Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 sem kynni að mæta okkur og gerð- um okkur um leið grein fyrir kröfum þeim, sem hið nýja embætti hefði í för með sér. Eftir veisluboð biskups- hjónanna Asmundar og frú Stein- unnar Magnúsdóttur á heimili þeirra við Laufásveginn skildust síðan leið- ir. Séra Þorleifur hélt austur á land, þar sem hans beið víðfeðmur starfs- vettvangur við Fáskrúðsfjörðinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson tók við þjónustu í Biskupstungum og sat fyrst á Torfastað áður en hann flutti á höfuðbólið sjálft, Skálholt. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson fagn- aði kosningu í sitt nýja prestakall í Þingeyjarsýslu og sat á Hálsi, og séra Rögnvaldur Jónsson hélt í vest- urátt, vestur á firði og bjó sér heimili í Súðavík. Sjálfur hélt ég líka í vest- ur, þótt lengra væri en á Vestfirði. Það var sem sé Ameríka sjálf, sem beið okkar hjóna. Ekki verður hér dvalið við hlut- skipti okkar fjórmenninganna, sem krupum með séra Þorleifi þennan sólríka dag í Dómkirkjunni. En orð festi ég á blað til að þakka honum fyrir ljúfa og trygga samfylgd allt frá dögunum góðu í guðfræðideildinni til þess að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómum. Hann var reyndar ekki ókunnugur veikindum og hafði oft orðið að bíta á jaxlinn og herða sig upp fyrir árás og atlögum, sem fellt hefðu minni mann en hann. En hann var ekki aðeins mikill að vexti og höfðinglegur ásýndum, sem jókst enn frekar þá hann skrýddist til helgra athafna, heldur bjó hann yfir þeim sálarstyrk nærðum af sannri trú, sem gerði honum kleift að sigrast á hverju því, sem þar til nú hafði knúið dyra hjá honum og kraf- ist inngöngu án þess að taka völdin. Þykir mér því leitt með hið framan- sagða í huga að geta ekki haldið í helgidóminn dýrmæta, þaðan sem svo miklar minningar eru varðveitt- ar til þess að kveðja þar séra Þorleif. En úr fjarlægðinni berast bænir okkar Ebbu og þurfa ekki nánd við athöfn til þess að þær hefjist til þess Drottins, sem opnað hefur með sér- stökum hætti faðm sinn fyrir vini okkar séra Þorleifi og leitt hann inn til fagnaðar í himneskum híbýlum. Séra Þorleifur kom víða við í stór- um verkahring. Hann þjónaði sókn- um sínum við Fáskrúðsfjörðinn og batt þau tryggðarbönd við heimilin þar, að aldrei slaknaði á. Hann hafði áhuga á örlögum fólksins, sem hann hafði þjónað af myndarskap. Hann þráði að þar mætti það samfélag blómgast, sem hann hafði hlúð að öll þau mörgu ár, sem hann leiddi söfn- uð fram fyrir Guð. En Þorleifur stóð ekki einn í stafni þjónustuskipsins, sem hann stýrði. Hann naut þess að hafa sér við hlið þá konu, sem aldrei hikaði og aldrei hopaði, þótt sjálf yrði hún sem bóndi hennar að þola sjúkdóma og veikindi hörð. Minnist ég þess og hafði á orði við hana og dætumar, er við komum í hús þeirra í Hveragerði á vígsludegi okkar fé- laganna degi síðar en séra Þorleifur lést, hve ég gæti sífellt séð hana fyrir mér og heimilið í fyrstu heimsókn minni á Kolfreyjustað. Hún stóð í miklum verkum og sparaði í engu kraftana. Ég var fluttur til þeirra Þorleifs og Þórhildar af prestshjón- unum í Heydölum, séra Kristni og frú Önnu og gleymist heldur ekki ferðin í jeppa þeirra á köflum yfir glæfraleið, sem þó var að nafninu til lögð vegum. En frú Þórhildur vék frá störfum sínum til að fagna okkur og sagði allt í lagi þótt framhald fyrri verka yrði að bíða um hríð, þar sem góðra gesta vildi hún njóta og veita verðugan beina. Gengum við í prestssetrið og dáðum það mjög enda nýbyggt og hve vel þau höfðu og haganlega komið öllu fyrir. Séra Þorleifur hafði frá mörgu að segja að venju og lá hvorki á því að lýsa við- fangsefnum né einstaklingum. Hon- um lá oft hátt rómur og þegar við bættist líkamsbyggingin, sem ein- hvern tímann hefði verið talin tákn þeirra, sem á fjöllum bjuggu, komst enginn hjá því að virða það sem hann hafði til málanna að leggja. Það þekktu sveitungar hans og sóknar- börn og það fór ekki fram hjá öðrum í héruðum Austurlands. Hann var því valinn prófastur og gegndi þeirri trúnaðarstöðu af miklum sóma, taldi hvorki eftir sér ferðir né uppörvandi símtöl og var ævinlega nálægur prestum sínum og kirkjunnar fólld. En honum var það ekki nóg að sinna þeim störfum, sem kirkjan felur prestum að rækja. Hann var mikill félagshyggjumaður og forgöngu- maður um þau verk, sem hann taldi í hinum sama anda og kirkjan kallar fólk til. Hann studdi líknarstörf Rauða krossins og vann að því að deild yrði stofnuð íyrir austan, og Lionshreyfingin naut framlags hans og forystu. Hann var æðstur ís- lenskra Lionsmanna um hríð og ferðaðist um umdæmi sitt allt og sótti fundi dag eftir dag og kvöld eft- ir kvöld og flutti ræður, sem hvöttu til frekari sigra ríkulegrar þjónustu. Og í þeim verkahring sigldi hann einnig til útlanda á fundi hreyfingar- innar og lét þar líka muna um sig. Enda var séra Þorleifur þeirrar gerðar, að hann hirti aldrei um að sitja í hornum og hafa sig í engu í frammi. Það fundu útlendingar, sem sóttu hann heim eða hann var á fund- um með í framandi löndum. Og það fundum við, félagar hans og bræður. Það munaði um hann á stefnum presta og ekki minnist ég þess síst frá fundum prófasta hve hann hafði margt til mála að leggja og kvað títt fast að. Við fundum það vinir og kunningj- ar hve einkennilegt það var, að hann skyldi vera hættur að starfa. Enn frekar fundu sóknarbörnin það fyrir austan og þeir aðrir, sem höfðu kynnst hinum dugmikla presti, er aldrei taldi eftir sér að aka bæjarleið, enda alltaf í góðum og kraftmiklum bílum. En þannig er það og enginn fær því hnikað, að ákveðinn fjöldi ára leiðir til hvíldar og aðgreiningar frá fyrri störfum og embættum. Séra Þorleifur og frú Þórhildur fluttu suð- ur. Undu hag sínum vel í Hveragerði í skjóli Kambanna, þótt veikindum fylgdu enn frekari breytingar. En hann var þó alltaf glaður og reifur og í hvert skipti, sem fundum bar sam- an rakti hann minningar frá þeim dýrlega degi, 5. júní 1955, er við gengum til vígslu. Enn er dómkirkj- an umgjörð athafnar, þegar kista séra Þorleifs verður ausin mold að austan um leið og þakkir dýrmætar berast úr þeirri átt. Við vígslubræð- ur hans þökkum þann dag, sem líður okkur aldrei úr minni og þau kynni, sem fylgdu árunum. Við Ebba biðj- um Þorleifi, Þórhildi og ástvinum öll- um blessunar Guðs um leið og við biðjum fyrir kveðjur og þakkir. Góð- ur drengur er horfinn á braut, hann SJÁNÆSTU SÍÐU + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, MAGNEA INGIBJÖRG EYVINDS, Vesturhúsum 11, Reykjavík, sem lést í Svíþjóð laugardaginn 10. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Sæmundur Runólfsson, Inga Rún Sæmundsdóttir, Runólfur Sæmundsson, Ellsabet Helgadóttir, Sigríður Karlsdóttir, Runólfur Sæmundsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, EMMAMAGNÚSDÓTTIR, Öldugötu 44, Hafnarfirði, lést á Vífilsstaðaspítala föstudaginn 9. júní. Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen, Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráðsdóttir, Guðlaug Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðgeir Eiríksson, Karlína G. Friðgeirsdóttir, Reynir Olgeirsson, Jón K. Friðgeirsson, Gunnlaugur J. Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir okkar, mágkona og frænka, SVAVA SIGURÐARDÓTTIR frá Þaravöllum, dvarheimilinu Höfða, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 9. júní sl. Útförin fer fram frá Innra-Hólmskirkju föstudaginn 16. júní kl. 14.00. Helga Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLÖF KRISTJÁNSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt mánu- dagsins 12. júní. Jón Bjarni Ólafsson, Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir, Gylfi Jónsson, Eyþór Eðvarðsson, Rannveig Harðardóttir, Guðni Eðvarðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Anna Lára Eðvarðsdóttir, ívar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Okkar ástkæri TRYGGVI FRIÐLAUGSSON fyrrverandi lögregluvarðstjóri, áður til heimilis í Kúrlandi 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 10. júní. Sigrún Tryggvadóttir, Henny Tryggvadóttir, Tryggvi Tryggvason, Örn Tryggvason, Erla Jóhannsdóttir, Björn Jóhannsson, Marinó Jónsson, Ingeborg Tryggvason, Lilja Jóhannsdóttir, Sigurður Sveinsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 12. júní síðastliðinn. Bjami Björnsson, Björn Bjarnason, Kristín Helgadóttir, Brynjólfur Bjarnason, Þorbjörg K. Jónsdóttir, Bjami Bjarnason, Emilía Ólafsdóttir, Birgir Bjarnason, Guðbjörg Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON fyrrum stórkaupmaður í Reykjavík, lést á Selfossi þriðjudaginn 6. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Brynleifur H. Steingrímsson, Björn Guðbjörnsson, Kolbrún Albertsdóttir, Hrafnhildur Soffía Guðbjömsdóttir, Kristján Kárason, Sveinbjörn Dagnýjarson, Þorgerður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir minn og frændi okkar, ÞÁLL ÞÁLSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, lést mánudaginn 5. júnf. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 16. júní kl. 15.00. Gylfi Pálsson, Brynjar Gylfason, Guðbjörg Ása Gylfadóttir, Ágúst Þór Gylfason, Geir Elvar Gylfason, Unnar Ingi Gylfason, Helga Jóna Gylfadóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.