Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 67
Samkomulag gert um
starf að slysavörnum
GENGIÐ hefur verið frá form-
legum samningi milli Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar og Sjóvár-
Almennra trygginga hf. um trygg-
ingar, slysavarnir og
kynningarstarf. Við undirritun
samkomulagsins sagði Einar
Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjó-
vár-Almennra, að það væri fyrir-
tækinu ánægjuefni að samstarfið
hefði verið staðfest á þennan hátt.
Starf félagsfólks Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar byggðist á hug-
sjón um fækkun slysa og björgun
mannslífa og verðmæta, hugsjón
sem Sjóvá-Almennar leggðu lið.
Við sama tækifæri sagði Jón
Gunnarsson, formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, að með
undirritun samningsins fælist við-
urkenning Sjóvár-Almennra í þvf
að störf sjálfboðaliða samtakanna
skiptu fyrirtækið máli. I hugum
þeirra sem starfa í hinum fjöl-
mörgu slysavarnadeildum og
björgunarsveitum um land allt léki
ekki nokkur vafi á mikilvægi starfs-
ins en það væri alltaf hvatning að
finna í verki stuðning við starfið.
Samningurinn sem er ótíma-
bundinn gefur Slysavarnafélaginu
Landsbjörg og aðildarfélögum sam-
takanna kost á tryggingum á hag-
stæðum kjörum auk þess að til-
greina vettvang samstarfs um
slysavarnir og kynningarmál.
Þróun refs-
inga sýnd á
Blönduósi
Blönduósi - Þann 16. júní 2000 verð-
ur opnuð sýningin Refsingar á ís-
landi í Hillebrandshúsi á Blönduósi.
Sýningin er samvinnuverkefni
Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna og Blönduósbæjar.
Á sýningunni er með texta og
munum sýnd þróun og breytingar á
líkamlegum refsingum á íslandi frá
upphafi vega. Einnig verða síðustu
aftökunni á Þrístöpum í Vatnsdal ár-
ið 1830 gerð skil.
Sýningin verður opin alla daga frá
17. júní til 13. ágúst frá kl. 10:00 -
17:00
Dómsmálaráðherra frú Sólveig
Pétursdóttir mun formlega opna
sýninguna þann 16. júní.
Lýst eftir
vitnum að
ákeyrslum
EKIÐ var á kyrrstæða bifreið við
Vesturbæjarlaug milli klukkan 12 og
12.45 á laugardag. Bifreiðin ber ein-
kennisstafina UU-457 og er af gerð-
inni Mercedes Benz, græn að lit.
Þá var ekið á bifreið með einka-
númerinu B REAL se, er Volvo S40
svartur að lit. Áreksturinn átti sér
stað um 13:50-14 föstudaginn 9. júní.
Ef einhver hefur upplýsingar um
þessa árekstra er hann vinsamlegast
beðinn að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
Einar Sveinsson, framkvæmdasljóri Sjóvár-Almennra, og Jón Gunnars-
son, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrita samninginn.
Hvala-
hátíð á
Húsavík
HIN árlega Hvalahátíð á Húsa-
vík verður sett fimmtudaginn
15. júní næstkomandi kl. 20 í
húsnæði Hvalamiðstöðvarinnar
á Húsavík. Hvalahátíðin er
hluti af 50 ára afmælisdagskrá
Húsavíkur og er í tengslum við
Reykjavík, menningarborg
2000.
Á dagskrá hátíðarinnar sem
stendur frá 15 .til 22. júní verð-
ur, m.a:
Hvalafarandsýningin „The
Whale and Dolphin Road
Show“ frá Englandi sem sett
verður upp í íþróttahúsinu á
Húsavík. Þar verða sýndir
fjölmargir uppblásnir hvalir og
höfrungar í fullri stærð, m.a. 18
metra búrhvalur með kálfi.
Fyrirlestrar og myndasýn-
ingar um hvali og hvalaskoðun
verða
fyrir börn og fullorðna.
Sandkastalakeppni verður í
suðurfjörunni á Húsavík og
málverkasýning Namyio Kubo
frá Japan í húsnæði Hvalamið-
stöðvarinnar. Miðnætursólar-
siglingar verða til Grímseyjar
og hvalaskoðunarferðir um
Skjálfandaflóa með Norður-
siglingu.
Hvalamiðstöðin verður opin
frá kl: 10 til 22 alla daga.
ST70701
28" Nkam Stereó sjðnvarp
með textavarpi os Scart tengl.
uwwu
i
1. rz. V4Þ1-ÍH r> I
MF72490
ST70270
100Hz
«8
: r=
28" 100 Hz Nlcam Stereð slónvarp 29" 100 Hz HEGATR0N slónvarp
með textavarpi og Scart tengl. með Virtual Oolby Surround,
t. r.T.l I ^ textavarplogScarttengi.
100HZ
ÁkC .Ui h!
ST72860
ST848960
29" Negatron Nlcam Stereð
slónvarp með textavarpl og
Scart tengl.
33 50Hz Nicam Stereo
slðnvarp með textavarpi
og 2 Scart tenglum.
119.900
cka
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
REYKJAVfXURSVÆDID: Hagkaup, Smáralorgi. Heimskringlan, Kiinglunni. Tónborg, Kópavogi. VESIIIRLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kauptélag
Borgliröinga. Borgarnesi. Blómslurvellir, Hellissandi. Eufini Hallgrlmsson. Emndarfirði.VESIFIBÐIR: Halliiill Jönasar Mrs, Palrekslirði. Póllinn, Isaliríi. NORBURLAND: Kf Steingrlmsfiarfiar, Hólmavík. Kf V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirfiingabúfi, Sauðárkróki.
Hósasmiðjaa Dalvik. Ljósgjafina Akureyri. flryggi, Húsavík. Hrl, Haufarhöln. AUSTDRLAND: Kf Héraðsbúa, Egilsstöfium.VersluninVík, Neskaupsstað. Kanpién, Vopnafirði. Kf Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf Héraðsbúa, Seyðisfirfii. lurnbræður, Seyíisliríi. Kf Fáskrúðsfjarfiar, Fáskrúðsiiröi. KASK,
Djúpavogi. KASK, HötnHornafirfii. SUÐURLAND: Hafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Kí, Sellossi. Rás, Þorlákshöln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Erindavik. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Earfii. Rafmætti, Hafnarfirði.
AKAI GRUnDIG UNITED TEINS2JÍ HITACHI KDL5TEF harman/kardon UBL