum verulega óánægðir með það ráðslag VMSÍ að semja fyrir hönd hópbifreiðastjóra sums staðar á landsbyggðinni án samráðs við Sleipni. VMSI birti þriðjudaginn 23. maí yfirlýsingu um þetta efni. Eins og þeirra var von og vísa er þar ekki rætt um það sem að flestra mati er kjarni máísins, í það minnsta ekki á rökrænum nótum. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það kann að vera að kjara- samningur Sleipnis sé svo miklu betri en kjarasamningur félaga VMSÍ. Er ekki nema gott um það að segja og vonandi nýtur félagið þess á sínu félags- svæði. Það er jafnljóst að kjarasamningur fé- lagsmanna innan VMSÍ tók mið af hags- munum félagsmanna þeirra og þeim skilyrð- um sem þeir búa við í sínu starfi, sem kimna að vera önnur en innan Sleipnis." Aldeilis er það ótrúlegt hvað menn geta verið h'tillátir fyrir ann- arra hönd. Hvaða skilyrði eru það sem valda því að eðlilegt teljist að einn hópur hópbifreiðastjóra skuli búa við lakari kjör en annar? Er krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu aðeins virk milh kynjanna en ekki milli einstakra hópa í þjóðfélag- inu? Eru þessi önnur skilyrði ef til vill þau að atvinnurekendur í grein- inni standi illa á umræddum stöð- um? Sé það tilfellið eru þá ekki for- svarsmenn VMSÍ að þóknast þeim með samningum sínum frekar en umbjóðendum sínum? Byggist þetta ef til vill á því að menn haldi að þjón- Taxti l.ár 2. ár 3. ár 4. ár 5. ár Heildar hækkun 80.000 84.000 88.200 92.610 97.241 102.103 22.103 100.000 105.000 110.250 115.763 121.551 127.628 27.628 500.000 525.000 551.250 578.813 607.753 638.141 138.141 Guðmundur Agnar Axelsson Attatus Plasthúðun • Allur véla- og tækjabúnaður - Vönduð vara - góð verð mÆi. ASTVfilDSSON HF. Shlpholti ]], 105 Rcvkjovik, síml ])] ustan leggist alfarið af ef greidd eru þokkaleg laun.? Á það hefur verið bent áður og skal ítrekað hér að frumskylda þeirra sem valdir eru til forustu í verkalýðs- hreifingunni er að gæta hagsmuna félag- anna. Það er alveg ljóst að hefðu allir, sem hagsmuna hafa að gæta og starfa innan þessarar sömu grein- ar, haft samráð eru all- ar líkur á að betri árangur hefði náðst en ella. Flestir þekkja mál- tækin: „Sameinaðir stöndum vér en sundr- aðir föllum vér“ og „deildu og drottnaðu.“ Svo virðist sem sá sannleikur, sem í þessu felst, hafi hvorki náð eyrum né skilningi þessara ágætu manna, nema þeir skilji að- eins þann hlutann sem segir deildu og drottnaðu og þá aðeins þegar meiningin hentar þeim sjálfum. Með því að gera einn kjarasamning hér og annan þar í sömu grein er Ijós- lega verið að fá Samtökum atvinnu- hfsins vopn í hendur með þeirri sundrungu sem það skapar. Nái Sleipnir sæmilegum árangri í sínum kjarasamningum hljóta þeir sem vinna á öðrum samningum í greininni að hugsa sem svo að þeirra samningur hafi verið gerður í fljót- ræði og ekki hafi verið seilst eins langt í samningagerðinni og efni stóðu til. Mikið hefur verið talað um for- dæmi sem samningar, sem þegar hafa verið gerðir, gefi. Þetta for- dæmistal botnar í því að sá sem sem- ur fyrst hafi í reynd samið fyrir alla hina. Einnig er gjarna talað um prósentuhækkanir eins og þær eigi að vera lögmál. Þannig geta menn lent í því að opinberlega sé býsnast yfir óbilgjörnum kröfum þeirra og vitnað í prósentuhækkanir þótt háar prósentur þýði lága upphæð. I lokin snýst þetta alls ekki um prósentur heldur peningaupphæðir því að eins og karlinn sagði: „maður étur ekki fyrir prósentur“. Einnig þekkjum við það að þegar laun hálaunafólks eru hækkuð um háar upphæðir er það gjarna afsakað með því að benda á hversu hógværlega hafi verið farið í prósentuhækkanir. Ef hins vegar Kjaramál Menn eiga að geta leyft sér að nýta þann frítíma sem þeim er ætlaður fyrir sjálfa sig og sína, segir Guðmundur Agn- ar Axelsson, í stað þess að þurfa sífellt að hend- ast í aukavinnu til að ná endum saman. láglaunamaður fer fram á sams kon- ar krónutöluhækkun er talað um heimtufrekjuna í honum og hversu mikla prósentuhækkun er verið að fara fram á. Það liggur Ijóst fyrir að hinn almenni launamaður ber sama kostnað við sitt heimilishald og sá sem ber meira úr býtum. Báðir hafa í meginatriðum sömu þarfir og báðir vinna almennt svipaðan vinnudag. Eg er út af fyrir sig ekki talsmaður þess að allir hafi sömu laun. Mér finnst hins vegar að allir eigi að geta lifað sómasamlegu lífi af þeim laun- um sem þeir fá fyrir dagvinnu. Menn eigi að geta leyft sér að nýta þann frítíma sem þeim er ætlaður íyrir sjálfa sig og sína í stað þess að þurfa sífellt að hendast í aukavinnu til að ná endum saman. Þeir sem búa við slíkt ástand eru líka trúlega ekki að skila þeim afköstum sem eðlilegt væri að ætlast til af þeim. Mér er sagt að topparnir hjá SA hafi trúlega ekki minna en 500.000 krónur í mánaðarlaun. Ymsir álíta hins vegar að 6-700.000 eða þaðan af meira sé nær sanni. Sé litið á töfluna hér fyrir neðan er svo sem ekkert erfitt að skilja áð þeir eigi auðvelt með að sætta sig við lágar prósentu- tölur þegar rætt er um launahækk- anir. Hér er gert ráð fyrir 5% hækk- un á ári. Það tekur þessa herramenn ekki ýkja langan tíma að fá hækkanir sem nema heilum mánaðarlaunum fólks á lágum og meðaltöxtum þótt ekki sé heimtufrekjan mikil í prós- entum talið. Höfundur er hópbifreiðastjóri og löggiltur ökukennari. Þorgeir Ljós- vetningagoði og þjóðkirkjan MIKIL eru tilþrif kirkjunnar í auglýsingaherferð kristnihátíðar og í engu til sparað. Kirkjunnar mönnum flaug í hug að heiðra Þor- geir Ljósvetninga- goða fyrir úrskurð sinn á Alþingi árið 1000 um mikilvægi þess að hafa ein lög og einn sið í landinu og skyldi af því tilefni byggð kirkja á Ljósa- vatni. Er það kald- hæðnislegt því að eft- ir sögunni að dæma hefur Þorgeir ekki verið neinn áhuga- maður um kristna trú og litið hinn nýja sið án áhuga. Hins vegar var honum nauðugur einn kostur að sam- þykkja siðaskiptin og mun ég leiða hér að því nokkur rök. 1. Athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram að í raun hafi ver- ið um að ræða pólitíska ákvörðun Kristnitaka Félagsmálaráðherra bæri fremur en kirkjunnar mönnum, segir Aðalbjörn Bene- diktsson, að mæra minningu Þorgeirs á Ljósavatni með ein- hverjum hætti. foringjanna Þorgeirs og Síðu-Halls á Aiþingi árið 1000. Þar eð kristnir menn í Evrópu vildu ekki skipta við heiðna einangruðust þeir síðar- nefndu bæði í menningarlegu tilliti og á sviði verslunar og viðskipta. í Noregi var þá þegar farið að gæta þessara áhrifa og ekki var björgulegt fyrir eyland norður í hafi að vera án samskipta við um- heiminn. Ákvörðunin á Alþingi var því miklu fremur tekin í þvingaðri pólitískri stöðu en af trúarlegum ástæðum. 2. Gíslataka Ólafs Tryggvasonar var liður í að þvinga íslendinga til að taka kristna trú og hafa ís- lenskir höfðingjar, feður gíslanna, efalaust lagt sig fram um að hafa áhrif á frelsun þeirra sem er að sjálfsögðu mannlegt. Ennfremur var við þann að etja, sem Ólafur konungur var, að erfitt var að koma fram hefndum ef til lífláts gíslanna hefði komið, en hefnd- arskyldan var rík ef ekki náðust sættir um bætur. Má af framan- greindu ráða að kristnir menn hafi þá eins og ýmsir aðilar nú notað gíslatöku og viðskiptabann til að koma fram oddamál- um sínum. 3. Síðast en ekki síst lá við blóðsúthell- ingum á þinginu og er ekki annað að sjá í ís- lendingabók en að þeir sem töldu sig kristna hafi verið fús- ari til vígaferla en hinir heiðnu. Var þeim Þorgeiri og Síðu-Halli mjög í mun að afstýra að trúar- fylkingum lysti saman og úr yrði borgarastyrjöld, því að ófriður og vígaferli gátu breiðst út um allt land með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Mikil ábyrgð hvíldi á herðum Þorgeirs að setja mál sitt fram með þeim hætti að allur þingheim- ur gæti unað við þann úrskurð sem ekki varð umflúinn. Hann tók sér umþóttunartíma og lagðist undir feld. Ef til vill hefur hann gert þetta til þess að sveipa niður- stöðuna nokkum dulúð og því ás- ættanlegra fyrir heiðna menn að hlíta málalokum. Ræða hans var mjög vel grunduð og féllst þing- heimur á lausnina. Efni deilumálsins skipti því ekki máli í augum Þorgeirs heldur að finna farsæla lausn sem báðir aðil- ar gætu sætt sig við og haldið sæmd sinni. Menn hafa verið heiðraðir fyrir minna en að koma í veg fyrir mannfall og sundrungu þjóðar, jafnframt því að stuðla að hlutdeild lands síns í alþjóðasam- félagi. Þorgeir kemur fram sem framsýnn stjórnmálamaður og þroskaður félagsmálamaður sem var kristinni trú óviðkomandi. Því bæri félagsmálaráðherra, Páli Pét- urssyni frá Höllustöðum, fremur en kirkjunnar mönnum að mæra minningu Þorgeirs á Ljósavatni með einhverjum hætti. Aðalbjörn Benediktsson er fv. ráðunautur. Aðalbjörn Bene- diktsson R A FUiMOm/ MANNFAGNAÐUR Aðalsafnaðarfundur Grensásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju þriðjudaginn 20. júní 2000. Fundurinn hefst kl. 17.30. Fundarefni: Aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd. G AlR TIU SÓUU Til sölu lítil hársnyrtistofa í grónu hverfi mið- svæðis í Reykjavík. Upplýsingar í símum 898 7901 og 692 9116. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Bodun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. l/l H.illvoigarstíg 1 • simi 561 4330 SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30 Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason tala. Ragnheiður Hafstein syngur. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.torg.is/ 0ULSPEKI Munið skógræktarferð í Heið- mörk í kvöld. Brottför frá BSÍ kl. 20:00. Allir velkomnir. Göngudagur F.í. sunnudaginn 18. júnú Leggjabrjótur — Botnsdalur kl. 10:30. Botns- dalur — Glymur kl. 13:00. Munið breyttan opnunartíma á skrifstofu F.Í.: 9.00—18.00. www.fi.is, textavarp RUV bls 619. Huglækningar/Heilun. Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir. Andlegur læknir. Uppl. i síma 562 2429 f.h.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.