Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 76
76 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sólveig Anspach í dómnefnd á kvikmyndahátíðinni I Cannes karlmenn gerðu kvik- myndir Sólveig Anspach var í dómnefnd í Cannes eftir að hafa vakið athygli á hátíðinni í fyrra með Hertu upp hugann! Pétur Blöndal talar við hana um verðlaunamyndirnar, næstu verkefni, Dancer In the Dark, heim- ildarmynd í Reykjavík, kvikmynd í Vestmannaeyjum og alla kvenleikstjór- ana í Frakklandi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Ég var ógurlega spennt út af því að Björk hefur sagt alls staðar að hún ætlaði aldrei að leika aftur af því hún væri svo léleg í rayndinni, en hún er alveg stórkostleg.“ KVIKMYNDIR á borð við Citizen Kane eftir Orson Welles, Jour de fete eftir Jacques Tati og A bout desouffle eftir Jean-Luc Godard voru allar byrjendaverk leikstjóra. Þær hefðu því verið gjaldgengar í dagskrána „Caméra d’Or“, þar sem er að finna frumraunir leikstjóra úr öðrum dagskrám, „Un Certain Reg- ard“, „Director’s Fortnight" og „Crities’ Week“. Raunar hafa leik- stjórar á borð Jim Jarmusch, Claire Devers og John Turturro stigið sín fyrstu spor í keppninni. Georgíski leikstjórinn Otar Ioss- eliani var forseti dómnefndarinnar og í henni sat íslenski leikstjórinn Sólveig Anspach. Tvær íranskar myndir deildu verðlaununum. Zam- ani Baraye Masti Asbha, eftir Bahm- an Ghobadi, einn af aðstoðarmönn- um Kiarostamis, sem lék einnig í mynd Samiru Makhmalbaf, sem • vann til verðlauna í aðalkeppninni. Hin myndin nefnist Djomeh, eftir Hassan Yektapanah, sem er líka að- stoðarmaður Kiarostami. „Það er mikil upplifun að horfa á báðar þessar kvikmyndir," segir Sól- veig. „Við vorum virkilega snortin af þeim og þær verða okkur ógleyman- legar. Þær eru ekki markaðsvara og hafa eigin persónuleika. Þetta er í fyrsta skipti sem Camera d’Or er veitt tveim leikstjórum sem deila verðlaununum. Með þessu vorum við einnig að veita íranskri kvikmynda- gerð viðurkenningu, kvikmyndum listar og andspyrnu." Varstu í bíó allan sólarhringinn? „Ég horfði á allar myndir í Cam- fera D’Or, þar sem ég er í dómnefnd- inni, og svo reyndi ég líka að horfa á myndimar í aðalkeppninni.“ Þú hefar þá horft á Dancer In the Dark. „Ég var ógurlega spennt út af því að Björk hefur sagt alls staðar að hún ætlaði aldrei að leika aftur af því hún væri svo léleg í myndinni, en hún er alveg stórkostleg." Sólveig grípur til frönskunnar og segir: „Incredible". Það gildir líka um tón- listina. „Superbien". En hvernigþótti þér myndin ? „Ég var lengi að komast inn í • ~myndina og átti í erfiðleikum með að meðtaka atriðið í verksmiðjunni. Hvert var verið að fara með því? Hvað var Catherine Deneuve að gera þama? Mér fannst hún alls ekki eiga heima í þessum aðstæðum. Morðatriðið fannst mér stórkostlegt °g byggja upp veralega spennu, en mér líkaði ekki þema myndarinnar. Það er hið sama og í Brimbroti; kona sem hefur gert eitthvað af sér og verður að gjalda fyrir það. Mér líkar ekki þetta sektarinnræti kaþólski-ar trúar. En öll söngatriðin með Björk era dásamleg. Og myndin er afar góð. I hvert skipti sem Trier gerir kvik- mynd er það áhugavert og það kveð- ur við nýjan tón, jafnvel þótt hann fá- ist við sama þema og áður. Svo ég held að myndin hafi beinlínis valdið uppþoti á hátíðinni. Mér líkar hversu mikið melódrama myndin er, konan er að verða blind, krakkinn líka; þetta er eins og á sjötta áratugnum. En það gengur afar vel upp.“ Hvemig er að vera hinum megin við borðið? „Það er gott að horfa á allar þess- ar myndir,“ svarar hún. „Mér finnst það skemmtilegt og það veitir mér innblástur fyrir næsta verkefni, hvernig best er að taka á viðfangs- efninu. Ef ég horfí á myndir sem ég er ósátt við, þá velti ég því fyrir mér hvað mér fellur illa og hvernig ég hefði gert þær öðravísi. Ef mér finnst myndirnar góðar spyr ég ekki margra spurninga því ég lifi mig inn í þær.“ Hvernig er að vinna með Otar? „Ég kann vel við hann. Hann er mjög fyndinn, hefur svartan húmor. í byrjun hafði ég áhyggjur af því að okkur myndi ekki lynda saman, því við þekktumst ekki og ég hafði heyrt að hann hefði sterkan persónuleika. En síðan fór þetta vel, því við virð- umst alltaf vera sammála um mynd- irnar, jafnvel þótt við séum ósam- mála öðram í dómnefndinni. Ef til vill er það vegna þess að við tvö eram þau einu sem era kvikmyndagerðar- menn. Við höfum átt góðar samræð- ur, héldum okkar fyrsta fund eftir að við höfðum séð helminginn af mynd- unum og svo héldum við fund í lok keppninnar og tókum ákvörðun. Ot- ar veitti síðan verðlaunin á lokaat- höfninni í hátíðarhöllinni." Til hamingju með Sesar-verðlaun- in fyrír myndina Hertu upp hugann. Munu þau breyta miklu fyrir þig og hjálpa þér að gera næstu mynd? „Það er alveg víst að það verður auðvelt að gera næstu mynd. Engu að síður verður erfitt að finna verk- efni sem mig langar til að hella mér út í. Nú verður fjármögnun ekki vandamálið, því allir sem vildu ekki hjálpa mér við fyrstu myndina, eins og frönsku sjónvarpsstöðvarnar, hafa sagt að þeir vilji aðstoða mig við þá næstu. Þetta snýst því um að finna virkilega löngun fyrir næstu kvikmynd. Það sem ég ætla því að gera næst, til að forðast þessar við- skiptahugleiðingar, er að gera heim- ildarmynd í Texas.“ / Texas!? „ Já,“ segir hún og hlær. „Þá get ég snúið mér aftur að raunverulegum atburðum. Ég ætla að segja sögu blökkumanns sem var tekinn af lífi 1. mars; myndin fjallar um réttarhöld- in, rannsóknina, lögregluna, fjöl- skyldu hans og fjölskyldu fórnar- lambsins. Það er ekki alveg vist að hann hafi verið sekur, en samt var hann tekinn af lífi. Svo þetta verður heimildarmynd um dauðarefsingar en einnig um bandarískt réttarkerfi. Ég er búin að skrifa handrit og þetta verður heimildarmynd fyrir breið- tjaldið, ekki sjónvarp. Nú bíð ég eftir svörum frá franska kvikmynda- sjóðnum og vonast til að hefja tökur í október." Þa ð er langt þangað til. „Já,“ svarar hún og brosir. ,Áður ætla ég að taka upp litla heimildar- mynd í Reykjavík fyrir [frönsku sjónvarpsstöðina] Arte. Hún verður hluti af heimildarmyndaröð sem fjallar um borgir í Evrópu sem eru móðins og Reykjavík er ein þeiraa. Ég er ekki viss, en ég mun líklega ráðast í þetta verkefni. Það verður þá bara til að vera á íslandi. Mér leiðist líka yfirleitt í fríum og þetta er leið til þess að stytta sér stundir. Hver verður efniviður heimildar- myndarinnar í Iieykjavík? „Ég verð að finna þrjár persónur, sem allar verða að vera ungar og ólíkar hver annarri. Aðstoðarmaður minn í myndinni verður vinkona mín, Mireya Samper. Við munum ef til vill fá unglingsstrák í myndina, sem er á sjónum á sumrin og í skóla á vet- uma. Myndin verður tekin bæði að sumri og vetri til.“ Verður þetta þá stórt verkefni? „Myndin verður klukkutíma löng,“ svarar Sólveig. „Við leitum líka að ungri stúlku sem vinnur á kaffihúsi og ég vil gjaman hafa uppi á einhveijum tónlistarmanni. Við munum láta hvern og einn fá mynda- vél og biðja þau um að taka upp at- riði úr einkalífi sínu, eins og helgar- ferð með ástvini sínum eða fjölskylduboð. Svo vefjum við þessar myndir inn í heimildarmyndina. Þau mætast svo í miðborginni að nætur- lagi; myndin verður dálítið í þeim dúr, létt og lífleg." Er það sú mynd sem þú hefur í huganum af Iieykjavík? „Ekki endilega," svarar hún. „Mér finnst stemmningin á kvöldin ótrú- leg og hversu margir fara út á lífið. En þetta er ekki mín hugmynd. Allar myndimar munu hafa sömu upp- byggingu, gerast á einum stað og snúast um þrjár persónur, sem öllum verður fengin myndavél. Þannig verður heimildai-myndaröðin og á meðal annarra borga verða Istanbul og Amsterdam." Það voru líka sýndar íslenskar myndirhér í Cannes. „Já,“ svarar hún. „Ég horfði á Engla alheimsins og 101 Reykjavík. Mér fannst margt gott við þær. Englamir er ein af bestu myndum Friðriks Þórs. Skyttumar hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, af því mér finnst hún eins og virkilega góð bandarísk B-mynd, og svo auðvitað Börn náttúrannar. Mér fannst Engl- arnir góðir og leikararnir alveg frá- bærir. Það á líka við um 101 Reykja- vík, sem er frábært því það virðist mikið af góðum leikurum á íslandi. Það finnst mér áhugavert því ég vil gera mynd þar einhvern tíma. Ég veit ekki hvenær eða hvar. En ég hef velt því fyrir mér að gera mynd í fæðingarbæ mínum, Vestmannaeyj- um.“ Verður hún þá um þjóðhátíð? „Hver veit, ef tiþ vill fiskvinn- sluna,“ svarar hún. „Ég hefði áhuga á að gera kvikmynd um innflytjend- urna, sem flytja þangað frá Spáni og víðs vegar að, vegna þess að þar er vinnu að fá. Þetta myndi kalla á mikla vinnu. Ég yrði að vera þarna í tvo mánuði og taka viðtöl til að skrifa söguna. En það er eitthvað sem mig langar til að gera einhvern tíma. Svo það er frábært að horfa á alla þessa leikara, sem mér finnast mjög góðir. Svo finnst mér mynd Baltasars mjög fagmannlega unnin og ég er viss um að hún á eftir að ganga mjög vel, al- veg fyrir vist á Islandi og líklega á Spáni. Victoria Abril er einnig mjög fræg í Frakklandi, svo það veit á gott.“ ítalski leikstjórinn Bernardo Bertolucci talaði um að ungir kvik- myndagerðarmenn hefðu slitið naflastrenginn við fortíðina. „Það sem er helst að breytast í Frakklandi er að svo margir kven- leikstjórar era að stíga fram á sjón- arsviðið, þeir era þrjátíu eða fjöru- tíu. Ég veit ekki hvernig, en það breytir kvikmyndum. Þær segja sög- ur öðravísi, aðrar sögur og gefa leik- konum ólík hlutverk. Dagblöðin hafa velt sér upp úi’ þessu í marga mán- uði. Þótt þessi þróun virðist aðeins eiga sér stað í Frakklandi,.þá finnst mér tími til kominn. Þær eru óhræddar við að fást við allar grein- ar kvikmynda og þetta á eftir að breyta yfirbragði kvikmyndagerðar í Frakklandi, hefur raunar þegar gert það.“ Hvérnig þá? „Konur hafa annað tilfinningan- æmi. Ég veit ekki hvernig ég get skilgreint það nánar. En líklega era kvenpersónurnar margþættari og meira í þær spunnið. Svo skrifa kvenleikstjórar hlutverk fyrir leik- konur, sem era á aldrinum fjörutíu, fimmtíu og sextíu ára. Það er til- breyting, því þegar karlmenn gerðu kvikmyndir," segir hún og áttar sig þegar blaðamaður fer að hlæja, „þeir gera það víst enn,“ segir hún og brosir, „en þegar þeir vora þeir einu sem gerðu myndir, fengu þeir aðeins fallegar tvítugar fyrirsætur í aðal- hlutverkin, svo það vora engin hlut- verk í boði handa leikkonum sem komnar vora á miðjan aldur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.