Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ ^60 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000_____________________ MINNINGAR ÞORLEIFUR KJARTAN KRISTMUNDSSON + Séra Þorleifur Kjartan fæddist í Reykjavík hinn 12. júní 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjúnin Guðný Sigríð- ur Kjartansdóttir húsmóðir, f. 29.12. 1902, d.19.4. 1984, og Kristmundur Bcnjamin Þorleifs- son gullsmiður, bók- ari og ættfræðingur, f. 27.12.1895, d. d) Jóhanna, f. 18.6. 1983. 2) Ingibjörg Þorgerður, sérkenn- ari í Þorlákshöfn, f. 23.6.1954. Hún á þrjú börn: a) Sigríður Inga Sigurðardóttir, f. 17.7.1971, sambýlis- maður Jón Aki Leifs- son, f. 30.10.1966. b) Magnús Sólbjörnsson, f. 11.8. 1988, c) Þór- hildur Helga Sól- björnsdóttir, f. 23.1. 1990. 3) Óskírt svein- barn, f. 8.3.1957, d. 16.4.1950. Þau voru lengst af bú- sett í Reykjavík og Kópavogi. Þor- leifur var elstur Qögurra barna þeirra hjóna. Bræður hans voru: Valgarður Sölvi, starfsmaður hjá Varnarliðinu í Keflavík, f. 21.5.1927, d. 25.10.1979, og Krist- mundur Sverrir, trésmiður í Keflavík, f. 28.8.1928, d. 8.4.1971. Systir hans er Inga Sigríður, f. 27.6.1931, húsmóðir í Kópavogi. <q» Eiginkona Þorleifs er Þórhildur Gísladóttir, f. 12.9.1925 í Brekku, Garði. Hún er dóttir hjónanna Gísla Matthíasar Sigurðssonar bónda í Miðhúsum, Gerðahreppi, f. 13.7.1895, d. 7.7.1982, og Ingi- bjargar Þorgerðar Guðmunds- dóttur, húsmóður, f. 3.8.1898, d. 28.9.1936. Þorleifur og Þórhildur gengu í hjónaband hinn 12. 6.1952. Eignuðust þau sex börn og ólu upp tvo fóstursyni. Einnig voru elstu barnabörnin mikið hjá þeim sín fyrstu æviár. Böm Þór- ’ ^ hildar og Þorleifs era: 1) Guðný Sigríður, húsmóðir í Vestmanna- eyjum, f. 1.11.1952. Hennar maður er Jóhann Kristján Ragnarsson, svæðisstjóri hjá Eimskip í Vest- mannaeyjum, f. 17.1.1948. Þau eiga fjögur börn: a) Þorleifur Kjartan, f. 24.1.1974, unnusta hans er Kristín Eva Sveinsdóttir, f. 13.8.1974. b) Ragnar Krislján, f. 18.1.1980, c) Styrmir, f. 6.11.1981, 9.3.1957. 4) Krist- mundur Benjamín Þorleifsson, yf- irvélstjóri á Kambaröst, f. 15.3. 1962. Hans kona er Miroslava Turin Þorleifsson, húsmóðir á Fá- skrúðsfirði, f. 24.9.1964. Dóttir hans með Guðrúnu F. Heiðars- dóttur, f. 26.2.1963. a) Kristrún, f. 29.4.1986. Hann og Miroslava eiga þrjú börn: b) Sylvia Barbara, f. 5.12.1980, c) Þorleifur Kjartan, f. 10.2.1991, d) Anna Þórhildur, f. 10.4.1993. 5) Steinvör Valgerður, hugbúnaðarráðgjafl hjá Nýherja, f. 24.9.1963. 6) Þórhildur Helga, myndmenntakennari í Þorláks- höfn f. 14.9.1965. Hennar maður er Bogi Theodór Ellertson, vél- stjóri á Gissuri, f. 13.4.1968. Þau eiga þijú börn: a) Kjartan Þór, f. 21.4.1985, b) Lúkas Björn, f. 4.5. 1997, c) Kolfreyja Sól, f. 19.2.2000. Fóstursynir Þórhildar og Þorleifs eru: Systursonurinn Jón Helgi Ás- mundsson, stöðvarstjóri í Helgu- vík, f. 4.1.1952. Hans kona er Ást- hildur Guðmundsdóttir, húsmóðir i Garðinum, f.31.3.1953. Þau eiga fjórar dætur: a) Júlíana Torfhild- ur, f.l 1.6.1970. Hennar maki er: Guðni Ragnar Þórhallsson, f. 17.12.1966. Þeirra synir: Daníel Aron, Sverrir Franz og Anton Örn. b) Þórhildur, f. 16.12.1975. Hennar maki er Hlynur Jóhanns- son, f. 16.6.1971. Þeirra böra: Ámundi Georg og Sunneva Rós. c) Stefanía Kristjana 21.11.1977. d) Hrafnhildur, f. 22.7.1981. Bróður- sonurinn Hjörtur Kristmundsson, svæðisstjóri Samskips á Fáskrúðs- firði, f. 27.7.1960. Hans kona er Ásta Auðjörg Ægisdóttir, húsmóð- ir á Fáskrúðsfirði, f. 16.6.1965. Þau eiga tvo syni a) Kjartan Svan- ur, f. 12.6.1986. b) Brynjar Andri, f. 26.11.1991 Þorleifur sleit barnsskónum í Reykjavík og ellefu sumrum æsku sinnar eyddi hann í sveit hjá Þór- arni föðurbróður sinum og Sigur- björgu konu hans á Skúfi í Norð- urárdal, A-Hún. Hann gekk í Miðbæjarbarnaskólann, siðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykja- vík og þaðan útskrifaðist hann stúdent 17. júm' 1945. Á námsár- unum var hann til sjós á sumrin, bæði á síldarbátum og togara. Að loknu stúdentsprófi kenndi hann einn vetur á Norðfirði og var skrifstofumaður hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Hann lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1955 og 5. júní sama ár var hann vígður til prests. Hann kynnti sér Austurlandakirkjudeildir 1983- 1984 í Miinchen, London og New York. Hann var sóknarprestur á Kolfreyjustað, Fáskrúðsfírði í 39 ár, frá 5. júní 1955 til 31. ágúst 1994. Frá árinu 1986-1994 var hann einnig prófastur í Aust- fjarðaprófastsdæmi. Sumarið 1984 Ieysti hann af sem sjúkra- hússprestur í London. Einnig kenndi hann á Fáskrúðsfirði og var prófdómari. Honum voru falin margháttuð trúnaðarstörf um ævina m.a. sat hann í kjaranefnd Prestafélags Islands, sat í hreppsnefnd Fá- skrúðsfjarðarhrepps í átta ár og í sýslunefnd S-Múlasýslu í 22 ár. Enn fremur var hann varaþing- maður Framsóknarflokksins um tíma og tók þrisvar sæti á AI- þingi. Þorleifur gegndi margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir Lionshreyfinguna á íslandi, var m.a. umdæmisstjóri 1973-1975 og fjölumdæmisstjóri 1974-1975. Hann var einn af stofnendum Rauðakrossdeildar Fáskrúðs- fjarðar og var heiðursfélagi þeirrar deildar. Utför séra Þorleifs Kjartans fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. „En drottinn er andinn. En þar sem andi drottins er, þar er frelsi.“ (II Kor. 3:17) I dag kveðjum við kæran föður okkar og fósturföður. Hann lagði í --- sína hinstu för að morgni sjómanna- dags en sá dagur er einna mestur há- tíðisdaga á Fáskrúðsfirði þar sem hann var sóknarprestur í tæp fjöru- tíu ár. Hann vígðist til prests á sjó- mannadag árið 1955 og flutti síðan ásamt mömmu og tveimur litlum dætrum að Kolfreyjustað. Fáskrúðs- firðingar tóku nýju prestsfjölskyld- unni opnum örmum og samskiptin við sóknarbömin voru alla tíð mjög góð. Árin liðu, barnahópurinn stækk- aði og á Kolfreyjustað undi hann glaður við sitt og vildi hvergi annars staðar búa alla sína starfsævi. Hann pabbi var stór maður í mörgum merkingum þess orðs. Hann var stærsti prestur landsins, ^ hafði mikla og fallega söngrödd, tón- ' aði afbragðs vel, vann öll sín prests- verk af alúð, var mikill félagsmála- maður, hláturmildur, röggsamur, gjafmildur, gestrisinn og fróðleiks- fús. Hann þorði að vera maður með öllum þeim kostum og göllum sem fylgdi því að vera manneskja. Hann hlúði að þeim sem minna máttu sín bæði mönnum og málleysingjum og fór ekki í manngreinarálit. Hann vildi veg okkar bama sinna sem bestan og studdi okkur dyggilega til náms og í öðru því sem við tókum okkur fyrir hendur. rv Það var yndisíegt að alast upp á Kolfreyjustað og fyrir það erum við öll þakklát pabba og mömmu. Þau voru með búskap fyrstu árin en 1966 urðu þáttaskil í þeim efnum þegar pabbi veiktist alvarlega. Þá var öll- um búskap hætt utan æðarbúskap- arins. Kolfreyjustaður er sérstak- lega falleg jörð. Fjöllin og fjörumar, "*eyjarnar og skerin og eins og pabbi sagði um útsýnið „fegurstu málverk í heimi - Skrúðurinn og Sandfellið". Pabbi kenndi okkur að ganga með virðingu um landið, honum var mikið í mun að hafa sem snyrtilegast við bæinn sinn til þess að hann væri staðarprýði. Þegar hann lét af prestsskap þá skilaði hann staðnum með sæmd. Allt hafði verið byggt upp og endurreist að hans frum- kvæði með dyggum stuðningi Fá- skrúðsfirðinga. Síðustu æviár hans bjuggu þau mamma í Hveragerði og þar leið þeim vel. Þar áttum við skemmtileg- ar og góðar stundir með honum, ekki síst barnabörnin sem hann var ákaf- lega stoltur af. Mamma og pabbi voru einstaklega samrýnd og ham- ingjusöm hjón, samtaka í öllu og gáfu hvort öðru rými til að rækta áhugamál sín. í góðri bók standa þessi orð: „Maður minnstu þess að þú átt að deyja. Daginn sem þú fæddist voru allir glaðir, þú grést aleinn. Lifðu þannig að á hinstu stundu gráti allir aðrir, þú verðir sá eini sem ekki fellir tár. Þá getur þú rólegur mætt dauðan- um hvenær sem hann kemur.“ Og þannig lifði hann pabbi okkar ogdó. Okkar harmur er mikill en sorg mömmu er mest. Elsku mamma og fóstra, við biðjum góðan Guð um að varðveita þig og veita þér styrk til að takast á við þennan mikla missi og við munum alltaf vera þér við hlið. Við munum geyma minningarnar um pabba okkar og þær eiga eftir að hjálpa okkur til að takast á við verk- efni lífsins þar til við hittumst á ný. Elsku pabbi og fóstri, takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Jón, Guðný, Ingibjörg, Hjörtur, Kristmundur, Steinvör og Helga. Með döprum huga kveð ég afa minn sem var mér svo kær. Afi var enginn venjulegur maður. Hann var hávaxinn, glæsilegur, glaðvær og skemmtilegur. Hann hafði gaman af því að hitta fólk og var hrókur alls fagnaður hvert sem hann fór. Afi var afar fróðleiksfús maður, var vel að sér í málefnum líðandi stundar og hafði gaman af því að lesa góðar bækur. Hann safnaði bókum, átti t.d. Biblíuna í mörgum útgáfum á hinum ýmsu tungumálum, og sennilega er bókasafnið hans eitt af þeim stærri sem var til í einkaeigu hér á landi. Fyrir utan lestur hafði afi mikinn áhuga á ferðalögum, jafnt innan lands sem utan. Það var mikil upp- lifun að ferðast með honum um land- ið því hann þekkti hvern hól og hverja þúfu. Þá rifjaði hann gjarnan upp sögur og vísur og skemmti sér og öðrum í leiðinni. Allt frá barnæsku var ég mikið hjá ömmu og afa á Kolfreyjustað. Fyrstu þrjú ár æsku minnar var ég hjá þeim á meðan móðir mín lauk námi. Öll sumur og öll jól eftir það var ég hjá þeim og vildi ég helst að tíminn liði hægt svo ég gæti notið þess að vera hjá þeim sem lengst. Á Kolfreyjustað var ávallt mikill gesta- gangur og höfðinglega tekið á móti hverjum og einum. Eg man t.d. eftir ótal erlendum ferðamönnum sem fengu gistingu á Kolfreyjustað, og síðar komu þakkarkort víðs vegar að úr heiminum þar sem gestrisnin var þökkuð. Afi hafði ávallt mikinn metnað fyr- ir mína hönd og hvatti mig óspart til mennta. Mér er minnisstætt þegar hann hringdi í mig áður en stúdents- prófunum var lokið og spurði mig hvort ég hefði innritað mig í Háskól- ann. Honum var alveg sama hvað ég lærði, en í Háskólann vildi hann að ég færi. Samt var hann alveg laus við menntasnobb. Hann vissi bara hvaða möguleikar felast í því að vera vel menntaður og vildi að mér væru allir vegir færir. Sjálf hafði ég mikinn metnað fyrir hans hönd og sem krakki spurði ég hann hvort hann ætlaði ekki að verða biskup. Mér þótti það embætti hæfa afa mjög vel. Eg man að hann hló bara og sagðist ekki hafa nokkurn áhuga á því. Hann vildi bara búa á Kolfreyjustað með ömmu, sem honum þótti svo sérstak- lega vænt um. Samhentari hjón þekki ég ekki, á milli þeirra fór aldrei styggðaryrði heldur sýndu þau hvort öðru ætíð ástúð og virðingu. Þegar afi var kominn á aldur og þurfti að láta af prestsembætti fannst okkur tilhugsunin um að yfir- gefa Kolfreyjustað mjög erfið. Ökk- ur þótti öllum einstaklega vænt um staðinn og fannst óhugsandi að geta ekki farið þangað aftur þegar okkur langaði. Hinn fasti punktur í tilver- unni var ekki lengur til. En ég upp- götvaði fljótlega að það var ekki endilega staðurinn sjálfur sem skipti mestu máli heldur fólkið sem þar bjó, afi og amma. Þau fluttu í Hvera- gerði og þangað var ávallt gott að koma í heimsókn. Stuttu eftir að afi og amma fluttu suður veiktist afi mjög alvarlega og var ekki hugað líf. En þá, eins og svo oft áður, lék hann á manninn með ljá- inn og átti nokkur góð ár í Hvera- gerði. Eftir þessi veikindi þrn-fti afi sem aldrei fyrr á ömmu að halda. Hún var hans stoð og stytta og hugs- aði mjög vel um hann þó sjálf væri hún ekki heilsuhraust. Afi tók öllum veikindum með ótrúlegu jafnaðar- geði og æðruleysi. Fyrir tæplega fimmtán árum ræddum við um dauð- ann. Eg man að afi sagði mér að hann liti svo á að hann lifði á bónus- dögum. Hann hefði verið svo oft við dauðans dyr að hver dagur sem hann lifði væri í raun bónus fyrir sig. Hann kvaðst óhræddur við dauðann og var tilbúinn til að mæta honum hvenær sem hann kæmi. í vor fór heilsu afa hrakandi og ekki var ljóst hvert stefndi. Allan tímann sem hann lá veikur vék amma vart frá sjúkrabeðnum og eins og við öll vonaði hún að honum tæk- ist að koma heim til að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið sitt, hinn 12. júní. En honum var ætlað annað. Áfi naut frábærrar umönnunar á Sjúkrahúsinu á Selfossi og langar mig að þakka starfsfólkinu þá um- hyggju sem þau sýndu bæði honum og okkur í fjölskyldunni. Elsku afi. Hafðu þökk fyrir allar góðar stundir. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Við hittumst síðar en ég mun sakna þín þangað til. Elsku amma, megi góður Guð blessa þig og styrkja í þessari miklu sorg. Með þökk og virðingu. Sigríður Inga Sigurðardóttir. „Gagnkvæm ást afabarnsins og af- ans er fjársjóður. Hinn unga fýsir út á haf en sá gamli leitar lendingar. Leiðir þeirra skarast og hvor hvetur annan. Þeir auðgast af handabandi og hlátri. Þeir lifa um eilífð í hjarta hvor annars.“ „Ættu öll börn svona afa, vitran og skynsaman, blíðan og þolinmóðan, miskunnsaman og ákveðinn, gefandi og snjallan, væru nú ekki vandræðin í henni veröld." (Alveg einstakur afi. Höf. Pam Brown). Elsku afi. Við þökkum þér allar samverustundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við þökkum þér fyrir englana sem þú gafst okkur síðustu jólin sem þú lifðir. Við erum svo ánægð yfir að hafa farið upp i Hveragerði til að vera hjá ykkur ömmu þegar klukkan sló 12 á miðnætti og árið 2000 gekk í garð. Guð geymi þig og passi. Magnús og Þórhildur. Elsku afi minn. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn frá okkur. Söknuðurinn hjá fjölskyldunni er gífurlegur. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig ekki syngja á afmælis- daginn minn, eins og þú gerðir alltaf. Það er svo erfitt að trúa því að þú, þessi stóri maður, sért farinn. Ég man eftir því þegar við vorum lítil þá þurftum við að horfa langt upp til þess að horfa framan í þig, teygja hendurnar langt upp til þess að leiða þig, hvað það var gott að kúra í fang- inu hjá honum afa og hvað þú varst þolinmóður þegar þú kenndir okkur að lesa. En ein besta minningin mín um þig var þegar þú feimdir mig. Þann dag á ég alltaf eftir að muna og hann á alltaf eftir að vera einn af uppáhaldsdögunum mínum. Síðast þegar ég sá þig varstu orð- inn mikið veikur, en þú leist samt upp og sagðir brosandi: „Jóhanna mín, ert þú komin hingað til afa?“ Þessi orð þín yljuðu mér um hjarta- rætur. Þú lést rúmlega viku seinna. Ég er þó þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig, elsku afi. Guð geymi þig. Þín afastelpa, Jóhanna. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Hjá ykkur ömmu var mitt annað heimili og hjá ykkur leið mér alltaf vel. Ég hef alltaf horft upp til þín því í mín- um huga varst þú stór og sterkur, ástríkur og skemmtilegur, - frábær afi. Þegar ég var lítill sagðir þú stundum að ég væri kallaður litla tröllið á Kolfreyjustað, - síðan hlóstu mikið og bættir við: „Ég veit ekki hver er þá stóra tröllið." Ég mun alltaf búa að góðum minn- ingum um þig og allt það skemmti- lega sem við gerðum saman. Besta minningin um þig og sú sem ég mun búa mest að er þegar þú fermdir mig í fyrravor og fyrir það er ég afar þakklátur. Vertu sæll, kæri afi minn, og Guð geymi þig. Þinn Kjartan Þór. Ég man eftir þér, Kjartan, á æskuheimilinu þar sem þú skipar mikinn sess í tilveru lítils drengs, stór maður og mikill á velli með sterkan, en um leið mjúkan, pers- ónuleika. Ég minnist sterkrar, óm- þýðrar raddarinnar í söng og tali; úr ræðustól... fyrir framan altarið ... en ekki síst heima fyrir. Dillandi, glað- legur hláturinn bergmálar í mínum eyrum ... þú ert að hlæja að litla drengnum sem leitar að „kallinum inni í útvarpinu". Á Kolfreyjustað hjálpaðir þú mér að stautast í gegnum fyrstu setning- arnar í lestri og komst mér á sporið. Þess var jafnframt gætt að Faðir- vorið og bænirnar væru í lagi. Hjá þér fékk ég gott veganesti út í lífið sem enn býr að. Þegar ég fullorðnað- ist átti ég alltaf á vísan að róa með að sinna prestverkum, fyrir mig og mína. Þú sinntir þeim ætíð með ánægju og af þeirri alúð og kost- gæfni sem einkenndi þig. Um leið og ég minnist þín með söknuði, ylja ég mér við þessar minningar og margar fleiri. Þær verða ekki frá mér tekn- ar. Þú átt mikið í mér, Kjartan. Blessuð sé minning þín. Kristmundur Ásmundsson. Enn hafa kunnugir á orði dýrð dagsins fyrir fjörutíu og fimm árum, þegar við krupum fimm við altarið í Dómkirkjunni og þágum vígslu kirkjunnar til þjónustu sem prestar. Blessun göfugmennisins Ásmundar biskups Guðmundssonar hljómaði ekki aðeins í eyrum okkar sem áhrifamikill þáttur athafnarmnar, heldur hefur fylgt okkur dagana mörgu síðan. Slíkur var hann í mildi sinni sem þó hvíldi á sterkum vilja og heitri sannfæringu. Sólin umvafði okkur ekki síður en fjölskyldur okkar og vini, þegar við stigum fram í dagsljósið úr skrúð- húsinu. Hún skein þann dag allan, þótt hún hefði ekki haft fyrir því að verma landann það sem af var sumri. Og þó var það enn lakara, að hún lét ekki verða af því að hrekja á brott sí- felld rigningarský, það sem eftir var þessa sumars. En um framhald viss- um við fimmmenningarnir ekki neitt. Horfðum aðeins í trúarstyrk mót því,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.