Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MINNINGAR + Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Blesastöðum, áður til heimilis í Stigahlíð 22, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. júní kl. 10.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jón Baldur Sigurðsson, Greta María Sigurðardóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Karitas Sigurðardóttir, Guðmar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR MATTHÍAS JÓNSSON, Beykilundi 13, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Jón Birgir Gunnlaugsson, Kolbrún Erna Magnúsdóttir, Baldur Gunnlaugsson, Elva Dröfn Sigurðardóttir, Sævar Gunnlaugsson, Kristín Dögg Jónsdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 8, Keflavík, sem lést föstudaginn 9. júní sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. júní kl. 14.00. Sigþór Borgar Karlsson, Vilberg Karlsson, Vigdís Karlsdóttir og fjölskyldur. + Útför móður minnar, tengdamóður og systur, MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR, lengst af á Blómvallgötu 10, Reykjavík, ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. júní kl. 13.30. Soffía Vala Tryggvadóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Dóra Halldórsdóttir. + Móðir mín, amma, langamma og langalang- amma, ARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju fimmtu- daginn 15. júní kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigrún Hulda Magnúsdóttir, Arndís Hansdóttir. - + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RAFN HJALTALÍN bæjargjaldkeri, Vanabyggð 1, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkarhúsinu á Akureyri að kvöldi fimmtudagsins 8. júní, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju kl. 13.30 mánudaginn 19. júní nk. Sigrún Hjaltalín, Vaka Hjaltalín, Guðmundur Magnússon, Friðrik Hjaltalín, Svava Þ. Hjaltalín, Ingvar Rafn Guðmundsson, Svala Fanney Njálsdóttir, Salome, Sigrún, Unnur, Katrín og Sunneva HJORLEIFUR SIGURÐSSON + Hjörleifur Sig- urðsson fæddist 22. desember 1906 að Einholtum í Hraun- hreppi. Hann lést á Landspítalanum f Fossvogi að morgni 8. júní sl. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Davíðsdóttir og Sigurður Jósefs- son, börn þeirra urðu átta, ein dóttir og sjö synir. Eru öll systkin- in nú látin nema Odd- ur, sem dvelur á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Fósturforeldr- ar Hjörleifs voru Jörundfna Guð- mundsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, hjón að Saurum í Hraunhreppi. Hjörleifur gekk í hjónaband sumardag- inn fyrsta árið 1941. Kona hans var Ástrós Vigfúsdóttir, f. 22. ágúst 1908, d. 5. nóv. 1983. Eignuðust þau fjögur börn: 1) Vigfús Ingi, f. 28. okt. 1940, kona Ólafía Ásmunds- dóttir, f. 2. okt. 1938, þau skildu, böm þeirra: Ásmundur, Ásta Dóra og Ósk. 2) Þorsteinn Jörundur, f. 10. des. 1943_, d. 7. apr- fl 1946. 3) Ásta Hjör- dís, f. 22. sept. 1945. 4) Steinþór, f. 10. agúst 1949. Útför Hjörleifs fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt þig um vefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus er úr veikinda viðjum þínverölderbjörtáný. (Þórunn Sig.) Vorinu var að ljúka, sumarið loks- ins komið, eftir langan og erfiðan vetur. Sólin komin hátt á loft og bjartar sumarnætur einkenna árs- tíðina. Móðir jörð klæðist sumar- skrúða, fuglasöngur og blómaangan fylla loftið. Á þessum undurfagra árstíma kvaddi þennan heim öðling- urinn og drengskaparmaðurinn hann Hjörleifur föðurbróðir minn, eftir að hafa lifað langan og giftu- drjúgan dag, sem spannar nær öld- ina alla. Já, þeir ganga hver á eftir öðrum fyrir ætternisstapann, menn- irnir, sem fæddust og ólust upp á ár- degi 20. aldarinnar. Hjörleifur var Mýramaður og var mjög stoltur af. Minnist ég þess hvað það var gaman og fróðlegt að heyra hann segja frá liðnum atburð- um, sem gerðust vestur þar, á æsku- árum hans, því bæði var hann fróður um mál og málefni og stálminnugur, sem hann og var allt til hinsta dags. Hann var fæddur að Einholtum í Hraunhreppi, einn af átta börnum hjónanna sem þar bjuggu, Sesselju Davíðsdóttur og Sigurðar Jósefs- sonar. Örlögin höguðu því svo, að hann var tekinn í fóstur af sæmdar- hjónunum Jörundínu Guðmun- dsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni á Saurum í sömu sveit. Þau hjón voru barnlaus og ólst hann upp hjá þeim. Sem ungur maður fór Hjör- leifur í Hvanneyrarskólann og varð búfræðingur þaðan. Síðar á ævinni, eftir að hann var fluttur til Reykja- víkur, fór hann í Iðnskólann, lærði múrverk og varð meistari í þeirri grein. Hjörleifur var góður og vand- virkur fagmaður. Hann var sjálf- stæður í hugsun, hugkvæmur og harðduglegur, heiðarleiki var hon- um í blóð borinn, öll hræsni og láta- læti voru ekki að hans skapi. Skarp- greindur sem hann var og með reynslu margra ára af fólki og má- lefnum sá hann oft hið rétta, í gegn- um moldviðri blaðurs og skinhelgi, margra þeirra sem þóttust meira mega sín, enda nautt hann trausts og virðingar samferðamanna sinna. Hann var sérlega stórtækur og stór- huga, en dulur og bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, innifyrir bjó hjartahlýja og góðvild. Hann var mikill bókavinur, það ber bókasafn hans glöggt vitni. Tryggur var hann, það sást best á því, að eftir að hann + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdasonur og vinur, DAVID W. POARCH, 918-3H-1A Keflavíkurflugvelli, sem lést þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Anna María Þórðardóttir, Erla Ingibjörg, Tyler Þór, Erla Þorvaldsdóttir, Þuríður Þórðardóttir, Ásþór Tryggvi, Erindrekar MC. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MARZ ÁMUNDASON, Langholtsvegi 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala aðfaranótt mánu- dagsins 12. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 16. júní kl. 15.00 Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Hlífar Árnason, Ámundi Grétar Jónsson, Birna Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, S. Dagbjört Jónsdóttir, Hermann Jónas ívarsson, Daði Jónsson, Olga Sylvía Ákadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Bárður Helgason, Þórhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kvæntist tók hann fósturforeldra sína til sín, þar sem hann og Ásta kona hans önnuðust þau með ómældri ást og kærleika, allt til þeirra síðasta dags. Hann var þeirr- ar gerðar hann frændi minn, sem hreykti sér ekki hátt né otaði sér fram í samfélaginu, en skilaði sínu dagsverki og ævistarfi af stakri vandvirkni og samviskusemi. Hóg- vær var hann og vandur mjög að virðingu sinni. Sum ár eru betri í ævi manns en önnur ár. Árið 1941 var mesta gæfu- ár í lífi Hjörleifs, þá gekk hann að eiga heitkonu sína Ástrósu Vigfús- dóttur. Er óhætt að segja að hún var sólargeisli lífs hans. Asta, eins og hún var kölluð af vinum og vanda- mönnum, var alveg sérstök kona, svo kærleiksrík og hjartahlý, með sérlega prúða og fallega framkomu. Allt sem lifði var henni kært, blóm- in, fuglarnir, já og öll dýr ásamt mannfólkinu. Listelsk var hún, margt af því sem hún gerði eru hreinustu listaverk. Hjónaband þeirra var mjög farsælt, þar sem ást og virðing var í fyrirrúmi. Samheld- in voru þau í hvívetna, gestrisin og rausnarleg með afbrigðum. Ásta lést árið 1983. Eftir löng og ströng veikindi, öllum harmdauði sem hana þekktu. Ásta og Hjörleifur eignuð- ust fjögur efnileg og góð börn. Þau urðu fyrir þeirri óbærilegu sorg að missa son sinn, Þorstein Jörund, af slysförum aðeins þriggja ára. Sorg sína djúpa og sára báru þau ekki á torg, en gengu með reisn gegnum lífið. Einkadóttirin, Ásta Hjördís, hefur annast um föður sinn alla tíð, umvafði hann ást og kærleika, enda mat hann hana mikils. Synirnir Vig- fús Ingi, sem var frumburðurinn og Steinþór, sem er yngstur þeirra systkina, voru aldrei langt undan og voru til taks ef með þurfti. Voru þeir föður sínum til gleði og ánægju. Hjörleifur var mjög stoltur af börn- um sínum og barnabörnum, sem nú syrgja elskaðan föður og afa. Eitt af því sem frænda mínum þótti gaman að, var að spila á spil. Kom hann á hverjum miðvikudegi i Safnaðarheimili Bústaðakirkju og spilaði við eldri borgara og þá mátt- um við vara okkur þó yngri værum, því fáir slógu honum út við spila- borðið. Snemma í janúar á þessu ári varð Hjörleifur fyrir þvi óláni að detta og brjóta sig. Siðan hefur hann verið á sjúkrahúsi og að síð- ustu fékk hann lungnabólgu sem fór með hans síðustu krafta. Margt leitar á hugann þegar leiðir skilja. Eftir því sem maður verður eldri, metur maður hlutina á annan hátt og betur. Vinátta verður t.d. mun dýrmætari og góðu stundimar fá dýpri merkingu. Vinir og ætting- ar koma og fara og nú er frændi minn farinn í ferðina sem biður okkra allra og ekki verður umflúin. Frænda minn og vin kveð ég með þökk og virðingu og þakka allt sem hann var mér og mínum. Bömum Hjörleifs, barnabörnum, öldruðum bróður og öðmm ástvinum sendi ég mína dýpstu samúðarkveðju. Aldr- aður heiðursmaður hefur kvatt þennan heim. Blessuð sé minning hans. Sesselja Davíðsdóttir. ,4^a»s> OSWALDS si.mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.S LR/LI I 4H • 101 lU'YKJAVÍK Ihivið Itiger ()/ítfur l hftUitrílj. I hftnirstj. Utjitr/irstj. l.ÍKKIS 1 UVI NNl JvSTOLA EYVINDAR ÁRNASONAU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.