Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 54
jí.4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vali á kynbótahrossum á landsmót senn að ljúka
Grunnur
lagður að
glæstri
sýningu
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Huginn frá Haga, Oskar frá Liltadal, Dynur frá Hvammi, Randver frá Nýjabæ og Snerrir frá Bæ eiga allir góða
möguleika á að láta að sér kveða á landsmótinu þótt sigurlíkurnar séu mismunandi.
Kynbótasýningar undanfarnar vikur gefa
meira en góð fyrirheit um eitthvað stórkost-
legt á landsmótinu sem haldið verður eftir
tæpan mánuð. Víða um land og þá sérstak-
lega á Suðurlandi hefur komið fram mikill
fjöldi góðra hrossa og eru línur nú nokkuð
farnar að skýrast meðan síðustu sýningarn-
ar
mar ao SKyrasi meoan siousru synmgar
standa yfír. Valdimar Kristinsson rýnc
þær niðurstöður sem nú þegar eru ljósar
tók saman hvaða hross standa best að víj
fyrir lokaátökin.
Hinn litfagri Randver frá Nýjabæ mun prýða landsmótið en hann hefur
fleira til að bera en fagran lit - er með hæfileikaeinkunn upp á 8,56.
Knapi er Vignir Jónasson.
Mörg góð hross hafa komið fram undan Gusti frá Hóli I og þar á meðal
er stóðhesturinn Kjarni frá Argerði sem hefur góða möguleika á að
blanda sér í toppbaráttuna. Knapi er Sigurður V. Matthíasson.
Frammistaða fjögurra vetra hrossanna er hvað óræðust og erfitt að átta
sig á fyrirfram hvert þeirra muni blómstra. Myndin sem af fjögurra
vetra hryssum er tekin á sýningunni í Víðidal í vor.
'ÆTLA má að þær hjáróma raddir
sem heyrst hafa um að ekki stefni í
rétta átt í hrossarækt fari nú senn að
hljóðna þegar hvert snillingshrossið á
fætur öðru er leitt undir dóm og
menn geta gert sér góðar vonir um
bestu kynbótasýningu sem haldin
hefur verið á íslenskum hrossum.
Auðvitað eru það topparnir sem alltaf
vekja mesta athygli þegar þeir sigla í
háar tölur en það sem er athyglisvert
er hversu mörg hross eru til í landinu
sem eru í meðallagi góð og þaðan af
betri. Það sem einnig gleður er
hversu mörg hross fá nú góðar ein-
kunnir íyrir sköpulag ásamt háum
hæfileikatölum.
En hvaða hross eru það sem koma
•til með að berjast um efstu sætin á
landsmóti? Það liggur að sjálfsögðu
ekki fyrir fyiT en að afloknum sýning-
um í Borgarnesi og Stekkhólma á
Héraði. En líklegt er þó talið að þau
verði ekki mörg sem eiga eftir að
bætast á topp tíu listann. I Borgar-
nesi samanstendur hópurinn af áður
ósýndum hrossum á árinu úr Borgar-
fmði, Snæfellsnesi og Dölum og svo
aftur fallkandídötum írá annað hvort
Víðidalssýningunni eða sýningunni á
Gaddstaðaflötum sem á nú að reyna
með til þrautar. Einnig gætu verið
þar hross sem ekki voru heil heilsu
eða ekki tilbúin þegar áðumefndar
sýningar stóðu yfir.
Á Héraði og í Homafirði kunna
«innig að leynast úrvalshross eins og
reynslan hefur nú sýnt í gegnum tíð-
ina enda láta menn þar eystra engan
bilbug á sér finna.
Huginn trónir á toppnum
Af stóðhestum sem efstir standa í
flokki sex vetra hesta trónir þar á
toppnum Huginn frá Haga með 8,57
og sína 9,05 fyrir hæfileika. Þama er
á ferðinni ungur hestur sem stóð sig
með mikilli prýði í mjög erfiðu hlut-
verki í A-flokki hjá Fáki og kynbóta-
sýningu í Víðidal. Númi frá Þórodds-
stöðum fylgir honum fast á eftir með
W,54 en ljóst er að hann fer ekki á
landsmót og mun því ekki hrófla við
Hugin að þessu sinni. Keilir frá Mið-
sitju er í þriðja sæti með 8,45 þar sem
gott jafnvægi er á milli sköpulags og
hæfileika. Næstur með 8,44 kemur
svo Oskar frá Litladal sem var ekki
eins sannfærandi þegar hann kom
Jfam og reiknað hafði verið með en
gæti hugsanlega átt eitthvað inni í
hæfileikum en hann var hins vegar
lækkaður fyrir sköpulag í vor og má
ætla að eigandinn Sigurbjörn Bárðar-
son muni láta endurmeta sköpulagið
á landsmótinu. Hinn íðilfagri Seifur
frá Efra-Apavatni er í fjórða sæti
með 8,41 og 8,70 fyrir sköpulag eins
og frægt varð á dögunum. Má reikna
með að margur vilji skoða þennan
hest í nálægð og fá að sjá með eigin
augum hvernig fallegasti hestur
landsins lítur út í smáatriðum. Kvist-
ur frá Hvolsvelli er í sjötta sæti með
8,38 og Dynur frá Hvammi sjöundi
ásamt Markúsi frá Langholtsparti
með 8,36. Þá er röðin komin að ný-
stiminu frá Skagaströnd honum
Smára sem er með 8,34 og Spuni frá
Miðsitju er með 8,32, Ljósvaki frá Ak-
ureyri 0,01 einum lægri og sami mun-
ur er svo í Kveldúlf frá Kjarnholtum.
Jafnir með 8,28 eru svo Penni frá
Kirkjubæ og Randver frá Nýjabæ.
Keppnin verður að líkindum jafn-
ari meðal fimm vetra stóðhesta en þar
er með hæstu einkunn Askur frá
Kanastöðum með 8,35 en Kjami frá
Árgerði fylgir fast á hæla hans með
8,33 og þar fyrir neðan með 8,31 er
hinn hárprúði Þyrnir frá Þórodds-
stöðum með 8,31 þar sem næsthæsta
sköpulagseinkunn ársins fleytir hon-
um í þriðja sætið. Þá er það topphest-
urinn úr fjögurra vetra flokki frá síð-
asta ári Garpur frá Auðsholtshjáleigu
sem kemur næstur með 8,26 og Gnýr
frá Stokkseyri sem stóð efstur á
Gaddstaðaflötum. Grímnir frá Odds-
stöðum er fimmti með 8,17 og Hrím-
faxi frá Hvanneyri sjötti með 8,11.
Síðan koma Frakkur frá Mýnesi með
8,10, hinn föðurlausi Djákni frá Vot-
múla með 8,09 og sömuleiðis Dropi
frá Stóra-Dal, Hróður frá Refsstöð-
um er með 8,08 og Spegill frá Sauðár-
króki með 8,07.
Hörkunagli frá Þúfu
Af fjögurra vetra hestum er það ný
stjarna frá Þúfu sem Nagli heitir en
sá er með 8,13. Ýmir frá Holtsmúla
kemur næstur með 8,09 og Þráinn frá
Sigtúni hækkaði sig verulega frá
stóðhestasýningunni í maí og er nú
kominn með 8,08. Töfri frá Kjartans-
stöðum er fjórði með 8,06 og Forseti
frá Vorsabæ er með 8,05, Sjóli frá
Dalbæ er með 8,03. Blær frá Búðar-
hóli er í sjöunda sæti með 8,01.
Hólahryssur atkvæðamiklar
Ljóst er nú að Hólahryssurnar eiga
eftir að setja svip sinn á kynbótasýn-
ingu landsmótsins eins og oft áður. Af
sjö vetra hryssum og eldri eru tvær
þeirra á toppnum þær Þilja og Þula.
Sú fyrmefnda með 8,43 og sú síðar-
nefnda með 8,42. Liltu neðar er Hyll-
ing frá Kvistum með 8,38 og ísbjörg
frá Ólafsvík er fjórða með 8,34. Send-
ing frá Enni er með 8,31 í fimmta
sæti, Játning frá Steindórsstöðum
þar næst með 8,26. Lilja frá Litla-
Kambi er með 8,25 ásamt Snældu frá
Bjarnanesi. Þá koma þrjár hryssur
með 8,21 þær Byssa frá Hala, Mána-
dís frá Torfunesi og Nótt frá Gríms-
stöðum.
Ef fer sem horfir ætti Gleði frá
Prestbakka sem er langefst fimm
vetra hryssna að verða ein af stóru
stjömum mótsins með 8,70 í aðalein-
kunn og 8,96 fyrir hæfileika sem
hreint ótrúleg einkunn. Næst henni
kemur langt fyrir neðan í skalanum
Hlín frá Feti með 8,36 og Trú frá
Auðsholtshjáleigu með 8,31. Ösp frá
Háholti er fjórða með 8,29 og Gígja
frá Auðsholthjáleigu er jöfn Hrafn-
tinnu frá Reykjavík með 8,24 og síðan
koma þrjár með 8,19 þær Frá frá Há-
koti, Áría frá Steinnesi og Rausn frá
Kirkjubæ og Vera frá Kjartansstöð-
um er einni kommu lægii.
Af fjögurra vetra hryssum hefur
Spyrna frá Holtsmúla gott forskot
með 8,34 sem er undraverður árang-
ur hjá svo ungu hrossi. Næst henni er
Þerna frá Arnarhóli með 8,23 og
þriðja er ein Hólahryssan Þeysa með
8,06. Fantasía frá Feti er með 8,05 og
þær Jódís frá Tungu og glenna frá
Strandarhöfða era jafnar með 8,0 en
Hvelfing frá Kii’kjubæ er með 7,96 og
Eydís frá Stokkseyii er með 7,94.
Þrír með val
Hafa ber í huga að ekki er víst að
allir þeir stóðhestar sem taldir era til
sögunnar í elsta flokknum mæti í kyn-
bótasýningu. Til dæmis hefur eigandi
Hugins frá Haga unnið sér rétt til að
taka þátt í gæðingakeppni landsmóts-
ins og sömuleiðis hafa bæði Markús
frá Langholtsparti og Ljósvaki frá
Akureyri gert það. Rökrétt virðist að
fara með Hugin í kynbótasýningu þar
sem hann er vænlegur sigurkandídat
en Markús og Ljósvaka ættu að eiga
meiri möguleika í gæðingakeppni og
Markús jafnvel sigurkandídat í B-
flokki.
Þótt þessar tölur sem hér era
nefndar gefi vissar upplýsingai' er
ekki á vísan að róa með leikslokin.
Erfitt er að henda reiður á yngstu
hrossunum. Sum þeirra eru komin á
þann topp sem þau geta náð en önnur
eiga ef til vill eftir að springa út. Það
er vel þekkt að fjögurra vetra stjörn-
ur hafa blómstrað á landsmóti og má
þar nefna Náttfara frá Ytra-Dals-
gerði og Þrá frá Hólum. Tíminn sem
eftir er fram að móti er mikilvægur,
menn geta hæglega farið fi-am úr
sjálfum sér og hrossinu við þjálfun en
telja verður frekar ólíklegt að slíkt
muni gerast því kunnáttan í uppbygg-
ingu hrossa fyrir stórátök er orðin
mjögalmenn.
Gustur í góðum málum
Þegar forskoðun eins og það var
kallað hér áður þegar hross vora valin
á landsmót lýkur verður tölva
Bændasamtakanna mötuð á niður-
stöðum dóma og reiknað verður út
nýtt kynbótamat. Ræður það hvaða
hross öðlast rétt til afkvæmasýningar
á mótinu. Ljóst er að afkvæmi nokk-
urra stóðhesta hafa komið vel út úr
dómum í vor og má þar fyrstan nefna
Gust frá Hóli I. Áður en dómar hófust
virtist keppnin helst standa milli hans
og Andvara frá Ey en ætla má að
Gustur hafi bætt stöðu sína veralega.
Svai-tm- frá Unalæk hefur bætt
stöðu sína nokkuð og virðist á góðri
leið með að hrista af sér lággengni
stimpilinn. Má hiklaust ætla að það
hafi verið bráðræði að sýna hann með
afkvæmum á síðasta landsmóti. Staða
hans í dag virðist önnur og betri, sér-
staklega hvað varðar fótaburð. En
spennandi verður að sjá hver staða
einstakra hesta verður eftir nýja út-
reikninga og hverjir komast á lands-
mót.
Orri á lygnum sjó
Nokkur fjöldi afkvæma hefur kom-
ið fram undan Orra frá Þúfu sem sigl-
ir lygnan sjó að Sleipnisbikamum.
Hafa þau staðið sig að vonum vel og
ætti staða hans í kynbótamatinu að
standa óhögguð eftir nýja útreikn-
inga, jafnvel að hann bæti við.
En ekki era öll kurl til grafar kom-
in og verður spennandi að sjá hvað
sýningarnar austan- og vestanlands
færa okkur til viðbótar. En eitt er víst
að það stefnir í að fleiri hross komi
fram á kynbótasýningu landsmóts en
áður hefur verið. Það er nú býsna
gaman þegai- saman fara mikið magn
og gæði og það virðist vera staðan í
dag.