Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 70

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 70
70 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Afram stelpur! Frá Önnu Ólafsdóttur: ÉG VIL BYRJA á að þakka þeim Ragnheiði Hansson og Guðrúnu Kristjánsdóttur kærlega fyrir það framtak að flytja inn Elton John til Islands. Ég skemmti mér mjög vel á tónleikunum og geri ekki nokkrar at- hugasemdir við það þótt 50 eða 70 manneskjum hafi verið hleypt frítt inn. Það var ekki ákvörðun þeirra að hleypa fólkinu inn ókeypis heldur El- tons Johns svo það er ekki við þær að sakast. Þetta voru nú einu sinni hans tónleikar og hann hlýtur að ráða því hverjum hann býður í sín sam- kvæmi. Er ekki annars allt vaðandi í boðsmiðum hjá þessu menningar- borgargengi? Enginn minnist á það. Ég borgaði minn miða með glöðu geði og veit um mjög marga til við- bótar sem gerðu það einnig. í reynd- inni veit ég um fullt af fólki sem nag- ar sig í handabökin yfir því að hafa ekki drifið sig á tónleikana og hefði það fólk borgað uppsett verð fyrir miðana með ánægju. Það sem kom í veg fyrir að þetta fólk drifi sig af stað var í versta falli einhver óraunveru- leikatilfinning; að svona góðir hlutir gætu ekki verið að henda Islendinga. Nú veit þetta fólk betur. Ég er því al- veg handviss um það að þessi vel heppnaða tilraun mun skila sér með enn meiri aðsókn á Laugardalsvöll- inn þegar næsta stórstjarna kemur til íslands. Sjálf hef ég oft farið til út- landa á tónleika og verð bara að taka það fram að það er bæði miklu ódýr- ara og miklu meiri sjarmi yfir því að sjá stórstjörnurnar I nærmynd á Is- landi. Maður sleppur að auki við að kaupa sér fokdýra flugmiða og hótel til þess að komast á tónleika með súperstjörnunum erlendis. Annars hef ég verið að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla bæði fyrir og eftir Elton John tónleikana og verð bara að segja það blákalt að mér finnst vera af þessu fári öllu saman einhver gömul og sveitt „karlpungalykt". Getur það verið að þessar framúrskarandi og glæsilegu athafnakonur séu að ráðast inn í eitt- hvert heilagt ósnertanlegt karlvígi með því að taka upp á því og farast það svona vel úr hendi að flytja inn heimsþekkta erlenda tónlistarmenn? Ég er bara svona að velta þessari hugsun upp. Ég hvet þær stöllur Ragnheiði og Guðrúnu - og var ekki einhver þriðji aðili með þeim - eindregið til þess að láta þessa neikvæðu fjölmiðlaum- fjöllun sem vind um eyni þjóta og halda ótrauðar áfram að fást við það verðuga verkefni að koma Islending- unum út úr moldarkofunum. Afram stelpur! ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Nýlendugötu 23, Reykjavík. Boð og bönn Frá Árna Helgasyni: Um þessar mundir er frelsi mikið til umræðu og ekki hvað síst meðal ungs fólks. Það segist ekki vilja boð og bönn. En því miður er það oft svo að frelsið verður að helsi. Það sýnir sagan okkur. Fólk segist vilja vera frjálst í athöfnum sínum en talar aldrei um hve langt þetta frelsi á að ná. Spurningin er nefni- lega: Vill þessi lýður afnema hin tíu boðorð Biblíunnar? Eða vill hann banna hraðakstur á vegum landsins? Vill hann afnema lög sem banna þjófnað, yfirgang og ofbeldi? Ég man eftir því þegar bannlögin, sem áttu að forða fólki frá eitur- nautnum og því böli sem af þeim leið- ir, voru afnumin. Nú sjáum við af- leiðingarnar af því að hleypa áfenginu inn í landið aftur, hversu þjóðlífið hefur gjörbreyst til hins verra. Þarf ekki að nefna annað en öll þau hæli sem nú erú troðfull af vímuefnaneytendum, að ekki sé tal- að um ölvaða ökumenn sem valsa um vegi og eru ógnun við öryggi annarra vegfarenda. Er nema von að spurt sé; Hvemig ætti að stjórna þjóð sem byggi við takmarkalaust frelsi? Sífellt er látið undan málpípum þein-a sem græða á að selja áfengi. Nú hrópa húskarlar þessara gróðapunga að brýna nauð- syn beri til að selja áfengi í venjuleg- um matvörubúðum. Og það virðist meira að segja ein helsta hugsjón svokallaðrar Samfylkingar að koma þessu vímuefni sem næst börnum og unglingum. Er slíkur hugsunarhátt- ur líklegur til að stuðla að því vímu- lausa Islandi sem margir ræða nú um en yfirleitt án þess að geta þess að áfengi er það efnið sem vinnur þjóðinni margfalt meirá tjón en öll ólöglegvímuefni samanlögð. Ég sá í DV á dögunum að borgar- stjóri hefði haldið samkomu til að þakka þeim sem vaskast hefðu unnið gegn vímuefnum. Að sjálfsögðu var þar áfengi á boðstólum. Tvískinn- ungshátturinn lætur ekki að sér hæða fremur en undirlægjuháttur- inn við gróðapungana. Ekki er langt síðan Áfengisvam- aráð, sem hafði verið til mikils gagns, var lagt niður og Vímuvarn- arráð sett í þess stað. Ekki hefur heyrt bofs frá því ráði nema hvað framkvæmdastjóri þess lýsti því yfir í byrjun að hún væri ekki bindindis- kona. Er nema von að púkarnir á fjósbitanum, sem eru dyggastir and- stæðingar boða og banna, skemmti sér vel? ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Árni Helgason Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ef þú starir á bakdymar £rá þ ví snemma morguns,.. og þú starir daglangt þar til kominn er kvöldmatur.. þá er það langur dagur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.