Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Góð kjörsókn
í Zimbabwe
ÍBÚAR eins úthverfís borgarinnar
Bulawayo í Zimbabwe bíða hér í röð
eftir að geta gengið að kjörborðinu,
en tveggja daga þingkosningar hóf-
ust í landinu í gær. Kjörsókn var víð-
ast hvar mikil, íbúar biðu margir í
löngum röðum eftir að greiða at-
kvæði sitt og sumir höfðu jafnvel eytt
nóttinni á kjörstað.
Þingkosningarnar í ár eru þær
fyrstu sem taldar eru geta ógnað
stjórnarflokki Roberts Mugabe for-
seta Zimbabwe, ZANU-PF, sem hef-
ur verið við stjórnvölinn frá því land-
ið hlaut sjálfstæði árið 1980. Minni
stuðning við stjóm Mugabes en áður
má meðal annars rekja til erfiðrar
efnahagsstöðu landsins.
Eftir kosningabaráttuna, sem ein-
kenndist af ofbeldisverkum og ógn-
unum stuðningsmanna ZANU-PF á
hendur stjórnarandstæðingum, hóf-
ust kosningarnar sjálfar friðsam-
lega. Liðsmenn stjórnarandstöðu-
flokksins Hreyfing fyrir
lýðræðislegum breytingum (MDC)
sögðu þó stuðningsmenn ZANU-PF
víða reyna að hindra stjórnarand-
stæðinga í að kjósa og til að mynda
hefði verið komið fyrir vegatálmum í
einu hverfa höfuðborgarinnar, Har-
are. Þá sprakk sprengja við bensín-
stöð þar sem einn frambjóðenda
MDC var að fylla bíl sinn. Liðlega 30
manns, einkum stjórnarandstæðing-
ar, hafa undanfarið fallið í átökum
tengdum kosningunum.
Að sögn Alfred Nhema, sem fer
fyrir stjórnmálafræðum við Zim-
babwe-háskóla, sveiflast íbúar lands-
ins nú milli vonar og ótta vegna kosn-
inganna.
Telja að breytinga sé þörf
„Eg hef lesið mikið um það sem er
að gerast í landinu og nú vil ég fá að
kjósa,“ sagði Anthony Chiminaya,
einn ungra kjósenda sem beið í gær
við kjörstað. Trust Mpodyi, annar
kjósandi, sagði almenning vilja
breytingar. „Við unga fólkið höfum
áhyggjur af framtíð okkar. Við þurf-
um breytingar, breytingar, breyting-
ar,“ sagði Mpodyi við fréttastofu AP.
Að sögn Mike Auret, eins fram-
bjóðenda MDC, hefur þátttaka í
þingkosningum í Zimbabwe ekki
verið jafn mikil frá því að kosið var
um sjálfstæði landsins og taldi hann
möguleika MDC á sigri velta á
kosningaþátttöku ungra kjósenda.
Búist er við að fyrstu tölur
kosninganna liggi fyrir á morgun,
mánudag.
Japanir kjósa til neðri deildar þingsins í dag
Stj órnarflokkurinn
sigurstranglegur
Tdkýtí. AP, AFP.
„Einkennis-
búningur“
gleðikvenna
Madrid. Reuters.
EMBÆTTI saksóknara í
Madrid, höfuðborg Spánar,
hafnaði því nú í vikunni að
gleðikonum borgarinnar skyldi
fyrirskipað að velja sér efnis-
meiri klæðnað. Að mati sak-
sóknaraembættisins klæðast
gleðikonumar einfaldlega ein-
kennisbúningi starfstéttar
sinnar og því ber ekki að kæra
þær fyrir ósiðlegan klæðaburð,
að því er dagblaðið E1 Pais
greindi frá á fostudag.
Hugmyndin um að sekta
bæri gleðikonumar fyrir ósið-
legan klæðaburð var runnin
undan rifjum lögreglustjóra
borgarinnar sem ofbauð klæða-
lítill fatnaður kvennanna.
„Ósiðlegur klæðaburður er
eitt, annað er að vera í ein-
kennisbúningi - eða í þessu til-
felli að vera klæðalítill - vegna
eðlis starfsgreinar manns,“
hafði blaðið eftir saksóknara.
ÞIN GKOSNIN GAR fara fram í Jap-
an í dag og er búist við að samsteypu-
stjórn Yoshiro Mori, forsætisráð-
herra landsins, muni sitja áfram út
næsta kjörtímabil þrátt fyrir að vin-
sældir Moris hafi nokkuð dalað.
Mori hvatti japanska kjósendur í
gær til að hafa stöðugleika landsins í
huga þegar þeir gengju að kjörborð-
inu. Flokkur hans, Frjálslyndi lýð-
ræðisflokkurinn, hefur ítrekað nauð-
syn stöðugleika í kosningabaráttu
sinni, en tveggja ára barátta ríkis-
stjórnarinnar við að koma efnahag
Japans á réttan kjöl er smám saman
að bera árangur.
„Kjör hinnar brotakenndu
stjórnarandstöðu mun stefna öllu
þessu í hættu,“ sagði Mori á kjör-
fundi í nágrenni Tókýó í gær. „Eini
möguleikinn er samsteypustjómin.
Þegar stjómir koma og fara bitnar
það mest á almenningi."
Nýlegar skoðanakannanir benda
til þess að Frjálslyndi lýðræðisflokk-
urinn muni hljóta meirihluta at-
kvæða í kosningunum, sem era
vegna sæta í neðri deild japanska
þingsins. Samkvæmt þessum könn-
unum mun flokkur Moris hljóta á
milli 241 og 263 sæti. Óvissuþáttur
kosninganna virðist þó engu að síður
stór. Mikill fjöldi kjósenda var enn
óákveðinn og skoðanakannanir
bentu til að fjöldi manna myndi ekki
ganga að kjörborðinu.
Leggur áherslu
á eyðslusemi ríkisins
Stjómarandstaðan hefur í kosn-
ingabaráttu sinni lagt áherslu á
mikla eyðslu ríkisstjórnarinnar og
auknar ríkisskuldir sem nú nema yfir
130% af ársframleiðslu Japana.
Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræð-
isflokksins, hvatti Japani til að kjósa
breytingar að þessu sinni, en Frjáls-
lyndi lýðræðisflokkurinn hefur, utan
nokkurra mánaða, setið í ríkisstjórn
Japans sl. 45 ár. „Eg vil að fólk standi
upp og láti skoðanir sínar í Ijós með
atkvæðagreiðslu sinni,“ sagði Ha-
toyama við Kýodo-fréttastofuna.
Hatoyama hefur reynst auðvelt að
notfæra sér óheppileg tilmæli Moris í
kosningabaráttu sinni, en forsætis-
ráðherrann hvatti t.d. nýlega
óákveðna kjósendur til að halda sig
heima á kosningadaginn. Mori hefur
hins vegar bent á skort Hatoyama á
leiðtogahæfileikum þar sem hann
geti ekki haft stjórn á sínum eigin
flokki.
Fræðsla o g forvarnir
skipta sköpum
Deilt um
daggjöldin
KEPPIR VIÐ
VÉLA UMBOÐIN
: i'itiÉ'.loHKzaZrtJt
Friðlandið
fjöjbreytt ■'
B
f * jf
Kóreu-
stríðsins
minnst
NÁMSMENN í Suður-Kóreu biðjast
hér fyrir við legsteina hermanna
sem fórust í Kóreustríðinu. Fimm-
tíu ár eru í dag liðin frá því að
Kóreustríðið hófst með árás Norð-
ur-Kóreu á suðrið og söfnuðust her-
menn, sem börðust fyrir Suður-
Kóreu, saman í gær á fyrrum víg-
velli til að minnast Kóreustríðsins,
sem einnig hefur verið kallað
„gleymda stríðið".
Milljónir manna féllu í Kóreu-
stríðinu sem stóð yfír árin 1950-
1953 og varð til þess að kóresku
þjóðinni var endanlega skipt í tvær
fylkingar. I kjölfar leiðtogafundar
Kim Dae-jung, forseta Suður-
Kóreu, og Kim Jong-il, leiðtoga
Norður-Kóreu, í síðustu viku sam-
þykktu ríkin bæði að draga úr
fyrirætluðum hátiðahöldum vegna
Kóreustriðsins til að minnka
spennu sin á milli.
di
discovericeland.is